Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Ritstjóri: NíelsÁrniLund Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Innblaösstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:> 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Öfgar ber að varast Við gerð síðustu kjarasamninga aðila vinnumarkað- arins tók ríkissjóður á sig verulegar byrðar sem enn er ekki fyrir séð hvernig verður mætt. Afleiðingin er m.a. sú að ríkissjóður verður rekinn með miklum halla í ár. Þann halla þarf að brúa og ljóst er að erfitt verður að koma saman fjárlögum fyrir næsta ár. Ekki verður við það unað að áfram verði tekin erlend lán til eyðslu og öll aukin skattheimta hlýtur að teljast vafasamur kostur. Þrátt fyrir vilja beggja stjórnarflokkanna til að afgreiða hallalaus fjárlög er vitað að ágreiningur er um leiðir að því markmiði. Framsóknarflokkurinn mun nú sem áður leggja áherslu á að vernda það velferðarþjóð- félag sem byggt hefur verið upp síðustu áratugi. Opinber þjónusta er mikil og kostar ærið fé. Eflaust má finna leiðir til sparnaðar á ýmsum sviðum án þess að það komi niður á þjónustunni. Nauðsynlegt er að skoða allar nýjar hugmyndir þar að lútandi með opnu hugarfari því enginn þarf að ætla að það kerfi sem við búum við í dag sé það eina rétta. Velferðarþjóðfélag okkar byggist m.a. á öflugu heilbrigðis og tryggingakerfi. Kostnaðurinn við rekstur þess er mjög mikill og þar þarf ekki síst að leita sparnaðarleiða. Sparnaðurinn má þó ekki verða til þess að öryggi þegnanna sé minnkað. Óverjandi er að einungis þeir sem fjármagnið eigi geti notið þjónustunn- ar og lifað öruggu lífi. Varast ber að taka upp erlendar kennisetningar og heimfæra þær hér á Iand. Okkar sérstaða er mikil og það sem kann að reynast nothæft í einu landi þarf ekki að l'alla að íslenskri þjóð. Því er ekki að neita að margir hafa áhyggjur af hugmyndum frjálshyggjumanna í Sjálfstæðisflokknum í þessum efnum. Hugmyndir þeirra fela í sér minnkandi aðstoð hins opinbera við almenning á fjölmörgum sviðum og að þeir einir eigi að njóta þjónustunnar sem greitt geta fyrir hana. Þetta er hættuleg stefna sem ber að varast í lengstu lög. Framsóknarflokkurinn hefur ávallt haft það að leið- arljósi að meta manngildið ofar auðgildinu. Hann á einhvern stærstan þátt í þeim miklu framförum sem hér hafa orðið á undanförnum áratugum. Hlutur flokksins hefur verið afgerandi í því að skapa það velferðarþjóð- félag sem hér er og mun standa vörð um það. Sú umræða sem að undanförnu hefur verið um fátækt á íslandi tengist þessu. Þrátt fyrir það að hér ríki almenn velmegun búa margar fjölskyldur við skort. Og þó svo að deila megi um þá útreikninga sem lagðir hafa verið til grundvallar þessu mati er engin ástæða til að draga í efa þessa staðreynd og leita verður leiða til úrbóta. Misskipting tekna í þjóðfélagjnu er allt of mikil og það sem verra er að bilið milli hinna fátæku og þeirra ríku hefur aukist. Aðalorsök þessa misréttis er hin mikla verðbólga sem hér hefur leikið lausum hala ár eftir ár. Sem betur fer virðist nú sjá að einhverju leyti fyrir endann á veldi hennar og ætti þá að skapast grundvöllur til að jafna lífskjörin. Það gerist þó ekki nema að þeir aðilar sem þar ráða mestu um, verkalýðshreyfingin, vinnuveitendur og ríkisvaldið verði samstíga í þeim aðgerðum. Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur, umbótasinn- aður flokkur sem hefur um áratugi verið það afl í íslenskum stjórnmálum sem komið hefur í veg fyrir öfgarnar til hægri og vinstri. Áhrifa þeirra gætir nú. Öfgarnar ber að varast og því er mikil þörf fyrir áhrif Framsóknarflokksins. Laugardagur 5. apríl 1986 Á ÞINGPALLI Gjaldskrársvæði símans stækkuð Davíð Aðalsteinsson hefur ásamt 6 öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins flutt þings- ályktunartillögu á Alþingi um breytt gjaldskrársvæði Pósts- og símamálastofnunar. í ályktuninni felst að ríkisstjórn- in geri þegar ráðstafanir til að gjaldskrársvæði símans verði stækkuð þannig að í meginatriðum gildi sami gjaldflokkur innan sér- hvers athafna- og viðskipta- eða greinistöðvarsvæðis. Tillaga þessa efnis var áður flutt fyrir tveimur árum en varð ekki útrædd. . í greinargerð með tillögunni er getið um þýðingarmikið hlutverk Pósts- og símamálastofnunarinnar og minnt á að góð símaþjónusta er einn af undirstöðuþáttum nútíma- samfélags. Þrátt fyrir miklar úrbæt- ur í símamálum er enn miklu verki ólokið og ræður þar mestu um tæknilegar hindranir og skortur á fjármagni til framkvæmda. í framsöguræðu Davíðs Aðal- steinssonar kom fram að ástæðan fyrir flutningi tillögunnar sé fyrst og fremst sú að flutningsmönnum hennar þykir hægt miða í því að stækka gjaldskrársvæðin. Síðan sagði Davíð: „Pað er augljóst réttlætismál að sami gjaldflokkur gildi að lágmarki samkvæmt því sem gert er ráð fyrir í tillögugreininni. Sameininggjald- svæðanna mun að sjálfsögðu hafa í för með sér að auka þarf línufjölda til endastöðvanna. Það liggur raun- ar ekki fyrir hversu mikil sú auking þarf að vera. í flestum tilvikum Davíð Aðalsteinsson. mun ekki vera um tæknileg vanda- mál að ræða en einhver kostnaður hlytist af. Helsta vandamálið eru litlu stöðvarnar 60-90 númera, en hámarkslínufjöldi til þeirra eru 6 línur sem í sumum tilvikum er of lítið nú þegar, en myndi versna við aukna notkun. Símnotendur á svæðum litlu stöðvanna búa reynd- ar við mesta óréttlætið vegna fæðar símnotenda í sama gjaldflokki. Á nokkrum svæðum hafa reyndar verið gerðar ráðstafanir til að skipta þessum stöðvum út eða tengja ákveðna síma fram hjá þeim.“ Davíð vitnar síðan til 11. gr. laga um stjórn og starfrækslu póst og símamála en þar segir: „Stefnt verði að því við gjaldskrárgerð að sömu gjöld gildi innan hvers svæðisnúmers og skal ákveðið í reglugerð hvenær framkvæmd þessa ákvæðis kemst á“. Þessi lög voru samþykkt 1977 en enn hefur ekki verið ákveðið í reglugerð hvenær þessi ákvæði skuli framkvæmd. „ Aðgerðir í anda þessarar tillögu eru ekki af því tagi að tekin sé lykkja á leiðina að því marki að sömu gjöld gildi innan hvers svæð- isnúmers. Tillagan felur þvert á móti í sér að stigið verði raunhæft áfangaskref og að aðgerðum sé hraðað." f lok ræðu sinnar tók Davíð það fram að samkvæmt lögum er ráð- herra heimilt að ákveða að sama gjalds skuli krafist fyrir símtal við helstu ^ stjórnsýslustofnanir í Reykjavík, hvaðan af landinu sem talað er. Þessu ákvæði hefur aldrei verið beitt enda þótt augljóst sé að þeir sem nota