Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn VK) SEUUM ALLA BÍLA Láttu skrá bílinn strax llllllllllllllllllllllllll TÓNLIST Föstudagur 13. júní 1986 Sænskur Ijóðasöngvari Umboð fyrir Bílaborg Glóbus NÝJAR OG NOTAÐAR LANDBÚNAÐARVÉLAR O.FL. O.FL. Opið virka daga frá kl. 10-21 Sunnudaga frá 13-19 BÍLASALAN Vélar og vagnar LANDSBYGGÐARÞJÓNUSTAN Sími 99-1504-1506 Eyrarvegi 15 Selfossi DANSLEIKJAHALDARAR! Tökum að okkur spilamennsku. Spilum alhliða dansmúsík. TVÍL Uppl. í síma 91-651141 (v.s.: 91-687641) Nýtt og ódýrt þurrkan i txiinn I t>átlnn á vtnnustaðinn á heimilið í sumarbústac í ferðaiagið og fl. Ef þú hefur einu sinni reynt Effco-þurrkuna viltu ekkert annað. Effco- þurrkan er bæði mjúk og sterk. í henni sameinast kostir klúts og tvists, það eykur notagildi Effco- þurrkunnar. Effco-þurrk- an sýgur í sig hvers konar vætu á svipstundu. Effco- þurrkan er ómissandi í bílinn, bátinn, ferðalagið, á vinnustaðinn og til heimilisins. Effco-þurrkan fæst hjá okkur. Sunnudaginn 8. júní llutti ungur efnissvíi, Thomas Lander, söngljóð í Gamla bíói en landi hans Jan Eyron lék með á píanó. Thomas Lander, bariton, er ungur að árum, fæddur 1961 í Stokkhólmi, og þar er hann enn við nám í Tónlistarhá- skólanum. í upphafi tilkynnti einn af framámönnum Listahátíðar 1986 að söngvarinn gengi ekki heill til skógar, og mundi því sleppa tiltekn- um lögum. En þrátt fyrir þetta sannfærði hinn ungi Lander áheyr- endur um sannleiksgildi þeirra orða skrárinnar að hann sé stórcfnilegur söngvari. Tónlistargáfa hans er óvenjulega þroskuð," segir skráin, „röddin mikil og fögur og raddtækni með afbrigðum góð. Má mikið vera ef frændur vorir Svíar cignast ekki stórsöngvara í þessunt unga manni innan fárra ára.“ Þegar svo stórt er upp í sig tekið fer ekki hjá því að hinn ungi frændi vor sé borinn saman við fræga Ijóðasöngvara sem hér hafa farið hjá garði, t.d. Souzay hinn franska eða Parker liinn banda- ríska. Niðurstaðan er sú, að miðað við aldur sé Thomas Lander furðu- lega framarlega, en vanti þó ennþá mikið á að ná listrænum myndugleik ofangrcindra stórmeistara. Það er jafnan til marks um vandvirkni ljóðasöngvara hvort textaframburð- Thomas Lander. ur er skýr og fullkominn, og á þeim vettvangi færThomas Lander hreina 10 að mínu mati. Raunar var það svo, að Lander söng efnisskrána mjög vel og smekklega en án veru- legra tilþrifa, þar til í lokin að hann sótti sig mjög, og fór loks á kostum í aukalögum. Þctta stafaði vafalaust af vizku söngvarans, scm vissi sig veikan fyrir (vegna barkabólgu) og vildi þess vegna ekki hætta á það að ofreyna röddina fyrr en hann var öruggur með endasprettinn. Efnisskráin var annars þannig, að fyrir hlé fluttu þeir Thomas Landcr og Jan Eyron 13 söngljóð eftir Schumann, en eftir hlé ljóð eftir Gabriel Fauré, Richard Strauss og Ottorino Respighi - sem sagt mjög áhugaverð efnisskrá í framsæknum klassískum stíl. Því þarna voru bæði alþekktir ljóðasöngvar og aðrir minna þekktir. í Ijóðasöng eru nefni- lega margir stigir lítt kannaðir af nútímamönnum, því þótt ótrúlegt megi virðast var ljóðasöngur meðal fórnarlamba seinna stríðsins og munaði litlu að hann yrði aldauða í þcim hildarleik. Menn eins og Fisc- her-Diskau urðu til þess að endur- vekja hann í Þýzkalandi og víðar, en Gerard Souzay lyfti hinum franska Ijóðasöng til vegs. Jan Eyron píanóleikari hefur komið hingað áður og spilað með söngvurum við góðan orðstír. og einnig á þessum tónleikum sýndi liann marga kosti góðs undirleikara (að veita fullan stuðning án þess að trana sér fram) og átti sinn þátt í því að lyfta tónleikum þessum, sem voru „bcint í æð“, eins og einn af sprotum hinnar orðheppnu íslensku gagnrýnendastéttar komst svo eftir- minnilega að orði. Sig.St. Claudio Arrau Eftirsóttustu aðgöngumiðar Lista- hátíðar 1986 eru sagðir hafa verið á tónleika hins 83ja ára píanóleikara Claudios Arrau. Arrau var undra- barn og kom fyrst fram opinberlega fimm ára í fæðingarlandi sínu Chile, en þá voru fyrri