Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 20
I Akureyri BRASILIUMENN OG Spánverjar bætt- ust í hóp þeirra liða á HM í Mexíkó sem komast í 16 liða úrslitakeppnina. Brassar sýndu góðan leik er þeir unnu N-íra 3-0 og Spánverjar afgreiddu Alsírbúa með sömu markatölu í grófum leik. Brassar mæta nú Pólverjum í 16-liða úrslitunum en Spánverjar verða að bíða þar til í kvöld til að sjá hverjum þeir mæta. Föstudagur 13. Hermann Björgvinsson hóf okurlánastarfsemi sína árið 1982 Verðbréfamarkaduri nn var bara nafnið tómt Segir viðskiptavini sína hafa vitað hvers eðlis starfsemin var Hermann Björgvinsson sagði fyrir rétti í Sakadómi Kópavogs að okur- lánastarfsemi hans hefði hafist síðla árs 1982 og frá þeim tíma hefði verðbréfamarkaðurinn sem hann rak að Hafnarstræti 20 einungis verið nafniö tómt. Hann sagði að allir viðskiptavinir sínir frá þeim tíma hafi gert sér fullkomlega Ijóst hvers eðlis starfsemi hans hafi verið og hann hafi alltaf gert lántakendurn sínum ljóst að þau lán er hann veitti væru dýr lán. Yfirleitt krafðist hann 13% vaxta á tveggja mánaða láni og tók hann við ávísunum af skuldu- nautum sínum scm voru dagsettar fram í tímann og hljóðuðu upp á höfuðstól lánsins að viðbættum vöxtum. Hermann sagðist hafa leiðst út í lánastarfsemi cftir að hann hafði tekið stór lán til að greiða þeim sem fcngiö höföu honum fé til ávöxtunar cftir aö skuldabréf sem hann keypti komust í vanskil. Sú okurlánastarf- semi óf síðan upp á sig og óx stórum eftir að Siguröur Kárason keypti Hótel Borg. Sigurður varð síðan langstærsti skuldunautur Hermanns og hann mun hafa skuldaö Her- manni um 80% af þcim peningum er liann átti útistandandi cr rannsókn- arlögreglan batt enda á okurlána- starfsemina. Hermann sagðist skulda um 150 Drengur slasast Var í hestakerru er hún losnaði aftan úr jeppa 11 ára drengur slasaðist er hcsta- kerra sem hann var í losnaði aftan úr Land Rover-jeppa á ferð í Breiðavík á Snæfellsnesi. Drengurinn var ásamt öðrum dreng í kerrunniensá slapp að mestu ómciddur. Sá er slasaðist var fluttur í sjúkraflugi til Reykjavíkur og var lagður inn á Slysadeild Borgarspítalans. -gse milljónir króna þeini er lagt hefðu honum peningtil okurlánastarfsem- innar. Hann sagði að trygging fyrir greiðslu þcssarar skuldar væru skuldir cr hann ætti útistandandi og liann taldi ólíklegt að hann fengi greiddar. Stærsti hlutinn af þeim skuldum er skuld Sigurðar Kárason- ar sem er í einni ávísun að upphæð 181.950.000 kr. sem dagsett er í nóvember í fyrra og hefur ekki verið innleyst. Mál Hermanns Björgvinssonar fyrir Sakadómi Kópavogs nær ein- ungis yfir árin 1984 og 1985 þó svo að okurlánastarfsemi hans hafi hafist árið 1982. Ástæða þessa er að okur- lánastarfsemi fyrnist á tveimur árum. Eftir að Hermann hafði sagt und- an og ofan af okurlánastarfsemi sinni hóf Ólöf Pétursdóttir, sakadómari, að fjalla um lán hans til hvers einstaks af þeim 35 einstakl- ingum sem hann er ákærður fyrir að hafa okraði á. Því var ekki lokið er rétti var slitið í gær. -gse Hafskipsmenn kæra til Hæstaréttar Sakadómur Reykjavíkur fram- lengdi í gær gæsluvarðhald þeirra Björgólfs Guðmundssonar og Ragnars Kjartanssonar til 25. júní að kröfu rannsóknarlögregl- unnar. Þeir tveir sitja nú einir Hafskipsntanna eftir í gæsluvarð- haldi af þeim scx sent upphaflega voru úrskurðaðir. Upphaflega krafðist rannsóknarlögreglan gæsluvarðhalds yfir þeim til 25. júní en Hæstiréttur stytti það eftir að þeirHafskipsmenn höfðu kært úrskurð Sakadóms. Björgólfur Guðmundsson og Ragnar Kjartansson hafa báðir kært úrskurð Sakadóms frá í gær til Hæstaréttar og hann mun taka þá kæru fyrir innan skamms.