Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 11
Laugardagur 5. apríl 1986 Tíminn 11 Ákvarðanir Það verður að teljast kaldhæðni, að nú á dögum skulum við stundum bjóða heim sjúkdómum í stað þess að berjast gegn þeim; og stundum ræktum við þá beinlínis með okkur. Venjur leiða oft til sjúkdóma, sem hægt hefði verið að forðast. Þannig eiga „náttúran, heppni og ræktun“ öll sinn þátt í því, að fólk fær krabbamein, að sögn kunns bresks sjúkdómafræðings, Richards Peto. Hann bendir hins vegar á, að þegar einstaklingar og opinberir aðilar taka ákvarðanir, sem draga eiga úr sjúkdómstíðninni, sé ræktunin það eina, sem máli skiptir. Enginn vafi leikur á því, að ákvarðanir einstaklinga og opin- berra aðila skipta miklu máli, þegar sjúkdómar eru annars vegar. Rann- sóknir í iðnaðarríkjunum hafa leitt í ljós, að aðeins 15-20% af öllum sjúkdómum læknast á sjúkrahúsum; í hinum tilvikunum er það einstak- lingurinn sjálfur, sem læknar þá. Margir gera sér alls ekki grein fyrir þessu, því að flestir telja læknavís- indin fyrst og fremst búa yfir ráðum til að lækna þá, sem sjúkir eru orðnir, en ekki tækjum til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma. Þannig horfa menn fram hjá eðlishvöt, visku og venjum. Ellilífeyrisþeginn, sem fer í hálftíma gönguferð á dag, gerir sennilega meira fyrir heilsuna en heilt glas af pillum gæti gert. Iðnvæðingin hefur haft í för með sér aðstæður, sem ógnað geta heilsu manna. Mörgum finnst það tákn um heimsmennsku að reykja, og sú ánægja, sem ýmsir hafa sótt í áfengi, og hömlulosunin, sem aðrir hafa sótt í lyf, hafa margsinnis leitt til hjart- veiki, krabbameins og ýmis konar veikleika. Þar sem mörg löndin í þriðja heiminum hafa tekið upp venjur og siði manna í iðnaðarríkj- unum, vex sjúkdómshættan í þeim fyrrnefndu. Dr. H. Hansluwka, yfir- tölfræðingur þeirrar deildar Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinn- ar, sem fylgist með útbreiðslu tíðra sjúkdóma og ástandi í heilbrigðis- málum, segir, að telja megi nokkurn veginn víst, að þegar meðalaldurinn fer yfir 60 ár, verði krabbamein einn af tíðustu sjúkdómsvöldunum og ein að.aldánarorsökin. Menn þurfa að temja sér heil- brigðar lífsvenjur, en þær eru yfir- leitt undir tvennu komnar: vali ein- staklingsins og þeim valkostum, sem stefna stjórnvalda í heilbrigðismál- um færir einstaklingunum til viðbót- ar þeim, sem fyrir eru. Velja að deyja fyrir aldur fram Ekkert er betra dæmi um ofansagt en reykingar. Um það bil fjórðungur allra reykingamanna deyr fyrir aldur fram. Flestir þeirra hefðu orðið 5 til 30 árum eldri, en meðaltalið hefði orðið 10 til 15 ár. Þeir, sem reykja, geta losnað við áhættuna af krabba- meini og lungnasjúkdómum, ef þeir hætta í tíma; og þá að sjálfsögðu hættuna á ótímabærum dauðdaga. Stefna stjórnvalda getur styrkt einstaklinginn í viðleitni sinni til þess að forðast tóbaksneyslu. Tak- mörkun auglýsinga á vindlingum getur þannig dregið úr r'eykingum, og það gerir hátt verð á vindlingum einnig. Með fræðslu um heilbrigðis- mál ætti að stefna að því að gera fólki grein fyrir kostunum, sem því fylgja að reykja ekki. Einkum á þetta við í þróunarlöndunum, þar sem lítið er um takmarkanir á aug- lýsingum og sölu vindlinga. Þróunarlöndin mega