Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. apríl 1986 Tíminn 7 VETTVANGUR Páll Sigurjónsson, Galtalæk: Ekki heimta allir daglaun að kveldi Ekki getur hjá því farið, að fólk velti fyrir sér þeirri stöðu, sem upp er komin í landbúnaði, þeim. sem hefðbundinn kallast. Eða mér virð- ist að minnsta kosti. það fólk sem ég hcf hitt, síðan fullvirðismarkið svonefnda var gjört opinbert. geri sér Ijóst að þcssi vandi sem sam- drátturinn cr, mun fyrr en síðar koma niður hjá fleirum en bændum og þeirra fólki. Það er hárrétt athugað, því sá samdráttur sem um er að ræða er á allra næstu árum. eða til 1990, um 11 millj. lítra ef miðað er við síðasta ár. Allir útreikningar eru leikur að tölum. Svo er einnig um það, sem hér er látið á blað. En þessi samdráttur er ekki fjarri því, að öll Rangárvallasýsla, utan Eyja- fjalla væri lögð í rúst. Nú dettur mér ekki í hug að svo hreint verði gengið til verks. Enda væri það. frá sjónarsviði ncytand- ans ekki sú lausn, sem hagkvæmust yrði. Gamalt máltæki segir svo. „Endirinn skal í upphafi skoða.“ Hafið þið neytendur góðir, gert ykkur í hugarlund, hvað í rauninni samdráttur á borð við þann. sem um er að ræða þýðir í raun og veru? Það er talið fullvíst að á hverju meðal búi, lifi a.m.k. 3 fjölskyldur (sumir segja fjórar) Sama er um, því 6-700 fjölskyldur án atvinnu er nokkuð. sem við getum ekki bætt á garðann. Eru þeir sem hafa sitt starf, t.d. í vélaumboð- um, verslunum er skipta við dreifbýlið eða á Alþingi íslend- inga, vissir um sam- hengið milli búvöru- framleiðslu og eigin af- komu? Ettir því sem þessi mál eru skoðuð meira, sér fólk betur, hvað landbúnaður er í raun, stór í okkar þjóðfélagi. Mér koma oft í hug orð fyrrverandi sýslumanns Rangæinga Björns Fr. Björnssonar, sem hann sagði einu sinni. „Elskan mín góða. Ef ekki væri landbúnaður væri ég ekki sýslumaður hér.“ Sjaldan hefur verið komist bctur að orði þegar landbúnáðarmál ber á góma. Er nú víst að allir, sem þessi mál varða, geri sér jafn glögga grcin fyrir eðli málsins? Eru þeir, sem hafa sitt starf, t.d. í vélaumboðum, verslunum er skipta við dreifbýlið, t.d. heildsölum, eða á Alþingi íslendinga, Vissir um samhengið milli búvöruframleiðslu og eigin afkomu? Ég vil þó segja að þetta mál komið víðar við. Ein af höfuðforsendum þess, að nýgerðir kjárasamningar fái staðist, er að takast megi að draga úr innflutningi. Við vitum öll að skuldasöfnun erlendis er ein meg- inforsenda örðugrar afkomu þjóð- arbúsins á liðnum árum. Nú. þegar náðst hefur áfangi á leið til bættra lífskjara, er höfuð- skylda okkar allra að varðveita það, sem áunnist hefur. Ég efa ekki, að í þessu, er einn vilji fólks. Til þess að vöruskiptajöfnuður verði hagstæður, er um að gera að kaupa ekki crlendar vörur. þegar um annað er að ræða. Ég vil t.d nefna það, að í stað litaðs sykursvatns með rotvarnar- efnum, er ráð að kaupa kókó- mjólk, því bæði er hún hollari. fullt eins góð og auk þess íslcnsk vara. Bakarar hafa nýverið upplýst alþjöð um milljón lítra innflutning á mjólk, bundinni í brauð og kökur. lnnflutt sælgæti er á sama hátt dulbúin árás á kjör neytcnda. Því eins og fyrr cr sagt í þessari grein, er allur óþarfur innflutning- ur, árás á Iífskjör alls almennings. Þið vitið öll jafnvel og ég hvað stór hluti af þjóðarframleiðslunni fer í vexti og afborganir af erl. lánum. Mcð vaxandi byrði fyrr- nefndra pósta, minnka líkurnar á bættum lífskjörum. Sjaldan eða aldrci hefur okkur gelist jafn gott tækifæri til að bæta kjörin og einmitt nú. Þér, seni lest þessa grein, vil ég trúa fyrir því, að bændur og þeirra fólk hefur ekki vanist að heimta daglaun að kveldi. Það tekur þig líka nokkurn tíma að uppskera umbun þess að vilja „ís- landi allt". En huggaðu þig þá við, að því torsóttari sem sigurinn er, því sætari verður hann. Vandi bænda er mikill, nú er þeir verða að sjá framá stórfelldan samdrátt í sinni framlciðslu. Fyrr í greinarkorni þessu lét ég liggja að því hvar vandinn væri. Þó var ég þó