Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 13. júní 1986 Sú tillaga sem að lokum var samþykkt á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í Svíþjóð, verður að túlkast »sem áfangasigur fyrir málstað íslendinga í þessu máli. íslensku sendinefndinni, undir forystu Halldórs Ás- grímssonar sjávarútvegsráðherra, tókst með rökum og þolinmæði að breyta orðalagi tillögu sem fyrir fundinum lá á þann veg, að unnt verður að láta rannsóknarverkefni Hafrannsóknarstofnunar standa undir sér með sölu afurða af þeim hvölum sem veiddir eru í verkefninu. En þessi sigur íslendinga er um leið ósigur þeirra umhverfisverndarmanna sem hreiðrað hafa um sig innan Alþjóða hvalveiðiráðsins. Málflutningur þeirra beið mikla hnekki einungis við það að þeir urðu að setja fram staðreyndir og haldbær rök máli sínu til stuðnings. Ekki bætti það málstað þessara aðila, þegar Ryer Payne kunnur talsmaður umhverfissinna, varð uppvís að því undir lok fundarins að sitja þar á fölskum forsendum og umboðslaus með öllu, þannig að vísa átti honum af fundi. Payne þessi kom einmitt hingað til lands fyrir skömmu og tiikynnti íslendingum í nafni vísindanna að við virtum ekki reglur og samþykktir Alþjóða hvalveiði- ráðsins! Allar aðildaþjóðir Hvalveiðiráðsins hafa þar jafnan atkvæðisrétt og hafa umhverfisverndarmenn því miður notað sér það til að ná meiri áhrifum en efni standa til. Sumar aðildarþjóðanna, sem að öllu jöfnu hafa lítinn áhuga á hvalveiðum hafa látið umhverfissinnuðum sérfræðingum eftir umboð sín í ráðinu, í þeirri trú að hagsmuna og viðhorfa viðkomandi ríkis sé gætt í hvívetna. Vitnisburður fulltrúa St. Vincent og St. Lucia, sem að þessu sinni sendu sína eigin menn á fundinn, er til dæmis allt annar nú en umhverfissinnanna sem áður voru fulltrúar þessara ríkja. Það var einmitt áheyrn fulltrúa þessara ríkja og annarra sem svipað var ástatt fyrir sem íslenska sendinefndin náði. Ef til vill segir það talsvert um þá þróun sem átt hefur sér stað í Alþjóða hvalveiðiráðinu, að rannsóknaráætl- un Hafrannsóknarstofnunar var lítið sem ekkert rædd á sjálfum fundinum, þrátt fyrir að hún hafi verið endur- skoðuð frá því í fyrra og vísindanefndin hafi verið mjög ánægð með flest sem í henni kemur fram. Ástæðan fyrir því er í sjálfu sér afar einföld. Hvalfriðunarmenn hafa lítinn áhuga á að hvalveiðiumræðan sé rædd á vísinda- legum og hlutlægum grundvelli - þeir vilja hafa þessa umræðu huglæga og þrungna rómantískum tilfinning- um. í samræmi við það eru gerðir út leiðangrar hugprúðra krossfara, sem látast tilbúnir til að fórna lífi og limum fyrir hvalinn, þessa gáfuðu og tígulegu skepnu sem syndir varnarlaus um höfin. Með þessum aðferðum ná þeir samúð almennings sem litla hugmynd hefur um hvað er að gerast, og gefur ómælt fé til þess að hinir hugprúðu riddarar geti haldið áfram atvinnu sinni - að bjarga hvalnum. Engin ástæða er til að ætla, að þessir menn láti af áformum sínum, og því er nauðsynlegt að við íslending- ar sofnum ekki á verðinum og gerum hvað við getum til að halda hvalveiðiumræðunni á hlutlægum og vísinda- legum grundvelli. Takist það ekki innan Alþjóða hvalveiðiráðsins er sjálfsagt að halda opnum þeim möguleika, að ganga úr því. Leikhús Alþýðubandalagsins hefur opnað að nýju. Að vísu er hið athyglisverða verk „Niður- lægingin“ enn á sviðinu, en við það hefur verið aukið og endurbætt með nýjum lokaþætti, sem hefur sitt sérstaka heiti: „Ritskoðarinn kemur til skjalanna“. í þessari nýju mynd verður verkið frumsýnt á mánudagskvöldið kemur. Leikhús Alþýðubandalagsins er síður en svo að leggja upp laupana. Efni þessa nýja lokaþáttar