Tíminn - 14.06.1986, Síða 6
Tiinitin
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Rifstjóri:
Aöstoöarritstjóri:
Fréttastjóri:
Aöstoöarf réttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
Guömundur Hermannsson
EggertSkúlason
Steingrí mur G íslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
Ábyrgðarleysi að hlaupa
frá hálfnuðu verki
Þær raddir gerast æ háværari aö kosiö verði til
Alþingis fyrr en kjörtímabilinu lýkur. Svo sem kunnugt
er rennur kjörtímabil ríkisstjórnarinnar út næsta vor en
nú velta menn því fyrir sér hvort kosið verði fyrr jafnvel
í haust.
Einkanlega virðist það vera sjálfstæðismenn sem vilja
flýta kosningum. Þannig hefur Vilhjálmur Egilsson
formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og hag-
fræðingur Vinnuveitendasambandsins lýst því yfir opin-
berlega að það sé eindregin skoðun hans að Alþingis-
kosningar fari fram innan fárra mánaða og í D.V. sl.
fimmtudag er fullyrt eftir heimildum þess blaðs að flestir
eða allir helstu forystumenn Sjálstæðisflokksins séu
fylgjandi því að kosið verði í október.
Sé þetta rétt hlýtur það að vekja athygli og þá
spurningu hvers vegna sjálfstæðismenn treysta sér ekki
til að halda út kjörtímabilið.
bað hefur ekki farið framhjá neinum að sá kjarasátt-
máli sem gerður var í febrúar sl. mælist vel fyrir hjá
launþegum og þjóðinni allri.
Árangur hans er að koma betur og betur í ljós með
ört lækkandi verðbólgu og minnkandi viðskiptahalla.
Allar horfur eru á að ytri skilyrði verði þjóðinni áfram
hagstæð og því engin ástæða til annars en að ætla að
markmið ríkisstjórnarinnar um að koma verðbólgunni
niður fyrir 10% muni takast. Pá mun kaupmátturinn
halda áfram að aukast og lífskjör batna enn frekar.
Við gerð kjarasáttmálans tók ríkissjóður á sig miklar
skuldbindingar sem hann verður að standa við. Af þeim
sökum er staða ríkissjóðs nú erfið. Pað mátti Vilhjálmi
Egilssyni hagfræðingi V.S.Í. og öðrum sjálfstæðismönn-
um vera ljóst þegar samningarnir voru undirritaðir.
Fjármálaráðherra, Þorsteini Pálssyni ber að leggja
fram fjárlög og þótt erfitt sé að koma þeim saman
verður það að teljast léleg frammistaða fjármálaráð-
herra og flokks hans að heykjast á því verkefni.
Til að bæta stöðu ríkissjóðs þurfa að koma til
ákveðnar aðgerðir m.a. mun betri skattheimta og
aukinn sparnaður í ríkiskerfinu.
Framsóknarflokkurinn hefur lýst þeirri skoðun sinni
að þeir eintaklingar sem mest bera úr býtum verði að
taka á sig auknar byrgðar, og hefur m.a. bent á
sérstakan stóreignaskatt í því sambandi.
Pá hefur Framsóknarflokkurinn marg oft bent á
aukinn sparnað ríkisins og er tilbúinn til að ræða í því
sambandi ýmsa möguleika, s.s. sparnað í stjórnkerfinu
og frestun á opinberum framkvæmdum um einhvern
tíma.
Framsóknarflokkurinn er tilbúinn til að taka fullan
þátt í að ræða þá möguleika sem fyrir hendi eru til að
jafna halla fjárlaga í áföngum og sér ekki ástæðu til að
gefast upp við það verkefni.
Jafnframt má telja það svik við þá aðila sem
kjarasáttmálanum stóðu að hlaupa nú frá þeirri ábyrgð
sem stjórnvöld tóku á sig við gerð hans.
Hitt má öllum aftur á móti vera alveg ljóst að
Framsóknarflokkurinn óttast ekki kosningar hvort held-
ur þær verða fyrr eða seinna.
Störf hans í ríkisstjórn sýna að hann hefur tekið
ábyrgt á þeim málaflokkum sem hann hefur með
höndum. Árangur af góðri stjórnun er að koma í ljós
sem þjóðin metur að verðleikum.