illa við því að axla þá sjúkdómsbyrði, sem fylgir tóbaksneysíu. Ríkisstjórnir kunna að vísu að hafa tekjur af framleiðslu og sölu vindlinga, en á móti kemur kostnaðurinn við aðhlynningu þeirra, sem lengi eru sjúkir, svo að ekki sé minnst á þjáningar fólks og ótímabæran dauða. Iðnaðarríkin hafa fengið að reyna, hve kostnaðarsöm heilbrigð- isþjónustan getur verið. í sumum evrópskum löndum þjáist þriðji hver sjúklingur, sem lagður er í sjúkra- hús, af afleiðingum áfengisneyslu. Einn sérfræðinga Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar, Marcus Grant, segir um þetta vandamál: „Um allan heim er fé varið til þess að lækna sjúkdóma, sem eru afleið- ing áfengisneyslu, og rétt er að hafa rW 1\ IxwwŒm mörg tækifæri. Þar er hægt að kynna góðar venjur, svo sem þá að gefa börnum brjóst, en einnig má kynna þar fyrir börnum hefðbundnar og heilsusamlegar fæðu- og uppeldis- venjur á þann hátt, að börnin verði stolt yfir þeim og meti þær mikils. Að verða veikur Kynning á mikilvægi matarvenja á þó ekki aðeins erindi til mæðra í þriðja heiminum. í ríku löndunum er neysla matvæla þegar í hámarki, að sögn Efnahags- og framfarastofn- unarinnar. Fólkið í iðnvæddu ríkj- unum neytir eins margra hitaeininga og það getur. Það þarf hins vegar ekki að vera það sama að borða mikið og að borða rétt. Fiturík fæða eykur hætt- una á hjartasjúkdómum. í Stóra- Bretlandi valda hjartasjúkdómar dauðsfalli á þriggja til fjögurra mín- útna fresti. Þá getur mikil sykur- Fikt unglinga með tóbak getur orðið að ævilöngum vana, hvort sem ævin verður löng eða stutt. í huga, að það hefði mátt koma í veg fyrir þá.“ Stjórnmálamenn geta beitt sér fyrir aðgerðum til að létta vandann, og það má einnig gera með fjárfest- ingu. Þá má ekki gleyma því, sem áunnist getur með því að fá fólk til að breyta venjum sínum. Það er því enginn vafi á því, að sá, sem tekur ákvörðun um að nota áfengi í hófi, getur sigrað í heilsukapphlaupinu. Veldu rétt Segja má, að í flestum iðnaðar- ríkjum sé drykkja vanabundin viðbrögð. Áfengi er eins konar gjaldmiðill í mannlegum samskipt- um. Menn búast við því, að það sé boðið, og þiggja það. Fáir hugsa hins vegar um áhrif þess á líkamann. Mikill drykkjumaður getur verið feitur, en hann kann að vera van- nærður, af því að áfengi er næringar- lítið, þótt það hafi að geyma margar hitaeiningar. Gott dæmi um hitaein- ingafjöldann er bjór; tvö ihálflítra- glös á dag hvern dag vikunnar jafn- gilda tíu hamborgurum á viku fyrir utan venjulegar máltíðir. Áfengi getur skemmt lifrina, magann, munninn og hálsinn. Það hækkar blóðþrýsting og veldur sál- rænum truflunum. Reyndar má segja, að ofdrykkja skemmi öll líf- færin. Þá bitnar hún á öllum í fjölskyldunni, veldur ofbeldi og hækkar slysatíðni, bæði í vinnu og á vegum. Það er á valdi hvers einstaklings að forðast þessar afleiðingar. Því skiptir miklu máli, að rétt afstaða sé mótuð í æsku, svo að unglingar geti mætt freistingum á viðeigandi hátt. Aldur þeirra, sem byrja að neyta áfengis, fer nú lækkandi. Rann- sóknir Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar sýna, að frá árinu 1969 til 1976 hækkaði hlutfall pilta, sem neytt höfðu áfengis fyrir 18 ára aldur, úr 36% í 52%, og um stúlkur er það að segja, að hliðstætt