Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 20
meðVISA PÉTUR GUÐMUNDSSON spil aöi ákaflega vel með L.A. Lakers i bandarísku NBA körfuknattleiksdeild- inni. Hann skoraði 10 stig gegn Kings í fyrrinótt og spilaði í 24 mínútur. Pétur kvaðst bjartsýnn á áframhaldandi samning hjá félaginu og ef svo verður þá verður hann með Lakers í úrslita- keppninni sem hefst þann 16. apríl. Hver veit nema að við sjáum Pétur í gulum búningi á skjánum er nær dregur úrslitaleikjunum. Tíminn •K' dagur 5. apríl 1986 Tillaga í borgarstjórn: Leiguíbúðir fyrir aldraða í Vesturbæ Borgarstjórn samþykkir að fyrirhugaðar íbúðir fyrir aldr- aða í Grjótaþorpi verði leigu- íbúðir, segir í tillögu sem Gerð- ur Steinþórsdóttir lagði fram í borgarstjórn. Þessa tillögu rökstyður hún með því að í Vesturbæ búi fleira aldrað fólk í heimahúsum en í öðrum hverfum borgarinn- ar en þar eru engar lcigúíbúðir fyrir aldraða, sem er afleitt. Sem dæmi um ástandið má nefna að í Vesturbæ eru 75 heimili scm fá 40 stunda hcim- ilishjálp í viku hverri. Búið er að ákveða að byggja 20 til 30 íbúðir fyrir aldraða á horni Vesturgötu og Garða- strætis. Samþykkt hefur verið að borgin standi straum af þjónustukjarna, en ekki er búið að taka ákvörðun um hvort þarna verða leigu- eða söluíbúðir, en það liggur í loftinu, að meirihlutinn sé hall- ari undir að selja þessar íbúðir, sagði Gerður í viðtali við Tímann. Er þessi tillaga því flutt til að þessar íbúðir komi einkum þeim að notum sem standa höllum fæti. Landhelgisgæslan hefur nú fengið afhenta nýja TF-GRÓ. Vclinni var skipt fyrir þá göinlu nieð sama nafni. Þyrlan er af gerðinni Ecureuil og var hún flutt með gámi sjóleiðis frá Vestur-Þýskalandi. Vélar af þessari gerð hafa hlotið gælunafnið „íkorninn" sökum þess hve litlar og liprar þær eru. Vélin verður notuð í sjúkraflugi. Tíma-mynd: Róbert. Byggt ofan á Hótel Hof Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi s.l. fimmtudag að veita leyfi til að byggja eina hæð ofan á Rauðarárstíg 18. ÞarerHótcl Hof til húsa, en byggingin er í eigu Framsóknarflokksins. Umsókn um byggingaleyf- ið hefur þvælst nokkuð í borgarkerfinu og hefur af- greiðslu þess verið frestað nokkrum sinnum. Fyrst var umsóknin um stækkun hússins tekin í skipu- lagsnefnd og samþykkt þar, síðan í bygginganefnd, þá var hún samþykkt í borgarráði og nú loks í borgarstjórn. í borgarstjórn féllu atkvæði þannig að 12 voru með leyf- isveitingunni, 2 á móti, aðrir borgarfulltrúar sátu hjá. Sú kvöð fylgir heimildinni að bæta þarf við 10 bílastæð- um við húsið og selur borgin land undir þau. Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva: FISKELDIVERDI SJÁLFSTÆÐ GREIN - óháð landbúnaðar- og sjávarútvegskerfinu Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva vill að fiskeldi verði sköpuð sjálfstæð staða innan íslenska stjórnkcrfisins, en verði samt í nánum tengsl- um við hefðbundnar atvinnu- greinar í sjávarútvegi, iðnaði og landbúnaði. Þctta þýðir að LFH leggur áherslu á að fisk- eldi sem atvinnugrein veröi hvorki innlimað í landbúnaðar- kerfið né sjávarútvegskerfið. Landssambandið telur að nú megi ekki glata því tækifæri sem býðst, til að tryggja fram- gang arðvænlegrar atvinnu- greinar sem er laus við ósveigj- anlegt umhverfi þ.e. miðstýr- ingu ríkisvaldsins og úrelt sjóða- kerfi með óheilbrigðum gjald- tökum og millifærslum. í fréttatilkynningu sem LFH hefur sent frá sér vegna þessa máls segir. „Þetta