Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 2
! 2 Tíminn < Laugardagur 5. apríl 1986 Heildsölubirgðir Veljið það besta „MEGNASTA FIRRA“ - aö hasshundarnir séu lélegir Sjómanriablaðið Víkingur hefur birt grein, [rar sem m.a. er greint frá því hversu auðvelt sé að leika á hasshunda fíkniefnalögreglunnar. Björgvin Björgvinsson hjá fíkni- cfnadeildinni var spurður um þær kröfur sem gerðar eru til hundanna, áður en þeir eru settir í að leita að fíknicfnum. „Hundarnir ganga undir mjög strangt próf þar sem þeir eru látnir firina ýmsar gerðir af fíkniefnum, sem eru falin með ýmsu móti. Prófið sem hundarnir eru látnir ganga undir er sembærilegt við þau próf sem notuð eru á hinum Norðurlöndunum og Englandi. Við erum mjög ánægðir með út- komuna hjá hundunum og höfum ekki ástæðu til þess að ætla að nokkuð fari fram hjá þeim,“ sagði Björgvin. Varðandi greinina í Víkingi sagði Björgvin: „Petta er ntegnasta firra og dæmigerðar staðhæfingar manna sem hafa lent í því að missa sinn innflutning út af glöggskyggni hund- anna. Að okkar mati er það rugl sem haft er eftir manninum." -ES llllllll VEIÐIHORNIÐ 111 Dansmeyjarnar svífa í loftinu í sýningu Ejóðleikhússins. Tímamynd Sverrir UMSJÓN:EGGERTSKÚLASON Sá bjarti er kominn Dró 35 sjóbirtinga Fyrsti dagurinn í Varmá við Hvera- gerði gaf vel. Sex stangir voru úti fyrsta apríl og veiddust 75 sjóbirting- ar. Ólafur Hauksson veiðimaður úr Reykjavík dró tæplcga helming af aflanum, en hann fékk 35 sjóbirt- inga. Faðir hans. Haukur Haralds- son, fékk fimmtán og allir veiddu eitthvað. Veiðihornið hafði tal af Hauki, en Itann hefur veitt í Varmá í þrjátíu ár. „Þetta er sennilega með því besta sem ég hef komist í. Það var ekkert af þessu niðurgöngufiskur, en það er trú okkar sem höfum veitt eitthvað að ráði í læknum, að fiskur gangi í hann strax upp úr áramótum. Hluti aflans var heldur mjóslegnari en nýgenginn fiskur, en þó var nýgeng- inn birtingur innan um. Aðeinsfjórir af þeim fiskum sem veiddust voru regnbogasilungar," sagði Haukur. Hann á pantaðan annan dag í dag, og sagðist hann vera viss um að fá eitthvað þó svo það yrði varla - í líkingu við fyrsta daginn. Mjöggóðir fiskar voru innan um í aflanum og allt upp í fjögur pund. Flestir fisk- arnir veiddust í hyljum rétt fyrir neðan þjóðveginn en þeir stærri voru neðar. Fiskurinn tók nokkurn veginn hvað sem var. Sumir tóku maðk, aðrir rækju. Litlir spinnerar gáfu vel og einnig flugan. Góð byrjun í Rangá Sjóbirtingsveiði hófst í Rangám fyrsta apríl. Þann dag veiddust sex sjóbirtingar, allir á fjórða svæði, sem er fyrir neðan brúna á þjóðveg- inum og niður undir ármót. Ekki er Veiðihorninu kunnugt um þyngd aflans, en oft veiðist góður sjóbirt- ingur í Rángám. Þriðja apríl fengust sjö fiskar á þessu sama svæði. Lítið hefur verið pantað af veiðileyfum enn, en þau fást í Hellinum á Hellu. þungavinnuvelar tyrir (S Orkumikhr rafgeymar ogviðar. Fást hjá sítni 18401 Ein GARÐA- PLAST hefur verið notað við kartöflurækt með góðum árangri. Timothy Beilby. Garðaplast ★ Eykur uppskeruna ★ Eykur gæði kartafl- anna ★ Styttir vaxtartímann Sunnudags- tónleikar Timothy