Tíminn - 14.06.1986, Qupperneq 15

Tíminn - 14.06.1986, Qupperneq 15
Laugardagur 14. júní 1986 Tíminn 15: BRIDGE Heimsviöburöur í bridge í dag: Hundrað þúsund manns spila sömu spil í einu - Deng Ziaoping veröur meðal þátttakenda Deng Xiaoping, leiðtogi Kín- verja, verður einn af um 100.000 manns út um allan heim sem í dag setjast við spilaborðið og taka þátt í sérstöku bridgemóti þar sem allir keppendur spila sömu spilin á sama tíma. Mótið hefst kl. 18.00 að ís- lenskum tíma en Deng og hans félagar verða að rífa sig fram úr eldsnemma á sunnudagsmorgni að þeirra tíma. Mót þetta hefur vakið talsverða athygli og helstu fréttastofur heims hafa fjallað um það í skeytum sínum, ekki síst fyrir það að Deng, sem nú er orðinn 82 ára gamall, skuli taka þátt. Þá þykir það ekki síður for- vitnilegt, að Omar Sharif kvik- myndaleikari mun hafa umsjón með því að kynna úrslitin. Annars sjá franska bridgesambandið og alþjóða bridgesambandið um að halda mótið. Spilamennska hefst samstundis í yfir sjötíu löndum og um leið og henni lýkur verða úrslitin í hverjum riðli send til Parísar þar sem útreikn- ingur fer fram. Riðlarnir eru mis- munandi margir í hverju landi. Nokkrar borgir, t.d. Tókíó, Ottawa, Búkarest, Canberra og fleiri, hafa sérstaka riðla fyrir diplómata og starfsmenn utanríkisþjónustu til að starfslið hinna ýmsu sendiráða geti kynnst betur. Sumstaðar eru einnig sérstakir riðlar fyrir börn 16 ára og yngri. Forseti alþjóða bridgesambands- ins, Jaime Ortiz-Patino, segir í sam- tali við Reuterfréttastofuna að þessi keppni sé aðallega ætluð til að vekja áhuga almennings á bridgeíþrótt- inni, og bæta við bridgemönnum í hóp þeirra 50 milljóna manna sem þegar spila reglulega út um allan heim. „Ut um allan heim eru bridgespilarar að setjast að vinsam- legri baráttu við bridgeborðin og yfirvinna um leið tálmanir, sem landamæri, menning, aldurogfötlun setur þeim ella,“ segir Jaime í sam- tali við Reuters. fslenska bridgesambandið tekur ekki þátt í þessu móti og var sú ákvörðun tekin aðallega vegna þess að ekki var talið að þátttaka fengist í miðjum júní. Sú ákvörðun er nú undarleg í Ijósi þess að á annað hundrað manns spila vikulega í sumarbridge í Reykjavík einni. Bikarkeppni Bridgesambands íslands: Eftirtöldum leikjum 1. umferðar Bikar- keppni Bridgesambandsins er lokið: Sveit Aðalsteins Jónssonar Eskifirði vann sveit Ragnars Jónssonar Kópavogi. Þeir aust- anmenn brugðu sér svo vestur til Grund- arfjarðar, til keppni við sveit Ragnars Haraldssonar í 2. umferð og sigruðu einnig, svo Aðalsteinn og co. eru fyrsta sveitin til að tryggja sér rétt í 16 liða úrslitin. Sveit Ólafs Valgeirssonar Hafnarfirði vann sveit Jónasar Jónssonar frá Reyðar- firði í jöfnum leik, þar sem spaðadrottn- ing ku hafa leikið aðalhlutverícið (þar sem hún lá undir borði í síðustu lotunni hjá Jónasar-mönnum). Sveit Jóns Haukssonar frá Vestmanna- eyjum (með heimaleiki í Reykjavík, vegna skipan sveitarinnar, en í henni er ekki ófrægari kappi en Jói Sigló) lagði sveit Jörundar Þórðarsonar Reykjavík að