Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn
SPEGILL
lllllllllll
Föstudagur 13. júní 1986
ÚTLÖND
Hún Estelle Lee Keever í Bom-
bay Beach í Kaliforníu lendir ckki.
í vandræðum þó að henni verði
skyndilega boðið út og svo vill til
að hún er ekki nýbúin að laga á sér
hárið. Og þó! Það getur verið
býsna erfitt að gera upp við sig
hver af hárkollunum 507 sem hún
á og geymir í heilum húsvagni á
lóðinni hjá sér hentar best við
hvaða tækifæri.
Estelle er orðin 75 ára en enn
ung í anda. Hún var áður tískusýn-
ingarstúlka og komst fljótt að raun
um það að hennar veiki punktur í
því starfi var hárið. Það var þunnt
og fíngert og erfitt að halda því
fínu, þó að hún eyddi miklum tíma
og fjármunum á hársnyrti-
stofum. Hún komst þess vegna
fljótlega að raun um það að
hentugra væri að eignast hárkollu.
Þetta reyndist bráðsnjallt og með
tímanum eignaðist hún hárkollur í
öllum litum og af öllum gerðum.
Hún hefur haldið þeim öllurn til
haga og snyrtir þær sjálf reglulega,
svo að hún getur gripið til þeirra
hvenær sem er. Auðvitað hafa þær
komið og farið úr tísku, en engri
hefur hún hent og allar 507 hef-
ur hún borið eihvcrn tíma.
„Börnin mín, barnabörnin og lang-
ömmubörnin hlæja núna að hár-
kollunum mínum frá 1965, en hver
veit nema þær eigi eftir að koina
einhvern tíma aftur í tísku,“ segir
hún.
Storkurinn á mála
hjá bjórnum?
Frá Englandi berast þær fréttir
að kona kráareiganda í Penrith
eigi von á sér.
Það er svo sem ekki fréttnæmt í
sjálfu sér þó að kona kráareiganda
sé ófrísk. En þegar þar við bætist
að 19 hjón sem stunda þessa krá
eiga von á fjölgun um svipað leyti,
lyftist brúnin á sumum.
„Það hlýtur að vera bjórinn
okkar sem hefur þessi áhrif,“ segir
kráareigandinn!
Hún er daufdumb
- en lætur það ekki
stöðva sig á
framabrautinni
Petra er nú orðin ein af
„topp-módelum“ í Bretlandi
Breska fyrirsætan
nr. 1 -
PETRA
DRUMMOND
Estelle Lee Kcevcr þarf aldrei að vera ótilhöfð um hárið. Vandinn er bara
að velja hver af hárkollununi hennar 507 passar best í hvert sinn!
LANGAMMAN
SEM Á 507
HÁRKOLLUR!
Hin glæsilega Petra
Drummond er nú ein af
mest eftirsóttu fyrirsætum
Bretlands - þrátt fyrir það
að hún er heyrnarlaus, eða
daufdumb eins og það er
nefnt. Petraer 18 ára. Hún
sést nú á síðum bestu tísku-
blaða í Bretlandi og hefur
unnið til verðlauna, hvað
eftir annað. Nú síðast 12.
febrúar í ár vann hún í
„Great Britain Model
Contest“, sem er aðal-
keppni fyrirsæta þar í landi.
Hún talaði táknmál við
blaðamann sem vildi spyrja
hana um hagi hennar, - en
Petra sjálf getur lesið orðin
af vörum fólks, og er orðin
leikin í því. Hún segir: „Ég
verð að vinna meira og
þjálfa stöðugt vegna fötlun-
ar minnar kostar það mig
meiri fyrirhöfn en aðrar
stúlkur að komast í „topp-
klassann“ en það ætlaði ég
mér, og ég get ekki annað
sagt en að ég hafi náð því
takmarki. Það fannst mér
þegar ég fékk verðlaunin í
febrúar sl.“
Petra segir, að hún hafi
ákveðið, að láta ekki fötlun
sína hamla sér ef hún geti
við það ráðið. Hún hefur
æft sig í varalestri og hún
finnur hljóðfall, þó hún
heyri ekki tónlist. Vegna
þess að hún finnur fyrir takti
í músíkinni getur hún dans-
að og það kemur henni að
miklu gagni í starfinu.
