Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 7
Föstudagur 13. júní 1986
Tíminn 7
VETTVANGUR llllllllllllllllllllllllllllllllll
Haraldur Ólafsson, alþingismaður:
Bréf til vinar
míns suður með sjó
Vinur minn suður með sjó hefir
stöku sinnum sýnt mér þá vinsemd
að hringja til mín og benda mér á
ýmislegt sem betur mætti fara í
starfi mínu og þess flokks, sem við
báðir teljumst til. Oft hefir mér
orðið hugsað til athugasemda hans
og langað til að svara þeim þannig,
að fleiri heyrðu en við tveir, Þegar
nú sveitarstjórnarkosningarnar eru
afstaðnar í kaupstöðum og
kauptúnum þá er ekki úr vegi að
senda þessum vini mínunt nokkrar
línur og biðja Tímann fyrir að
koma þeim til skila.
Úrslit kosninganna 31. maí sl.
voru þannig, að ekki verður undan
því vikist að íhuga stöðu Frarn-
sóknarflokksins og framtíð hans.
Flokkurinn tapaði atkvæðum og
missti fulltrúa í sveitarstjórnum
víða um land. Ennfremur verður
að hafa í huga, að hinn stjórnar-
flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn,
tapaði einnig fylgi og fulltrúum.
Vafalaust hafa mörg öfl verið að
verki í þessum kosningum og á
sumum stöðum hafa sérstök stað-
bundin mál ráðið nokkru um úrslit-
in. En sé litið á úrslitin í heild þá
liggur í augum uppi, að afstaða
fólks til landsmálanna yfirleitt hefir
ráðið miklu um hvernig fór.
Stjórnarmyndun
var neyðarúrræði
Stjórnarmyndunin í maí 1983
var hálfgert neyðarúrræði. Aðrir
möguleikar til stjórnarmyndunar
voru þá ekki fyrir hendi, og stjórn-
málaflokkarnir vildu ekki lenda í
sömu stöðu og skapaðist eftir des-
emberkosningarnar 1979 er utan-
þingsstjórn var nærtækur kostur.
Þrátt fyrir efasemdir í stjórnar-
flokkunum báðum var gengið til
samstarfsins af heilindum og reynt
að finna lausn á þeim gífurlega
vanda er þá blasti við. Verðbólgan
æddi upp á við, viðskiptajöfnuður
var óhagstæður, erlendar skuldir
höfðu aukist að mun og þjóðar-
framleiðsla dróst saman og þar
með þjóðartekjur.
Ekki er ástæða til á þessum
vettvangi að rifja upp hvað gert né
heldur að tíunda hve þjóðin tók
fúslega á sig verulega kjaraskerð-
ingu ef það mætti verða til þess að
efnahagurinn hjarnaði við. Styrkur
stjórnarinnar var, að hún naut
stuðnings fólksins í landinu. Kjara-
skerðingin var álitin óhjákvæntileg
ef takast ætti að bæta hag launa-
fólksins í framtíðinni.
Þegar ár var liðið frá myndun
ríkisstjórnarinnar var öllum Ijóst,
að ekki yrði kjörum fólks haldið
niðri til langframa. En árangur
hafði náðst í baráttunni við verð-
bólguna-, og það eitt réttlætti á-
standið. Verulegar verðhækkanir
á nauðsynjavörum urðu sumarið
1984 og allt stefndi í, að launþegar
gætu ekki lengur sætt sig við orðinn
hlut. Opinberirstarfsmenn boðuðu
aðgerðir til að rétta hlut sinn. í
októbermánuði 1984 var tekist á
um grundvallarstefnu. Átti verk-
fallsrétturinn að vera eina vörn
launafólks eða gat það treyst ríkis-
valdinu til þess að ganga til móts
við réttmætar kröfur þess án þess
að til átaka kæmi? Var réttlætan-
legt að brjóta lög við sérstakar
aðstæður í þjóðfélaginu? Hvað eru
mannsæmandi kjör? Hvernig á að
tryggja menntun og uppeldi þjóð-
arinnar? Ríkisstjórnin lenti í mikl-
um vanda og stjórnarflokkarnir
voru ósammála um marga hluti.
Niðurstaðan varð sú, að opinberir
starfsmenn fengu kauphækkun en
kjarabótin varð að engu í aukinni
verðbólgu. Spurningunum um
stöðu einstaklingsins gagnvart
samfélaginu var hins vegar svarað
með því, að þjónustustéttirnar,
eins og t.d. kennarar, hjúkrunar-
fólk o.fl. töldu stjórnarflokkana
sér lítt vinsamlega, og mun þess
hafa gætt í sveitarstjórnarkosning-
Októberátökin drógu
úr trausti
Launastéttir í þjónustugreinum
hafa ekki enn gleymt októberá-
tökunum og kjarabarátta þeirra
heldur áfram. Sl. ár var hálfgert
milliár. Unnið var að margs konar
löggjöf, sem snerti heill og hag
landsmanna, og munu áhrif sumra
þeirra aðgerða, sem gripið var til,
hafagóð áhrif í framtíðinni. Kvóta-
kerfin í sjávarútvegi og landbúnaði
eru engum gleðiefni og vafalaust
má ýmislegt finna að framkvæmd
þeirra eins og öðrum mannanna
verkum. Þau eru samt nauðsynleg
forsenda þess að gæði lands og
sjávar verði sem best nýtt í framtíð-
inni. I húsnæðismálum hefir margt
verið gert og samkvæmt breyting-
um á lánakerfinu skapast ntögu-
leikar á nýju fjármagni og meiri
stuðningi húsbyggjendum og hús-
kaupendum til handa. Þetta eru
mál, sem ekki skila árangri á
skammri stundu og þar af leiðandi
njóta framsóknarmenn þcirra ekki
sem skyldi, enn sem komið er.
