Tíminn - 12.04.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.04.1986, Blaðsíða 1
0 STOFNAÐUR1917 lírmim RAUSTIR MENN j0% SOlDIBiLJISTÖDm FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur boöiö grunnskólakennurum í Bandalagi kennarafélaga samskonar samning og háskólamenntaöir félagar í BSRB samþykktu fyrir skömmu. Fulltrúar kennara munu ræða þetta tilboð fjár- málaráöherra á morgun, og síöan mun samninganefnd þeirra hitta fulltrúa fjár- málaráðuneytisins á þriðjudag. 200 BRÉFDÚFUM verður sleppt viö Hólabrekkuskóla í dag, á hátíö sem foreldrafélag skólans hefur boöað til. Dúfurnar 200 tákna þau ár sem liðin eru frá því aö Reykjavíkfékk kaupstaðar- réttindi. Hátíð skólafélagsins stendur frá klukkan 15-17. Sýnd veröa verkefni nemenda, fariö í leiki og ýmislegt fleira. BRAGI BENEDIKTSSON hefur hlotið kosningu sem prestur í Reykhólaprestakalli í Baröastrandar- prófastsdæmi. Bragi var einn umsækj- andi og hlaut hann 129 atkvæöi. Alls voru 258 á kjörskrá. Hann hefur starfaö sem félagsmálastjóri í Hafnarfirði. LANDKYNNINGAR- skrifstofa Ferðamálaráös í Þýskalandi hefur veriö flutt frá Hamborg til Frankfurt am Main. Er þetta gert samhliöa manna- breytingum á skrifstofunni, en Ómar Benediktsson hefur látiö af störfum sem forstöðumaður hennar og Dieter Wend- ler-Jóhannsson tekið viö starfi, hans. Dieter hefur unniö hjá Flugfélagi íslands og Flugleiöum s.l. 22 ár í Frankfurt am Main. BÓKSÖLULISTI Kaupþings fyrir mars hefur nú veriö birtur. Listanum er skipt í þrjá flokka og eru eftirtaldar bækur efstar í hverjum flokki; Einar Áskell eftir Gunilla Bergström var vin- sælasta barnabókin, Sóla, Sóla eftir Guölaug Arason mest selda skáldsagan og sjálf sálmabókin efst í flokki sem nefndur er aðrar bækur. ALBERT Guömundsson, iönaöar- ráðherra, er um þessar mundir erlendis í erindum ríkisstjórnarinnar aö beiðni viöskiptaráöherra, sem gegnir for- mennsku í ráðgjafarnefnd EFTA á fyrri- hluta þessa árs. Fundur ráðgjafarnefnd- arinnar var haldinn í Genf dagana 8. og 9. apríl. Sendinefnd íslands fór utan sunnudaginn 6. apríl til að sitja fundinn. Dagana 17. og 18. apríl n.k. mun iönaö- arráðherra sitja ráöherrafund OECD sem haldinn veröur í París. Til undirbúnings þeim fundi veröur haldinn sérstakurfund- ur innan EFTA aö morgni þess 17. apríl. lönaöarráðherra er væntanlegur heim laugardaginn 19. þ.m. INDVERSK stjórnvöld hafa fariö fram áviö sendiherra Libýu í landinu aö hann hætti aö auglýsa eftir hermönnum í dagblöðum þeim sem rituö eru á Urdu-tungumáli, en þaö er helsta tungu- mál þeirra 80 milljóna múhameðstrúar- manna sem Indland byggja. Að sögn stjórnvalda hefur sendiherrann tekið vel í þessa viöleitni en hyagst þó láta liggja frammi bók í sendiráði sínu þar sem hægt væri aö skrifa undir siöferöiiegan stuðning viö Líbýustjórn í baráttu hennar gegn bandarískri heimsvaldastefnu. ERNA Indriða- dóttir hefur verið skipaöur deildar- stjóri útvarpsins á Akureyri. Á fundi Útvarpsráðs í gær hlaut hún 4 at- kvæöi af sjö er ráö- iö tók afstöðu til umsækjendaog út- varpsstjóri skipaði hana seinna um daginn. Albert neitar að ræða við blm. Tímans: Fékk ekki veitingarvald Á sögulegum ríkisstjórnarfundi í liðinni viku krafðist Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra þess að heimild til að veita erlcnduni aðilum undanþágur til að eiga meir en 20% í fasteignum hérlendis yrði flutt til iðnaðarráðuneytisins frá dómsmálaráðuneytinu. Andstaða ráðherra Framsóknarflokksins við framlagt frumvarp þessa efnis orsakaði svo brotthlaup ráðherrans af ríkisstjórnarfundi. „Það er aðeins eitt frumvarp sem Albert Guðmundsson hefur lagt fyrir ríkisstjórnina sem við höfum ekki gctaö fallist á. Það felur í sér að færa heimildina til að veita útlendingum leyfi til að eiga meira en 20% í fasteignum hér á landi frá dómsmálaráðherra til iðn- aðarráðherra þegar um iðnað er að ræða. Það var viljandi ákveðið á sínum tíma að framkvæmd á veit- ingu þessara undanþága yrði