Tíminn - 13.06.1986, Blaðsíða 5
Föstudagur 13. júní 1986
UTLÖND
Tíminn 5
Neyðarástandi var lýst yfír í Suður-Afríku í gær. Mikill órói er nú í landinu
og líklegt að ofbeldisaðgerðum verði beitt gegn svörtu fólki næstkomandi
mánudag.
Suöur-Afríka:
Neyðarástandi lýst yfir
og fjöldahandtökur hafnar
Andstæöingar aðskilnaöarstefnunnar spá blóðbaði
Jóhanncsarborg-Reuter
Stjórn Suður-Afríku lýsti yfir
neyðarástandi í gær og lét handtaka
hundruð manna er barist hafa gegn
kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjórn-
valda í landinu. Aldrei fyrr hefur
slíku neyðarástandi verið lýst yfir í
landinu.
Stærstu baráttusamtökin gegn að-
skilnaðarstefnunni í landinu sögðu
handtökurnar mundu leiða til blóð-
baðs í Suður-Afríku.
Talsmaður P.W. Botha forseta
sagði neyðarástandslögin hafa tekið
gildi í fyrrinótt en þau gefa öryggis-
lögreglunni vald til að beita hinum
ströngustu aðgerðum gegn hvers-
konar óróa.
Tilkynning stjórnarinnar um
neyðarástand kom fjórum dögum
fyrir tíu ára afmæli óeirðanna í
Soweto sem er næstkomandi mánu-
dag. Sá dagur hefur vanalega verið
haldinn hátíðlegur af svertingjum í
Suður-Afríku og er því talið að
verulega dragi til tíðinda þann dag.
Helsta stjórnarandstöðuhreyfing
svartra manna í Suður-Afríku, Ein-
ingarsamtök lýðræðissinna (UDF),
gaf út tilkynningu í gær þar sem
stjórn hvíta minnihlutans var sögð
hafa misst allt traust heima fyrir sem
og erlendis og var hvatt til alþjóð-
legra aðgerða gegn henni.
Stjórnmálaforingjar, verkalýðs-
leiðtogar og hvítir menn sem gagn-
rýnt hafa stjórnvöld voru handteknir
víðsvegar um landið. Haft var eftir
heimildum að hér hefði verið um
umfangsmestu handtökur að ræða í
mörg ár.
Bretland:
Drottningin
á dauðalista
Bresk dagblöð sögöu írska skæruliöa hafa ætlað að ráöa
drottningunni bana á síðasta ári
Lundúnir-Reuter
Bresk dagblöð höfðu eftir lögreglu
og heimildum innan öryggisþjónust-
unnar í gær að írski skæruliðahópur-
inn, sem nýlega var fundinn sekur
um að hafa skipulagt sprengjutilræði
við baðstrandarbæi Englands, hafi
ætlað að ráða Elísabetu Bretadrottn-
ingu af dögum.
Dagblöðin „Spegillinn" (The Da-
ily Mirror) og „í dag“ (Today) sögðu
að banatilræðið hefði verið ákveðið
í júlí á síðasta ári.
„f dag“ sagði skæruliðana, sem
berjast gegn breskum yfirráðum á
N-írlandi, hafa ætlað að skjóta
drottninguna á meðan á heimsókn
hennar stóð til skóla í Brighton fyrir
blinda unglinga.
Áætlun þeirra írsku var sú að
koma fyrir sprengj u í bænum sj álfum
og draga þannig athygli lögreglu frá
drottningarheimsókninni um stund.
Skæruliðarnir höfðu reyndar áður
komið fyrir sprengju í Brighton, sú
sprakk á hóteli einu í október árið
1984 og banaði nærri því Margréti
Thatcher forsætisráðherra.
Lögreglan fann áætlun skærulið-
anna þegar þeir voru handteknir í
Glasgow á Skotlandi. Þar var einnig
önnur áætlun um drottningardráp ef
sú fyrri hefði runnið út í sandinn.