Merkilegasti atburður stjórnar-
tímabilsins varð þó með kjara-
samningunum í vetur. Þá var
ákveðið að fara nýjar brautir og
bæta kjörin án þess að krónutölu-
hækkanir á kaupi yrðu til þess að
þrýsta verðbólgunni upp á við.
Hugmyndirnar sem unnið var eftir
eru í góðu samræmi við það, sem
við framsóknarmenn höfum verið
að predika á undanförnum árum,
og þeim mun furðulegra er að
heyra þau sjónarmið sumra for-
ystumanna í verkalýðsmálum, að
nú eigi að útiloka Framsóknar-
flokkinn frá stjórnarsamstarfi cn
vinna að samvinnu Alþýðuflokks
og Alþýðubandalags við Sjálf-
stæðisflokkinn. Um þau kostulcgu
sjónarmið mætti margt segja, en
það bíður betri tíma. Eftir samn-
ingana frá í vetur er ekkert eðli-
legra en ríkisstjórnin sitji út kjör-
tímabilið. Með samningunum gefst
henni tækifæri til þess að koma á
margþráðu jafnvægi í efnahags-
málum og það tækifæri má hún
ekki láta ganga sér úr greipum.
Mcð þessu er ekki verið að
segja, að stjórnin sitji út kjörtíma-
bilið. Margt getur gerst og erfitt
verður að ná samkomulagi um
ýmis atriði fjárlaga. Þar reynir á,
að framsóknarmenn nái fram því.
Herbie Hancock á Broadway:
Herbie stóð fyrir sínu
Það var talað um heimsviðburð í
jassinum. Auglýstir voru einleiks-
tónleikar með Herbie Hancock á
Broadway og áttu herlegheitin að
hefjast klukkan 21.00.
Húsið fylltist, en maður kvölds-
ins lét ekki sjá sig. Stemmningin í
húsinu minnti á biðsal flugstöðvar.
Um húsið glumdi rödd sem tilkynnti
15 mínútna seinkun og var fólki
góðfúslega bent á að barir hússins
lokuðu um leið og Hancock hefði
leik. Prúðbúnir áheyrendur biðu, en
brúnin tók að þyngjast á mörgum
þegar aftur var tijkynnt seinkun og
korterið varð að rúmum klukku-
tíma. Þetta háttarlag er ekki fólki
bjóðandi. (Vartónleikunumseinkað
vísvitandi til þess að fólk keypti
meira áfengi?)
En Herbie Hancock kom á endan-
um og var vel fagnað. Hann virtist
I
hálf feiminn þar sem hann stóð undir
lófaklappinu, og var ekki að tvínóna
við hlutina, heldur settist við flygil-
inn og áheyrendur fengu Footprints
og kunnu vel að meta. Hancock sló
strax þann tón sem einkenndi
kvöldið, ljóðrænan jass, kryddaðan
impressioniskum spuna Hancocks.
En tónleikarnir voru ekki allir
jafn alvarlegit Hancock stóð á fætur
og fór að hræra í innviðum slaghörp-
unnar og fyrr en varði heyrðist
taklur og upphófst heljarinnar
trommugjörningur og þar sem mús-
ikhúmorinn var í öndvegi, - og
áheyrendur skemmtu sér. Síðasta
lag fyrir hlé, My Funny Valentine
hljómaði í ljóðrænum búningi
Hancocks, sem þakkaði hlýlega mót-
tökur tók sér smá hlé.
Þennan fyrri hluta tónleikanna
hafði Hancock leikið eins og engill
sem þeir telja, að best tryggi kjör
fólksins í landinu.
Burt með
láglaunastefnuna
Eitt mál öðru fremur verður að
fara að ræða í íullri alvöru. Það er
launastefnan almcnnt. Fyrsta
skrefið er þegar stigið með kjara-
samningunum frá í vetur. Næsta
skrcfið er að hækka dagvinnutaxt-
ana og jafnframt að stytta almenn-
an vinnutíma í landinu í það, scm
samningsbundið er. Það kcrfi eftir-
vinnu og yfirvinnu sem hér hefir
þróast er skaðlegt frá hvaða sjónar-
miði, sem er. Um það ættu allir að
vera sammála, að óhóflcga langur
vinnutími hefir óheillavænleg áhrif
á alla þjóðfélagsgerðina. Lág-
launastefnan sem forystumenn
verkalýðshreyfingar og atvinnu-
rekenda hafa sameinast um ásamt
með ríkisstjórnum er röng. í henn-
ar stað á að taka upp daglauna-
stefnu. Hækkun á dagvinnutöxtum
og mikill niðurskurður á yfirvinnu
mundi þegar í stað skapa mögu-
leika á betra og heilbrigðara mann-
lífi í þessu landi.