aðeins að tala um alvöru líðandi stundar. Landbúnaður er býsna frábrugðinn öðrum atvinnu- greinum að því leyti, að þar er um lífrænan atvinnuveg að ræða. Það er unnt að draga úr framleiðslu á skjótan hátt, (eins og þegar drepiö er á vél). en til þess að auka framleiðslu að einhverju marki, þarf a.m.k. 2 ár, því kálfur fæddur í vor veröur ekki mjolkurkýr fyrr en 1988. Dilkakjötsframleiðslan tekur að vísu helmingi skemmri tíma, í aukningu. En vél sem hefur verið stöðvuð, er sannarlega ekki beysin, taki nema skamma stund, að koma henni í gagniö aftur. Þessi ástæða er cin meginfors- enda þess, að ég beini orðum mínum til ykkar neytendur góðir. Vandinn í tsl. landbúnaði er ekki stærri en að eitt glas á mann á dag, af nýmjólk, léttmjölk cða undanrennu leysir allan vandann. Auk þess minnkar hætta á tann- skemmdum verulega, þá er það Ijóst að kalk, en af því er mjólkin auðug, spillir ekki uppbyggingu beinanna i líkama þínum. Ihuga þú hvort ckki sé tilvinn- andi að slá tvær l'Iugur í einu höggi. Það er að scgja auka eigin kaup- mátt, með smá breytingum á lífs- venjum þínum, og leysa vanda bænda, svona í leiðinni. l’áll Sigurjúnsson, Galtalæk Magnús Finnbogason, bóndi, Lágafelli: Réttar furðufregnir um álagningu Miðvikudaginn 19. mars birtist í Tímanum grein eftir Ólaf Björns- son matvörukaupmann, sem hann nefnir „Furðufregnir um rosalega álagningu". Þar véfengir hann og segir beinlínis rangar tölur um kjötverð sem birtust í útvarpser- indi mínu um daginn og veginn í vetur. Erindi þetta kom síðar í Þjóðviljanum og Tímanum. Jafn- framt fer hann fram á að vita hvaðan mér komi þessar upplýsing- ar. Mér er bæði ljúft og skylt að fræða hann um heimildir að þess- um tölum. I N.T. þriðjudaginn 5. nóv. 1985 birtist grein eftir Gunnar Guðbjartsson, framkvæmdastjóra framleiðsluráðs, sem bar heitið „Hvað er dýrt“, II hluti. Síðasti kafli greinarinnar fjallar um smásölukostnað á dilkakjöti. Ég leyfi mér að endurprenta þann kafla greinarinnar hér með: Smásölukostnaður „Ég fór í sl. viku þ.e. 16.10. í viðskiptaverslun mína og keypti þrjá bita af nýju ófrosnu súpukjöti. í heilum skrokkum er þetta ófrosna kjöt nú selt í heildsölu á kr. 187,70. Bitar þeir, sem ég keypti voru bógleggur og hnúta, bringukollur og síðubiti. Sem sagt ódýrasta súpukjöt. Verð þess var kr. 253.00 kg. Álagningin var kr. 65,50 á kg eða 34,8% miöað við heilskrokk- UJ Gagnar þá ekki aö skreyta blaöagreinar meö verðtöflum Fram- leiðsluráös, því þegar út í frelsiö er komiö gilda þær ekki lengur !» averðið eða kr. 9,30 meira en allur kostnaður við slátrun, frystingu, flutning og heildssölu kjöts. Ég tók upp verð á einingum einstakra skrokkhluta. Dýrastar vorulamba- lundir og lambafile á 675 kr. kg. Séu verð í þessari verslun tekin saman fyrir 14 kg skrokk eru þau þessi: Ef keypt er í heilum skrokk, brytjuðum eftir ósk kaupanda kr. 2.937,20. Álagningin er kr. 309,40 eða = 11.77%. En keypt í pörtum heilt læri, kótelettur, framhryggur, súpukjöt ogslögskv. hefðbundinni sundurtekt og reiknuð 5% rýrnun til frádráttar verður heildarverð sem hér segir kótelettur 1,9 kg á 313 kr., lærissneiðar 2,75 kg á 390 kr., súpukjöt 4,15 kg á 253 kr., slög 1,5 kg. á69 kr. og vinnslukjöt 1,5 kg eðaalls kr. 3.742,70. Álagn- ingin er þá kr. 1.114,90 eða 42,43% og er 79,63 á kg kjötsins að meðaltali. Þá er ekki tekið mið af verði í „file“ né lambalundunum. Ég veit að þessi búð er dýrari en stórmarkaðir, en samt ekki í hópi dýrustu búða. Þessar krónur kr. 79,63 á kg kjöts fyrir að taka kjötið af bíl við búðardyr í niðurbrytjun í af- greiðsluborð og taka við peningum frá neytendum er tilvalið að mcta á móti kr. 56,00 í laun fyrir slátrun, frystingu, flutning og heildsölu kjötsins og alla þá feikna fyrirhöfn og þann fjármagnskostnað sem í því liggur." Hvergi hefi ég séð þessari grein l 7~" Hitt er rétt hjá Ólafi að þaö þarf að vera góð samvinna og trúnaöur milli bænda og kaup- manna eigi árangur aö nást, en til þess aö svo megi verða þurfa