Hún hefur alla tíð reynt
að haga sér sem eðlilegast,
og segir að fólk átti sig oft
ekki á því að hún er heyrn-
arlaus. „Ég man, að heima
í Glasgow, en þar er hún
fædd og uppalin, reiddist
strákur svo við mig af því ég
ansaði honum ekki, að hann
barði mig svo ég datt með
hjólið mitt í götuna. Hann
gat ekki skilið hvers vegna
ég ekki svaraði honum þeg-
ar hann talaði við mig.“
Petra fór að skoða
tískublöð þegar hún var
unglingur og fékk áhuga á
að reyna að fá vinnu við að
sitja fyrir. Hún fór til aug-
lýsingastofa og sótt um
námskeið, en fékk litlar
undirtektir. Pað þótti ekki
líklegt að hún gæti tekið til-
sögn og lært það sem til
þurfti til að verða góð fyrir-
sæta. En stúlkan var ákveð-
in og hún var glæsileg og vel
vaxin og smátt og smátt
vann hún sig í álit. Hún hef-
ur nú fengið mestu viður-
kenningu, sem hægt er að fá
í starfi hennar í Bretlandi og
forstöðumaður bresku
Módel-keppninnar sagði að
hún yrði áreiðanlega innan
skamms með frægustu fyrir-
sætum í heimi. „Petra fer
alla leið á toppinn. Hún er
alveg sköpuð fyrir þetta
starf. Hún verðuralþjóðleg
stjarna!“
í frítímum sínum vinnur
Petra mikið að hjálparstarfi
fyrir fötluð börn, einkum
daufdumb. Sagt er að þeim
aukist kjarkur, þegar þau
sjá hverju langt Petra hefur
náð, hún sem er ein úr
þeirra hópi.
- Ég vildi óska að ég gæti
heyrt og talað eins og annað
fólk, en ég veit nú að það
verður aldrei, svo þess
vegna reyni ég að fá eins
mikið út úr lífinu og ég get.
Ég gefst ekki upp, en stefni
hátt.
FRETTAYFIRLIT
LUNDÚNIR — Malcolm
Fraser fyrrum forsætisráð-
herra Ástralíu, sem var annar
formanna Samveldisnefndar
þeirrar sem reyndi að koma á
friði í Suður-Afríku, sagði við-
skiptabann vera síðasta
möguleika vestrænna þjóða til
að koma í veg fyrir blóðbað í
Suður-Afríku.
LUNDÚNIR — Breska ríkis-
stjórnin þótti líkleg til þess í
gær að framfylgja ákvörðun
þeirri sem nokkrir ráðherrar
stjórnarinnar höfðu tekið um
að leysa upp þingið á Norður-
írlandi. Breska stjórnin telur
þingið hafa brugðist því ætlun-
arverki sínu að komaáviðræð-
um milli mótmælenda og ka-
þólikka á Norður-írlandi.
MOSKVA — Sovésk stjórn-
völd lögðu fram tillögu um
stofnun alþjóðlegs geimráðs
sem vinna ætti að geimverk-
efnum. Meðal verkefnanna
yrði áætlun um mönnuð geim-
för til annarra plánetna.
WASHINGTON - Reagan
Bandaríkjaforseti virtist koma
sér hjá að taka ákveðna af-
stöðu til þess hvort Bandaríkin
brytu Salt-2 samkomulagið
síoar á þessu ári. Reagan
sagði Sovétstjórnina enn hafa
tíma til að afstýra áætlunum
Bandaríkjastjórnar.
BÚDAPEST — Vestrænir
sérfræðingar sögðu hinar nýju
og umfangsmiklu tillögur Var-
sjárbandalagsins um fækkun í
herjum Evrópu miða að því að
binda enda á Vínarviðræðurn-
ar, sem lengi hafa staðið yfir,
og hefja umfangsmeiri samn-
ingaviðræður um fækkun í
herjum austan sem vestan
járntjalds.
BONN — Helmut Kohl kansl-
ari V-Þýskalands sagðist ætla
að halda áfram að krefja
Sovétstjórnina um skaðabætur
vegna skemmda sem Þjóðverj-
ar urðu fyrir vegna geislavirkn-
innar frá kjarnorkuverinu í
Tsjernóbíl.
MÍLANÓ — Abu Abbas, einn
af leiðtogum Palestínuaraba,
skipulagði ránið á skemmti-
feroaskipinu Achille Lauro í
október sl. til að klekkja á
andstæðingi sínum Yasser
Arafat. Þessu var haldið fram í
skýrslu sem ítalskur dómstóll
birti.
HENDAYE, Frakklandi -
Spænskirfiskimenn byrjuðu að
sigla frá þessari frönsku hafn-
arborg en þar hafa þeir haldið
til á hundruð fiskibáta síðan á
mánudag. Fiskimennirnir fóru
að sigla á brott eftir að hafa
fengiö staðfestingu á að frönsk
og spænsk stjórnvöld myndu
ræða mál þeirra.
BEIRÚT — Margir bílstjórar
gripu til ofbeldist til að ná sér í
bensínlögg en mikill skortur á
orkugjafanum er nú farinn að
gera vart við sig í Líbanon, því
stríðshrjáða landi.