Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 13. júní 1986 Stjórnunarfélagið: Stefnumótun á óvissutímum Dr. M.J. Kami á námsstefnu Hér á landi er nú staddur dr. Michael J. Kami, sem er einn eftir- sóttasti framtíðarfræðingur og ráð- gjafi í heiminum í dag. Dr. Kami er hér í boði Stjórnunarfélags íslands og mun tala á námsstefnu sem ber titilinn „Stefnumótun á tímum óvissu“. Námsstefnu þessari er ætlað að gefa þátttakendum hugmyndir, sem hjálpa þeim við að takast á við stjórnunarverkefni og stefnumótun í síbreytilegu þjóðfélagi nútímans. Stjórnunarfélagið bauð blaðamönn- um til fundar þar sem dr. Kami hélt stutt erindi og gerði lauslega grein fyrir hugmyndum sínum. Dr. Kami sagði að hann liti svo á að runnið væri upp nýtt tímabil í mannkyns- sögunni, sem væri að sumu leyti sambærilegt við mestu breytinga- skeið sögunnar. Eitt megin einkenni þessa tímabils samkvæmt dr. Kami er þekking án heildar yfirsýnar. Þekking sé í dag orðin einn verð- mætasti gjaldmiðill í viðskiptum, á sama tíma og þróun upplýsingamiðl- unar og tæknimöguleika hafi tekið byltingarkenndum framförum nú á síðustu árum. Þctta leiðir annars vegar til þess að mikill fjöldi menntaðra einstak- linga sem eru sjálfstæðari í hugsun og smekk, auka á fjölbreytileika samfélagsins (markaðarins) og gera stöðlun vöruframleiðslu gamaldags. Á hinn bóginn leiðir þessi gífurlega uppsöfnun þekkingar á mörgum stöðum til þess að enginn einn getur haft heildaryfirsýn yfir það sem er að gerast á hverjum tíma í hinum ýmsu geirum framleiðslu og þjónustu. Af þessum sökum verður sífellt erfiðara að spá eða gera sér grein fyrir hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta þýðir í raun að tími til ákvarðana- töku í stjórnun er nú mun styttri en hann hefur verið, sem aftur kallar á bætt upplýsingastreymi og úrvinnslu innan fyrirtækjanna. Hefðbundið skipulag fyrirtækja, sem byggir á yfir- sátaröð og regluveldi, skrifræði, er því að dómi dr. Kami nátttröll í nútímanum. Dr. Kami sagðist nota það senr þumalputtareglu þegar hann í fljót- heitum þarf að meta möguleika fyrirtækja að fyrirtæki eigi framtíð fyrir sér ef meðal starfsmanna eru einstaklingar, sem ekki falla að og halda sér við hin hefðbundnu hlut- verk sem skilgreind eru handa þeim. Þessa menn kallar hann „górillur", og segir þær lykil að velgengni margra fyrirtækja. Að öðru leyti legg- ur dr. Karni til að skipulagfyrirtækja sé „lárétt" frekar en „lóðrétt", til þess að upplýsingaflæðið sé sem best milli starfsmanna og stjórnanda, og flýti þannig fyrir ákvarðanatöku. Þess má geta að dr. Kami vinnur við ráðgjöf og fyrirlestrahald um 90 daga á ári, og hefur af því tekjur á bilinu 25-40 milljónir króna. Restina af árinu notar hann til að mennta sig, Dr. Michael J. Kami, sem heldur fyrirlestur á námsstefnu Stjórnunarfélagsins. Tímamynd Sverrir) fylgjast með nýjungum á sviði stjórn- hefst í Súlnasal Hótel Sögu á morgun unar og njóta lífsins. föstudag, kl. 9 og stendur til kl. 16. Námsstefna Stjórnunarfélagsins -BG Skógerðin á Akureyri 50 ára Opið hús í tvo daga Skóminjasafn til sýnis almenningi Skógerðin Iðunn á Akureyri er 50 ára nú í ár. Af því tilefni verður verksmiðjan opin almenningi föstu- daginn 13. og laugardaginn 14. júní kl. 9-16. Þar gefst fólki kostur á að sjá starfsfólk verksmiðjunnar að störfum, skoða skóminjasafn hennar er geymir sýnishorn af hálfrar aldar framleiðslu þar, og að fá sér hress- ingu. Skógerðin er í eigu Sambands ísl. samvinnufélaga. Ákvörðun um stofnun hcnnar var tekin á aðalfundi þess í júní 1936, verksmiðjuhús var reist sama ár og fyrstu starísmenn Reykjavík: Námskeið fyrir börn Fötluðum börnum boðin þátttaka Sú nýbreytni verður tekin upp í sumarstarfi fyrir börn í Reykjavík að nú verður fötluðum börnum boð- in þátttaka á almennum tveggja vikna námskeiðum fyrir börn fædd 1974-79. Á námskeiðunum verða gerðar sérstakar ráðstafanir í starfs- mannahaldi og allt gert til að fatlaðir geti sem best tekið þátt í öllu starfi með öðrum börnum og unglingum. Námskeiðin verða haldin til skipt- is í Félagsmiðstöðvunum Árseli og Fellahelli og verða sem hér segir: A. Félagsmiðstöðin Ársel 16. júní-27. júní kl. 10.00-16.00 (9 dagar). Þátttökugjald 1.400.