Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 9
Föstudagur 13. júní 1986 Tíminn 9 4500 nemendur í 40 námsgreinum Áhersla lögð á kjarna- greinar fjölbrautaskólanna Frá ársfundi Bréfaskólans Ársfundur fulltrúaráðs Bréfaskól- ans var haldinn í Rcykjavík í síðustu viku. Fundinn sátu fulltrúar þeirra fjöldasamtaka sem eiga skólann, en stærstu eignaraðild á Samband ísl. samvinnufélaga, eða 30%. Auk þess eiga Menningar- og fræðslusamband alþýðu, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Farmanna- og fiskimanna- samband íslands, Kvenfélagasam- band íslands og Stéttarsamband bænda sín tíu prósentin hvert, en 20% eignarhlutdeild er óráðstafað. I skýrslum stjórnarformanns, Kjartans P. Kjartanssonar, og skóla- stjóra, Birnu Bjarnadóttur, til fund- arins kom m.a. frant að rekstraraf- koma skólans á liðnu ári var allgóð. Við nám í skólanum eru nú um 4.500 nemendur, og stunda þeir nám í um 40 greinum sem liann hefur á boð- stólum. Auk þess hefur skólinn til sölu allmikið af námsefni í tungu- málum sem ætlað er til sjálfstæðs heimanáms. Yfirferð námsbréfa er í höndum rúntlega 20 kennara. Á síðasta ári innrituðust 1.292 nýir nemendur til náms við Bréfaskól- ann. Það kom fram á fundinum að nú er lögð áhersla á það hjá skólanum að við endurnýjun á námsefni sé við það miðað að byggja smám saman upp sem mest efni úr kjarnagreinum tjölbrautaskólanna. Nú undanfarið hefur þar m.a. verið unnið að endur- nýjun á námsefni í þýsku og ensku, og einnig hefur verið gefinn út nýr kennslubréfaflokkur til framhalds- náms í bókfærslu. Á fundinum urðu töluverðar um- ræður um fjarkennslu og ýmsar hug- myndir sem nú eru uppi í því efni. Framsögu höfðu tveir starfsmenn Háskóla íslands sent unnið hafa að þeim málum, þeir Halldór Guðjóns- son kennsíustjóri og Pórður Kristins- son prófstjóri. í stjórn Bréfaskólans sitja átta fulltrúar frá aðildarsamböndum hans. Frá Sambandinu eru þar Kjart- an P. Kjartansson, Eysteinn Sigurðs- son og Haukur Ingibergsson, en aðrir fulltrúar eru Tryggvi Þór Aðal- steinsson frá MFA, Örlygur Geirs- son frá BSRB, Guðlaugur Gíslason Kynningarrit sem Bréfaskólinn gef- ur út og dreifir uni kennslugreinar sínar. frá FFSÍ, María Pétursdóttir frá KÍ og Hákon Sigurgrímsson frá SSB. - esig Frá ársfundi Bréfaskólans Kjötiðnaði kær hlær... Hlynur, blað Landssambands ís- lenskra samvinnustarfsmanna, var að koma út, og er þetta annað tölublað þessa árs. Hlynur á sér orðið langa sögu. og hefur komið út í mörg ár með ýmsu sniði. Þetta blað var lengi gefið út hjá Fræðslu- deild Sambands ísl. samvinnufélags, en síðan tók LÍS við útgáfunni, fyrst í samvinnu við Nemendasamband Samvinnuskólans en síðustu árin eitt. Nú um áramótin var gerð töluverð útlitsbreyting á Hlyn og raunar alger andlitslyfting. Brotið, var stækkað f A-4 og umbroti gerbylt. í stuttu máli er ekki annað að segja en þessi breyting hafi tekist býsna vel. Með þeim tveim tölublöðum, sem komin eru út í nýja forminu, ntá trúlega segja að nokkur reynsla sé af því komin, og fer ekki á milli mála að blaðið hefur breytt mikið um svip og er orðið allt nútímalegra en fyrrum var. í þessu öðru hefti ársins eru það einkum tvö efni sem bera upp blaðið. Annars