velli. Sveit Sigfúsar Arnar Árnasonar Reykjavík vann sveit Valdimars Gríms- sonar nokkuð örugglega. Þeir Sigfús og Ólafur Valgeirsson mætast í 2. umferð. Sveit Guðjóns Einarssonar Selfossi fór illa með Trésíldarmenn frá Reyðarfirði og spilar því við sveit Kristjáns Guðjóns- sonar frá Akureyri í 2. umferð. Sveit Sigmundar Stefánssonar Reykja- vík fór einnig illa með sveit Valtýs Pálssonar frá Selfossi og mætir því DELTA-mönnum í 2. umferð. Sveit Bernódusar Kristinssonar frá Reykjavík vann sveit Erlu Sigurjónsdótt- ur frá Hafnarfirði og mætir sveit Gríms Thorarensen frá Kópavogi, sem vann sveit Halldórs Tryggvasonar frá Sauðár- króki örugglega í 2. umferð. Sveit Pólaris frá Reykjavík vann sveit Jóns Aðalls frá Borgarfirði eystri, með all miklum mun, eftir jafna byrjun. Sveit Ásgríms Sigurbjörnssonar frá Siglufirði vann sveit Þórðar Sigfússonar frá Reykjavík í jöfnum leik. Og loks vann Hörður bakarameistari Pálsson frá Akranesi sveit Ferðaskrifstofu Akureyrar, eftir miklar sviptingar í lokin. Með Herði eru gamlar kempur ofan af Skaga, eins og Oliver Kristófersson, Þrá- inn Sigurðsson o.fl. 16 leikjum er þá ólokið í 1. umferð. Áður hefur verið sagt frá því að sveitir DELTA og Ásgeirs P. Ásbjörnssonar unnu sína leiki í 1. umferð. Fyrirliðar eru vinsamlegast minntir á að greiða keppnisgjaldið, sem er kr. 4.000 pr. sveit, hið fyrsta til Bridgesam- bandsins. Einnig að hafa samband eftir hvern leik og tilkynna úrslit, svo og nöfn þeirra sem spiluðu hverju sinni. Minnt er á að leikjum í 2. umferð skal vera lokið fyrir 16. júlí nk., en þá verður dregið í 3. umferð Bikarkeppni Bridgesambandsins. Ómar Sharif ætlar að tilkynna úr- slitin sem sennilega verða ráðin á niorgun. Glæný meistarastig sjá dagsins Ijós 1 vikunni lauk meistarastigaskráningu hjá Bridgesambandi íslands á stigum áunnum fram til 15. maí 1986. Á skrá eru hátt í 3.000 spifarar í 47 félögum innan vébanda BSÍ. Skiptingin er þannig: 17 hafa hlotið stórmeistara- nafnbót (500 stig eða meir). 56 hafa hlotið spaðanafnbót (150-499 stig). 125 hafa hlotið hjartanafnbót (50-149 stig). 284 hafa hlotið tígulnafnbót (15-49 stig). 370 hafa hlotið laufnafnbót (2-14 stig) og 1341 eru án nafnbótar (undir 2 stigum). Flestir eru á skrá hjá B.Akureyrar 162. Hjá B. Reykjavíkur eru 140 á skrá. Hjá Breiðfirðingum í Reykjavík eru 113 á skrá, hjá B. Suðurnesja eru 106, hjá B. Kópavogs eru 101, hjá B. Breiðholts eru 98 á skrá, B. Skagfirðinga Reykjavík eru 96 á skrá, hjá B. Akraness eru 92 á skrá og loks hjá Sauðkræklingum eru 90 á skrá. Og efstu spilarar samtals yfir landið eru: 1. Þórarinn Sigþórsson Reykjavík 1009 2. Jón Baldursson Reykjavík 929 3. Sigurður Sverrisson Reykjavík 857 4. Ásmundur Pálsson Reykjavík 819 5. Guðlaugur R. Jóhannsson Reykjavík 818 6. Öm Arnþórsson Reykjavík 812 7. Valur Sigurðsson Reykjavík 785 8. Símon Símonarson Reykjavík 725 9. Jón Ásbjörnsson Rcykjavík 675 10. Guðmundur Páll Amarson Reykjavík 622 11. Karl Sigurhjartarson Rcykjavík 617 12. Hörður Amþórsson Reykjavík 592 13. Guðmundur Sv. Hermannsson