ríkisstjórnarár Hannesar Hafstein á fslandi. Svo gamall er maðurinn. Síðan hefur hann haldið óteljandi tónleika um allan heim, spilað verk allra helstu tónskálda inn á hljómplötur, sum mörgum sinnum, og almennt orðið einn af frægustu píanistum aldarinn- ar. Og 83ja ára heldur hann ótrauður áfram, kurteis en heimsmannslegur og ákveðinn, og lætur aldurinn hvergi á sig fá. Líklega hefði hann spilað þessi verk öðru vísi fyrir 20 árum eða 50, en þó er ekki gott að segja: Arrau er sproti á meiði 19. aldar píanisma - hann ólst upp í „veröld sem var“, þar sem allt var á annan veg en nú er, enda er leikur hans harla ólíkur leik hinna ungu virtuósa vorra tíma, einkennist kannski helst af djúphygli og mildi, jafnvel trega á köflum. Áslátturinn er svo mjúkur að Steinway-flygillinn hljómaði eins og Bösendorfer og- einstöku sinnum þótti manni hann nota pedalinn of mikið. En Arrau veit sjálfsagt nákvæmlega hvað hann vill. Samt er það svo, að ef ungur píanisti spilaði eins og Arrau gæti svo farið að hann fengi vondan dóm, án þess ég vilji fullyrða það - jafnvel gagnrýnendur eiga það til að vera skeikulir. Claudio Arrau flutti fjórar Beet- hoven-sónötur á tónleikunum, þ.á.m. tvær úr liópi hinna frægustu, Appassionata og Waldstein. Sónöt- ur Beethovens hjóta að teljast meðal hátinda píanótónlistar, og jafnframt meðal mestu afreka mannsandans, og þeir sem eru svo gæfusamir að heyra meiri háttar listamann flytja Claudio Arrau þær mega teljast reynslunni ríkari. Áheyrendur voru enda mjög snortn- ir af leik hins aldna snillings. Að sjálfsögðu risu menn úr sætum - það er alltaf gert og stundum oftan en einu sinni - og Arrau lét með kurteislegu yfirlætisleysi eins og hann hefði aldrei fengið klapp áður eða blómvönd, og heldur hann þó 70 tónleika á ári hverju, ævinlega fyrir fullu húsi að sögn tónleikaskrár. Sig.St. Kristján Jóhannsson söng Okkur vantar hjólhýsi og tjaldvagna á sýningarsvæði okkar Opið virka daga frá kl. 10-21 Sunnudaga frá 13-19 BÍLASALAN Vélar og vagnar LANDSBYGGÐARÞJÓNUSTAN Sími 99-1504-1506 Eyrarvegi 15 Selfossi Mjög þótti mönnum Kristján Jó- hannsson bjarga málum glæsilega á línu, og jafnvel klípa í rófuna á rússneska birninum í leiðinni, þegar hann kom fram á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitarinnar í stað sovéska bassasöngvarans Paata Burchul- adze. Söngur Burchuladze átti að vera eitt af stórnúmerum Listahátíð- ar 1986, ásamt píanóleik Claudios Arrau, og allt virtist í óefni komið þegar tónleikum hans var aflýst og menn byrjaðir að skila miðum. En þá birtist Kristján á sviðinu, eins og Davfð forðum, í fylkingarbrjósti list- unnenda gegn Golíat sovéskra véla- bragða, og allt fór á besta veg - eða það þótti mönnum að minnsta kosti, og risu þrisvar úr sætum í lok tónleikanna. Nú orðið gerist það aldrei, að ekki sé risið að minnsta kosti einu sinni úr sætum, en þrisvar er ný stærð á listrænni viðurkenningu hér á landi. Enda sagði kona nokkur við mig eitthvað á þá leið, að „við eigum að fá Kristján Jóhannsson til að syngja á öllum listahátíðum héð- an í frá og láta ótætis Rússana lönd og leið.“ Á því er lítill vafi að Kristján Jóhannsson er nú um stundir fremst- ur óperusöngvara vorra, og samein- ast þar ágætur söngur, mikill kun- átta, reynsla og öryggi, atvinnu- mannleg framkoma og hegðun. Eins og flestir tenórar er hann umdeildur, enda nær hugtakið „tenór“ til margs annars en söngraddarinnar; tenór er söngrödd, framkoma, afstaða til list- ar - jafnvel karlmennska, macho. Og Kristján hefur flest það sem „tenór“ má prýða. Á tónleikunum 6. júní söng Krist- ján Jóhannsson artur eftir Bizet, Donizetti, Mastagni, Verdi og Pucc- ini, er Sinfóníuhljómsveitin undir stjórn Jacquillat spilaði ýmsa forleiki og milliþáttatónlist úr óperum að auki. Þetta voru ágætir tónleikar, e.t.v. ekki Kristjáns stærstu, ef svo má að orði komast, en miklir stemm- ingstónleikar. Sig.St. Kristján Jóhannsson. Tíinannnd Gísli .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.