vegar er það 50 ára afmæli Starfsmannafélags verk- smiðja Sambandsins á Akureyri, og hins vegar málefni Samvinnulífeyris- sjóðsins. Af Akureyrarefninu er það að nefna að þar er rakin saga félagsins í stuttri og glöggri samantekt. Líka er þar greinargott viðtal við Pál Helgason sem fjölmargir þekkja úr Sambandsverksmiðjunum þar nyðra, nt.a. fyrir efni sem hann sendi Hlyn reglulega hér á árum áður. Páll er nú hættur störfum vegna aldurs. en í viðtalinu rifjar hann upp margvíslegan fróðleik frá meir en fjörutíu ára starfsferli í verksmiðjunum. Þetta Akureyrarefni er kannski fyrst og fremst eins konar afþreying- ar- eða skemmtilesning, en þarna er líka faglegt efni sem snertir beint hagsmuni þeirra sem blaðið er beint til, þ.e. samvinnustarfsmanna. Það er að finna í ýtarlegu viðtali við Margeir Daníelsson, nýráðinn fram- kvæmdastjóra Samvinnulífeyris- sjóðsins. Þar rekur hann rækilega þær breytingar sem gerðar hafa verið á starfsemi sjóðsins í kjölfar þess ástands sem skapast hafði vegna þess að um árabil voru öll lán lífeyrissjóðanna til einstaklinga óverðtryggð í verðbólgu langt yfir nafnvöxtum. Þá er fjöldamargt annað efni í blaðinu sem hér skal ekki talið, en í stuttu máli verður ekki annað sagt en að Guðmundi R. Jóhannssyni ritstjóra hafi tekist að setja hér saman býsna fjölbreytt og læsilegt blað. Þó er rétt að grípa hér upp tvær stökur úr vísnaþætti sem Stefán Vilhjálmsson sér um í blaðinu. Þær eru eftir Magnús Steinarsson hjá KEA á Akureyri og eru svar hans við spurningu um það hvað rími á móti orðinu „ærlær.“ Þær eru svona: Kjcitiðnaði kær hlær kappinn og á lær slær, ruggar sér og rær, nær ríma kunni ærlær. Tindra af gleði tær skær tinnaaugun, nær fær flink að taka fær mær feitt í sundur ærlær. Alltaf yljar það manni nú þægilega að hitta fyrir áhuga á að setja saman rímþrautir á borð við þessa. -esig Athugasemd við frétt um rann- sóknir byggðaleifa á íslandi Athugasemd við frétt um rann- sóknir byggðaleifaá íslandi. Vegna greinar eftir fréttaritara Tímans í London, David Keys, sem birtist í blaðinu 22. maí síðastliðinn, vil ég koma eftirfarandi athugasemd á framfæri. í þessari grein er fjallað um rannsóknir á byggðaleifum á íslandi, sem ég hef stundað undan- farin ár. Þær upplýsingar, sem ég gaf blaðamanninum í gegnum síma, hafa brenglast nokkuð í meðförum hans. Bagalegust er ályktun sú sem dregin er af rann- sóknum mínum um ákveðinn íbúa- fjölda á íslandi stuttu eftir landnám, eða sú að fornleifarann- sóknir bendi til þess, „að íbúar hafi verið um 70 þúsund." Þettáer ekki rétt. Eins og fram kemur í greininni, ná rannsóknir ntínar aðeins til þriggja svæða á landinu og gefa því engan möguleika á að segja til um heildaríbúatölu á landinu á ein- hverjum ákveðnum tíma. Fram kemur í greininni, að útreikningar fræðimanna á íbúafjölda á íslandi á fyrstu öldunum eftir landnám, byggðir á rituðum heimildum, séu á bilinu um 30-70.000. Þær niður- stöður, hins vegar, sem eru að koma í Ijós úr svæðisrannsóknum mínum eru, að það virðist hafa verið nokkur fjöldi bæja í innsveit- um landsins sem voru byggðir snemma og lagðir í eyði snemma. Þetta þýðir einungis það, að byggð- in hafi verið dreifðari á