Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 15
Föstudagur 13. júní 1986 Tíminn 19 Krístján Pétur Guðnason framkv.stj. Skyggnu er kunnur Ijósmyndari. Hann er hér við myndavélina. Tíniamvnd: Sverrir íslandskynning á myndbandi Gefur traustvekjandi mynd af íslendingum sem viðskiptaaðilum Fyrirtækið Skyggna hf. í Reykjavík hefur framleitt myndband sem nefn- ist ísland? og tekur 12 mínútur í sýningu. Kristján Pétur Guðnason framkv.stj. Skyggnu sagði Tímanum að þetta myndband væri landkynn- ing, sem miðaði að því að vekja áhuga á landi og þjóð og gefa traustvekjandi mynd af íslendingum sem viðskiptaaðilum. Á myndband- inu er gefin allgóð innsýn í samspil manns og umhverfis. Það hentar til dreifingar mjög víða og getur gefið svör við almennum fyrirspurnum manna, sem hyggja ekki aðeins á íslandsferð sem ferðamenn í nátt- úruskoðun, heldur eru enn fremur að velta því fyrir sér hvort hér sé hægt að halda ráðstefnur eða flytja inn íslenskar vörur eða þjónustu. Á myndbandinu er reynt að sýna hvor- tveggja í senn, náttúruparadís og framleiðsluland ómengaðrar gæða- vöru, og enn fremur háþróað tækni- þjóðfélag sem að mörgu leyti stend- ur jafnfætis iðnríkjum beggja vegna Atlantshafsins. Kristján Pétur sagði að sala á þessu myndbandi hefði gengið vel til þessa. Allmörg fyrirtæki og stofnanir hafa þegar keypt það til sýningar og útlána fyrir viðskiptavini sína er- lendis. Skyggnuskjáir Skyggna rekur einnig svo kallaða sýningarskjái sem margir kannast við. Þeir eru m.a. í biðskýlinu að Hlemmi í Reykjavík, um borð í Akraborginni og á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á ísafirði. Þar eru sýnd myndbönd með stuttum kynningarmyndum, þar sem vikið er að því helsta sem er á döfinni hverju sinni í lista- og menningarmálum, svo og í skemmtanalífinu. Inn á milli er svo brugðið upp auglýsingum sem bera uppi kostnaðinn við þáttagerð- ina. Þessi starfsemi á sér orðið töluvert langa sögu, og nýlokið er fimmtugasta þættinum sem fyrirtæk- ið hefur látið gera. Auk þess veitir Skyggna sams konar þjónustu fyrir erlenda ferða- menn sem hingað koma. Þar er um að ræða kynningarþætti á ensku og þýsku, sem sýndir eru t.d. á Hótel Loftleiðum, Hótel Esju og Hótel Sögu, svo og á ýmsum hótelum utan Reykjavíkur. Þessi ferðamanna- þættir eru einnig töluvert notaðir erlendis, t.d. á söluskrifstofum Flug- leiða og í íslenskum sendiráðum. -esig. Sýningarskjár Skyggnu í afgreiðslu Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli. Tímamynd: Sverrir. Föstudaga: A tímabilinu 1. maí til 30. sept. Á tímabilinu 1. júni til 31. ágúst Mánudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00 fyrir brottför rútu til Rvk. Fimmtudaga: Samatimataflaog mánudaga. Frá Stykkishólmi kl. 14,00. eftir komu rútu. Viðkoma i inneyjum Frá Brjánslæk kl. 19 30 Til Stykkishólms kl. 23 00 Þnðjudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00 eftir komu rútu Frá Brjánslæk kl. 18.00 Til Stykkishólms kl. 21.30 Laugardaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Sigling um suðureyjar. Frá Brjánslæk kl. 15.00 Til Stykkishólms kl. 19.00 Á timabilinu 1. iúli til 31. ágúst Miðvikudaga: FráStykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00. fyrir brottför rútu. Viðkoma er ávallt i Flatey á báðum leiðum. Bílaflutninga er nauðsynlegt að panta með fyrirvara. Frá Stykkishólmi: Hjá afgreiðslu Baldurs Stykkisholmi, s.: 93-8120 Frá Brjánslæk: Hjá Ragnari Guðmundssyni Brjánslæk, s.: 94-2020. STOLL rakstrarvélarnar raka vel Fjarlægð milli burðarhjóls og tinda er litil, en það tryggir langa endingu og góðan jafnan rakstur! Vélaborg Bútækni hf. Sími 686655/686680 Menntaskólinn á ísafirði - Innanhussfragangur Tilboð óskast í innanhússfrágang á 6 kennslustof- um o.fl. í hluta af kennslustofubyggingu Mennta- skólans á ísafirði. Verkinu skal skila að mestu 1. okt. 1986, en sé að fullu lokið 1. febrúar 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík og hjá skólameist- ara Menntaskólans á ísafirði gegn 2.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Rvk. þ. 26. júní 1985, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.