Reykjavík 589 14. Guðmundur Pétursson Reykjavík 543 15. Stefán Guðjohnsen Reykjavík 514 16. Sævar Þorbjörnsson Danmörk 511 17. Hjalti Elíasson Reykjavík 507 18. Aðalsteinn Jörgensen Hafnarfirði 434 19. Bjöm Eysteinsson Hafnarfirði 421 20. Óli Már Guðmundsson Reykjavík 392 Nýju meistarastigin voru send í pósti til allra félaga innan Bridgesambandsins í vikunni. Spilarar geta haft samband við formann sinn til nánari upplýsinga um eigin stig. Oski einhver eftir leiðréttingum á skránni eru þeir beðnir um að hafa samband við skrifstofu BSÍ. Vakin er athygli á því, að all nokkur félög innan Bridgesambandsins hafa ekki enn skilað inn stigum fyrir síðasta starfsár. Er það afar leitt fyrir spilara í viðkomandi félagi, en við engan að sakast nema eigin félaga. Það ætti ekki að þurfa að brýna það fyrir forráðamönnum, að skráning stiga er ein af frumskyldum þeirra sem taka að sér rekstur bridgefé- iaga, svo og að koma þeim af sér til skráningar hjá Bridgesambandinu. Ný meistarastigaskrá mun sjá dagsins Ijós í janúar 1987. Skilafrestur félaganna fyrir þann tíma verður auglýstur nánar síðar. Sumarbridge Stöðugt eykst þátttaka í Sumarbridge 1986 að Borgartúni 18. Sl. þriðjudag mættu 42 pör til leiks, sem er mesta þátttaka á þriðjudegi frá upphafi. Spilað var í þremur 14 para riðlum og urðu úrslit þessi (efstu pör): A) Eyjólfur Magnússon - Steingrímur Þórisson 210 Arnór Ragnarsson - Baldur Bjartmarsson 191 Murat Serdar - Þorbergur Ólafsson 181 Guðmundur Aronsson - Sigurður Ámundason 176 B) Júlíus Snorrason - Sigurður Sigurjónsson 203 Anton Haraldsson - Ulfar Kristinsson 188 Karen Vilhjálmsdóttir - Þorvaldur Óskarsson 183 Magnús Ólafsson - Páll Bergsson 181 C) Lárus Hermannsson - Gunnar Þorkelsson 213 Ragnar Ragnarsson - Stefán Oddsson 206 Sveinn Sigurgeirsson - Sveinn Þorvaldsson 187 Gunnar Þórðarson - Sigfús Þórðarson 169 Og efstu spilarar í þriðjudagskepninni eru: Anton Haraldsson og Úlfar Kristins- son með 60 stig. Lárus Hermannsson 53 stig. Guðmundur Aronsson 51 stig og Sigfús Þórðarson og Gunnar Þórðarson með 43 stig og Jóhann Jóelsson 42 stig. Á fimmtudag mættu svo 58 pör til leiks, þannig að parafjöldinn þessa vikuna náði 100 para markinu. Spilað var í 4 riðlum og urðu úrslit þessi: A) Murat Serdar - Þorbergur Ólafsson 248 Véný Viðarsdóttir - Dúa Ólafsdóttir 240 Eyjólfur Magnússon - Steingrímur Þórisson 233 Guðmundur Kr. Sigurðsson - Steingrímur Steingrímson 230 B) Þórður Sigurðsson - Valtýr Pálsson 198 Ásthildur Sigurgísladóttir - Lárus Arnórsson 170 Gunnar Þórðarson - Sigfús Þórðarson 166 Eyþór Pétursson - Lúðvík Wladiek 165 C) Bernódus Kristinsson - Þórður Björnsson 208 Jacqui McGreal - Þorlákur Jónsson 192 Esther Jakobsdóttir-Valgerður Kristjónsdóttir 183 Anton R. Gunnarsson - Ari Konráðsson 177 Rósa Þorsteinsdóttir - Ragnar Þorsteinsson 177 D) Ríkharður Steinbergss. - Steinberg Ríkharðss. 