Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Föstudagur 13. júní 1986
GEGN
STEYPU
SKEMMDUM
STEINVARI2000 ,
hefur þá einstöku eiginleika aö
vera þétt gegn vatni í fljótandi
ástandi, en hleypa raka í
loftkenndu ástandi auöveldlega í
gegnum sig, tvöfalt betur en
heföbundin plastmálning.
Viljir þú verja hús þitt skemmdum
skaltu mála meö
STEINVARA 2000.
ÓSA/SIA
MEIRA
EN
VENÍULEG
MÁLNING
STEINAKRÝL____
hleypir raka mjög auöveldlega I
gegnum sig, tvöfalt betur en
heföbundin plastmálning.
STEINAKRÝL er mjög veðurheldin
málning og hefur frábært alkalíþol
og viöloöun viö stein.
STEINAKRÝL stendur fyrir sínu.
ÓSA/SIA
EKKl FLJÚGA FRÁ PÉR
ÁSKRIFTARSÍMI
686300
LA TTU
Tímann
Guðmundur Páll Ólafsson. Ingibjörg Sveinsdóttir.
Samkeppni um teikningar á mjólkurfernum:
Skólabræðurnir að norðan Björn Helgason t.v. og Einar Páll Eggertsson.
Tímamyndir Sverrir
39 börn unnu til verðlauna
Glaðbeitt börn, 39 að tölu, mættu
í Átthagasal Hótel Sögu í gærdag.
Börnin voru mætt til þcss að taka á
móti verðlaunum frá Mjólkurdags-
nefnd fyrir teikningar sem sendar
voru í samkeppni grunnskólanema
um myndskreytingar á skólamjólk-
urumbúðir. Mjög góð þátttaka var í
samkeppninni, og bárust alls 10.884
teikningar. Dómnefnd var því mikil
vinna á höndum, að yfirfara allar
teikningarnar.
íþróttamyndir hverskonar voru
meðal viðfangsefna barnanna og
einnig var mikið um dýramyndir. I
verðlaun fyrir myndirnar, var fimm
þúsund króna úttekt úr sportvöru-
verslun, eöa vikudvöl á góðu svcitar-
heimili. Mörg borgarbörn sem unnu
til vinning völdu sveitardvölina.
Tíminn tók nokkra vinningshafanna
taldi eftir að verðlaunaafhending
hafi farið fram.
Guðmundur Páll Ólafsson
- Fossvogsskóla
„Ég teiknaði stangarstökkvara
sent komst ekki yfir slána, af því
hann drakk ekki nægilega mikið af
mjólk. Hann hangir á cinni hendi á
slánni og hún bognar ofsalega,"
sagði Guðmundur. Hann kvaðst
ekki drekka mjög mikið af mjólk en
bætti við að það stæði til bóta. „Ég
cr fæddur og uppalinn í sveit í
Þykkvabæ, svo ég ætla að velja
úttekt úr sportvöruverslun. Ætli ég
fái mér ekki fótboltaskó og bolta,“
sagði Guðmundur.
Ingibjörg Sveinsdóttir
- Hagaskóla
Ingibjörg er fjórtán ára gömul og
sagðist hafa tekið þátt í santkeppn-
inni svona uppá „djók“. „Ég teikn-
aði tvær varir að drekka úr glasi. Ég
átti sko alls ekki von á því að vinna.
Ég er búin að ákveða hvað ég ætla
að taka út. Það verður gulur
„jogging" galli. Gult er uppáhalds-
liturinn minn,“ sagði Ingibjörg. Að-
spurð kvaðst hún drekka um tvö glös
af mjólk á dagogtelja það nægilegt.
Einar Páll Eggertsson
- Laugabakkaskóla
Einar kom suður með rútu á
miðvikudag, gagngert til þess að
vera viðstaddur afhendingu verð-
launanna sem hann og 38 önnur
börn höfðu unnið til. Einar er í
Laugabakkaskóla í Vestur-
Húnavatnssýslu. Hann teiknaði
mynd af úri, þar sem mjólkurfernur
eru í stað tölustafa, þannig aö klukk-
an sýnir hvenær fólk á að drekka
mjólkurglas. „Ég teiknaði tvær
myndir, en bara ein fékk verðlaun.
