Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. apríl 1986 llllllllllllllllllllllllll ÚTLÖND lllllllllllllllllllllllilllllllllllllM Tíminn 5 Verkföll herja á Noreg: Verkamenn í olíuiðnaði leggja niður vinnu í dag 120 þúsund iðnverkamenn boða verkfall í næstu viku Osló-Rcuter. Olíuverkamenn og vinnuveitend- ur héldu samningafund í gær til að reyna að afstýra verkfalli sem hefjast átti í dag og myndi lama alla norska olíu og jarðgasvinnslu. Þegar síðast fréttist höfðu viðræðurnar ekki borið árangur. Verkamenn á olíuborpöllunum í Norðursjó, sem framleiða um eina milljón tunna af hráolíu á dag, hótuðu verkfalli og vinnuveitendur hótuðu á móti að setja verkbann á alla sem starfa að olíuiðnaði ef af verkfalli verður. Verkamennirnir krefjast 28% kauphækkunar svo þeir nái launajöfnuði á við aðra verka- menn sem vinna úti á sjó. Fjármálaráðherra Norðmanna, Rolf Presthus, sagði í samtali við Reuters, að ríkisstjórnin myndi lík- lega ekki grípa inní deiluna, vegna hins lága olíuverðs nú, þrátt fyrir að ríkisstjórnin komi til með að tapa um 130 milljónum norskra króna á dag, meðan verkfall stendur yfir. Verkamenn á könnunarborpöll- um eiga einnig í vinnudeilu en vinnuveitendur þeirra vilja koma á launalækkun, þar sem ekkert sé nú að gera fyrir slíka palla vegna olíu- verðhrunsins. Noregur stendur einnig frammi fyrir því að 120 þúsund verkamanna í ýmsum iðngreinum fari í verkfall í næstu viku. Samningafundur var boðaður í dag en ekki var mikil bjartsýni á að sú deila leystist. Drukku sönn- unargögnin! Nombasa, Kcnya-Reutcr Fimm Kenyabúar hafa verið sektaðir fyrir að drekka heima- brugg sem hafði verið geymt í anddyri dómshúss og átti að not- ast sem sönnunargagn í dóms- máli. Fimmmenningarnir, fjórir karlmenn og ein kona, fundust í kaffistofu í dómshúsinu, þar sem þau höfðu uppi talsverða ölteiti og gæddu sér á veigunum. Að sögn lögreglu kom það fram við réttarhöld um morgun- inn að bruggið væri geyrnt í anddyrinu. Nokkrir áheyrendur hefðu greinilega notað tækifærið og hnuplað víninu. Pau voru sektuð um 1200 skild- inga, (2500 krónur) fyrir að drekka í dómshúsi. Dómarinn sagöi að þau hefðu greinilega ekki iðrast gerða sinna. Enn er þjarmað að Waldheim: Neitar öllum ásökunum Segist aldrei hafa komið nálægt „hreinsunaraðgerðum“ nasista VVashington-Rcutcr fsraelsmenn hafa formlega óskað eftir því við Sameinuðu þjóðirnar að fá í hendurnar skýrslu um Kurt Waldheim, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra S.Þ. og önnur við- komandi gögn frá stríðsglæpanefnd samtakanna. Þetta er gert vegna þess að sá orðrómur verður nú æ háværari að Waldheim hafi verið nasisti í stríðinu. Waldheim hefur staðfastlega neit- að öllum ásökunum sem á hann hafa verið bornar varðandi þátttöku hans í starfi nasista á stríðsárunum. Ffann segir að allar tilraunir til að koma þessum sökum á sig séu gerðar til þess að reyna að hindra það að hann verði kjörinn forseti Austurríkis þann 4. maí n.k. Waldheim sat fyrir svörum hjá bandarískri sjónvarpsstöð í gær og þar sagði hann að hann hefði engu að leyna varðandi fortíð sína. „Ég get fullvissað alla um að það er ekkert á bak við þær sögur sem eru á kreiki," sagði Waldheim. Hann