- B. Félagsmiðstöðin Fellahellir 30. júní-11. júlí kl. 10.0-16.00 (10 dagar) Þátttökugjald 1.600.- C. Félagsmiðstöðin Ársel 14. júlí-25. júlí kl. 10.00-16.00 (10 dagar) Þátttökugjald 1.600,- Ef næg þátttaka fæst er fyrirhugað að halda fjórða námskeiðið frá 28. júlí-8. ágúst, væntanlega í Fellahelli. Allar nánari upplýsingar er að fá í Félagsmiðstöðinni Árseli í síma 78944. Innritun stendur yfir. ráðnir í desember. Framan af og allt til ársins 1969 framleiddi hún ein- göngu skó úr íslensku leðri. Það ár lagðist leðurvinnsla af í Sam- bandsverksmiðjunum á Akureyri, og hcfur síðan nær eingöngu verið framleitt úr innfluttu leðri. í lok áttunda áratugarins átti skó- iönaðurinn við verulega mikla erfið- leika að stríða, og þá voru uppi hugmyndir um að loka verksmiðj- unni. Frá því var horfið, en í staðinn hafin öflug vöruþróun og endur- skipulagning á verksmiðjunni. Þá var tekið upp vörumerkið ACT sem Frá M.IM. Borgarfirfti Hljómsveitin Ópera frá Þorláks- höfn heldur danslcik í Logalandi í Borgarfirði íkvöld, föstudag. Ópera er ein þekktasta hljómsveit á Suður- síðan hefur verið notað í nær alla skó frá henni. Núna hefur verk- smiðjan á að skipa sérmenntuðum hönnuðum og áhersla er lögð á að fylgjast sem best með tískustraum- um erlendis. ACT skór eru nú seldir í meir en 100 verslunum. Seinni árin hefur framleiðslan farið vaxandi, og var hún 63.500 pör árið 1985. Nú í ár er útlit fyrir að verksmiðjan framleiði 70.000 pör. Allt í allt hefur hún framleitt meir en 2,6 milljónir para af skóm á síðustu 50 árum. -esig landi um þessar mundir og ætlar hún að pról'a að troða upp á Vesturlandi. Sætaferðir verða frá Akranesi, Borg- arnesi og víðar. Hljómsveitin Ópera er skipuð þeim Einari Gunnarssyni, bræðrunum Torfa og Gesti Áskelssonum og Heimi Davíðssyni. Opera í Logalandi Athugasemd viö leikdóm: Bergman vildi aðeins eina rós Gunnar Stefánsson lætur ljós sitt skína skært í blaði yðar þann 10. júní ’86 og segir: „Vissulega er það mikið þakkarefni fyrir alla leikhús- unnendur að hafa fengið að sjá þessasýningu hér. Hins vegarverð- ur að segjast að vel hefði einhver sérstakur hátíðarbragur mátt vera á sýningunni á laugardagskvöldið. Sannast að segja var hún eins og venjuleg frumsýning í leikhúsinu. Bergman fékk að vísu eina rós, en enginn af fyrirsvarsmönnum hátíð- arinnar eða leikhússins sáu ástæðu til að stíga uppá svið að lcikslokum og ávarpa meistarann, láta sjást og heyrast að það er hátíðisstund að fá slíkan gest." Vegna þessa orða Gunnars vil ég taka eftirfarandi fram. Ingmar Bergman óskaði sjálfur eftir því, og setti sem skilyrði fyrir því að koma upp á svið, í lok sýningarinn- ar, að þar yrðu ekki afhent nein blóm, nema ein rauð rós og að ekkert ræðutilstand yrði haft þar í frammi. Hann sagði: „Ég vil að fram- klappið og þakkirnar séu einfaldar - við þurfum ekki að veifa neinu eða hafa uppi stórar orðræður þegar sýningunni lýkur. Þess vegna engin blóm, enga tilgerð." Vona að þessar upplýsingar létti ögn á hneykslunarhellunni sem Gunnar Stefánsson virðist hafa fasta fyrir brjóstinu, eða kannski fyrir eyrunum. Kveðja, Hrafn Gunnlaugsson forniaður framkvænidastjórnar Listahátíðar 1986.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.