Betra og auðugra
mannlíf
Þá er ég kominn að því, sem ég
vil að Framsóknarflokkurinn geri
að mikilvægu stefnumáli. Flokkur-
inn á að setja fram þau grundvall-
armarkmið, að bæta og' fegra
mannlíf í landinu, efla heilbrigði,
gcra fólki klcift að lifa auðugu og
virku lífi, þar sem brauðstritið eitt
er ckki það sem allt snýst um.
Ekkert land í veröldinni býður
upp á jafnmikla möguleika til jafn-
aðar og fsland. Hér er unnt að láta
marga drauma rætast. Til þcss þarf
vilja til að takast á við raunveruleg
vandamál. viðfangsefni, scm
sncrta annað en næsta dag. Stjórn-
málamenn mega ekki gleyma sér í
dægurþrasinu. Þeir verða að lyfta
umræðunni upp og ræða um þau
markmið, sem þjóðin á að setja
sér. Betra mannlíf og jákvæð við-
horf eiga að vera markmið okkar.
Ríkisstjórnir koma og fara, og
' margir leitast við að beina hinni
pólitísku þróun inn á þær brautir,
scm þeim henta. Við skulum ckki
loka augunum fyrir þeirri stað-
rcynd, að ójöfnuður hefir aukist á
landi okkar að undanförnu. Brask-
ararnir hafa grætt en launamaður-
inn tapað. Riddarar stundarhags-
munanna vilja auðvitað styðja þau
stjórnvöld, sem hafa eiginhags-
munina að leiðarljósi. Þeir vilja
ráða fjölmiðlunum og þar með
áróðrinum í landinu. Þeir vilja
kynna þá heimsmynd, sem þeini
hentar. Gegn þessu vcrðum við
framsóknarmenn að setja félags-
hyggju okkar og draum um sam-
hjálp og samvinnu, þar sem heil-
brigt framtak nýtur sín. Við eigum
að gefa þjóðinni draum unt gott'Og
hcilbrigt líf, réttlátt þjóðfélag þar
scm vinnandi fólk nýtur arðsins af
starli sínu. Við eigum að gera um-
hverfi okkar hreinlegra og betra og
stuðla að því, að landið verði grætt
upp. Gamla kjörorðið: Ræktun
lands og lýðs er enn í fullu gildi.
Þetta vildi ég segja vini mínum
suður mcð sjó í dag. Þeir punktar
sem hér hafa verið settir á blað eru
einungis til að minna á örfá atriði,
sent ég er að velta fyrir mér um leið
og ég hugleiði stöðu Framsóknar-
flokksins. Mér gefst ef til vill
tækifæri til að segja vini mínum
hvaða skoðanir ég hefi á tveimur
stórmálum, sem ég velti talsvert
fyrir mér um þessar mundir:
Menntun og menningarmálum, og
svo stöðu okkar íslendinga í sam-
félagi þjóðanna
Nauðsynlegt er, að við fram-
sóknarmenn metum stöðu flokks-
ins og setjum fram skýra stefnu á
grundvelli félagshyggju svo lands-
menn viti hvar þeir hafa flokkinn
og hvers þeir mega vænta af honum
í framtíðinni.
en mikið vantaði á að upp kæmi
stemmning í salnum, ekki heyrðist
hósti né stuna frá áhorfendum, ef frá
er talið hefðbundið lófatak á eftir
hverju lagi. Ekki má kenna Hancock
um, spariklæddir gestirnir voru
greinilega ekki á þeim buxunum að
tjá tilfinningar sínar á annan hátt.
Eftir hlé kom píanistinn fólki á
óvart með því að mæla á allt að því
lýtalausri íslensku og kunnu gestir
vel að meta.
Síðari hluti tónleikanna var ró-
legri en hinn fyrri og náði tónlist
Hancocks að seiða áhorfendur sem
greinilega tóku vel á móti í þögn
sinni. Lokapunkturinn var svo Aut-
umn Leaves, hinn þekkt bragur sem
sem Hancock meðhöndlaði á sinn
einstæða hátt.
Tónleikunum var lokið, Hancock
Herbie Hancock
dreifði rósum og hlaut að launum
lófaklapp áhorfenda sem uppskáru
tvö aukalög.
Herbie Hancock stóð við sinn
hluta kvöldsins (þó hann hefði vel
Tímamynd: Sverrir
geta byrjað á réttum tíma) og það
var gaman að vera vitni að einleikstón-
leikum rafmagnsmannsins Herbie
Hancock.
ÞGG