Hin myndin er af kú sem er á beit,
og á maganum á henni er ntynd af
kú sem er að bíta gras og á maganum
á henni er mynd af kú sem er að bíta
gras. þar til það sést ekki lengur,"
sagði Einar.
Einar er búscttur að bænum
Bjargshóli og því óskaði hann ekki
eftir sveitardvöl. „Mig langar að fá
mér beisli fyrir hestana mína.“
Björn Helgason
- Laugabakkaskóla
Björn er bekkjarbróðir Einars.
Björn teiknaði mynd af strák sem
var að drekka mjólk, og maginn á
honum er í laginu eins og mjólkur-
ferna. Við hliðina á mjólkurfernu-
stráknum stendur kú á beit.
„Ég kom með pabba mínum til
þess að taka við verðlaununum. Ég
ætla að taka út vörur úr sportvöru-
verslun, en hef ekki ennþá ákveðið
hvað það verður. Ég ætla að sjá til,“
sagði Björn.
Af skólum með yfir 300 nemendur
var Engidalsskóli í Hafnarfirði hæst-
ur með 105,1% þátttöku. Afskólum
með 100-299 nemendur var Landa-
kotsskóli í Reykjavík hæstur með
160,1% þátttöku. Grunnskólinn á
Drangsnesi var hæstur af skólum
með allt að 99 nemendum. Þaðan
bárust að meðaltali rúmlega fjórar
myndir frá hverjum nemanda.
Fólki verður gefinn kostur á því
að skoða megin hluta innsendra
mynda í byrjun næsta skólaárs. Þá
verður haldin sýning á þeim um leið
og verðlaunamyndirnar birtst á um-
búðum skólamjólkurinnar. -ES
Hópurínn sem vann til verðlaunanna fyrír utan Hótel Sögu. Á myndina vantar tvö börn.
íslenskum sjúkraliöum kynnt ný aöferö til aö deyfa sársauka:
Straumur gegn sársauka
Linar þjáningar þeirra er þjást af bráðum eða langvarandi sársauka
Á síðustu árum hafa áhrif frá
austrænum lækningaráhrifum síast
æ meir inn í hina hefðbundnu vest-
rænu læknisfræði. Þær hafa ýmist
verið teknar upp óbreyttar eða að-
lagaðar að tækni Vesturlanda. Dæmi
um það síðara er svokölluð TNS
meðferð (Transcutaneus Nerve
Stimulation eða raförvun í gegnum
húð) sem Félag íslenskra sjúkra-
þjálfa kynnti fyrir félagsmönnum
sínum fyrir skömmu.
í TNS meðferð er beitt tækni
hinnar fornu nálarstunguaðferðar í
blandi við vestræna þekkingu og
tækni. Henni er beitt til að deyfa
sársauka þeirra er þjást af bráðum
eða langvarandi sársauka með því
að beina lágspennustraumi á
ákveðna punkta eða svæði. Rann-
sóknir hafa sýnt að slík meðferð
dregur mjög úr notkun á verkjalyfj-
um sem mörg hver hafa óæskilegar
aukaverkanir, en TNS meðferðin er
nær algerlega laus við hliðarverkan-
ir.
IJm 60 sjúkraþjálfarar sóttu nám-
skeið undir leiðsögn Reidar Tessen
sem er norskur sjúkraliði sem
undanfarin 15 ár hefur sérhæft sig í
þessari meðferð. Ráðgert er að
koma á fót TNS-tækja banka á
Grensásdeildinni og athuga þar
hvort þessi tækni komi fólki að gagni
og ef svo er kenna því að nota tækin
til að deyfa sársauka sem hrj áir það.
Sjúkraliðarnir vöruðu hinsvegar
eindregið við því að fólk legði ofur-
trú á þessa meðferð eins og oft hefði
orðið raunin á með nýjungar í lækna-
vísindum. -gse
Reidar Tessen sýnir hér íslenskum sjúkraliðum hvernig TNS-tækinu er beitt
til að deyfa sársauka sjúklinga. Tímamynd-Pétur