Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.04.1986, Blaðsíða 14
14 Tíminn IÐNSK0UNNIREYKJAVÍK Iðnskóladagurinn er í dag laugardag Iðnskólinn í Reykjavík á Skólavörðuholti verður opinn almenningi í dag laugardag frá kl. 10-16, þar gefst tækifæri til að kynna sér nám í löggiltum iðngreinum, tölvu- tækni og tækniteiknun. Nemendur veröa aö störfum í öllum verklegum greinum og gestum gefst kostur á að ræöa viö nemendur og kennara. Atvinnufyrirtæki sækjast eftir tæknimenntuðu fólki, sem hefur haldgóöa undirstöðumenntun. í Iðnskólanum í Reykjavík miðast námsmarkmiöin við að uppfylla þessar kröfur. Komið í dag á Iðnskóladaginn og kynnið ykkur skóla- starfið. Við munum leitast við að veita sem gleggstar upplýsingar. Kaffihlaðborð í matsal Iðnskólinn í Reykjavík________________ k^RARIK ^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Deildarstjóri tölvudeildar Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa lausttil umsóknar starf deildarstjóra tölvudeildar. í starfinu felst: - Stjórnun tölvudeildar. - Skipulagning og áætlanagerð varðandi daglegan rekstur. - Stefnumörkun í tölvuvæðingu og notkun tölva. - Ráðgjöf fyrir notendur. Leitað er að manni með staðgóða þekkingu á tölvumálum og/eða menntun á tölvusviði. Starfs- reynsla er áskilin. Upplýsingar um starfið gefur forstöðumaður fjár- málasviðs. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannadeild eigi síðar en 21. apríl nk. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 105 Reykjavík Hiutabréf til sölu Til sölu eru um það bil 28% af hlutafé í Hótel Blönduós hf. Hlutabréfin eru í eigum sölufélags A-Húnvetninga, Blönduósi og skal skila kauptil- boðunum til Árna S. Jóhannssonar framkvæmda- stjóra Húnabraut 4 Blönduósi í síma 95-4200 fyrir 30. þessa mánaðar. Seljanda skal heimilt að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Sölufélag A-Húnvetninga Blönduósi. ST. JÓSEFSSPÍTALI LANDAKOTI Starfsstúlkur/menn Okkar vantar starfsstúlkur/menn í eldhús, á ganga og á röntgendeild. Upplýsingar veitir ræstingastjóri alla virka daga milli kl. 10.00-16.00 í síma 19600-259. Reykjavík 3.4.1986. Jörð óskast Jörð óskast í skiptum fyrir 120 fermetra nýstandsetta íbúð á 2 hæðum. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Tímans Síöumúla 15, merkt 10. MINNING i' ,'Ot' ’i'iUb'j'.W.I Laugardagur 5. apríl 1986 Olafur Sveinsson Fæddur 5. júní 1902 Dáinn 5. mars 1986 Útför hans var gerð frá Fossvogs- kirkju 17. mars. Nú á vordögum lést Ólafur Sveins- son hálfníræður að aldri. Hann var einn þeirra eldhuga sem ellin virtist ekki ná miklum tökum á, hugur hans sfopinn fyrir heimspólitíkinni og velfarnaði dagsins til hinstu stundar. Hann var einn þeirra sona aldamóta- kynslóðarinnar sem ekki hafði verið mulið undir. Barnsskóm sínum sleit hann á Fljótsdalshéraði við leik og störf sem uppeldi þeirra tíma byggði á. Strax á unglingsárunum voru honum fengin störf þau sem buðust til sjós og Iands við hlið hinna fullorðnu þar sem handaflið og kjarkurinn réð oft hvernig til tókst. En nýir tímar voru í nánd - nýir frelsismótandi tímar voru þá þegar mættir með vonina í farangrinum - vonina um réttlátari skiptingu lífs- gæðanna samhliða fögnuði yfir