fjallar í stuttu máli um það, að litla Ijóta kommaklíkan lætur til skarar skríða gegn „lýðræðishópnum“ eftir lýðræðislegan ósigur hans á aðalfundi útgáfufélags Þjóðviljans, hinu umdeilda málgagni sósíal- isma, þjóðfrelsis og verkalýðs- hreyfíngar. Skal nú þann veg binda hnútana að hæfílegur skammtur verði af lýðræði í þeim sósíalisma, sem stendur í haus blaðsins. Hug- myndin mun sprottin úr Austur- vegi. Hinn lýðræðislega kjörni meirihluti i útgáfustjórninni hefur ákveðið að ráða sér ritskoðara á Þjóðviljann! Skal sá verða óum- deildur hæstráðandi til lands og sjós. Sjálfur aðalritarinn! Eins og allt er í pottinn búið í herbúðunum þessum þykir engum treystandi til svo mikilvægs og ábyrgðarmikils starfs nema sjálfum aðalritara flokksins, hinum ástsæla leiðtoga Svavari Gestssyni. Ekki veikir það stöðu leiðtogans í þessu ábyrgðarstarfi, að hann er jafn- framt formaður útgáfustjómarinn- ar, sem hefur ákveðið að ganga frá ráðningu hans á mánudagskvöld! Ólafar Ragnar Svavar Kristín Þessi snjalii leikur litlu Ijótu klíkunnar hefur komið „lýðræðis- hópnum“ algerlega í opna skjöldu. Hafa foringjar lýðræðishópsins ekki farið dult með það í viðtölum við fjölmiðla að þetta hefur komið þeim „mjög á óvart“. „Getur varla verið satt“ Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður alhcimsreglunnar, segir t.d.: „Þetta kemur mér mjög á óvart. Ég trúi nú varla að það sé fótur fyrir þessari frétt. Svavar er formaður Alþýðubandalagsins, forystumaður stjórnarandstöðunn- ar á þingi og í hönd fer annasam- asta ár kjörtímabilsins. Þannig að það getur nú varla verið satt að menn séu að hugleiða að hann taki líka að sér ritstjórn Þjóðviljans." „Kom mér á óvart“ Ekki er Kristín Ólafsdóttir, varaformaður Alþýðubandalags- ins, síður hlessa: „Þessi frétt kom mér á óvart. Formaður flokksins hefur ekki látið mig vita um neinar fyrirætlanir í þessum dúr. En ég hefði haldið að forysta í stjórn- málaflokki og þingmennska væri nægilegt starf fyrir einn mann. Ég er á valddreifingar línunni í pólitík og því stríða allar fyrirtætlanir af þessu tagi gegn minni sannfær- ingu.“ „Augu og eyru“ ritskoðarans Auðvitað er það rétt hjá þessum foringjum „lýðræðishópsins“ að einum manni er ekki ætlandi þetta allt, hvað þá á hvílíkum timum og í hönd fara. Þau taka ekki með í reikninginn, að helmingur blaða- manna Þjóðviljans hefur hótað að ganga út þegar ritskoðarinn gengur inn! í staðinn verða ráðnir skó- sveinar ritskoðarans, augu og eyru hins ástsæla foringja, sem munu vinna Verkiö að mestu fyrir leiðtog- ann. Þurfa ekki að hóa t hann nema endrum og eins, þegar ein- hver endurskoðunarsinninn af- hjúpar sviksamlegt innræti sitt! Menn bíða spenntir eftir frum- sýningunni á ntánudagskvöldið. Garrí VÍTTOG BREITT Þor í stað uppgjafar Raddir eru nú uppi um, sérstak- lega meðal sjálfstæðismanna, að efna beri til kosninga í haust, en bíða ekki vorsins þegar kjörtíma- bilinu lýkur. Helstu rökin eru þau að kjarasamningar allir eru lausir um áramót og að staða ríkissjóðs sé heldur bágborin og að erfitt muni að ná saman fjárlögum án mikils halla á landssjóðnum. Þeir sem meðmæltir eru haust- kosningum segja sent svo að ef mikil harka verður í kjarasamning- unum muni sá órói blandast kosn- ingabaráttunni og veikja fylgi stjórnarflokkanna. Eins og nú horfir bendir allt til þess að þau markmið í efnahags- ntálum náist að verðbólgan fer niður fyrir það stig að aðeins elstu menn muna slíkan stöðugleika og að viðskiptajöfnuðurinn verði hag- stæðari en gerst hefur árum saman. Þetta er að þakka þeirri þjóðar- sátt sem tókst í síðustu kjarasamn- ingurn og engin ástæða er