Dagblaðið „Pósturinn" (The
Daily Mail) birti einnig frétt þar sem
Elísabet Drottningarmóðir, fjör-
gömul kerling sem breskur almúgi
hefur mikið dálæti á, hefði einnig
verið á dauðalista skæruliðanna.
Patrick Magee, einn af fimmmcnn-
ingunum sem handteknir voru, hefur
verið fundinn sekur um að hafa
komið fyrir sprengjunni sem banaði
fimm mönnum á ráðstefnu íhalds-
manna í Brighton í október 1984.
Lögreglan leitar nú fleiri manna sem
grunaðir eru, um að hafa starfað í
skæruliðahópnum, einn þeirra gæti
verið sá sem skipulagði sprengjuher-
ferðina.
Filippseyingar héldu upp á sjálfstæðisdag sinn í gær.
Filippseyjar:
Aquino í hátíðarskapi
Forsetinn gekk í fararbroddi tugþúsunda manna sem héldu upp á
sjálfstæðisdag landsins - Miklar öryggisráðstafanir
Maniia-Reuter
Corazon Aquino forseti Filipps-
eyja var í fararbroddi tugþúsunda
göngumanna í Manila, höfuðborg
landsins, í gær en þá var sjálfstæðis-
dagur Filippseyinga haldinn hátíð-
legur. Skrúðgangan í gær var sú
fjölmennasta sem sést hefur í Man-
ila.
Miklar öryggisráðstafanir höfðu
verið gerðar vegna göngunnar þar
sem óttast var um líf hinnar 53 ára
gömlu Corazonar. Hún lét þó ekk-
ert slíkt hafa áhrif á sig og fór í
fararbroddi mikils mannfjölda til
miðborgarinnar þar sem skrúðganga
og hátíðarhöld í tilefni dagsins fóru
fram.
Háttsettur yfirmaður í hernum
sagði í fyrradag að komið hefði verið
upp um áætlun stuðningsmanna
Marcosar fyrrum forseta, þar sem
árás á forsetahöllina var skipulögð.
í síðustu viku flutti Aquino frá
forsetahöllinni til húss í nágrenninu
af öryggisástæðum.
Fólk í tugþúsundatali fyllti torgið
við Manilahöfn í gær en þar fóru
aðalhátíðarhöldin fram í tilefni 88.
sjálfstæðisdags Filippseyinga sem
nefndur var „dagur sjálfstæðis og
einingar.“
Aquino hélt ræðu við hátíðarhöld-
in og sagði framtíð landsins nú vera
í höndum fólksins. Hún hvatti til
samstöðu og sjálfsíhugunar.
Stuðningsmenn Aquino sögðu
það vera fullkomið réttlæti að hún
stjórnaði hátíðarhöldunum í gær.
Árið 1898 þegar liðsmenn Emilio
Aquinaldo lýstu yfir sjálfstæði eyj-
anna frá Spáni með því að draga að
húni þjóðarfána landsins nálægt
Manila, var það nefnilega Servillano
Aquino sem dró fánann að liúni.
Servillano þessi var afi Benigno
Aquino, fyrrum eiginmanns Cora-
zonar sent ráðinn var af dögum árið
1983.
Servillano Aquino hershöðingi var
þó fangelsaður tveimur árum eftir
þennan atburð af Bandaríkjamönn-
um sem gerðu eyjarnar að nýlendu
sinni.
Kína:
Frjósamar pöndur
finnast
Peking-Reuter
Opinbert fréttablað í Kína hefur
skýrt frá því að risapöndur hafi
fundist í fyrsta skipti í suð-vesturhér-
aðinu Yunnam.
Þessi svört-hvítu kclnu dýr scm
líkjast björnum hafa áður aðeins
fundist í mið- og norðurhéruðum
landsins þ.e. Sichuan, Shaanxi og
Gansu. Talið er að pöndustofninn
telji nú um þúsund dýr.