hlutfall þeirra hækkaði um helming, eða úr 24% í 47%. Vandinn fer vaxandi í löndum þriðja heimsins, þar sem framboð á áfengum drykkjum eykst stöðugt. Þá ber að hafa í huga, að í mörgum þessara landa er meirihluti íbúanna ungur; tölur benda til, að mest sé aukning áfengisdrykkjunnar í Afr- íku, Mið- og Suður-Ameríku og í löndunum við Kyrrahafið. Að fjárfosta í bömum Börnin eru mesta heilsulind þjóð- anna. Því þurfum við að fjárfesta í þeim og fá þau til að vera stolt yfir heilbrigði sínu. Það er hins vegar auðvelt að gleyma því, hve viðkvæm börn eru. Á þeim bitna ýmsar af- leiðingar þeirra breytinga, sem Heilsurækt og íþróttaiðkanir eru ekki aðeins fyrir þá sem eru ungir og hraustir. Þótt engin met séu slegin stuðlar líkamsræktin að lengra og bctra lífi. Alþjóðaheilbrigðis dagurinn 1986 verða í þjóðfélögum, sem eru að iðnvæðast, og sömuleiðis í þeim iðnvæddu. Það. er erfitt að venja börn á góða siði, ef fjölskyldan er í upplausn eða foreldrarnir fátækir eða atvinnulausir. Miklu betri árang- ur næst, ef börn fá góðan mat og kynnast hreinlæti; einnig þurfa þau að kynnast því, hvernig best er að skipta tímanum á milli náms, leiks' og hvíldar. Þá komast þau að því, hvernig líkaminn þjónar þeim best. Mikilvægi þessa jafnvægis kemur vel fram, þegar litið er á þær venjur, sem langhlauparinn Sebastian Coe hefur sett sér. Tvær meginreglur ráða mestu um afrek hans; annars vegar fastir lifnaðarhættir og hins vegar skipulögð þjálfun, sem gerir ráð fyrir hæfilegum hvíldartíma, svo að nægilegur svefn fáist. Þróunar- löndin virðast eiga við mikinn vanda að glíma, en þar bjóðast einnig; neysla valdið offitu og háum blóð- þrýstingi, hjartabilun og heilablóð- falli. Það er Bretum því ekki til beinnar heilsubótar, þótt þeir fái mikið af hitaeiningum úr sykri (með- alneyslan er um kílógramm á mann á viku), því að sykurátinu fylgja stundum ólæknandi og jafnvel ban- vænir sjúkdómar. Þetta eru afleiðingar óhollra lífs- venja, og víða hafa yfirvöld gripið til sérstakra ráða til þess að berjast gegn þeim; sums staðar hefur árang- urinn orðið það góður, að dregið hefur verulega úr hjartasjúkdómum. Þannig fækkaði dauðsföllum af þeirra völdum um 20% í Finnlandi frá 1968 til 1977. Hins vegar hefur daaðsföllum af völdum kransæða- stíflu fjölgað um rúmlega 50% síðan 1970 í sumum Evrópulöndum. Þró- unarlöndin hafa einnig fengið að kynnast æðasjúkdómum. Fjöldi dauðsfalla af völdum þeirra var nokkuð óbreyttur í Egyptalandi fram til 1950, en svo fjölgaði þeim um helmirig frá 1956 til 1975. Skynsamlegar fæðuvenjur fela í sér, að menn neyta minna af sumum fæðuíegundum en aðrir, en meira af öðrum: - Þannig borða menn minna af mettaðri fitu (sem er meðal annars í smjöri, osti og fcitu kjöti), en meira af mögru kjöti og fitulitlum mjólkurafurðum; aftur minna af olíum og salatsósum. íbúar þriðja heimsins ættu ekki að auka fitu- neysluna, sem er í minna lagi. - Minna af steiktum mat, en meira af glóðuðum, bökuðum og gufu- soðnum. - Meira af grænmeti og ávöxtum, sem hafa að geyma nauðsynleg fjörefni og steinefni, en minna af vitamínhylkjum; meira af nýjum mat, en minna af súrsuðum og reyktum mat. - Meira af trefjaríkum mat, svosem heilhveitibrauði og korni. - Áfengis í hófi, ef þess er neytt. Líkamleg áreynsla bætir blóðrás- ina og herðir vöðvana og getur því verið góð vörn gegn áhrifum óhollra lífsvenja. „Hröðganga, sund, innan- hússtennis og knattspyrna gera manninum gott,“ segir J.N. Morris, prófessor og sérfræðingur í heilsu- fræði, „af því að áhrifin á æðakerfið eru jákvæð.