Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 5. apríl 1986 IHIHIIllllllllll Iþróttir lllllllHHHHIIIIiiiai■ilihiiilllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII;::lll':. .;..:i!l.iMÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIii!!i; I. ■,a;liliiil;lllllllllllllllllllllllil;;!ii':l' Jili;ilillllllllllllllllllllll!!li!i''':' .iiii!ili„i;;;;iillllllllllllllllllllllllll!l!i: ..i;;iililllllllllllllllllllllllllllllllllllll!l!ll|i;i'!:!11'" ..;;;ÍÍÍIIIII;!3mííII|M1ÍÍI Unglingalandslið íslands í körfuknattleik sem fer til Frakklands ásamt þjálfurum sínum þeim Jóni Sigurðssyni og Birni Leóssyni. Tímamynd Sverrir Evrópumeistarakeppni unglinga í kröfu: Eru færir í flestan sjó - valdir hafa verið tíu leikmenn sem flestir leika í Úrvalsdeildinni íslenska unglingalandsliðið í körfuknattleik er á leið til Frakk- lands til þátttöku á Evrópumeistara- móti unglinga í körfu. Með íslend- ingum keppa Finnar, Danir, Svíar og Frakkar. Spilað verður í borginni La Baule sem er skammt frá Nantes. Þjálfari liðsins Jón Sigurðsson og aðstoðarþjálfarinn Björn Leósson hafa valið 10 pilta til fararinnar. Þeir eru: Lögreglan í ísrael er nú að rann- saka hugsanlegt svindl ígetraunaleik þeirra ísraela. Þeir tippa í hverri viku eins og Frónbúar og er tippað á átta 1. deildarleiki og fimm 2. deildarleiki. Hópur glæpona mun Guðmundur L. Bragason, UMFG Jón Örn Guðmundsson, ÍR Kristinn Einarsson, UMFN Teitur Örlygsson, UMFN Ólafur Gottskálksson, ÍBK Jóhannes Karl Sveinsson, ÍR Guðjón Skúlason, ÍBK Magnús ívar Guðfinnsson, ÍBK Þessir leikmenn eru flestir fasta- menn í úrvalsdeildarliðum á fslandi og því færir í flestan sjó. Með liðinu verður einn dómari en það er Krist- björn Albertsson og fararstjóri verð- ur Kristinn Albertsson. Mótið hefst þann 7. apríl með leik hafa mútað 2. deildar leikmönnum til að fá hagstæð úrslit og þannig hagnast um 16 milljónir á getrauna- þátttöku sinni. Það er ólöglegt að svindla og því vill löggan hirða þessa menn. gegn Finnum en því lýkur á fimmtu- dag með leik gegn Frökkum. Tveir reknir Brasilíska knattspyrnusam- bandið hefur ákveðið að vísa lcikmönnunum Eder og Sidney úr brasilíska landsliðshópnum vegna agabrota. Eder, sem er 28 ára og varð heimsfrægur vegna frammistöðu sinnar með landslið- inu á Spáni, var rekinn af velli ■ vináttuleik gegn Perú um daginn. Hann sló mótherja strax á 30. mínútu leiksins. Sidney meiddist í síðustu viku en hlýddi ekki skipun læknis liðsins um að hvfla sig og var hann því rekinn. I stað þeirra kemur í landsliðshópinn Edivaldo. Hann er 24 ára og spilar útherja eins og Eder. Magnús Holgi Matthíasson, Rice University Jón Þór Gunnarsson, Haukum Getraunasvindl Húsnæöisstof nun ríkisins Tæknideild Laugavegi 77. R. Sími 28500 ÚtboÓ Framkvæmdanefnd um byggingu íbúða- og dvalarheimilis aldraðra Eskifirði, óskar eftir tilboðum í uppsteypu og gera fokhelt hús aldraðra Eskifirði. Húsið verður 315 m2, 3177 m3. Verkið skal unnið samkvæmt teikningum og útboðsgögnum nr. Æ.06.01 úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnun- ar ríkisins og skal skila 15. nóv. 1986. Afhending útboðsgagna er hjá bæjarskrifstofu Eskifjarðar og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá þriðjudeginum 8. apríl n.k. gegn kr. 5.000.00 skilatryggingu. Tilboðum skal skila á framangreinda staði eigi síðar en þriðjudaginn 29. apríl 1986 kl. 11.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. framkvæmdanefndar Tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins NBA körfuknattleikurinn: Pétur spilaði með Gerði 10 stig og er bjartsýnn á framhaldið Pétur Guðmundsson spilaði í fyrrinótt með L.A.Lakers í banda- rísku NBA körfuknattleiksdeild- inni. Pétur var með í 24 mínútur og skoraði 10 stig auk þess sem hann hirti ein 9 fráköst. Pétur sagðist vera mörg ánægður með frammistöðu sína og var nokkuð viss um að fá samning hjá liðinu fram á vorið. Ef það tekst þá mun Pétur verða með í úrslitakeppninni í NBA deildinni sem hefst þann 16. apríl. Lakers unnu leikinn í fyrrinótt 135-105 en spilað var gegn Sacramento Kings. Af öðrum leikjum í fyrrinótt má nefna að Mavs unnu Nuggets 115- 114ogRocketsunnuSpurs 136-110. Heilbrigt líf - Hagur allra - Ávarp Samaranch formanns Alþjóðaólympíu- nefndarinnar í tilefni alþjóðaheilbrigðisdagsins 7. apríl Þann 10. maí 1982 hlotnaðist mér sú ánægja að ávarpa 