-gse Listapopp verður lokahnvkkur Listahátíðar 1986 og verður þar mikið um dýrðir þegarfrenistu popphljómsvcitir Bretlands fremja hljómverk sín. Ungt fólk tekur líka fullan þátt í undirbiíningi tónleikanna og hér sjást nokkur ungmenni í óða önn við að undirbúa svið Laugardalshallarinnar. (Tímamynd: - Péiur) Ný samtök til vinstri við Alþýðubandalag Á laugardaginn verður haldinn stofnfundur nýrra sósíalískra samtaka, en að þessum samtök- unt standa róttækir vinstri menn sem staðið hafa utan flokka, ásamt óánægðum Alþýðubanda- Iagsmönnum. í fréttatilkynningu sem undirbúningsnefnd hefur sent út segir: „Helsti hvatinn að stofnun þessara samtaka er gífur- leg óánægja eftir síðustu kjaras- antninga." Þar segir ennfremur að markmiðið sé að snúa við þeirri „stéttasamvinnustefnu sem heltekur vcrkalýðshreyfinguna", ogmóta nýjastefnu í hennarstað. Aðdragandinn að stofnun þess- ara samtaka cr sá að fyrir unt mánuði síðan kontu saman unt 50 róttækir vinslrimenn og ræddu möguleikann á stofnun sósíal- ískra baráttusamtaka, og var skipuð undirbúningsnefnd til að undirbúa stofnfund. Þorvaldur Örn Arnarson ein nefndarmanna sagði í samtali við Tímann í gær að enn væri stefna og skipulag samtakanna í mótun, en það myndi væntanlega skýrast nánar á laugardag. Aðspurður um hvort stofnun samtakanna tengdist deilunum innan Alþýðubandalagsins sagði Þorvaldur, að ekki væri hægt að segja að tengsl væru við þær deilur sem nú hafa komið upp varöandi Þjóðviljann, en sagði að vissulega tengdist þetta á viss- an hátt ágreiningsmálum innan tlokksins þegar til lengri tíma er litið. Hann benti á að mörgum á vinstri væng Alþýðubandalagsins liði illa innan flokksins, en undir- strikaði að það væru ckki einung- is óánægðir Alþýðubandlagsmenn sem væru áhugasamir unt hin nýju samtök. BG Apótekarar fá pillu frá heilbrigöisyfirvöldum: Lyf eru of dýr - segir Landlæknir í grein í Læknablaöinu Lyfin eru of dýr segir Ólafur Ólafsson landlæknir í fyrirsögn á grein sem hann skrifar í Læknablað- ið síðasta og segir þar m.a. að 68-78% smásöluálagning lyfsala á lyf sé ekki réttlætanleg lengur. Ólafur segir í greininni að í könn- un Landlæknisembættisins 1985 hafi komið í ljós að fimmtungur fólks á aldrinum 18-70 ára greiði yfir 1000 krónur fyrir lyf á mánuði og f þeim hópi séu margir sjúkir og öryrkjar. Ólafur segir að ekki sé réttlætan- legt að smásöluálagning lyfsala sé svo há sem raun ber vitni. Hún sé byggð á reglum urn lyfjaálagningu sem settar voru fyrir mörgum árum og miðuðu við að mikil lyfjagerð fór þá fram í apótekum og því mikil rýrnun. Nú sé slík lyfjagerð hverf- andi. Áður þurftu apótek einnig að hafa talsverðan lager af lyfjum samkvæmt lögum en nú þarf þess ekki og því minnkar sá kostnaður verulega. Einnig geta lyfsalar nú skilað aftur byrgðum í mánuð eftir fyrningu lyfjanna og fá 55% af nafnverði fyrndra sérlyfja endurgreitt. í greininni segir síðan að víðast í Evrópu sé álagning á lyf 28-37%. Sala lyfja hefur aukist stöðugt í öllum hinunt vestræna heimi á undanförnum árum og er ísland engin undantekning. Ólafur tekur það síðan fram að lokum að vissu- lega séu gerðar meiri kröfur til útbúnaðar og gæðaeftirlits í apótek- um en áður og sjálfsagt sé að greiða þann kostnað. GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.