194 Hermann Lárusson - Páll Valdimarsson 188 Bergur Ingimundarson - Axel Lárusson 181 Björn Jónsson - Þórður Jónsson 166 Og efstu spilarar í fimmtudagskeppn- Deng Xiaopeng, leiðtogi Kínverja, er kunnur hridgespilari og samtök bridgefréttamanna kusu hann bridgcspilara ársins fyrir nokkrum árum. Kínverjar litu þó þessa bakteríu leiðtogans hornauga lengi vel og töldu hana merki um spillingu. En eftir að Deng komst til valda á ný 1978 hefur Kína hægt og bítandi stefnt að því að komast í hóp bestu bridgeþjóða heims. Á þessari mynd sést Dcng spila við nokkra félaga sína á bridgemóti 1984. inni eru: Ásthildur Sigurgísladóttir og Lárus Arnórsson 77stig. Murat Serdar og Þorbergur Ólafsson 59 stig. Magnús Asp- elund og Steingrímur Jónasson 44 stig. Anlon R. Gunnarsson 43 stig. Guð- mundur Kr. Sigurðsson 42 stig. Að sjálfsögðu verður ckki spilað næsta þriðjudag, sem er 17. júní, en Sumar- bridge heldur áfram af fullum krafti næsta fimmtudag Bridgedeild Skagfirðinga Þátttaka í sumarbridge deildarinnar cr með miklum ágætum t.d. var spilað í tveimur riðlum 16 og 14 para þriðjudag- inn 10. júní. Úrslit: A) A Dúa Ólafsdóttir - Véný Viðarsdóttir 187 Svava Ásgcirsdóttir - Þorvaldur Matthíasson 176 Guðmundur Samúelsson - Samúel Samúelsson 171 Erla Erlendsdóttir - Kristfn Jónsdóttir 17(1 B) Hulda Hjálmarsdóttir - Þórarinn Andrcwsson 255 Högni Torfason - Sigmar Jónsson 251 Guðm. Kr. Sigurðs. - Erlendur Björgvinss. 237 Steingrímur Jónasson - Þorfinnur Karlsson 234 Efst eftir 5 kvöld eru: Hulda Hjálmarsdóttir 7,5 Þórarinn Andrcwsson 7,5 Sigmar Jónsson 7 Ármann Lárusson 5 Helgi Nýborg 5 Ekki verður spilað 17. júní og verður því kcppninni fram haldið þriðjudaginn 24. júní. Spilað er í Drangey. Sveit Gunnlaugs Norðurlandsmeistari Sveit Gunnlaugs Guðmundssonar frá Akureyri vann Norðurlandsmótið í svcitakeppni scm fram fór á Siglufirði fyrir skömmu. Alls mættu 19 svcitir til leiks og spiluðu 7 umferðir eftir Monr- adkcrfi. Það voru sveitir Gunnlaugs og Boga Sigurbjörnssonar sem börðust um sigur- inn og fyrir síðustu umferð hafði sveit Gunnlaugs eins stigs forskot: á sveit Boga. Sfðasta umferðin reyndist Siglfirð- ingunum síðan crfið og þcir töpuðu sínum leik 13-17 mcðan sveit Gunnlaugs vann 24-6. ( sigursveitinni spiluðu Hreinn Elliða- son, Friðfinnur Gíslason, Stefán Ragn- arsson, Pétur Guðjónsson, Magnús Aðal- björnsson og Gunnlaugur Guðmundsson. Lokaröðin varð þessi: Gunnlaugur Guðmundson Akureyri 148 Bogi Sigurbjörnsson Sigiufirði 136 Jón Stefánsson Akureyri I28 Reynir Pálsson Fljótum H6 Sparisjóður Glæsibæjarhrcpps Il3 Ó.Þ. Kljútum. RIKISUTVARPIÐ Ríkisútvarpið Hijóðvarp minnir á, að skiiafrestur í verð/aunasamkeppni þess um hijóðvarpsieikrit er tii 15. september nœstkomandi. Verkin sku/u send/eik/istardei/c/ Hijóðvarps, pósthóif 120, í umstagi merktu Leikritasamkeppni Ríkisútvarpsins 1986. Verkin eiga að vera undir duinefni og rétt nafn höfundarað fyigjameð í iokuðu ums/agi. Leikritin sku/u vera frumsamin, hvergihafa verið birt áður ogmiðað við aðþauséu40-60mínúturífiutningi. Fyrstu verðiaun í samkeppninni verða ekkiiœgrien kr. 200.000, en ai/s hefur dómnefnd kr. 350.000 tii ráðstöfunar. R/K/SUTVARPiÐ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.