bætti við að hann teldi að þessar ásakanir væru runnar undan rifjum meðlima í sósíalistaflokki Austur- ríkis og væru til þess gerðar að koma í veg fyrir kosningu hans. Hann varð spuröur um þær ásak- anir að hann hefði verið viðriðinn „hreinsunaraðgerðir" í Júgóslavíu árið 1942 og svaraði Waldheim því til að hann hefði aldrei verið viðrið- inn neitt þvíumlíkt. „Þetta er allt hluti af samsæri gegn mér,“ sagði Waldheim. Fyrrum kanslari Austurríkis, Bruno Kreisky, sagði í gær að hon- um þætti eðlilegt að Waldheim gerði grein fyrir ákveðnum eyðum í lífi sínu á stríðsárunum. Kreisky er heiðursformaður í sósíalistaflokki Austurríkis. Waldheim ber hinsveg- ar allt af sér og hefur m.a. sagt að sér væri alveg sama þótt gluggað væri í leyniskjöl frá nasistatímunum sem geymd eru hjá Sameinuðu þjóð- unum. „Það er allt í lagi mín vegna, ég hef ekkert að fela,“ sagði Wald- heim í sjónvarpsviðtalinu. Hann mun mæta á blaðamannafund í Austurrfki í dag. Svissnesk yfirvöld verjast ítölskum vínum: ENGANDAUDADRYKK TIL 0KKAR LANDS Tollveröir hafa þegar gert um 40 þúsund lítra upptæka Berne, Sviss-Reuler. Svissnesk yfirvöld hafa lagt hald á 40 þúsund lítra af ítölskum vínum sem innihalda ólöglegt magn af tréspíritus. Eins og kunnugt er þá hefur komið í Ijós að nokkrir vín- framleiðendur á Italíu hafa notað þetta efni í of miklum mæli og hafa þegar 15 manns látist á Ítalíu vegna þessa. Svissnesk yfirvöld eru ekki á því að hleypa þessum dauðadrykk inn fyrir landamæri sín. Hafa toll- verðir ströng fyrirmæli um að gera öll vín sem framleidd eru í héraðinu Piedmont á Ítalíu upptæk. Talsmað- ur yfirvalda í Sviss segir að allar prófanir á ítölskum vínum sem nú eru í landinu hafi leitt í Ijós að þau voru í góðu lagi. Haglél drepur ellefu Dhaka-Reuter þyngd, skullu á norðurhlua landsins Risastór haglél eyðilögðu fjölda í fyrrinótt. moldarhúsa, urðu 11 manns að bana Stormur, sem gekk yfir Daka, og særðu 42 í Bangladesh. Kulna og Chittagong á mánudag Haglélin. sem voru allt að kíló að varðl6aðbanaogsærðinálægt200. Kurt Waldheim kom til íslands árið 1973 þegar hann var framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Dóttur-dóttir Stalíns til Bretlands: Óvíst um móðurhennar Dóttirin mun stunda nám í Bretlandi London-Rculcr. Bretar hafa veitt dóttur-dóttur Josef Stalins, Olgu Peters, leyfi til að stunda nám í Bretlandi. Olga stund- aði nám í Bretlandi þar til fyrir um einu og hálfu ári er hún fluttist mcð móðursinni, Svetlönu, til Sovétríkj- anna. Olga er 16 ára og fædd í Bandaríkjunum. Móðir hennar hef- ur ekki fengið vegabréfsáritun frá Sovétríkjunum og ekki víst að hún fái að fara þaðan þó líklegt sé talið að hún vilji það. Aðalfundur Samvinnubankans Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, laugardaginn 12. apríl 1986 og hefst kl. 13.30 Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og tillögur um breytingu á samþykktum vegna nýrra laga um viðskiptabanka og stofnun veðdeildar. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir í aðalbankanum, Bankastræti 7, dagana 9.-11. apríl, svo og á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka Islands hf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.