þessum tíma, en þarf ekki að segja neitt um íbúafjölda. Með þeim aðferð- um, sem beitt hefur verið í þessari rannsókn, sem eru bæði jarðfræði- legar, fornleifafræðilegar og sagn- fræðilegar, og með því að taka fyrir heil svæði, hefur verið unnt að fá nákvæmari og víðfemari hug- mynd um aldur og eðli þessarar eyðibyggðar en áður var þekkt. Að lokum vil ég bæta því við, að auk þeirra samvinnu- og styrktaraðila (ekki alltaf alveg rétt stafaðir) sem nefndir eru í greininni, hefur þetta verkefni verið unnið í náinni sam- vinnu við Þjóðminjasafn íslands, sem einnig hefur veitt styrki til þess. Guðrún Sveinbjarnardóttir, London. Um fjórtán þúsund nöfn í nafnaskrá Lokabindi Árbókar Nemendasambands Samvinnuskólans komiö út Nemendasamband Samvinnu- skólans hefur staðið fyrir verulega umfangsmikilli útgáfustarfsemi á liðnum árum með Árbók sinni, en af henni hafa komið út tíu bindi frá 1972. Fyrstu bindunum ritstýrði Sig- urður Hreiðar blaðamaður, en hin seinni hafa verið undir ritstjórn Guð- mundar R. Jóhannssonar ritstjóra Hlyns. Meginefni þessara bóka eru ævi- ágrip alls þess fólks sem lokið hefur prófi frá Samvinnuskólanum á ára- bilinu 1918-79, og fylgja ntyndir allra með. Sá háttur var hafður á um útgáfuna að í hverju bindi voru birt æviágrip fólks úr árgöngum skólans með tíu ára millibili. Sanitals er hér um að ræða 2.124 einstaklinga. Nú er nýkomið út ellefta bindi Árbókarinnar, sem jafnframt er lokabindi verksins. Það er 283 blað- síður, og veigamesta cfnið í því er nafnaskrá yfir alla þá sem nefndir hafa verið í fyrri bindunum tíu. í þeirri skrá eru um fjórtán þúsund nöfn, og er þetta því án efa með viðamestu nafnaskrám sem fylgt hafa íslensku ritverki. Þar að auki er svo sérstök skrá um alla þá Sam- vinnuskólanema sem eiga æviágrip stn í verkinu, og einnig nokkrar leiðréttingar og viðaukar við fyrri bindi. Auk þessa er sitthvað annað fróð- legt í þessu síðasta bindi verksins. Jón Sigurðsson skólastjóri segir þar frá þeim breytingum sem nú er fyrir- hugað að gera á Samvinnuskólanum og koma til framkvæmda í haust. Svavar Lárusson yfirkennari skrifar þarna grein um Framhaldsdeild Samvinnuskólans sem starfað hefur í Reykjavík frá 1973, og með henni fylgja myndir af öllum stúdentum þaðan. Þá er í bókinni myndasyrpa úr lífi og starfi Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem var skólastjóri Sam- vinnuskólans 1918-55. Þessar mynd- ir eru úr sýningunni sem sett var upp í Hamragörðum í tilefni af aldaraf- mæli hans á síðasta ári. I fréttatilkynningu í tilefni af út- komu þessa lokabindis segir að Ár- Ellefta bindið af Árbók Neinenda- sambands Samvinnuskólans. bækurnar séu mikil heimild um nem- endur Samvinnuskólans um sextíu ára skeið, og líka um ýntsa þætti í starfi skólans á þessum tíma. Þar segir einnig að verkið hafi verið hafið með mikilli bjartsýni, en það hafi allt gengið með santvinnu margra, sent lýst er í formála rit- stjóra fyrir síðustu bókinni. Öll bindin ellefu eru enn fáanleg í einum pakka og kosta 4.000 krónur. Bækurnar eru seldar í Hamragörð- um, félagsheimili samvinnumanna að Hávalla götu 24, og síminn þar er 91-21944. - esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.