Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 12
16 Tíminn
Kaupfélögin um
land allt. Sambandið
byggingavörur, Suðurlands-
braut 32.
Umboð:
Verslunardeild
Sambandsins
r"-“““~^
Gluggakarmar
opnanleg fög
Útihurðir - Svalahurðir
Rennihurðir úr timbri eða áli
BTIskúrshurðir
Bílskú rsh u rða rjá rn
Sólhýsi - Qarðstofur
úr timbri eða áli
Gluggasmiðjan
Auglýsing um lögtök
fasteigna- og bruna-
bótagjalda í Reykjavík
Aö kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar
í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, upp-
kveðnum 11. þ.m. verða lögtök látin fara fram til
tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og bruna-
bótaiðgjöldum 1986.
Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum,
ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, hefjast að 8
dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar,
verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík
11. júní 1986.
Föstudagur 13. júní 1986
Hundraö ára afmæli KEA í næstu viku:
Fjölbreytt hátíðahöld
í tilefni aldarafmælis
Aöalfundur Sambandsins á Akureyri í sömu vikunni
að Hótel KEA. Sá fundur er eins og
menn vita venjulega haldinn að
Bifröst í Borgarfirði, en út af þeirri
venju er nú brugðið vegna aldaraf-
mæiisins.
Einnig verða sérstakir hátíða-
kvöldverðir bæði á fimmtudags- og
Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri
verður hundrað ára í næstu viku,
miðvikudaginn 19. júní. Þessa verð-
ur minnst með margvíslegum hætti,
og aðalfundur félagsins verður dag-
inn fyrir afmælið. Þá verður aðal-
fundur Sambands ísl. samvinnufé-
laga haldinn á Akureyri 20. og 21.
júní í tilefni af aldarafmælinu.
Það verður mikið um að vera á
Akureyri í næstu viku, nánar til
tekið næstu fjóra daga á eftir þjóð-
hátíðardeginum 17. júní. Miðviku-
daginn þann 18. verður aðalfundur
KEA haldinn í Samkomuhúsinu á
Akureyri. Daginn eftir 19. júní,
verður sérstakur hátíðafundur utan-
dyra við Mjólkursamlag KEA á
Akureyri. Þar verða m.a. fluttar
ræður og ávörp, og einnig verður
afhjúpað við það tækifæri stærsta
minnismerki landsins, sem standa á
norðan við Mjólkursamlagið. Það er
höggmyndin Auðhumla eftir Ragnar
Kjartansson myndhöggvara, og er
hún af kú og mjaltakonu. Hún
verður meir en þrír metrar á hæð.
Starfsfólki KEA verður gefið frí
þennan dag í tilefni af afmælinu.
Á föstudag og laugardag verður
svo aðalfundur Sambandsins haldinn
Líkan af höggmyndinni Auðhumlu eftir Ragnar Kjartansson, sem afhjúpuð
verður í næstu viku.
Aðalstöðvar KEA við Hafnarstræti á Akureyri
föstudagskvöld í Iþróttahöllinni við
Þórunnarstræti. Er gert ráð fyrir um
1000 manns í hvorum fyrir sig, eða
um 2000 manns alls. Þangað verður
boðið starfsfólki KEA ásamt
mökum, aðalfundarfulltrúum félags-
ins með mökum sínum, og fulltrúum
á aðalfundi Sambandsins. Auk þess
verður efnt til þriðju samkomunnar
í Iþróttahöllinni á laugardagskvöld-
ið, og verður hún ætluð unglingum.
Þar mun hljómsveitin Rikshaw úr
Reykjavík sjá um að halda uppi
fjörinu.
Sérstök afmælisnefnd hefur ann-
ast undirbúning þessara hátíðahalda
hjá KEA, og er formaður hennar
Sigurður Jóhannesson aðalfulltrúi
kaupfélagsstjóra. Auk þess, sent
hér hefur verið talið, er nú unnið
að ritun aldarsögu félagsins. Það
verk er í höndum Hjartar E. Þórar-
inssonar stjórnarformanns KEA.
Kaupfélag Eyfirðinga er næstelsta
kaupfélag landsins, stofnað 1886.
Elst er Kaupfélag Þingeyinga á
Húsavík, sem stofnað var 1882.
Aldarafmælis þess var eins og menn
rekur minni til minnst með veglegum
hætti á Húsavík árið 1982.
- esig
PLÖTUR
Lloyd Cole and the Commotions - Easy Pieces
Heilsteypt plata
Lloyd Cole and the Commotions
er hljómsveit sem hefur fengið mikla
umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum
að undanförnu, og ekki að ástæðu-
lausu. Hljómsveitin er væntanleg
hingað til lands innan fárra daga og
spilar á popphátíð Listahátíðar í
Laugardalnum þann 16. júní næst-
komandi. Það er kannski að bera í
bakkafullan lækinn að fjalla um
þessa ágætu skosku sveit, en í þessu
blaði hefur ekkert verið fjallað um
plötu þeirra Easy Pieces og því
aldeilis mál til komið.
Platan Easy Pieces er önnur plata
Lloyd Cole and the Commotions, en
þó hljómsveitin sé ung að árum
hefur hún vakið verðskuldaða at-
hygli fyrir vönduð vinnubrögð og
fágaðan hljóðfæraleik. Tónlist Com-
motions hefur verið felld undir hug-
takið „gáfumannapopp", en ekki er
það lýsandi hugtak, en ágætt hefur
þótt að grípa til hugtaka sem ekkert
segja þegar skilgreina á tónlist með
orðum, í raun er það ómögulegt,
það verður einfaldlega að hlusta
og skynja tónlistina.
Lloyd Cole and the Commotions
vöktu strax athygli með sinni fyrstu
plötu, en það var ekki fyrr en Easy
Pieces kom út að hljómsveitin sann-
aði tilverurétt sinn. Hér var ekki á
ferðinni einnar plötu spútnikhljóm-
sveit, heldur grúppa sem gaf fyrirheit
og stóð við þau. Lloyd Cole and the
Commotions spila framsækið en ák-
aflega aðgengilegt rokk og gaman
verður að sjá þá og heyra á sviðinu
í Laugardalnum.
Lloyd Cole hefur skapað sér pers-
ónulegan söngstíl, en það fer fjarri
að hann sér stjörnusöngvari. Engu
að síður fellur rödd hans vel að rokki
Commotions og það skiptir mestu
máli. En í rauninni er miður að
Lloyd Cole skuli vera vörumerki
hljómsveitarinnar Commotions, því
hinir fjórir liðsmenn hljómsveitar-
innar vilja gleymast. En þeir standa
allir fyllilega fyrir sínu og verður að
geta gítarleikarans sérstaklega og
trúi ég því að hann eigi einn mestan
þátt í velgengni Lloyd Cole and the
Commotions.
Lögin Lost Weekend og Cut Me
Down eru þekktustu lög plötunnar
Easy Pieces, en platan er heilsteypt
og jafn góð. Hvert hinna laganna
gætu fylgt eftir vinsældum hinna
tveggja og nefni ég sérstaklega Perf-
ect Blue (sem mér finnst reyndar
besta lag plötunnar), Ritch og
Grace. Þar fara lög sem hafa alla
burði til vinsælda.
Sjáumst í Höllinni.
ÞGG