Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Shari sjáuni við á miðvikudögum í HÓTEL-sjónvarpsþáttunum með Nina Hagen og kavalerinn. stutt, dökkt og krullaö hár. VIÐ UTHLUTUN VIDEO-VERÐLAUNA: Nina og Shari vöktu meiri athygli en verðlaunahafarnir Hin þekkta þýska söngkona Nina Hagen og Shari Beiafonte- Harper (dóttir Harrys Belafontc - en gift Harper) drógu að sér allra augu þegar þær mættu ný- lega viö úthlutun „Videó-verð- iauna" í Anteríku. Pað lá við að gestum svelgdist á kampavíninu þegar þær gengu ■ salinn. Nina var klædd í eitthvað sem átti að vera kjóll, en var nánasl smábol- ur með mislöngum perlukeðjum og snúrunt dinglandi niður um leggina. A höfðinu hafði hún einhvers konar vængi eða fjaðra- skrautogskærbleikt sjal á hand- leggnunt. Við hlið sér leiddi hún kavalera sem heitir Robbie Ro- berts og hafði sá blárautt ný- premanenterað hár! Shari var í mjög stuttum skærbláum pall íettukjól með pínupilsi og hafði látið lita hárið á sér blátt í stíl við kjólinn! - nema hún sé bara með bláa hárkollu. Brúðkaupsferðin bjargaðist - meö nálarstunguaðferð! Það er ekkert undarlegt þó eitt- hvaö láti undan þegar annað eins gengur á eins og í Rocky-myndun- um enda fær hetjan á sig ótal pústra og högg, og afleiöing- arnar geta komið í Ijós síðar. Brúðkaupsferðin hjá Sly Stall- one og brúði hans, Brigitte Niels- en, hafði nærri „farið í vaskinn" þegar brúðguminn varð altekinn af óþolandi kvöl í öxl og baki. Til að bjarga við málunum lét hann senda einkaþotu eftir nálarstungusér- fræðingi til Kaliforníu, - en brúð- hjónin voru stödd í Acapulco í Mexíkó. Þau höfðu gift sig 15. descmber og flogiö til Hawaii, dvalist þar í góðu yfirlæti um tíma, en svo ætluðu þau að eyða síðustu viku hveitibrauðsdaganna í Acapulco og eiga þar reglulega rómantíska daga, scnt ávallt yrðu geymdir í minni. Þá setti giktarskömmin heldur betur strik í reikninginn. Talið var að gömul meiðsli hefðu tekið sig upp hjá leikaranum, enda er það ekki ótrúlegt. Það er ekki svo lítil áreynsla að leika í þessum boxaramyndum, og þá er Rambo ekki st'ður erfiður. Stallone var svo nískur á þessa síðustu daga að hann vildi alls ekki gefast upp og fara heim, heldur gerði þessa úr- slitatilraun til að fá bata með nálarstunguaðferðinni. Þegar sér- fræðingurinn Itafði haft Itann í tveimur nálarstungutímum voru verkirnir horfnir. „Hvílíkur léttir!" sagði Rocky-hetjan og brúðhjónin gátu nú snúiö sér að því að njóta síðustu daganna á baðströndinni í Acapuleo og sigla og synda. Stallone-hjónin áttu sinn upp- áhalds veitingastað þarna á strönd- inni og eigendurnir urðu miklir vinir þeirra. Veitingakonan Bibi bakaði köku þegar haldið var upp á að lækningin hafði heppnast svo vel sem raun bar vitni. Kakan var hjartalaga og var skreytt með brúð- hjónastyttu. Síöan var tekin mynd af gestgjöfunum og brúðhjónum og tertunni svo sem sjá má hér á síðunni. Brúðhjónin með vinafólki sínu í Acapulco í Mexíkó þegar allt lék í lyndi og nálarstungu- sérfræðingur- inn hafði lækn- að Stallone af bakkvölununi. Brigitte Niels- en (t.v.) hin Ijóshærða danska fyrir- sæta neitar að kalla sig frú Stallone, þó hún sé gift sín- um hcittelsk- aða Sylvester Stallone. Laugardagur 5. apríl 1986 ÚTLÖND llllllllllll FRÉTTAYFIRLIT OOTMARSUN, Hollandi: Fjármálaráðherrar EBE rædd- ust við um styrkingu gjaldmiðla innan Efnahagsbandalagsins. Skömmu áður hafði franski frankinn lækkað á gjaldeyris- mörkuðum vegna orðróms um að franska stjórnin ætlaði að fella hann gagnvart þýsku marki. SAMEINUÐU þjóðirnar: ísrael bað formlega um að fá aðgang að skýrslu S.Þ. um Kurt Waldheim og önnur skjöl sem máli skiptu, frá stríðs- glæpanefnd samtakanna. Waldheim neitar því að hafa tekið þátt í starfsemi nasista á stríðsárunum. BEIRÚT: Skriðdrekar, stór- skotalið og jarðsprengjur voru notaðar í hörðum átökum milli múhameðstrúarmanna og palistínskra hersveita I nánd við flóttamannabúðir Palestínumanna við Beirut. MOSKVA: Bandarískur þingmaður sagði að Gorbac- hev hefði sagt sér að hann væri trúaður á að annar topp- fundur yrði haldinn milli þeirra Regans, og Gorbachev setti engin skilyrði. AÞENA: Grikkland sagðist myndi stjórna rannsókn á sprengingunni sem varð um borð í bandarískri farþegaflug- vél yfir Grikklandi, og neitaöi að ræða um kenninaar um að kvenskæruliði hefði komið sprengju fyrir í vélinni. PARIS: Jaques -Cirac, for- sætisráðherra, tilkynnti að hann myndi heimsækja Fíla- beinsströndina og Vestur- Þýskaland á næstu tveim vikum. Talsmaður Ciracs sagði að hann væri ekki að reyna að espa Mitterrand forseta með þessu. WASHINGTON: The Washington Post sagði aö Bandaríkjastjórn ætlaði að láta Grænhúfumenn þjálfa upp- reisnarmenn í Nicaraqua, til að berja á stjórninni þar. PRETORÍA: Talið er að a.m.k. 30 manns séu týndir eftir að öryggissveitum lenti saman við þúsundir manna í „heimalandi“ suður-afrískra blökkumanna í síðustu viku. Embættismenn sögðu að 11 manns hefðu látist í átökum við lögreglu í Bophuthat- swana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.