Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. apríl 1986 Tíminn 3 Tillaga í borgarstjórn: Borgin eignist 10% íbúða í húsnæði fyrir aldraða - sem reist er á vegum félagasamtaka Helstu sérfræðingar íslendinga í alnæmisfræðum kynna niðurstöður sínar fyrir blaðamönnum í gær. AIDS breiðist út á íslandi: Yfir 20 íslendingar mældust með mótefni Einn utan áhættuhópa með mótefni Gerður Steinþórsdóttir borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins lagði fram í borgarstjórn eftirfarandi til- lögu: Borgarstjórn samþykkir að borgin eignist að minnsta kosti 10% íbúða í húsnæði fyrir aldraða sem reist er á vegum félagasamtaka. Er bér átt við þær byggingar sem borgin tekur að sér að reisa og reka þar þjón- ustukjarna. 1 greinargerð með tillögunni segir að sú stefna hafi verið tekin upp á þessu kjörtímabili að hvetja félaga- samtök til að byggja söluíbúðir fyrir aldraða. Borgin hefur komið til móts við þau með því að byggja þjónustukjarna sem vissulega eiga að nýtast fleiri en íbúunum en veita þeim þó mesta öryggið. { ljósi þessa er það öldungis eðli- legt og sjálfsagt að borgin eignist á móti hlut í þeim íbúðum sem byggð- ar eru hverju sinni. Borgin hefur úthlutað að minnsta kosti fjórunt lóðum til félagasamtaka á þessu kjörtímabili þar af var tveimur út- hlutað á síðasta fundi borgarráðs fyrir páska. Gerður sagði í viðtali viðTímann, að mikil þörf væri á leiguíbúðum fyrir aldraða þar sem hægt væri að veita fullorðna fólkinu nauðsynlega þjónustu. t>ar sem borgin greiðir þjónustukjarna viðkomandi bygg- inga 100% og sér um að reka þá væri ekkert eðlilegra en að hún eignaðist einnig nokkrar íbúðir til að leigja þeim eldri borgurum sem ekki hafa efni á að kaupa slíkar íbúðir. Samkvæmt nýbirtum tölum sem Landlæknisembættið hefur sent frá sér hafa 23 íslendingar mælst með mótefni gegn alnæmisveiru. Af þeim eru 2 sjúklingar með alnæmi, 8 með forstigseinkenni og 13 einkennalaus- ir með merki smits. Nær allir þessir 23 eru úr áhættuhópum, hommar/ bisexual og eiturlyfjaneytendur. Aðeins einn heterosexual hefur smitast og hefur hann að öllum líkindum smitast erlendis, og ein kona er í hópnum. Tekist hefur að hindra að dreyrasjúklingar smituð- ust og þakkaði landlæknir það miklu eftirliti með blóðgjöfum. Ef beitt er talnakúnstum sem þykja áreiðanlegar má gera ráð fyrir að 100-200 íslendingar hafi smitast og ekki komið til rannsóknar. Mikið hefur dregið úr því að fólk leiti til lækna til að láta rannsaka blóðsýni. Sú mikla umræða sem var í fjölmiðl- unum fyrir nokkrum mánuðum er nú að mestu þögnuð og taldi land- læknir að fólk væri orðið andvara- lausara fyrir sjúkdóminum sem þó væri engin ástæða til eins og sjá má á tölunum hér að ofan. Hann taldi brýnt að fólk í áhættuhópum leitaði til heimilislækna og léti þá taka blóðsýni til að fullvissa sig um að það bæri ekki sjúkdóminn eða, ef það væri með sjúkdóminn, til að fá leiðbeiningar um hvernig það geti mætt þeirri staðreynd. Pó svo menn beri sjúkdóminn þarf það ekki að þýða að þeir þurfi að breyta lífsstíl sínum svo nokkru nemi. Alnæmi virðist nú hafa náð há- marki í Bandaríkjunum, þar sem sjúkdómsins varð fyrst vart. Þar er nú minni aukning á alnæmistilfellum en verið hefur. I Evrópu heldur aukningin hins vegar áfram. Enn hefur ekki fundist nein með- ferð sem getur læknað eða hægt á sjúkdóminum, þó sífellt berist fréttir þess efnis. Enn sem fyrr er eina lausnin á að komast hjá því að smitast af honum að stunda skírlífi. I J.S.B. Opnum Breiðholti 4. apríl TÍMAR FYRIR ALLA Stjórnarfundur Dómarafélags Reykjavíkur: Hraði endurskoðun dómstólaskipunar Stjórnarfundur Dómarafélags Reykjavíkur hefur samþykkt að beina þeim tilmælum til ríkisstjórn- arinnar að Safnahúsið verði gert að dómhúsi Hæstaréttar íslands. Fleiri ályktanir litu dagsins ljós, og m.a. vilja dómarar að heildarend- urskoðun dómstólaskipunar í land- inu verði hraðað. Þá vilja þeir að sú endurskoðun feli einkum í sér: Aðskilnað dómstarfa og umboðs- stjórnar í sem ríkustum mæli. Lög- töku frumvarps til laga um lög- réttu. Dómarafélagið hvetur einnig til þess að hraðað verði endurskoðun laga um meðferð opinberra mála, einkum með það fyrir augum að málsmeðferð á héraðsdómsstigi verði munnleg í ríkara mæli og hlutur ákæruvalds verði þá að sama skapi meiri en nú er, að komið verði á fullri greiningu á milli lögreglustarfa og dómstarfa. Loks benti fundurinn á að ákvarðanir héraðsdóms hefðu beinlínis leitt til hlutfallslegrar lækkunar launa dómara, frá því sem var. -ES Líkamsrækt J.S.B. opnar nýjan sal í Hraunbergi við Gerðuberg. Kerffi I. Fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum. Kerfl II. Rólegir tímar fyrir eldri konur eða þær sem þurfa að fara var- lega meðsig. Kerffi III. Sérstakurmegrunarflokkur. KerfilV. Aerobic J.S.B. Okkar útfærsla af þrektímum með góðum teygjum. Eldfjörugir „púl“ tímar fyrir stelpur og stráka. STURTUR - SAUNA - NÝ OG GLÆSILEG AÐSTAÐA INNRITUN HAFIN JASSBALLETTSKÓLIBÁRU SUÐURVERI BOLHOLTI HRAUNBERGI & 83730 SIN FÓN1UHL JÓMSVEITISLANDS - - STJÖRNUTÓNLEIKAR HÁSKÓLABÍÓI FIMMTUDAGINN 10. APRÍL KL. 20:30 SÖNGSVEITIN FÍLHARMONÍA Einsöngvarar: Sylvia McNair Sigríöur Ella Magnúsdóttir Guöbjörn Guöbjörnsson William Sharp Stjórnandi: Guömundur Emilsson STABAT MATER EFTIR ANTONIN DVORÁK Miðasala í bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar, Lárusar Blöndal og í ístóni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.