er atvinnu- grein sem hefur þróast og aðlag- ast íslenskum aðstæðum sl. tutt- ugu ár og nú tekið mikinn vaxtarkipp og þarf því svigrúm í kerfinu til þess að geta þróast og vaxið frjálst." Kynningar- og fræðslufund- ur verður haldinn um máliö í dag í húsakynnum Stangaveiði- félags íslands. Jón Kr. Sveins- son formaður landssambands- ins sagði í samtali við Tímann í gær að um lokaðan fund væri að ræða, og upphaflega hefði verið gcrt ráð fyrir um fjörutíu aðilum á fundinn. Nú er svo komið að áttatíu manns hafa sótt um þátttöku á fundinum og verður því að opna alla glugga og gangsetja viftur þar sem fundurinn fer fram. „Áhuginn er gífurlegur. Menn hvaðanæva að af landinu hafa boðað þátttöku sína á fundinn og viðbúið að umræður verði fjörugar,4" sagði Jón. Fulltrúar frá landbúnaðar- ráðuneyti og sjávarútvegsráðu- neyti mæta á fundinn og halda framsöguerindi. _ES 1984 ENN EITT ISLENSKA HEIMSMETIÐ: Hver launþegi í þrem störf um íslenskum launþegum fjölgaði um 90 þús. á tveim árum Ætli það sé ekki enn eitt heimsmet okkar íslendinga, að 240 þús. manna þjóð skuli hafa eignast samtals 347 þús. launþega á launaskrá áriö 1984. Launþegum hafði þá fjölgað um tæp 90 þús. á tveim árum þótt fullum ársverkum sem þeir unnu hafi aðeins fjölgað um 2 þús., eða úr 96 í 98 þús. Tölurnar um 347 þús. laun- þega fann Þjóðhagsstofnun úr launamiðum íslcnskra laun- þega, sem talið í einstaklingum voru um 115 þús. þetta ár. Skýringarnar á þessum 347 þús. launþegum eru annars vegar gífurleg hreyfing á vinnu- afli milli fyrirtækja og atvinnu- greina og hins vegar okkar fræga íslenska fyrirbrigði að stór hluti launþega vinnursam- tímis á 2-3-4 og jafnvel fleiri stöðum í einu. Að um 115 þús. launþegar skuli hafa komist á launaskrár á 347 þús. stöðum þetta eina ár þýðir að-hver einasti launþegi hefur komið við í 3 störfum að meðaltali á árinu. Þctta skýrir m.a. það furðuverk þegar menn eru að sýna fram á að öll launin þeirra (þ.e. í föstu vinn- unni) fari í skattinn. Árið 1984 komust t.d. um 120 þús. manns á launaskrár hjá hinu opinbera og opinber- urn fyrirtækjum. Þar af voru um 85 þús. í opinberri þjónustu og hafði þeim fjölgað um 22 þús. frá árinu áður. Svo við tökum dæmi af stöðugu atvinnugreinunum þá voru aðeins 825 launþegar bak við 663 ársverk hjá Álverk- smiðjunni og 265 bak við 201 ársverk hjá Sementsverksmiðj- unni. Á hinn bóginn hafa yfir 12.500 manns komist á launa- skrá vegna þeirra um 3.260 ársverka sem skilað var í grunnskólum landsins og um 3.100 á launaskrá fyrir samtals rúmlega 700 ársveríc í mennta- skólunum. Þó ársverkunum hafi aðeins fjölgað um 40 milli ára í menntaskólunum fjölgaði þeim sem fengu borgað fyrir þau úr 1.884 upp í 3.099 seinna árið. Svipaða sögu er að segja um sjúkrahús og heilbrigðisstoín- anir þar sem um 14 þús. manns komust á launaskrá fyrir 6.300 ársverk fyrra árið en 20.660 manns fyrir litlu tleiri ársverk síðara árið. Metið hjá því opin- bera á þó líklega Ríkisútvarp- ið, sent borgaði 3.500 manns laun árið 1984 fyrir 340 ársverk. Raunar virðist sem gífurleg hreyfing sé á vinnuafli í allflest- um atvinnugreinum þjóðarinn- ar. Þannig hafa t.d. hátt í 30 þús. manns þegið laun fyrir þau rúmlega 9 þús. ársverk sem unnin voru við frystingu og söltun á fiski, 2 þús. manns skilað 890 ársverkum við fata- framleiðslu og um 2.200 skilað um 700 ársverkum í blaða- og bókaútgáfu. -HEL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.