Fréttablaðið, sem barst til Pcking
í gær, sagði vísindamann hafa rekist
á bónda á afviknu svæði Yunnam-
í suori
héraðs, nálægt landamærunum við
Burma. Bóndi þcssi fóðraði pöndu-
hjón og reyndar fjölgaði í pöndufjöl-
skyldunni um helming síðar um
daginn.
Pöndubirnirnir fjórir voru fluttir
til staðar nálægt höfuðborg héraðs-
ins Kunming þar scm lífslíkur þeirra
eru mciri.
Margar pöndur hafa drepist úti í
náttúrunni vcgna þess að skortur var
á þeim scrstaka bambusviði sem
pöndurnar nærast á.
Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu:
Eiginkona Bora
eignaðist barn
Mexíkó!>or|>-Rcuter
Velibor „Bora“ Milutinovic þjálf-
ari mexíkanska landsliðsins í knatt-
spyrnu hefur ástæðu til að brosa
þessa daganna. Landslið Mcxíkó er
komið í 16 liða úrslit heimsmeist-
arakeppninnar sem fram fer þar í
landi og nú um daginn eignaðist
kona hans, María, fyrsta barn þcirra
hjóna.
Bora sagði í samtali við frétta-
menn að hann væri himinlifandi og
þau hjón hefðu þegar ákveðið að
kalla hina nýfæddu stúlku Darinku
Elenu.
Nokkrar umræður um fæðingu
barnsins hafa farið fram í Mexíkó að
undanförnu. Spáðu margir því að ef
strákur hefði komið í heiminn hefði
hann ugglaust verið skírður Hugo, í
höfuðið á knattspyrnuhetju Mexí-
kana Hugo Sanchez. Hugonafnið hef-
ur stóraukist að vinsældum í Mexíkó
að undanförnu að því er fjölmiðlar
hafa greint frá.
Mexíkanska landsliðið var grýtt
með tómötum og eggjum þegar það
snéri heim úr sneypuför frá heims-
meistarakeppninni í Argentínu
1978. Því er eins gott að Bora brosi
sínu breiðasta þessa daganna því
tapi lið hans í 16. liða úrslitum
keppninnar gæti Bora átt von á að fá
svipaðar matvörur í sig.
Talandi um barneignir. Búast má
við að þeim fækki verulega í Mexíkó
um níu mánuðunt eftir keppnina.
Æstir karlmenn eru víst dauðþreyttir
eftir að hafa horft á boltasparkið og
hafa engan tíma til að sinna konum
sínum heldur leggjast mismunandi
kátir til hvílu um leið og leikjum
líkur.
Líklegt þykir að þcnnan samdrátt
megi grcina í öðrum löndum vegna
beinna sjónvarpsútsendinga frá
kcppninni.
Bandarískir
byssueig-
endursnúa
hlaupinu
einatt öfugt
Boston-Reuter
Bandaríkjamenn scm geyma skot-
vopn á hcimilum sínum eru 37
sinnum líklegri til að nota þau til að
fremja sjálfsmorð heldur en til að
verja sig. Þetta kemur fram í niður-
stöðum nýrrar könnunar sem birtar
voru í gær.
Tveir læknar rannsökuðu nærri
400 einstaklinga sem látist höfðu á
heimilum sínum eftir að hafa fengið
í sig byssuskot. Þeir komust að þeirri
niðurstöðu að þegar byssa var notuð
á heimilum í „sjálfsvamarskyni“ voru
1,3 tilfellanna slysaskot, 4,6 tilfell-
anna voru dráp að yfirlögðu ráði en
37 sinnum oftar var um sjálfsmorð
að ræða.
Læknarnir Arthur Kellermann frá
háskólanum í Washington og Don-
ald Reay frá Seattle rannsökuðu alls
398 dauðatilfclli af völdum byssu-
skota á árunum milli 1978 og 1983.
Öll dauðatilfellin áttu sér stað í
héraði sem telur um 1,3 milljónir
manna.