Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn Orðsending frá Lífeyrissjóði verslunarmanna Lífeyrissjóður verslunarmanna sendi í mars yfirlit til allra sjóðfélaga um greiðslur til sjóðsins þeirra vegna á síðasta ári, 1985. Yfirlit þessi voru send á heimilisföng, sem sjóðfé- lagar höfðu 1. desember 1985 samkvæmt þjóðskrá. Þeir sjóðfélagar, sem fengið hafa sent yfirlit, en hafa athugasemdir fram að færa, svo og þeir sjóðfélagar, sem telja sig hafa greitt til sjóðsins á síðasta ári en ekki hafa fengið sent yfirlit, eru beðnir um að hafa samband við viðkomandi vinnuveitanda eða skrifstofu. Lífeyrissjóður verslunarmanna Útboð Tilboð óskast í innréttingar í íbúðir fyrir aldraða að Flúðum. Um er að ræða þrjár 64 ferm. íbúðir og skal verkinu lokið fyrir 1. júní 1986. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Hrunamanna- hrepps, Flúðum og hjá Skúla Norðdahl arkitekt, Víðimel 55, Reykjavík, gegn 5000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska, föstudaginn 18. apríl kl. 16.00 á skrifstofu Hrunamannahrepps. Réttur er áskilinn að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Nánari upplýsingar gefur oddviti Hrunamanna- hrepps í síma 99-6617. Konur Árnessýslu Kvöldvaka verður haldin fimmtudaginn 10. apríl að Eyrarvegi 15, Selfossi. Skemmtiatriði og kaffi á könnunni. Hittumst sem flestar og verum hressar í vetur. Nýir félagar velkomnir. Félag framsóknarkvenna Árnessýslu Aðalfundur „Framnes hf.“ veröur haldinn i húsi félagsins, Hamraborg 5, Kópavogi, fimmtudag- inn 10. april n.k. kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt 16. grein félagslaga. Hluthafar mæti vel og stundvíslega. Stjórnin FRAMSOKN TIL FRAMFARA Skrifstofan í Eiðsvallagötu 6 er opin virka daga kl. 16.30 - 18.30. Síminn er 21180 og það er alltaf heitt á könnunni. Hittumst hress. Framsóknarfélögin á Akureyri Laugardagur 5. apríl 1986 MINNING illlllllllllllllllllllllli Stefán Ketilsson bóndi, frá Minni-Ólafsvöllum Hann kvaddi hljóðlega, með hóg- værð og æðruleysi, snemma að morgni 25. mars. Nývaknaður af nætursvefni, tilbúinn fyrir löngu að hlýða kallinu, hvenær sem það kæmi. Farinn að þrá hvíldina. Og hvíldin kom. Þannig var lífi Stefáns Kristins Ketilssonar lifað í 87 ár, æðrulaus og af hjarta lítillátur, gerði ekki kröfur til annarra, en skilaði sínu langa dagsverki með stöðugri vinnu frá blautu barnsbeini til 79 ára aldurs, er hann varð að lúta í lægra haldi fyrir þrálátum sjúkdómi, og fæturnir báru hann ekki lengur. Þá varð sjúkrahúsið heimili hans um sinn. Fæddur 24. apríl 1899 að Norður- garði, Skeiðum. Foreldrar Stefáns voru Ketill bóndi Jónsson og kona •hans, Stefanía Stefánsdóttir. Fimm systkini eignaðist Stefán, þrjú kom- ust upp, Kristín, Margrét og Jón Ágúst, en tvö létust ung, á fyrsta ári og tveggja ára. Nú er Jón Ágúst einn eftir, sjúklingur að Reykjalundi. Ævikjör eru mönnum misjöfn búin. Vistin á „Hótel Jörð“ (T.G.) er eins konar fjölbrautaskóli, og námsbrautirnar eru margar, sumar virðast sumum þungar, aðrar léttar, en þungt eða létt er afstætt