Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 16
16 Tíminn Stjórnmálaskóli SUF og LFK Stjórnmálaskólinn veröur starfandi á eftirtöldum dögum: Landbúnaður Laugardag 5. apríl kl. 10.00. Fyrirlesarar eru Guðmundur Stefánsson og Hákon Sigurgrímsson. Iðnaður Mánudag 7. apríl kl. 20.30. Fyrirlesari er Ingjaldur Hannibalsson. Utanríkismál Fimmtudag 10. apríl kl. 20.30. Fyrirlesari er Þóröur Ægir Óskarsson. Opinber þjónusta Laugardag 12. apríl kl. 10.00. Fyrirlesarar eru Jóhann Einvarösson og Guömundur Bjarnason. Sveitarstjórnarmál Mánudag 14. apríl k'. 20.30. Fyrirlesari er Alexander Stefánsson. Framsóknarfólk Vestfjörðum Fundir meö trúnaöarmönnum Framsóknarflokksins veröa haldnir á eftirtöldum stöðum dagana 3.-6. apríl n.k. Bolungarvík: laugardaginn 5. apríl kl. 16.00 Flateyri: sunnudaginn 6. apríl kl. 14.00 Þingeyri: sunnudaginn 6. apríl kl. 20.30 Á fundinn koma formaður Framsóknarflokksins Steingrímur Her- mannsson, Inga Þyri Kjartansdóttir fyrir hönd Landssambands framsóknarkvenna og Jón Sigfús Sigurjónsson fyrir hönd Sambands ungra framsóknarmanna. Aðalfundur FUF í A-Húnavatnssýslu verður haldinn laugardaginn 5. apríl n.k. kl. 13:30 að Hótel Blönduósi. 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Á fundinn mæta Páll Pétursson og Þórður Ingvi Guðmundsson. Stjórnin f3 1 Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akranesi Opiö hús í Framsóknarhúsinu viö Sunnubraut mánudaginn 7. apríl kl. 20.30-22.00. Bæjarfulltrúarnir Jón, Ingibjörg og Steinunn verða til viðtals. Laugardagur 5. apríl 1986 ■llllllllllllll DAGBÓK ......... ;i.iilliiim'!'' ........ ........... ............111 Keflavíkurkirkja Fermingarguðsþjónustur kl. 10:30 og 14.00. Altarisganga mánudagskvöld kl. 20.30. Sóknarprestur. Árbtejarprestakall Barnasamkoma í Foldaskóla í Grafar- vogshvcrfi laugardag 5. apríl kl. 11 árdeg- is. Fermingarguðsþjónusta í safnaðar- heimili Árbæjarsóknar sunnudag 6. apríl kl. 10:30 ogkl. 14. Barnasamkoma fellur niður. Altarisganga fyrir fermingarbörn og vandamenn þeirra verður í safnaðar- heimilinu þriðjudagS. apríl kl. 20:30. Sr. Guðmundur Þorstcinsson. Áskirkja Ferming og altarisganga kl. 10:30. Ferming og altarisganga kl. 14 í umsjá Seljasóknar. Sr. Árni Bergur Sigur- björnsson. Breiðholtsprestakall Fermingarmessa í Fríkirkjunni kl. 10:30. Altarisganga. Organisti Daníel Jónassson. Séra Lárus Halldórsson. Bústaðakirkja Laugardag 5. apríl: Barnasamkoma kl. 11. Ath. breyttan dag. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Sunnudag 6. apríl: Fermingarguðsþjónusta kl. 10:30 og 13:30. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Ólafur Skúlason. Altarisganga þriðj- udagskvöld kl. 20:30. Félagsstarfaldraðra miðvikudagseftirmiðdag. Digranesprestakall Barnasamkoma kl. II í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg. Fermingarguðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbcrg- ur Kristjánsson. Dómkirkjan Laugardag: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10:30. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir. Sunnudag 6. apríl kl. 11. Ferming. Sr. Þórir Stephensen. Kl. 14.00. Ferming Sr. Þórir Stephensen. Mánudag 7. apríl kl. 20.00. Altarisganga. Sr. Þórir Stephen- scn. Elliheimiliö Grund Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Árelíus Níels- son. Fella-og Hólakirkja Laugardag: Kirkjuskóli í kirkjunniv/ Hólaberg 88 kl. 10:30. Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 14. Sunnudag: Ferming og altarisganga kl. 11 og kl. 14. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudag 7. apríl kl. 20:30. Sr. Hreinn Hjartarson. Grensáskirkja Fermingarmessur mcð altarisgöngu kl. 10:30 og kl. 14. Sr. Halldór Gröndal. Hallgrimskirkja Laugardag5. apríl. Félagsvist í safnað- arsal kl. 15.(K). Sunnudag 6. apríl. Fcrm- ingarmessa og altarisganga kl. II. Ferm- ingarmessa og altarisganga kl. 14. Þriðju- dag 8. apríl. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10:30. Sóknarprestar. Háteigskirkja Messa kl. 10:30 Ferming. Messa kl. 14:00 Ferming. Prestarnir. Kársncsprestakall Fermingarmessa í Kópavogskirkju kl. 10:30. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sr. Guömundur Örn Ragnarsson. Langholtskirkja Fcrmingarguðsþjónusta kl. 13:30. Prestur: Sigurður Haukur. Organisti: Jón Stefánsson. Sóknarnefnd. Laugarneskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 13:30. Ferming og altarisganga Mánudag 2. apríl - Amælisfundur Kvenfélags Laug- arnessóknar kl. 20. Þriðjudag 8. apríl - Bænaguðsþjónusta kl. 18. Sóknarprestur. Neskirkja Laugardag kl. 15. Samverustund aldr- aðra. Pálmar og Vigfús Hjartarsynir sjá um efnið. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Ferming- armessa kl. 11 og kl. 14. Prestarnir. Þriðjudag og fimmtudag. Opið hús fyrir aldraða 13-17. Miðvikudag kl. 18:20 - Fyrirbænamessa. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fimmtudag: Biblfulestur kl. 20. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljasókn Kl. 10:30. Barnaguðsþjónusta í Öldu- selsskólanum. Barnaguðsþjónusta í Seljaskóla kl. 10:30. Kl. 10:30 Ferming- arguösþjónusta í Langholtskirkju. Kl. 14.00. Guðsþjónusta í Ölduselsskólan- um. Kl. 14:00 fermingarguðsþjónusta í Áskirkju. Þriðjudag 8. apríl: Fyrirbænasamvcra í Tindaseli 3 kl. 18:30. Fundur í æskulýðs- félaginu þriðjudag kl. 20.00 í Tindascli 3. Sóknarprestur. Seltjarnarnessókn Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 í kirkj- unni. Sóknarnefndin. Fríkirkjan í Reykjavík. Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10:30. Sr. Einar Eyjólfsson. Prestar halda hádegisverðarfund mánudaginn 7. apríl í safnaðarheimili Bústaðakirkju. Sunnudagsferðir Útivistar Kl. 13.00: Þorlákshöfn - Flesjar - Sögufcrð og strandganga. Fyrst verður farin söguferð um þorpið undir leiðsögn Gunnars Markússonar safnvarðar og minjasafnið skoðað ásamt kirkjunni. Síð- an verður létt strandganga um Flesjar vestan Þorlákshafntir. Þar má sjá Stór- björg o.fl. Ferð fyrir alla. Kl. 13.00 Gönguskíöafcrö austan Blá- fjalla - Gengið hjá Eldborg í Þrengsli. Brottför frá BSÍ bensínsölu. Frítt f. börn m. fullorðnum. Næstu helgarferðir: VorferðáSnæfells- nes 11.-13. apríl. Aukaferð vegna góðra aðstæðna til jökulgöngu. Sumrí heilsað í Þórsmörk 25.-27. apríl. Fimmvörðuháls gönguskíðaferð 24.-27. apríl. Feröafélagiö Útivist Sunnudagsferðir F.í. 1. kl. 10.30: Leggjabrjótur-skíöaferð. Gengið frá Þingvöllum í Botnsdal. 2. kl. 13.00: Glymurí Botnsdal. Glym- ur er hæsti foss íslands (198 m) og er í Botnsá. sem kemur úr Hvalvatni og fellur eftir Botnsdal út í Botnsvog. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin. Far- miðar við bíl. Feröafélag íslands Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur Félagsvist í dag. laugardaginn 5. apríl kl. 14.00. í félagsheimilinu Skeifunni 17. Allt spiiafólk vclkomið meðan húsrúm leyfir. Þriggja daga keppni. Kaffiveitingar. Hunvetningafélagið Form ísland Félag áhugamanna um hönnun Fyrsti aðalfundur félagsins FORM ÍS- LAND - Félags áhugamanna um hönnun - verður haldinn í dag laugard. 5. apríl í Hugvísindahúsi Háskóla, fslands, Odda, og mun dr. Tapio Periainen. fram- kvæmdastjóri finnska Listiðnaðarfélags- ins halda fyrirlestur um finnska hönnun og nauðsyn hvctjandi starfsemi á sviði hönnunar. Skemmtifundur Félags harmonikuunnenda Skemmtifundur Félags harmonikuunn- enda í aprílmánudi veröur sunnud. 6. apríl í Templarahöllinni viö Skóla- vöröuholt. Fundurinn hefst kl. 15.00. Margir harmonikuleikarar koma fram. félagskonur sjá um veitingar, spurninga- keppni (verölaun) og stiginn veröur dans í lokin. Allir ávallt velkomnir. Skemmtinefnd F.H.U. Spilakvöld í Kópavogi Kvenfélag Kópavogs heldur spilakvöld þriöjudaginn 8. apríl kl. 20.30 í Félags- heimilinu. Mætið vel. Kvenfélag Kópavogs Fundur í Kvenfélagi Kópavogs Kvenfélag Kópavogs heldur fund fimmtud. 10. apríl í Félagshcimili Kópa- vogs. Stjórnin Trausti Jónsson, veðurfræöingur. Hið íslenska náttúrufræðifélag: Trausti talar um AZOREYJAR Næstkomandi mánudagskvöld, þann 7. apríl, heldur Trausti Jónsson veður- fræðingur fyrirlestur um Azoreyjar á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Fyrirlesturinn verður í stofu 201 í Árna- garði og hcfst kl. 20.30. Flestallir munu hafa hcyrt Azoreyja getið þótt fæstir þekki þær af eigin raun, enda eru eyjarnar mjög afskckktar þar sem þær liggja úti í reginhafi tæpa 2000' km frá strönd Portúgals. Eins og fsland eru þær eldhrunnar og myndaðar við eldsumbrot við mið Atlantshafshrygginn. f fyrirlestrinum ætlar Trausti að lýsa náttúrufari eyjanna, jarðfræði þeirra og veðurfari í máli og myndum og segja frá eyjaskeggjum og atvinnháttum. Öllum er heimill aðgangur. Flóamarkaður Esperantistar hafa flóamarkað og kökubasar laugardaginn 5. apríl kl. 10-16 að Klapparstíg 28. 2. hæð. Mikið vöru- úrval á frábæru verði. Á sunnudaginn 6. þ.m. á Egill Gestsson tryggingamiðlarí 70 ára afmæli. Hann og kona hans Arnleif Höskuldsdóttir ætla að taka á móti gestum í Lionsheimilinu Sigtúni 9 á milli kl. 17 og 19 í dag (laugardag). Andlátsfregn Guömundur Kristjánsson lést 29. mars s.l. Hann fa-ddist í Vestmannaeyjum 23. júnt 1915. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigríður Kristjánsdóttir frá Eskifirði. Út- för Guðmundar verður gerð frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 15.00. Úr leikritinu Sólarferð: Unnsteinn Krist- insson (t.h.) og Sigfús Dýrfjörð (t.v.) Sólarferð í Garðinum Litla leikfélagið í Garði frumsýnir lcikritið Sólarferö eftir Guðmund Steins- son í kvöld laugardaginn 5. apríl í sam- komuhúsinu í Garði. Leikstjóri er Jón Júlíusson. Rauðhóla Rannsý á Sæluvikunni Rauðhóla Rannsý verður sýnd í Bifröst á Sauðárkróki á Sæluvikunni. Sýningar verða á þriðjud. 8. apríl kl. 15.00og23.00 og miðvikudaginn 9. apríl kl. 15.00 og kl. 20.30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.