þurfa þjónustu þess- ara stofnana en búa úti á landi þurfi að kosta til þess mun meira fjármagni en þeir sem í næsta nágrenni búa. Ákvörðun þess efnis yrði mikil hagsbót fyrir símnotend- ur ekki sfst þá sem fjarri Reykjavík búa. Full þörf er á að Alþingi taki afstöðu til þessarar þingsályktunar og í umræðum sem farið hafa fram lýstu þingmenn annarra flokka sig samþykka henni. VÍTT OG BREITT Þingmenn í kosningaham Alþingi tók sér óvenjustutt páskafrí í ár. Ástæðan er sú að í vor á að slíta þingi snemma vegna þess að sveitarstjórnakosningar fara í hönd. í fyrra stóð þiqg fram í júnímán- uð vegna þess að þeir sem þar ráða ríkjum töldu ekki veita af að Ijúka málum þótt það kostaði að sitja við störf fram á sumar. Fjölmörg mál liggja fyrir~þessu þingi sem útséð er um að ekki muni ná afgreiðslu. Þeim mun meiri áhersla er lögð á að Ijúka þeim þingmálum sem nauðsyn þykir bcra til að afgreidd séu áður en sumarfrí þingmanna hefst. Sjálfsagt verður ekki brugðið út af venjunni að hrúga ótölulegum fjölda niála gegnum allar umræður á síðustu sólarhríngum þingbalds- ins. Þá standa menn í ströngu við að kömást að þvf hvort þeir eru með eða móti tilteknum frumvörp- um og tillögum. Annars er erfítt að sjá hvaða nauðsyn ber til þess að Alþingi lcggi niður störf þótt ganga eigi til sveitarstjómakosninga. Þingmenn eru kosnir til að sitja á Alþingi og setja þjóðinni lög. Sveitarstjómir eru alít annar handleggur. Nokkrir þingmenn hafa stundum setið bæði á þingi og í sveitarstjóm. Sérstaklega era Reykjavíkurþing- menn sólgnir í að hlaupa á milli borgarstjórnar og Alþingis og geta á hvorugum staðnum setið vegna '\ anna við að flengjpst á milli. Víða er hart barist í sveitar- stjórnakosningum og stjórnmála- flokkarnir takast á í byggðarlögun- um. Þeir senda sínar vöskustu sveitir fram í báráttuna og þeir sem efstir eru á listunum era í farar- broddi. ' Ekki verður séð hvaða nauðsyn ber til að alþingismenn gefí sjálfum sér frí til að blanda sér í kosn- ingabaráttu þar sem þeir eru fæstir í framboði. Eða skyldi borgarstjórínn í Reykjavík kæra sig mikið um að fá þinglið flokksins til að skipta sér um of af hans kosningabarátíu eða skyldu sjálfstæðismenn í Hafnar- fírði vera mjög uppveðraðir að fá hjálp utanríkisráðherra til að reka kosningabaráttuna þar svo að dæmi séu tekin. Það er allt eins víst að jarlar stjórnmálaflokkanna vítt um land- ið kæri sig ekkert um að þingmenn séu að vasast að óþörfu í málum sem engan veginn heyra undir þá. En þingmenn hafa ákveðið að þeir séu ómissandi við að koma sínum mönnum að í sveitarstjórn- um og að það verði ekkert vit í kosningaundirbúningi nema að þeir séu þar með í ráðum og því er Alþingi sent heim rúmum mánuði fyrir kosningarnar. Vera má aö það skipti engu máli hvort þing situr einu eða tveim mánuðum lengur eða skemur fram eftir vorínu. Með góðum vilja er hægt að koma þeim málum í höfn sem ekki mega bíða og ríkisstjórnin mun stýra þjóðarskútunni styrkri hendi á meðan á löngu sumarfríi þingmanna stendur. Sumarfrí þingmanna í ár verður um fímm og hálfur mánuður og hafa þeir því góðan tíma til að kynna sér vandamál kjördæmanna og undirbúa endurkosningu að ári. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.