hugtak, og fer ekki síður eftir viðhorfi nem- andans, hvort ofaná verður. Æðru- leysi var eitt af aðalsmerkjum Stef- áns Ketilssonar, og var það vel. Það hjálpaði honum til að taka því, sem að höndum bar, og gera betra úr öllu. Þegar Stefán var 7 ára varð Ketill faðir hans að bregða búi vegna langvarandi veikinda. Stefáni var þá komið fyrir að Hvítárholti í Hruna- mannahreppi, og þar var hann í rúm 4 ár. Þá sameinaðist fjölskyldan á ný, er Ketill hafði fengið bata, og hóf búskap að Auðsholti í Biskups- tungum, en 1920 flutti Ketill að Minni-Ólafsvöllum, Skeiðum, ög bjó þar unz hann hætti búskap vegna aldurs, og flutti til Reykjavíkur. Sveitin, búskapur ogskepnur, sér- staklega sauðkindin, voru líf og yndi Stefáns. Hannhófbúskapmeðföður sínum að Minni-Ólafsvöllum, er hann hafði aldur til, og eftir að Ketill hætti, tók Stefán við jörðinni einn. Hann kvæntist lífsförunauti sínum í 31 ár, Magneu Narfadóttur frá Hafnarfirði, þann 9. maí 1938, en hún andaðist 2. maí 1969. Magnea var dugnaðarkona, og hún deildi lífinu með Stefáni í meðbyr jafnt sem mótbyr á meðan ævin entist. Þau voru barnlaus. Það varð hlutskipti bóndans og dýravinarins Stefáns Ketilssonar að þjást af heymæði lengstan hluta ævinnar, og það svo, að hann varð að hætta búskap árið 1946 og flytja á mölina. Stefán var laghentur og smiður góður, og stundaði húsa- smíði í Reykjavík. en sveitin dró hug hans stöðugt fast til sín. Hann gat ekki unað lífi daglaunamanns í Reykjavík lengur en 5 ár. 1951 keyptu þau Magnea húsin á jörðinni Roðgúl á Stokkseyri, og hófu þar að nýju búskap, og bjó Stefán þar til 1970, er hann varð að hætta vegna veikinda, þá 71 árs, og orðinn ekkill. Nokkru eftir andlát Magneu flutti Stefán til frænda síns, Guðmundar Valdimarssonar, sem nú er látinn, og konu hans, Sigríðar Gísladóttur, að Sætúni, Stokkseyri, og átti hann heimili sitt hjá þeim og fjölskyldu þeirra í 11 ár, og var hann mjög þakklátur þeim hjónum og öðru heimilisfólki í Sætúni fyrir þessi góðu ár. Stefán fékk bata veikinda sinna, og þá fór hann fljótlega að vinna í Hraðfrystihúsi Stokkseyrar hf., og bætti enn 8 vinnuárum við, en varð þá að láta af stöfum endanlega vegna nýrra veikinda. Hann dvaldi á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, seinustu 6 árin, og naut þar bestu umönnunar lækna og starfsfólks. Hann gat lengst af haft fótavist, og átti betri stundir inni á milli. Stefán var blíðlyndur og hafði yndi af börnum. Hann laðaði börn til sín án fyrirhafnar, og naut slíkra tækifæra í ríkum mæli, þegar þau gáfust. Hann hafði skoðanir á þjóð- málum og öðrum málum, og lét þær í ljós, án þess að reyna að koma þeim inn hjá öðrum. Hann gat verið kíminn og glettinn, þegar svo bar við, og einnig fastur á sínu, ef það átti við. Um trúmál var hann fámáll, en gerði sér vel grein fyrir því, að Lífið er einnig til skrifað með stórum staf. Hann var vammlaus maður. Stefán verður jarðsettur í dag, laugardaginn 5. apríl, að Ólafsvöll- um, Skeiðum, við hlið konu sinnar. Minning um góðan dreng lifir. Sigurður Gunnarsson Guðbjörg