Tíminn - 14.06.1986, Síða 4
4 Tíminn
r'.f<rJi- 'oh' h >■ irjclviBO' 'P I
Laugardagur 14. júní 1986
Michael J. Fox:
Stjarnan í
„Aftur til
framtíðar“
á aö leika James Cagney í kvikmynd
um ævi hins þekkta leikara
Óvænt kolldýfa nautsins slær nautabanann út af laginu!
Brögðótt
naut!
Nautaat er sem kunnugt er þjóðaríþrótt Spánverja, þó
að útlendingar líti þá tegund sports misjöfnum augum.
Ef allt gengur eins og til er ætlast á viðureignin milli
nautabana og nauts að vera nokkuð jöfn, en þó á hún að
enda með sigri nautabanans, þó að dæmi séu til um
annað.
Ymsar óvæntar uppákomur krydda leikinn og
áhorfendur fylgjast spenntir með ýmsum brögðum
andstæðinganna. Flest þykjast tryggir nautaatsaðdáend-
ur hafa séð til keppenda, en þó kom naut eitt þeim á
óvart á nautaati í Castellon de la Plana á Spáni fyrir
skemmstu. Nautið tók skyndilega undarlega kolldýfu og
sló þar með vopnið úr höndum andstæðingsins, um
stundarsakir a.m.k.! Ekki fara sögur af endalokum
baráttunnar.
Ólíkt hafðist nautið að á ródeókeppni í grennd við
Melbourne í Ástralíu. Par stendur keppnin um hversu
lengi knapanum tekst að halda sér á baki nauts, sem ekki
vill sjá að bera slfka byrði.
Nautinu tókst ætlunarverk sitt fljótlega í þetta skipti
og kastaði George Benbow langar leiðir af baki.
Ródeó eru annars nokkurs konar íþróttamót kúreka í
vesturfylkjum Bandaríkjanna og eiga sér þar langa hefð.
„Hann er sá sem ég vil að lciki mig,“ sagði James Cagney þegar hann
hafði séð Michael J. Fox ■ myndinni „Aftur til fortíðar".
55H/g trúi þessu bara ekki, - að
ég fái að leika sjálfan James Cagn-
ey! Hann hefur alltaf verið
uppáhaldsleikarinn minn,“ sagði
Michael J. Fox stórhrifinn, þegar
Cagney sjálfur hafði hringt til hans
og farið fram á að liann léki í
myndinni.
James Cagney hafði séð Fox í
„Aftur til framtíðar" (Back to the
Future) og var alveg ákveðinn með
það sama, að þarna hefði hann
fundið þann sem hæfði í hlutverk-
ið. „Getið þið ekki séð fyrir ykkur
þennan snaggaralega strák hoppa
um sem „Yankee Doodle Dandy“
eins og ég gerði? Hann er fæddur í
rulluna strákurinn," sagði hinn
aldni leikari.
Peir Michael J. Fox og Cagney
hittust svo í október sl. og fór vel
á með þeim, en nú var heilsan
alveg biluð hjá hinum 86 ára gamla
leikara, svo lítið varð úr fram-
kvæmdum. Hann ráðgerði að fara
til Hollywood og fylgjast með
framgangi myndarinnar, en ekkert
varð úr því.
James Cagney lést síðan 30.
mars s.l. en hann lifði það þó, að
sjá Michael og CBS samþykkja að
gera sjónvarpskvikmynd byggða á
ævi hans.
Myndin á að heita „Hinn ungi
Jimmy Cagney“ og spanna yfir
fyrstu ár Cagneys í kvikmyndun-
um. Áætlað er að hún verði tilbúin
eftir rúmt ár. „Nú fær ný kynslóð
að kynnast James Cagney", segja
þeir hjá CBS sjónvarpsstöðinni.
James Cagney ungur í myndinni
„Yankee Doodle Dandy“.
. t , ./< Upp með
aftur-
%%§*! endann
■ f ' ?'/ ' ■ og burt með kúrekann!
ÚTLÖND 1III1IMÍ
HÖFÐABORG — Desm-
ond Tutu biskup og einn af
leiðtogum baráttumanna gegn
aðskilnaðarstefnu stjórnvalda
í Suður-Afríku átti í gær
óvæntar viðræður við P.W.
Botha forseta landsins. Botha
lýsti yfir neyðarástandi í land-
inu í fyrradag.
MOSKVA — Sovéska frétta-
stofan Tass sagði neyðar-
ástandslögin sem sett voru á í
Suður-Afríku sýna „örvinglan
dauðadæmdrar stjórnar.“
BONN — Stjórnvöld í Vestur-
Þýskalandi ætla að hvetja Suð-
ur-Afríkustjórn til að aflétta
neyðarástandslögunum og
leysa alla þá úr haldi sem
haldið er föstum í nafni þeirra.
Heimildir hermdu þó að stjórn-
in muni ekki taka neina einhliða
ákvörðun um efnahagslegar
refsiaðgerðir gegn stjórn Suð-
ur-Afríku.
LUNDÚNIR — Bresk stjórn-
völd eru nú undir miklum þrýst-
ingi frá öðrum samveldislönd-
um um að taka upþ efnahags-
legar refsiaðgerir gegn stjórn
Suður-Afríku. Bretland er eina
ríki Samveldisbandalagsins
sem hingað til hefur neitað að
taka upp sameiginlegar refsi-
aðgerðir gegn stjórn hvíta
minnihlutans í Suður-Afríku.
NÝJA DELHI — Hófsamir
síkhar neituðu í gær að sam-
þykkja eitt af höfuðatriðum
Punjabsáttatillagnanna um
landaskipti við nágrannahér-
aðið Haryana. Neitun þessi er
talin mikið áfall fyrir ríkisstjórn
Rajiv Gandhis sem lagði fram
sáttatillögurnar.
BEIRÚT — „Herbúðastríðið"
I Beirút hélt áfram í gær og var
notast bæði við skriodreka og
þungar vélbyssur. Reynt var
að ná sáttum milli stríðandi
fylkinga í Sýrlandi í gær.
RÓM — Að sögn bandarískra
embættismanna munu ítölsk
og bandarísk stjórnvöld skrifa
undirsáttamálasíðar í þessum
mánuði er fjallað um varnir
gegn hryðjuverkum.
MANILA — Jose Fernandez
yfirmaður Aðalbankans á
Filippseyjum sagði efnahags-
horfur í landinu hafa batnað
verulega eftir að Marcos fyrr-
um forseti flúði landið. Fern-
andez sagði merki um framfarir
þegarsjáanleg áFilippseyjum.
MADRÍD — Stjórn sósíalista
á Spáni fordæmdi neyðar-
ástandslögin sem sett voru á í
Suður-Afríku og hvatti til þess
að stjórnvöld í ríkjum heimsins
tækju upp viðræður við fulltrúa
svarta meirihlutans í landinu.