Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. júní 1986 Tíminn 3 Leiðrétting Tvær bagalegar prentvillur slæddust inn í frétt Tímans í gær um vanskil í Frantleiðnisjóð land- búnaðarins. Þar átti fyrst að standa að vanskil í sjóðinn næmu 130 milljónum en ekki 10 milljón- um, og síðar að 185 umsóknir hefðu borist til sjóðsins unt styrki vegna búháttabrcytinga en ekki 1985 umsóknir cins og misritast hafði. Beðist er velvirðingar á þessum prentvillum. Dómur í nauðgunarmáli kveðinn upp fyrir luktum dyrum: Ársfangelsi fyrir nauðgun 18 ára piltur dæmdur í tveggja ára gömlu nauðgunarmáli Fundarmenn að störfum síðasta daginn. Aðalfundi Stéttarsambands bænda lauk aðfaranótt fimmtudags: Samkomulag náðist um stjórn framleiðslunnar Megin einkenni leiðarinnar sem valin var, er sú að fullvirðisréttur svæðanna í mjólkurframleiðslu verði næsta verðlagsár í meginatriðum sá sami og er í gildi fyrir þetta verðlags- ár. Heildarframleiðsla kindakjöts milli svæða byggist á skiptingu sem gerir ráð fyrir því að hvert svæði fyrir sig, en þau eru 27, geti valið fullvirðisrétt næsta verðlagsár eftir framleiðslu síns svæðis síðustu tvö ár, eftir því hvaða ár kemur betur út fyrir það. Skiptingin milli einstakra bænda innan svæðanna byggir síðan á nú- verandi búmarki, en fullvirðisréttur verður aldrei hærri en nant innleggi afurða viðkomandi bónda eitthvert af verðlagsárunum 1982/83, 1983/84 eða 1984/85. Það var almennt álit fulltrúanna, að alveg sama væri hvaða leið yrði valin því það kæmi alltaf fram ákveð- in mismunun milli svæða. Þessi leið væri hins vegar einna hagstæðust fyrir sem flest svæðin og gert er ráð fyrir aukaúthlutun til bænda á svæð- um sem koma mjög illa út samkvæmt reglugerðinni, en það eru einna helst svæði á Norður og Vesturlandi. Varðandi önnur efnisatriði í þeirri leið sem aðalfundurinn valdi, má nefna að framleiðendur sem þess óska, geta fært búmark á milli lög- býla svo fremi að svæðisstjórnir og búnaðarsambönd samþykki slíkan flutning. Einnig verði búmarkssvæði heimilt að skipta á búmarki í mjólk og sauðfjárafurðum við annað svæði sem óskar að skipta og aðalfundur viðkomandi svæðisstjórna sam- þykkja. Búnaðarsamböndum verði heimilt að setja búmarkssvæðunum ákveðnar reglur varðandi stærðar- mörk og önnur atriði varðandi út- hlutanir samkvæmt einstökum grein- um reglugerðarinnar. Með því móti er valdið meira fært heim í byggðar- lögin. Engu nýju búmarki skuli úthlutað á svæði sem ekki getur þá þegar fullnægt óskum framleiðenda sem fyrir er á svæðinu. Búmark sem engin framleiðsla hefur staðið á bak við og verður kallað inn til Fram- leiðnisjóðs verði fryst á viðkomandi svæði. Þá er gert ráð fyrir því að heimilt verði að veita tímabundna aukningu fullvirðisréttar innan búmarks til eins verðlagsárs í senn, þeim sem uppfylla ákveðin skilyrði. Þessi skil- yrði geta t.d. verið að viðkomandi hafi orðið fyrir áföllum í mjólkur Stofnlánadeild landbúnaðarins: er samkvæmt réitarfarslögum þar sem tekið er fram að réttarhald skuli vera lokað ef sakborningur er yngri en 18 ára. Málsatvik voru þau að stúlkan var að koma heim af skólaballi þann 18. október 1984 er pilturinn réðst á hana á leikvelli. Stúlkan féll við og fékk töluverða höfuðárverka. Piltur- inn kom fram vilja sínum eftir það. Hann hótaði henni síðan ef hún kærði og það var ekki fyrr en að foreldrar hennar komust að því hvað gerst hafði að lögð var frant kæra. -gse Háskólinn 75 ára: Páll Sigurðsson dósent, frkvstj. hátíðarnefndar, Sigmundur Guðbjarnarson rektor og prófessor Þórir Kr. Þórðarson, formaður hátíðarnefndar. (Tímamynd Sverrir) Hátíðarhöld í októbermánuði Nýlega felldi Sakadómur Reykja- víkur dóm yfir 18 ára pilti sem ákærður var fyrir að hafa nauðgað tæptega 16 ára stúlku í október 1984. Pilturinn var dæmdur í eins árs fangelsi og þar af 3 mánuði óskilorð- isbundið. Réttarhald þetta var hald- ið fyrir luktum dyrum eins og skylt eða sauðfjárafurðaframleiðslu, við- komandi hafi verið reiknaður full- virðisréttur innan fullvirðismarks