verk- tækninni og öllu því sem létt gæti mannshöndinni þrældóm fyrri tíma. Ólafur Sveinsson varð strax sjálf- kjörinn í fremstu víglínu í átökum þessara lífsviðhorfa. Kreppuárin urðu því ungum hug- sjónamönnum mikil þolraun. Þeim sem stóðu í eldlínunni - þegar lífstilveran virtist ekki alltaf ætla áð ganga upp. En sumum voru ókunn þau hugtök að gefast upp eða hopa. Ólafur tókst ekki á við lífið ein- samall. Lífsförunautur hans Lilja Júlíusdóttir var sá virki styrkur og stoð sem hvergi hvikaði. Sín fyrstu hjúskaparár hófu þau á Siglufirði. f>ar fæddust þeim börnin þeirra þrjú og heimili þeirra óx og styrktist. Með þeim dvaldi alla tíð til hárrar elli móðir Lilju frú Friðbjörg Júlíus- dóttir, sem nú er látin. Þau hjón Ólafur og Lilja áttu sér draum um sveit og frelsi og þau létu drauminn rætast. Árið 1944 byggðu þau upp eigin gróðrastöð að Víði- gerði í Biskupstungum. Þarræktuðu þau garðinn sinn í þess orðs fyllstu merkingu. Á þeim árum naut ég gestrisni þessara elskulegu hjóna. Þar var gott að stíga í hlað. Ég hafði aðeins þekkt þau úr fjarlægð af vörum foreldra minna. Milli Siglu- fjarðar og Reykjavíkur var nægilega langur vegur til þess að aðeins voru farnar ferðir brýnna erinda. Lilja hafði komið sem barn til dvalar á foreldraheimili föður míns, ljósgeisli sem þar yljaði með tilveru sinni. Því var mjög kært með þeint föður mínum alla tíð. Á sumarferðum mínum í Víði- gerði minnist ég daganna í glöðum hópi æskufólks þegar við stöllur lásum um „Sölku og Uglu“ í annað og þriðja sinn án þess að þreytast nokkru sinni á að tengja þær og máta við kvenímyndina fram á við - með sín önnur kitlandi og óljósari lífs- munstur upp á vasann en tíðkast höfðu. Þá var vor í lofti. Sérstaklega minnist ég þó húsbóndans þar sem hann sat fyrir miðju langborðinu í eldhúsinu og hvatti til umbúðalausra orðræðna og hló sínum sérstæða snritandi hlátri sem varsvo samofinn persónuleikanum og sagði svo mikið um gáska og mýkt. En tímar liðu, börnin iiurfu að heiman og Ólafur og Lilja fluttu til Reykjavíkur. Við Sogaveginn stend- ur viðarhús umlukt stórum sígræn- um trjám. Þar ræktuðu þau garðinn sinn í nýju lífsformi ævikvöldsins. Þau tóku heilshugar þátt í öllunt þeim góðu stundum sem buðust. Ólafur Sveinsson kvaddi þennan heim í sama stíl og hann hafði lifað lífi sínu. Sinn síðasta dag annaðist Ólafur störf hversdagsins að vanda, engu var breytt, en að kvöldi var hann allur. Hann varð bráðkvaddur að iieimili sínu, honum hafði því orðið að sterkri ósk sinni að þurfa aldrei á hjálp né hjúkrun í eili að halda. Síðast þegar við Ólafur hittumst ræddum við rétt ókomna nýtíma með sínum ógnum og með sínum tilboðum sem fyrr, mættir með sína fjarmiðlun inn á gólf til hvers og eins með nýju gildismati á hlutunum. Ólafur var þakklátur fyrir að hafa lifað „gullöld hinna síðari" eins og hann orðaði það. Blessuð sé minning þessa mannkostamanns. Elsku Lilju og börnum hennar Ingibjörgu, Ásdísi og Kristjáni. tengdabörnum, barna- og barna- barnabörnum votta ég dýpstu samúð mína. Einnig votta ég samúð mína Skarphéðni Njálssyni, Keflavík, fóstursyni þeirra hjóna. Hólmfríður Árnadóttir. Framboðslistar til bæjarstjórnarkosninga Eskifjörður Framboðslisti Framsóknarfélags Eskifjarðar (B-listinn) við bæjar- stjórnarkosningar á Eskifirði 31. maí 1986. 