6 Tíminn
Laugardagur 14. júní 1986
GARRI
Óvæntur sigur í hvalveiðii
í fyrradag unnu íslendingar
óvænlan sigur á fundi alþjóðahval-
veiðiráðsins í Malmö. Með fortöl-
um, ýtni og með lagni tókst íslensku
sendinefndinni undir forsæti Hall-
dórs Ásgrímssonar, sjávarútvegs-
ráðherra, að ná fram breytingum á
ályktunartillögu um veiðar hvala í
vísindaskyni, en fyrir frant hafði
henni verið spáð öruggu meiri-
hlutafylgi.
Sigur íslands fclst í því að fellt
var niðttr ákvæði tillögunnar, sem
bannaði að afurðir af hvölum, sent
veiddir verða í vísindaskyni, yrðu
seldar á alþjóðlegum markaði. í
stað þess var fallist á það orðalag
að afurðirnar yrðu fyrst og fremst
til neyslu á heimamarkaöi. Þetta
orðalag gerir okkur kleift að flytja
út 1500-2000 tonn af hvalkjöti sem
er umfrain innanlandsneyslu, en
hún er áætluö 250-300 tonn. Talið
er víst að Japanir ntuni kaupa allt
það kjöt, sem til fellur umfrant
innanlandsneyslu á þessu árí.
Útflutningsbanmð fellt
niður
Ef upphaflega orðalag tillögunn-
ar um bann við útflutningi hvala-
afurða hefði verið samþykkt, hefðu
islendingar komist í erfiða stöðu.
Með því að hlýða því banni hcfðu
hvalarannsóknir íslendinga nánast
orðið úr sögunni. Þá var fjárhags-
grundvöliur þeirra brostinn. Þessu
tókst að afstýra.
Ekki á sléttum sjó
Þar með er ekki sagt, að íslend-
ingar sigli sléttan sjó og í friði við
þessar vísindaveiðar sínar. Haft er
eftir talsmannai Monitor-samtak-
anna, sem samræmir aðgerðir utn
30 náttúruvcrndarsamtaka í
Bandaríkjunum, að hvalvciðar fs-
lendinga séu ekkert annað en „vís-
indalcgt vændi.“ Sagði hann að
VÍTT OG BREIT
íslendingar ættu eftir að bíta úr
nálinni í þessu máli. Hann fullyrti
að Japanir og Norðmenn myndu
hætta hvaiveiðum á þessu sumrí
vegna efnahagslegra refsiaðgerða
Bandaríkjastjórnar og Rússar
myndu hætta fyrir lok þessa árs.
Hann fullyrti ennfremur að Japanir
myndu hætta að kaupa íslenskt
hvalkjöt.
Staða Norðmanna og ís-
lendinga
Ofannefndir spádómar talsm-
anna Monitor samtakanna eru
ekki líklegir til að rætast á þessu
ári. Best er þó að vera við öllu
búinn. Afstaða Bandaríkjastjórnar
er mjög harkaleg í þessu máli og
Ronald Reagan hefur opinberlega
lýst yffir andstöðu við hvalveiðar.
Munurinn á stöðu Norðmanna
og íslendinga í þessu máli er sú, að
íslendingar samþykktu bann við
hvalveiðum frá og mcð 1986, en
Norðmenn ekki. Vísindaveiðar ís-
lendinga cru heimilaðar og ráð
fyrir þcint gert í stofnskrá og sam-
þykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Hvalveiðar Norðntanna eru því í
andstöðu við samþykkt alþjóða-
hvalveiðiráðsins en veiðar Islend-
inga ekki.
Segja vísindarannsókn-
irnar yfirskin eitt
Eins og Jakob Jakobsson, for-
stjóri Hafrannsóknarstofunarinn-
ar, sagði þá er vandi íslendinga í
þessu máli sá, hve útbreidd sú
skoðun er, að vísindalegi tilgangur
hvalveiða íslendinga sé yfirskin
eitt.
Skynsemi ráði
í þessu máli verður skynsemi
okkar að halda velli. Verði gripið
til efnahagslegra refsiaðgerða gegn
íslendingum og tttikil vægasti mark-
aður okkar, Bandaríkjamarkaður,
scttur í hættu, verður kait mat en
ekki æstar tilflnningar að ráða í
þeirri stöðu, þá verða heildarhags-
munir þjóðarinnar að ráða því,
hvort okkur sé meira í hag að halda
áfram vísindarannsóknum á hvöl-
um eða halda mikilvægasta og
stærsta markaði okkar fyrir fisk-
afurðir.
Garri.
Klám og klúður
Ekki horfir björgulega í kynferð-
ismálunum um þessar mundir.
Verið er að reyna að koma ein-
hverri skipulagningu á lauslætið en
úr því verður ekkert annað en
klám og klúður og það er ekki einu
sinni hægt að halda hjálpartækja-
versluninni innan almennra vel-
sæmismarka.