Indriðadóttir Brúnastöðum Fædd 10. júlí 1941 Dáin 25. mars 1986 Öllum er ætlað að starfa á ákveðn- um sviðum. Sumir skipta oft um starf, aðrir ekki. Stundum er fólk skyndilega kallað til annarra starfa - fyrirvaralaust - burt úr þessum heimi. Við stöndum eftir ráðþrota °g spyrjum. Hvers vegna? Svipti- byljir mannlegrar tilveru eru utan þess sjónmáls, sem þekking okkar nær til. Guðbjörg á Brúnastöðum var skyndilega kölluð brott. Kölluð frá heimili sínu og fjölskyldu. Hún, sem enn átti svo margt ógert. Við slíka frétt finnst manni sem sól sígi í ægi á dagmálum. Ég kynntist Guðbjörgu fyrir fimm árum og naut vináttu hennar, sem var traust og fölskvalaus. Hún átti svo margt að miðla öðrum. Sam- verustundirnar urðu ekki ýkja marg- ar - raunar alltof fáar. En þær voru allar ánægjulegar og eftirminnilegar -en umfrarn allt inniiegar. Alltafvar hlakkað til næstu samfunda. Guðbjörg hafði næmt fegurðar- skyn og unni sveitinni sinni með fannfergi á vetrum og bláberja- brekkum á sumrum. Það er sómi hverri sveit að hafa átt slíka dóttur. En milli fjörs og feigðar er aðeins eitt fótmál. Nú er vinkonan úr Fljótunum horfin til nýrra starfa. Þar mun hún umvefja alla sinni einlægu hlýju og í návist hennar mun öllum líða vel. Ríkharður, við Konni sendum þér og fjölskyldu þinni innilegar samúð- arkveðjur. Biðjum að faðir ljóss og lífs veiti ykkur styrk. Veginn framundan þekkjum við ekki, en megi minningin um ástvin- inn horfna verða ykkar leiðarljós. Helga Bjarnadóttir. Bílkó bætir þjónustuna Þarna geta bíleigendur sprautað bíla sína sjálfir og sparað með því fjárútlát. Bílaþjónustan Kópavogi hf., sem ekki fyrir löngu flutti sig um set að Smiðjuvegi 36 í rúmgott og bjart húsnæði, hefur nú bætt þjónustuna við bíleigendur enn frekar með því að taka í notkun hundrað fermetra fullkominn sprautuklefa fyrir þá bíleigendur sem vilja sprauta bíla stna sjálfir. Sprautuklefi þessi er búinn öllu því sem þarf til að tryggja sem bestan árangur sprautunar, bæði með yfirþrýstingi til að hindra ryk- myndun og eins góðri loftræstingu. Bíleigendur sem vilja vinna bíla sína undir sprautun sjálfir geta einnig fengið bíla sína sprautaða gegn föstu gjaldi og eru þeir Sigurður Óttar Hreinsson bifreiðasmiður og Sævar Hallgrímsson bílamálari mönnum til aðstoðar í því efni. Einnig taka þeir að sér að vinna bíla undir sprautun og fullvinna fyrir þá sem þess óska. Bílaþjónustan selur öll lakkefni sem þarf til sprautunar á staðnum frá „Valentine" og eru þau á hagstæðu verði. „Blöndunarbar" er á staðnum svo ekki eru vandkvæði á að fá rétta litinn á bílinn. Enn sem fyrr eru til sölu á staðnum smávörur til bíla, öll bón- og hreinsiefni ásamt kveikjuhlutum í flestar tegundir bíla. Alls geta 20 bílar verið samtímis í húsnæði Bílkó að Smiðjuvegi 36 og góð aðstaða til þrifa eða smærri og stærri viðgerða og er lyftuaðstaða til reiðu fyrir þá sem þess þurfa. Aðaleigandi og framkvæmdastjóri Bílaþjónustunnar Kópavogi hf. er Vilhjálmur Þorláksson. (Fréttatilkynning)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.