Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 19
Föstudagur 13. júní 1986
Tíminn 23
llllllllllll HELGIN FRAMUNDAN llllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllilllillllllllllllllllllllllllllllllllllllil
Skólakór Selt jarnarness
og Kór Landakirkju
- halda tónleika í Háteigskirkju
Margrét Pálmadúttir
Yfirlitssýning á verkum
Svavars Guðnasonar
Nonnahús á Akureyri.
Jazztónleikar í Djúpinu
„Kvintettinn" heldur tvenna
tónleika í Djúpinu við Hafnar-
stræti sunnudag og mánudag 15. og
16. júní. Á efnisskrá eru verk eftir
meðlimi hljómsveitarinnar og
ýmsa þekkta jazzmenn erlenda.
„Kvintettinn" skipa: Árni
Scheving, sem leikur á víbrafón,
Eiríkur Örn Pálsson, sem blæs í
trompet, Gunnar Hrafnsson, sem
leikur á kontrabassa, Pétur Grét-
arsson, sem slær gjöll og bumbur
og Stefán Stefánsson, sem blæs
ífóna og rör ýmiss konar.
Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og
standa „meðan heitt er í kolun-
ura“. Gestum er ekki skylt að
kaupa mat til þess að fá sæti við
borð, og aðgangseyri verður mjög
í hóf stillt," segir í fréttatilkynn-
ingu frá „Kvintettinum".
Hljómsveitin Upplyfting
Á sunnudag 15. júní verða í
Háteigskirkju tónleikar Skólakórs
Seltjarnarness og Kórs Landakirkju
Vestmannaeyjum. Tónleikarmr
hefjast kl. 14.00, og þar koma
fram, auk kóranna, einsöngvararn-
ir Esther Helga Guðmundsdóttir,
sópran, Viðar Guntiarsson, bassi,
Már Magnússon tenór og Aðal-
steinn Einarsson, bassi. Strengja-
kvartett undir stjórn Guðnýjar
Guðmundsdóttur, konsertmeist-
ara kemur fram á tónleikunum. Á
efnisskránni verða ýmis íslensk og
erlend lög fyrir kóra og einsöng-
vara, auk messu í G-dúr el'tir F.
Schubert. Stjórnendur kóranna
eru Guðmundur H. Guðjónsson
og Margrét Pálmadóttir.
Á morgun, laugard. 14. júní kl.
14.00 verður opnuð yfirlitssýning á
verkum Svavars Guðnasonar í
Norræna húsinu, og er hún framlag
hússins til Listahátíðar '86.
Svavar Guðnason fæddist í
Hornafirði árið 1909 og fór til
Kaupmannahafnar 1935. Þar
dvaldist hann um árabil við nám og
störf, en fluttist aftur til íslands
1951 og hefur verið búsettur hér
síðan. Hann hefur tekið mikinn
þátt í samstarfi norrænna myndlist-
armanna og er m.a. félagi í sýn-
ingasamtökunum „Grönningen",
og hefur hann tekið þátt í samsýn-
ingum erlendis, bæði á Norður-
löndum og annars staðar í Evrópu.
auk einkasýninga.
Sýning Svavars í Listamanna-
skálanum 1945 var sú fyrsta, þar
sem eingöngu mátti líta óhlutbund-
in verk. Síðasta sýning á málverk-
um Svavars var haldin í Listasafni
íslands árið 1980.
Sérstök áhersla er lögð á tímabil-
ið 1940-50 á listferli Svavars á
þessari yfirlitssýningu í Norræna
húsinu. Val myndanna hefur sýn-
ingarnefnd annast í samráði við
listamanninn sjálfan. Verkin eru
45 talsins, og hafa verið fengin að
láni víða að, frá einstaklingum og
stofnunum hér á landi og í Dan-
mörku. Sýningunni fylgir vönduð
sýningarskrá með greinum urn lista-
manninn eftir R. Dahlmann Olsen
og Per Hovdenakk. Formálsorð
ritar Knut Ödegárd.
Sýningin verður opin daglega kl.
14.00-19.00 til 20.
Sýning í Ásgrímssafni
á Reykjavíkurmyndum
í Ásgrímssafni hefur verið opn-
uð sýning á Reykjavíkurmyndum
Ásgríms Jónssonar í tilefni af
Listahátíð í Reykjavík og 200 ára
afmæli borgarinnar síðar í sumar.
Flestar myndirnar eru ntálaðar á
árunum 1910-1920, en 1909 snýr
Ásgrímur heim frá námi erlendis
og sest að í Reykjavík. Á þessum
árum bjó hann víða urn borgina.
m.a. ! Vinaminni í Grjótaþorpi.
Á hcimili Ásgríms á Bergstaðar-
stræti 74 eru á neðri hæð hússins
sýndar vatnslitamyndir, en uppi í
vinnustofunni hefur verið komið
fyrir olíumálverkum.
Ásgrímssafn verður í sumaropið
alla daga, nema laugardaga, milli
kl. 13.30 og 16.00. Aðgangur er
ókeypis.
UPPLYFTING
- á ferð og flugi um landið
Hljómsveitin Upplyfting verður á
faraldsfæti um þessa helgi sem
endranær í sumar. Á laugardags-
kvöldið 14. júní leikur hún á dans-
leik í Ljósvetningabúð. Þann 16.
júní verður hljómsveitin svo á
Patreksfirði. Á þjóðhátíðardaginn
17. júní spilar Upplyfting svo á
fjölskylduskemmtun í Grindavík,
eins og hljómsveitin hefur gert
undanfarin tvö ár.
Listamaðurinn við undirbúning sýningarinnar. (Tímamynd: Sverrir)
Norræna húsið:
Nonnahús
opnað
- Nonnakynning
Laugardaginn 14. júní kl. 14.00
opnar Nonnasafn á Akureyri og
byrjar sumarstarfsemi sína. A
sunnudeginum kl. 11.00 verður
kynning á Jón Sveinssyni - Nonna
í Nonnahúsi, og sögustund úr
Nonnabókum fyrir börnin kl. 17.00
Um sama leyti verða Zontasystur
með kaffisölu í Zontahúsinu fyrir
framan Nonnasafn, að Aðalstræti
54.
Zontaklúbbur Akureyrar á og
sér um rekstur Nonnahúss á Akur-
eyri, sem þær endurreistu á sínum
tíma í minningu séra Jóns Sveins-
sonar, höfundar Nonna-bókanna.
{ Nonnahúsi er margt fróðlegra
muna, sem tengjast minningu
Nonna, og húsið sýnir vel hvernig
var búið á uppvaxtarárum hans
upp úr miðri síðustu öld.
Olíumynd frá 1929: Sigríður Eyjafjarðarsól.
Listasafn ASÍ:
Yfirlitssýning á verkum
Tryggva Magnússonar
Nú stendur yfir í Listasafni ASÍ,
Grensásvegi 16 í Reykjavík, yfir-
Iitssýning á verkum Tryggva Magn-
ússonar. Á sýningunni eru frum-
myndir af á annað hundrað teikn-
ingum. Sýningin stendur til 22.
júní og er opin virka daga kl.
16.00-20.00 og um helgar kl. 14.00
til 22.00,-