allt að fullvirðismarki viðkomandi svæðis eða hafið framleiðslu mjólkur og/eða sauðfjárafurða og afhent í afurðastöð á næstliðnum verðlagsár- um, eða hafi tekið í notkun nýtt eða stækkað gripahús. Að jafnaði skal ekki úthluta fram- leiðanda sem sækir um aukningu fullvirðisréttar meira en 100 ærgild- isafurða viðbótarfullvirðisrétti. Framleiðslunefnd II vann í þrjá daga að því að komast að samkomu- lagi um að velja þá leið sem síðan var samþykkt eftir rúmlega 5 klst. umræðu með 39 atkvæðum gegn þrentur, en fáeinar skiluðu séráliti. Aðalfundi Stéttarsambandsins lauk um kl. 5 aðfaranótt fimmtu- dagsins eftir annasma daga. Fundur- inn fjallaði um 160 tillögur, en þær hafa sjaldan eða aldrei verið svo margar. - ABS w Flest lán í Arnes- og Rangárvallasýslu Aöalfundur Stéttarsambands bænda samþykkir tillögur til stjórnar Stofnlánadeildar f árslok námu skuldir stofnlána- deildar landbúnaðarins um 1780 milljónum króna. Á síðasta ári voru lánveitingar 896, samtals að upphæð rúmar429 milljónir króna. Flest lán voru veitt til dráttar- vélakaupa, eða 172 lán að upphæð rúmar 22 milljónir. Hæstu lánin voru hins vegar veitt til jarðakaupa (samtals um 51 milljón), til refabúa (samt. um 54 millj.), og til fjós- bygginga (rúmar 44 millj.) Flest lán, eða 200 talsins fóru í Árnes- sýslu, samtals að upphæð um 59 milljónir en í Rangárvallasýslu fóru 136 lán að upphæð um 61 millj. í þessar 2 sýslur fóru því tæp 30% allra lána frá stofnlánadeild á árinu 1985. Aðalfundur Stéttarsambands bænda samþykkti tillögur til stjóm- ar Stofnlánadeildar að lánstími G, J og F lána verði lengdur í allt að 25 ár, en þetta em byggingalán, jarðakaupalán og lausaskuldalán. Einnig að vextir af þessum sömu lánum lækki í 1%. Fundurinn samþykkti ennfrem- ur tillögu þess efnis að ný lán í G og J flokkum verði afborgunarlaus fyrstu árin, en hingað til hafa þau verið það í eitt ár eða mesta lagi eitt og hálft. Fundurinn ítrekaði samþykkt frá síðasta aðalfundi um að athuguð verði nýting Stofnlána- deildargjalda til lækkunar verð- bótaþáttar eigin lána. ABS Nýr Háskólafáni tekinn í notkun Þann 17. júní nk. eru 75 ár liðin frá því Háskóli íslands tók til starfa, en setningarathöfnin fór fram þann 17. júní 1911 í sal Neðri deildar Alþingis. Það var fyrsti rektor Há- skólans, Björn M. Olsen, sem mark- aði hinum nýja háskóla stefnu, en í :setningarræðu sinni sagði hann m.a. að Háskólinn ætti í senn að vera vísindaleg rannsóknarstofnun og vísindaleg kennslustofnun. í tilefni 75 ára afmælisins mun Háskólinn efna til hátíðarhalda í októbermánuði nk. Þannig verður hátíðarsamkoma í Háskólabíói laug- ardaginn 4. október, þar sem há- skólarektor mun flytja hátíðarræðu og forseti íslands og menntamála- ráðherra flytja ávörp. Þá munu deildir Háskólans útnefna heiðurs- doktora og munu þeir koma úr hópi innlendra og erlendra færðimanna. Sinfóníuhljómsveit íslands leikur og kórar koma fram. Um næstu helgi þar á eftir, þ.e. 11.-12. okt. verður „opið hús“ í Háskólanum, og verður þá almenn- ingi boðið að skoða allar háskóla- byggingarnar undir leiðsögn nemenda og kennara og má, miðað við fyrri reynslu, búast við miklu fjölmenni. Þá hyggst Háskólinn hefja útgáfu nýs tímarits, sem prófessor Sigurjón Björnsson mun ritstýra, og verður fyrsta tölublaðið helgað afmæli Há- skólans. Háskólinn hefur staðið fyrir gerð kynnis- og heimildamynda um starf- semi skólans og sögu, og í tilefni afmælisins hefur verið teiknaður sér- stakur fáni Háskólans. Það er Páll Sigurðsson dósent, sem jafnframt er framkvæmdastjóri hátíðarnefndar, sem hefur haft umsjón með gerð fánans. Sagði Páll að litir fánans blár og hvítur, tengdust sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar og sögu háskólans. Þá er í miðju fánans mynd af Pallas Aþenu, gyðju mennta og vísinda, menningar og lista, en hún hefur verið í innsigli Háskóla íslands frá stofnun hans. Nýi Háskólafáninn, hvítur og Ijósbl- ár með Pallas Aþenu í miðju. (Tímamynd Svcrrir)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.