“ Hann bætir því svo við, að álagið verði að vera meira en við venjulegar athafnir. Góður mæli- kvarði er hraður andardráttur eða hjartsláttur, og má miða við 170 slög á mínútu. Þetta leiðir smám saman til aukins styrks og getu hjartans og annarra vöðva. Þá hverfur fita úr vöðvunum, þegar þeir hreyfast á taktfastan hátt, því að efnaskiptin aukast; jafnframt hverfur kólesterol úr æðunum í meira magni en annars hefði verið. Þá hefur líkamlegt álag svipuð áhrif á blóðsykur- og insúlín- magnið. Allt gerir þetta einstakling- inn heilsubetri og dregur úr líkunum á því, að hann fái hjartasjúkdóma eða veikist á annan hátt. Miklu skiptir, að menn velji sér þá hreyfingu eða þjálfun, sem er í samræmi við aldur þeirra og heilsu. Reglulegar og nokkuð langar æfing- ar hafa betri áhrif en stuttar og mjög snarpar. Hvað best myndi vera að stunda þjálfun í 20 til 30 mínútur annan hvern dag vikunnar. Þá ber að hafa í huga, að íþróttagreinar hafa mismunandi áhrif. Þanniggefur sund úthald, mýkt og styrk, en aðrar greinar hafa önnur áhrif; þá má nefna, að jóga veitir mýkt. Norris, prófessor, bendir jafn- framt á, að menn megi ekki gleyma sálrænu áhrifunum. Hann bendir því á, að rannsóknir hafi leitt í ljós, að æfingar geti dregið úr streitu og kvíða og aukið á sjálfsvirðinguna. Þetta beri að hafa í huga vegna framtíðarinnar, þegar dragi úr lík- amlegu vinnuálagi og milljónir manna þurfi alls ekki að vinna og verði því að venjast breyttum háttum. Þá sé gott að gera sér grein fyrir því, að umframhitaeiningum megi eyða með æfingum. Eftirfar- andi æfingar eyða 2000 hitaeining- um: - Hálftíma ganga, sex sinnum í viku. - Discodans (ákafur) í tvo klukku- tíma og sund í hálftíma einu sinni í viku. - Krikketleikur í sex stundir - Klukkutíma hjólreiðar, fimm sinnum í viku (til dæmis í og frá vinnu). Æfingar og skynsamlegt mataræði kunna að vera tvö bestu ráðin, sem hægt er að gefa gegn heilsutjóni. Slíkar venjur velur einstaklingurinn sér, þótt hann sé að vísu undir áhrifum frá þeim, sem hann umgengst. Þó er það oft svo, að val þess rétta, það er að taka heilsu fram yfir heilsuleysi, er í rauninni sigur andans yfir efninu. Það er oft erfið- ara að taka ákvörðun um að ganga upp stigann í stað þess að fara með lyftunni en að stíga þrep af þrepi; sama er að segja um að ganga í vinnuna í stað þess að fara með strætisvagninum eða í bílnum. Að gera átak Ákvörðunin um að gera átak til að bæta heilsuna hvílir í sívaxandi mæli á einstaklingnum, og þá fyrst og fremst í iðnvæddu ríkjunum. Þar hefur atvinnuleysi mjög breytt lifn- aðarháttum margra og dregið úr framtakssemi; það hefur svo aftur í för með sér heilsuspillandi áhrif. Menn verða að vera vel vakandi til að geta mætt slíkri hættu á réttan hátt, en sem betur fer hefur mörgu ungu fólki tekist að temja sér skynsamlega lifnaðarhætti, og um leið hefur það orðið að fyrirmynd komandi kynslóða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.