38. þing Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Genf. Þá sagði ég, að grundvall- armarkmið stofnananna okkar tveggja væru svo lík, að það væri í rauninni furða, að samstarf skyldi ekki hafa tekist með þeim fyrr. Þið hafið sett ykkur að markmiði „Heil- brigði fyrir alla árið 2000“ en við stefnum að „íþróttum fyrir alla“. Eitt af grundvallaratriðum stofnskrár Alþjóðaólympíunefndar- innar er, að hún verði: - að vinna að því að efla þá líkamlegu og andlegu eiginleika, sem eru grundvöllur íþrótta og - að efla skilning ungs fólks hvert á öðru og vináttu þess með því að efla íþróttaandann, svo að við mcgum byggja betri og friðsamlegri heim. Það er í þessum tilgangi, sem Alþjóðaólympíunefndin hefur tekið þátt í öllu því starfi, sem orðið getur þessum hugsjónum til framdráttar. Stofnandi nefndarinnar, Pierre de Coubertin, beindi athygli okkar að mikilvægi margbreytilegra og heilsu- samlegra íþróttaiðkana almennings, enda taldi hann þær einn hornsteina hcilsu, jafnvægis og þjóðfélagslegra framfara. Sjóðir þeir, sem ólympíuncfndir einstakra ríkja hafa aðgang að, hafa gert Alþjóðaólympíunefndinni létt- ara að útbreiða íþróttir og að fá fólk til að skilja gildi góðrar heilsu. Alþjóðaólympíunefndin hefur aukið átak sitt á þessu sviði, og má í því sambandi nefna stofnun nefndar til eflingar einstaklingsíþrótta á síðasta ári og samstarf hennar við Alþjóða- heilbrigðismálastofnunina um skipu- lag og framkvæmd „Heilsukapp- hlaupsins“. „Heilsukapphlaupið" er barátta, sem miðar fyrst og fremst að því, að þremur markmiðum sé náð: líkams- þjálfun, réttri næringu og því, að einstaklingurinn geri sér grein fyrir ábyrgðinni, sem hann ber á heilsu sinni. Svo að þessi barátta beri þann ávöxt, sem vonast er eftir um heim allan og takast megi að ná markmið- inu „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“ þá þarf að koma til aðstoð ríkis- stjórna allra ríkja og heilbrigðis- málastofnana, sem á þeirra vegum starfa, auk þeirrar aðstoðar, sem áhugamannasamtök um iþróttir og bætt heilsufar veita. Loks langar mig til að leggja á ný áherslu á það, sem ég sagði í ávarpi mínu til fulltrúa aðildarþjóða Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á 38. þingi hennar, er ég bað um, að þær tækju höndum saman við æsku heimsins, svo að við gætum hert eftirsóknina eftir betra lífi, hreysti og góðri heilsu; það yrði eina kapphlaupið, sem sigurvegarar einir tækju þátt í. Leikir á Reykjavíkurmótinu Eins og kunnugt er þá er Reykja- víkurmótið í knattspyrnu hafið. Tveirleikireru búnir. IRogÁrmann gerðu jafntefli 1-1 og Fram vann KR 1-0. Liðunum í mótinu er skipt í tvo riðla og spila í A-riðli: Víkingur, Valur, ÍR og Ármann en í B-riðli spila KR, Fram, Þróttur og Fylkir. Hér fylgir leikjaskráin: 6. apríl: Víkingur-Valur 8. apríl: Fram-Fylkir 10. apríl: ÍR-Valur 13. apríl: KR-Þróttur 15. apríl: Ármann-Víkingur 17. apríl: Fylkir-Þróttur íslandsmót í borðtennis Fyrri hluti Islandsmótsins í borð- tennis verður um helgina. Keppt verður á laugardag (í dag) og hefst mótið kl. 13.30. Keppt er í tvíliða- leikjum drengja, stúlkna og sveina auk annars. Seinni hluti fslands- mótsinsverðurhelgina26.-27. apríl. 20. apríl: Víkingur-ÍR 22. apríl: Fylkir-KR 24. april: Valur-Ármann 27. april: Þróttur-Fram 29. apríl: Lið 1 úr A gegn 2 úr B 1. maí: Lið 1 úr B gegn 2 úr A 4. maí: Lið 4 úr hvorum ríðli 5. maí: Lið 3 úr hvorum ríðli 6. maí: Leikur um þríðja sœtið 8. maí: Úrslitaleikurinn Allir leikirnir hefjast kl. 20.30 og eru spilaðir á gervigrasinu í Laugar- dal. Þingvallagangan Sldðafélag Reykjavíkur gengst fyrir Þingvallagöngunni á sunnudaginn og hefst gangan klukkan 12 á hádegi. Keppt verð- ur í 42 kílómetra göngu og einnig í 21 kflómetra göngu. Lagt verður upp frá Flengingarbrekku við Hveradali og komið í mark á Nesjavöllum og í Almannagjá. Um páskahelgina fór fram svokallað Hi-C mót í körfuknattleik en það var unglinganefnd KKÍ og Vífilfell hf. sem stóðu að mótinu. Keppt var í 4. og 5 flokki karia, 3. flokki kvenna og minnibolta. Alls tóku um 30 lið þátt í mótinu og gekk það vel fyrir sig. Vífilfell veitti verðlaun að móti loknu. Haukar unnu keppnina í 3. flokki kvenna og minnibolta en ÍR vann 4. flokk karla og ÍBK vann 5. flokk karla. Myndimar era af sigurvegurum Hauka í kvennaflokki og IBK 1 5. flokkl karia. Tímamynd Sverrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.