á einni hendi," sagði Stcingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við Tímann í gær. Stein- grímur bætti því við að það hefði verið ríkisstjórnin í heild sinni sem hefði staðið gegn hugmyndum Al- berts um að létta opinberum gjöld- um af skipasmíðastöðvum. Að sögn forsætisráðherra voru ummæli iðnaðarráðherra í DV í gær þess efnis að það væri „ekki óvanalegt að bunan stæði út úr Steingrími Hermannssyni eins og stórfoss þegar minnst varði," mjög óviðeigandi og hann lagði áherslu á að frétt um brotthlaup Alberts af ríkisstjórnarfundi væri ekki eftir sér liöfð eins og gefið væri í skyn í DV. „Ég mun ræða þetta þegar þar að kemur þó ég geri þaö ekki í fjölmiðlum. Ég hcf það sem reglu að ræða ekki opinberlega innri mál ríkisstjórnarinnar cn ég sá mér hins vegar ekki annað fært en að staðfesta sannleiksgildi þess sem gerðist þegar það var borið undir mig," sagði Stcirígrímur. Hann bætti því við að Albert hefði vfir- gefið ríkisstjórnarfundinn áður cn honum var slitiö. Aðspurður um það hvað geröist et' iðnaðarráðherra stæði viö fyrri orð sín og sækti ekki ríkisstjórnar- fundi nema í cinstaka tilvikum, sagði forsætisráðherra að þessir fundir færu lögboðnir og ráðherr- um bæri að sækja þá, en hins vegar kvaðst hann ekki gcra ráð fyrir að iðnaðarráðherra léti verða af fyrir- ætlan sinni. Blaðamaður Tímans náði sím- sambandi við Albert Guðmunds- son á Grand Hotel í París í gær og hugðist afla fregna af afstöðu ráð- herra. Albert brást hinn vcrsti við og sagði blaðamanni með þjósti að ræða málið viö forsætisráðherra. Að því búnu rauf hann sambandið fyrirvaralaust. -SS FRAMKVÆMDASTJÓRIFRÁ EBEÍHEIMSÓKN Gallagher framkvæmdastjóri fískveiðideildar Efnahagsbandalags Evrópu sést glaðbeittur milli þeirra Matthíasar Á. Mathiesen utanríkisráðherra og Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra. Gallagher er hér á landi í óformlegri hcimsókn viðskiptaráðuneytisins. Að sögn Iialldórs Ásgrímssonar fóru fram óformlegar viðræður, m.a. um verndun fískistofna og fískveiðimál. Halldór sagði í samtali við Tímann í gær að víst hefði borið á góma að Efnahagsbandalagslöndin vildu fá veiðiréttindi við íslandsstrendur. (Timamvnd: Sverrir) Tólf milljónir í öryggismál sjómanna: „Stórt og mikiðfagnaðarefni“ KRUMMI segir Hannes Hafstein framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins „Það er vitaskuld stórt og mikið fagnaðarefni að fá þetta því að það er nóg að gera í þessu sambandi og í mörg horn að líta,“ sagði Hannes Hafstein um ákvæði í stjórnar- frumvarpi um „Skiptaverðmæti og greiðslumiðlun í sjávarútvegi," sem kveður á um 12 milljón króna framlag til öryggismála sjómanna og björgunaræfinga á fiskiskipum. Hannes sagði að þetta væri mjög nýtt mál og meira að segja óafgreitt í þinginu þannig að fullsnemmt væri að tjá sig um það að gagni og enn ætti eftir að sjá hvernig útfærsl- an á þessu yrði. Hins vegar væri því ekki að leyna að þörfin væri brýn á að haldið sé áfram því starfi sem hafið er varðandi öryggismál sjó- manna. „Við höfum fyrirliggjandi tölfræðilegar upplýsingar um þau slys sem verða um borð í fiskiskip- um í dag og það verður að breyt- ast,“ sagði Hannes. „Það hefur ýmislegt gott gerst með þeirri hreyfingu sem orðið hefur á þess- um málum, en það er líka ljóst að til þess að þetta geti gengið þarf að koma til góður fjárhagslegur grundvöllur," sagði hann ennfrem- ur. Slysavarnafélaginu var á sínum tíma falið að sjá um öryggismála- fræðslu sjómanna og var ráðinn maður í það 1984. Sá starfsmaður auk annars starfarnú við öryggis- námskeiðahald Slysavarnafélags- ins að staðaldri. Á núverandi fjárlögum var heildarfjárveiting til öryggismála og fræðslu sjómanna 5 milljónir. Samkvæmt frumvarpinu sem nú liggur fyrir verður 12 milljónum veitt til þessara mála þegar Trygg- ingasjóður fiskiskipa hefur verið lagður niður og gerður upp, en sjóðurinn hættir starfseminni 15. maí nk. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.