1. Jón Ingi Einarsson, skólastjóri, Lambeyrarbraut 8. F. 20.08.48. 2. Gísli Benediktsson, bankafull- trúi, Strandgötu 21 A. F. 23.08.50. 3. Júlíus Ingvarsson, skrifstofu- stjóri, Túngötu 11 B. F. 17.02.43. 4. Þorbergur Hauksson, verkamað- ur, Svínaskálahl. 17. F. 11.11.54. 5. Þorsteinn Sæmundsson, kaupfél- agsstj., Bleiksárhlíð34. F. 14.11.53. 6. Kristín I. Hreggviðsdóttir, hús- móðir, Helgafelli 3, F. 29.06.45. 7. Magnús Pétursson, rafvirkja- meistari, Strandgötu 3 C. F. 30.08.47. 8. Guðni Þór Elísson, vélstjóri, Fffubarði 2. F. 26.05.56. 9. Davíð Valgeirsson, bifreiða- stjóri, Túngötu 1. F. 21.05.40. 10. Sigrún Jónsdóttir, húsmóðir, Bakkastíg 3 A, F. 09.09.59. 11. Jón B. Hlöðversson, sjómaður, Strandgötu 59. F. 12.03.62. 12. Óli Fossberg, verkamaður, Túngötu 2, F. 13.05.36. 13. Guðni R. Guðnason, stýrimað- ur, Hlíðarendavegi4B. F. 02.11.63. 14. Geir Hólm, húsasmíðamcistari, Hátúni 9. F. 09.01.33. Listinn í Sandgerði Listi Framsóknarflokksins í Mið- neshreppi til sveitarstjórnakosning- anna hefur verið samþykktur, og er á þessa leið: 1. Sigurjón Jónsson, fiskiðnaðar- maður. 2. Berglind Bergsdóttir, húsmóðir 3. Óskar Guðjónsson, málara- meistari 4. Stefanía Jónsdóttir, húsmóðir 5. Gylfi Gunnlaugsson, skrifstofu- stjóri 6. SigurðurSteingrímsson, vélstjóri 7. Hrefna Yngvadóttir, húsmóðir 8. Einar Friðriksson, fiskverkandi 9. Guðmundur Einarsson, bifreiða- stjóri 10. Sigurður Guðmundsson, iðn- verkamaður 11. Gunnar Haraldsson, sjómaður 12. Jón Frímannsson, vélgæslumað- ur 13. Sigurbjörn Stefánsson, bóndi 14. Magnús Sigfússon, húsasmiður. Framboðslisti framsókn- armanna á Siglufirði 1. Skarphéðinn Guðmundsson, kennari 2. Ásgrímur Sigurbjörnsson, um- boðsmaður 3. Freyr Sigurðsson, framkvæmda- stjóri 4. Guðrún Hjörleifsdóttir, hús- móðir 5. Ásdís Magnúsdóttir, skrifstofu- maður 6. Steinar Ingi Einarsson, húsa- smiður 7. Aðalbjörg Þórðardóttir, verslun- armaður 8. Sveinbjörn Ottesen, framleiðslu- nemi 9. Sveinn Þorsteinsson. húsasmiður 10. Karolína Sigurjónsdóttir, verka- kona 11. Sveinn Björnsson, verkstjóri 12. Kolbrún Daníelsdóttir, deildar- stjóri 13. Bjarney Þórðardóttir, húsmóðir 14. SverrirGuðjónsson, húsasmiður 15. Guðrún Ólöf Pálsdóttir, skrif- stofumaður 16. Halldóra S. Jónsdóttir, húsmóðir 17. Sverrir Sveinsson, veitustjóri 18. Bogi Sigurbjörnsson, skattstjóri Listinn var samþykktur á félags- fundi þann 2. apríl s.l. Núverandi fulltrúar gáfu ekki kost á sér aftur, þeir Sverrir Sveinsson og Bogi Sigur- björnsson. Nýlega samþykkti bæjarstjórn Kópavogs að veita Svanhildi Kristjónsdótt- ur 150 þúsund krónur sem viðurkenningu fyrir frábæran árangur í spretthlaupum. Svanhildur er 18 ára nemandi í Menntaskóianum í Kópavogi, ættuð úr Bolungarvík. Hún hefur stundað æfingar og keppir fyrir Breiðablik í Kópavogi.'Svanhildur stefnir að þátttöku í Ólympíuleikunum 1988. Iþróttaráð Kópavogs kaus hana sem afreksmann ársins 1985 og Rotaryklúbbur Kópavogs valdi hana sem íþróttamann ársins 1985. Myndin er tekin við það tækifæri er bæjarstjórn afhenti henni viðurkenninguna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.