Beilby fiðluleikari og Christopher Collis píanóleikari munu halda tvenna tónleika í Reykja- vík nú í vikunni, þá fyrri í Norræna lnisinu á mánudag kl. 20.30 og þá síðari í Gerðubergi á fimmtudag- inn kl. 20.30. Þeir félagar eru báðir Bretar og menntaðir í Birmingham School of Music. Á efnisskránni eru sónötur eftir Handel, Beethoven og Brahms, verk cftir Aaron Copland, Prokofief og Saraste. Christopher Collis. Þjóðleikhúsið og íslenski dans- Ookkurinn frunisýna á sunnudags- kvöldið kl. 20.00 balletsýninguna GARÐA HVAÐ^ u. L - L U i. Stöðugir ferðalangar sent byggð er upp á þrem balletum eftir Hollend- ingin Ed Wubbe. Wubbe er í hópi virtustu dans- höfunda nútímabellets og var m.a. í síðasta mánuði veitt æðstu verðlaun sem hollenska ríkið veitir einum listamanni ár hvert. Wubbe er hér á landi og stjórnar sjálfur þessari upp- færslu ásamt Ton Wiggers. Dansararnir í sýningunni cru Ás- dís Magnúsdóttir, Ásta Henriksdótt- ir, Birgitte Heide, Guðmunda Jóhannesdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Helena Jóhannsdóttir, Helga Bernhard, Ingibjörg Pálsdóttir, Katrín Hall, Lára Stefánsdóttir, Ólafía Bjarnleifsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Örn Guðmunds- son og tveir erlendir gestir: Patrick Dadey og Morio Mamiya. Frumsýning balletsins cr sunnu- daginn 6. apríl en önnur sýning er fimmtudaginn 10. aprt'l. Siglingamálastofnun ríkisins: Skyndiskoðanir í verstöðvum Siglingamálastofnun ríkisins hefur boðað til skyndiskoðunar í fiskiskipum í verstöðvum á Suður- og Vesturlandi. Munu tvcir skipaskoðunarmenn fara saman í hvcrt skip og mun tilviljun ráða því hvaða skip verða skoðuð í hverri verstöð. Tekin verða til athugunar fjögur til scx atriði í hverju skipi, auk þess sem gengið verður eftir athugasemdum sem gerðar hafa verið við aðal- skoðun á skipinu, ef einhverjar eru. Skoðunin stendur yfir vikuna 14. til 18. apríl. Síðar verða ver- stöðvar annars staðar á landinu teknar fyrir. Magnús Jóhannesson hjá Sigl- ingamálastofnun ríkisins sagði á blaðamannafundi, sem haldinn var til þess að kynna skyndiskoðanirn- ar, að með því að skoða vertíðarflot- ann í lok vertíðar væri vonast til þess að þversnið fengist af ástandi skipa á vertíð. Samkvæmt könnun sem Land- helgisgæslan gerði árið 1985 í 139 skipum er Ijóst að víða er pottur brotinn í málurn fiskiskipa. Nægir að nefna að 7,2 prósent af þeim skipum sem skoðuð voru, reyndust vera án haffæmisskírteina. Magnús sagði að með skoðun af þessari gerð væri sjómönnum veitt meira aðhald, og einnig væri skoðunin til þess fallin að menn nýttu sér þann frest sem stundum er veittur til þess að kippa einstök- um málum í lag. Alls eru 44 atriði sem eru á lista skoðunarmannanna og verður val- ið af handahófi hvað tckið er til athugunar. Öll þau atriði sem skoðuð verða, verða tekin föstum tökum. Sem dæmi um atriði sem verða skoðuð má nefna neyðarstýri og ástand rafmótors, brunadælur og stútar. hreinlæti og umgengni, reykköfunartæki og fleira. Eftir- litsbók verður könnuð í hverju skipi. -ES DANSFLOKKURINN FRUMSÝNIR BALLET

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.