kaup- menn að gæta meira hófs í nýfengnu frelsi mótmælt enda mun leitun að fróð- ari manni um verðlagningu á kindakjöti cn Gunnari Guðbjarts- syni. Það sem Ólafur virðist ekki átta sig á er að ég miða smásöluverð á heilum skrokk við að hann sé tíndur í bitum smátt og smátt upp úr kjötborði, því að það hygg ég vera venjulegasta kaupmáta al- mennings, og þá erum við komin að hinu marglofaða álagningar- frelsi, sem ég tel kaupmenn hafa rækilega sýnt og sannað að þeir hafi ekki þroska til að búa við. Gagnar þá ekki að skreyta blaða- greinar með verðtöflum fram- leiðsluráðs, því þegar út í frelsið er komið gilda þær ekki lengur. Ég ól þá von í brjósti að með meira frjálsræði í smásöluálagn- ingu yrði von um mejri sölu á kjöti, þar sem þá sköpuðust möguleikar til þess að nýta betur verðþol vörunnar með meiri breytileika verðs frá einum skrokkhluta til annars. En því miður hefur þessi von ekki orðið að vissu enn sem komið er, heldur hið gagnstæða. Hitt er rétt hjá Ólafi að það þarf að vera góð samvinna og trúnaður milli bænda og kaupmanna eigi árangur að nást, cn til þess að svo megi verða þurfa kaupmenn að gæta meira hófs í nýfengnu frelsi. Annað vil ég einnig taka undir meðÓlafi. Þaðerað bændurverða að framleiða fituminna kjöt eigi nokkur möguleiki að vera að halda núverandi dilkakjötsrharkaði að ég tali nú ekki um eigi að reyna að auka hann sent full þörf er á. En til þess þarf að gjörbreyta kjötmati og verðlagningu kjöts til bænda þann- ig að hætt verði að greiða því rneira fyrir kjötið sem það fer lengra frá óskum markaðarins eins og ég tel að nú sé gert. En þetta er annað mál sem ekki verður rætt frekar í þessari grein. Með bestu kveðju, Magnús Finnbogason Um allan hinn vestræna heim er nú vaxandi áhugi á hcilbrigðu lífi og hollum lífsháttum. Fólk gerir sér í ríkari mæli en áður grein fyrir nauðsyn h'eilsuverndar. Á liðnum árum og áratugum hefur áhersla á heilbrigðismálum einkum verið lögð á að lækna þá sem þegar eru orðnir sjúkir. í þeim efnum hafa orðið stórstígar framfarir. Hlut- fallslega litlu fjármagni hefur verið varið til að koma í veg fyrir sjúk- dóma og slys. Aðstæður okkar til að ná árangri í þeim efnum eru þó sérstakar og óvenjulegar vegna fólksfæðar og góðs eftirlits. Til dæmis hefur árangur okkar í bar- HEILBRIGT LIF - HAGUR ALLRA Ávarp heilbrigöisráöherra á Alþjóðaheilbrigðisdeginum 7. apríl 1986 áttunni gegn krabbameini og reyk- ingum vakið athyglL á alþjóðavett- vangi. Ríkisstjórn íslands hefur nýver- ið samþykkt tillögu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um að gerð verði landsáætlun í heilbrigðismál- um með hliðsjón af stefnu Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem nefnd er „Heilbrigði allra árið 2000“. Þessi íslenska áætlun á að miða að því að stórauka varnir gegn sjúkdómum og slysum ásamt örorku og ótímabærum dauðsföll- um af þeirra völdum. Mörg brýn verkefni blasa nú við okkur íslendingum á sviði heil- brigðismála. Fyrst má nefna vax- andi fjölda aldraðra, sem búa verð- ur undir gott heilsufar í ellinni. Ennfremur er rétt að nefna þá hættu sem ungu fólki sérstaklega stafar af neyslu áfengis- og fíkni- efna. Kjörorð alþjóðlega hcilbrigðis- dagsins í ár er „Heilbrigt líf- hagur allra". Skírskotað er til einstaklinga ekki síður en heildarinnar. Efnt er til baráttu fyrir því aö menn byggi upp eigin hcilsu meö hollum lífs- háttum. í dag er ástæða til að við verjum stundarkorni til að leita svara við spurningunni unt hvort við getum sjálf gert lífsvenjur okk- ar hollari og gera okkur grein fyrir í hverju það cr fólgið. í sókninni til betra heilsulars er vörnin besta vopniö og besta vörn- in er heilbrigður lífstíll. í þeirri sókn sigrar hver sá, sem tekst að auka hollustu í lífsvenjum sínum. Með því sýnum við þakklæti fyrir þá heilsu sem við höfum og vottum virðingu því mikla starfi sem unnið er til að lækna sjúka og bæta líðan þeirra. Ragnhildur Helgadóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.