til að ætla að launþegahreyfingin sjái sér nokkurn hag í því að fara að efna til óvinafagnaðar þegar næst verð- ur samið, en samningar eru allir lausir um áramót. Vandinn er viðráðanlegur Það voru ekki allir ánægðir með þá samninga, en flestir viðurkenna að þeir hafi reynst launþegum vel og kaupmáttur fer vaxandi, þótt hægt fari og þegar kemur fram á árið verður trúlega erfiðara að æsa fólk upp til óláta, þótt pólitískir vindhanar láti hvergi sitt eftir liggja í að hleypa sem mestum óróa í mannskapinn. Við fjárlögin og halla á ríkissjóði er hægt að ráða. Góðæri til sjós og á mörkuðum eru og verða undir- staða þess að afkoma sé sæmileg í þessu landi og öll skilyrði eru fyrir því að svo verði í ár. Erlendu skuldirnar eru orðnar þvælt umræðuefni, en þær eru staðreynd svo leiðinlegar sem þær eru. En það eru innlendu skuldirn- ar sem vaxa og einhverjir eiga allt það fjármagn og eiga eftir að fá það endurgreitt með vöxtum og vaxtavöxtum. Þjóðráð Einn mesti fjáraflamaður um þessar mundir er Sverrir Her- mannsson, menntamálaráðherra. Hann leikur sér að því að koma leiklistarskóla í hús, sömuleiðis handmenntaskóla, en báðir þessir skólar hafa verið á vergangi. Þjóð- skjalasafnið verður ekki mikið lengur niðursetningur í horninu hjá Landsbókasafni og er búið að kaupa undir það veglegar bygging- ar. Stærsta rósin í hnappagatinu er þó Þjóðarbókhlaðan, sem veslaðist upp í uppvextinum og hefur ekki verið hreyft við byggingunni árum saman vegna landlægs fjárskorts. En Sverrir kippir því í liðinn eins og að drekka vatn. Sverri datt það þjóðráð í hug að seilast lítillega í vasa þeirra ríku til að koma þjóðargjöfinni í gagnið. Með því að leggja lítil 0,25% á eignafólk sem á uintalsverðar eign- ir nær hann inn hátt á fjórða hundrað milljónum króna til að Ijúka byggingunni. Skattfrír auður Ef fjármálaráðherra hefði hug- myndarflug og þor til að leita uppi skattpeninga þar sem eitthvað er að hafa þyrfti vesalingur hans, ríkissjóður, ekki að þurfa að drag- ast áfram á bónbjörgum frá Seðla- banka og öðrunr fjármálastórveld- um til að skrimta. Ef 0.25% skattheimta af þeim ríku gefa eins mikið af sér og menntamálaráðherra reiknar með, hvað mundi þá ekki vera hægt að ná inn af peningum ef auðmenn væru skattlagðir í alvöru, þótt ekki væri nema sem svaraði nokkrum prósentum af því sem lagt er á launafólkið, sem aldrei er sparað að reyta krunkurnar af. Hvað til dæmis með eigendur allra skuldabréfanna sem ríkissjóð- ur og ótal margir aðrir skulda stórfé. Ailt skattfrjálst, meira að segja lögð á það áhersla í auglýs- ingaskruminu. Ef einhver glóra væri í sölu- skattsinnheimtu mundi hagur batna vel. Sú svívirða viðgengst áratug eftir áratug, að atvinnurek- endur eru tekjulausir, en þeir sem hjá þeim starfa borga skattana. Nýlegar athuganir sanna þetta. Úrtölur til ills Með því að láta þá sem lepja rjómann ofan af gögnum og gæðum þessa lands greiða sinn eðlilega hlut til sameiginlegra þarfa væri með góðu móti hægt að rétta fjár- haginn af. Allt tal um að ríkisstjórnin eigi að gefast upp og að efnt verði til kosninga fyrir lok kjörtímabilsins er ekki til annars en auka efasemdir og stuðla að óstöðugleika í þjóðlíf- inu. Þjóðarsáttin er enn í fullu gildi og engin ástæða til að ætla en hún verði það áfram ef skörulega er á málum tekið. OÓ Timirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjóri: NíelsÁrni Lund Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjóri: Guðmundur Hermannsson Aðstoðarfréttastjóri: Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Hvalveiðar í vísindaskyni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.