Mánaðarrit, vikublað og dag-
blað keppast við að flytja roku-
fréttir af athafnamönnum sem virð-
ast hafa það að markmiði og at-
vinnu að miskunna sig yfir fólk sem
býr við kynsvelti. Þeir hafa ráð á
hverjunt fingri og ef marka má
blaðafréttir geta allir fengið eitt-
hvað við sitt hæfi, hafi þeir efni á.
Kaupmaður sem höndlar með
hjálpartæki ástarlífsins, eins og
apparötin eru kölluð í auglýsingum
segir í viðtali: „Ef fólk sér illa fer
það til augnlæknis. Ef það heyrir
illa fer það til eyrnalæknis. Ef það
á í einhverjum vandræðum með
kynlífið kemur það til mín.“ En
ekki virðast hjálpartækin einhlýt
til svölunar kynfýsnum því nú er sá
orðrómur uppi að hægt sé að
kaupa sér rekkjunauta til skyndi-
brullupa og eru jafnréttislögin
hvergi brotin í þeirn viðskiptum.
Allt byrjaði þetta á tískusýning-
um þar sem nýmæli í pungböndum
og uppihöldurum sokkabanda voru
sýnd á skemmtistöðum, en þeir eru
helsti vettvangur tískusýninga.
Þetta varð að hreinu fári í fjölmiðl-
um um skeið. Svo dofnaði athyglin
og kynlífið lullaði sinn vanagang,
með eða án hjálpartækja.
En nú hafa naskir fréttahaukar
komist á snoðir um að farið sé að
selja hjálpartæki ástarlífins af holdi
og blóði og þykja firn mikil.
Athafnamennirnir sem seldu
nærhöldin og verksntiðjuframleidd
hjálpartæki eru nú skildir að skipt-
um og keppast við að lýsa yfir í
blöðunr að þeir séu sálsjúkir klám-
hundar og melludólgar. Rann-
sóknarblaðamenn komast á flug-
stig og panta stráka og stelpur á
víxl til að sanna að skipulagt vændi
þrffist hér á landi og til að fréttirnar
standi undir fyrirsögnum.
Rætt er við hina og þess aðila út
og suður, fátt eitt er staðfest og
kjánalegar yfirlýsingar flæða um
síðurnar. Svo virðist sem til hafi
staðið að opna hjálpartækjaverslun
við Laufásveg er henni var valin
nafngiftin klámbúlla, og gefið í
skyn að þar væri jafnvel ósiðlegt
ástarhreiður í uppsiglingu. Nú mun
leigusamningi sagt upp og öðruvfsi
búlla koma í staðinn.
Öll þessi mál sýnast í algjörum
handaskolum. Ef það er rétt að til
stæði að koma skipulagi á kynsvelt-
ið og lauslætið sýnast allar þær
athafnir vera tómt klúður og
klaufaskapur og helst til þess falln-
ar að leyfa þeim málgögnum sem
svoleiðis smekk hafa, að velta sér
upp úr.
Það sem einkurn þykir fréttnæmt
virðist að íslendingar eru farnir að
stunda kroppasýningar og jafnvel
að hafa tekjur af landlægu lauslæti.
Hitt er dálítið athyglisvert að litlum
tíðindum þykir sæta, að á sama
tíma og á sömu stöðum og híalins-
sýningarnar fara fram, stunda er-
lendir „skemmtikraftar" sams kon-
ar iðju. Þeldökkir karlar og konur
iðka list sína á kvenna- og karla-
kvöldum án þess að siðvandi rann-
sóknarblaðamenn þyki það frá-
sagnavert.
Yfirleitt er það talið almennt
siðgæði að bera ekki kynferðislífið
Nærfatasýningarnar fóru vel af
stað.
á torg. Það kemur ekki öðrum við
en þeim sem slá í tveggja manna
spil, nú, eða þeim sem orðið hafa
sér úti um hjálpartæki úr verk-
smiðju, og leggja sinn kapal.
Vera má að íslendingar séu
d^uðhreinsaðir af allri synd og svo
siðprúðir að þeir mega ekkert klúrt
sjá. En ósköp er öll þessi mikla
fjölmiðlaumfjöllun um opinberun
lauslætisins kauðsk. En það er
varla nema von því svo frámuna-
lega hallærislega er að öllum mál-
um staðið af hálfu þeirra sem eru
að reyna að gera sér mat úr kyn-
sveltinu að úr verður ekkert annað
en klám og klúður.
OÓ.