Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 18
Utboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð
Norðfjarðarvegar milli Neðstubrúar og
Hryggsels. (Lengd 6,7 km, fylling 55.000 m3,
skeringar 30.000 m3, burðarlag 50.000 m3). Verki
skal lokið 1. júlí 1987. Útboðsgögn verða afhent
hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Reykjavík
(aðalgjaldkera) frá og með 18. júní nk.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 30. júní 1986.
Vegamálastjóri
VEGAGERÐIN
'// ÍV/M&
VEGAGERÐIN
Járnsmiður
óskast
Vegagerð ríkisins óskar að ráða járnsmið hið
fyrsta til starfa í járnsmiðjunni í Grafarvogi.
Upplýsingar veitir Ingimar Sigurðsson í síma
91-681130 eða í síma 91-40232 eftir lok vinnu-
tíma.
Vegamálastjóri
^ Blönduóshreppur
Sveitarstjóri
Starf sveitarstjóra á Blönduósi er laust til umsókn-
ar. í boði eru góð laun, góð vinnuaðstaða og
starfinu fylgir nýtt einbýlishús. Upplýsingar um
starfið veitir sveitarstjóri í síma 95-4181 á skrif-
stofutíma eða heima í síma 95-4413. Umsóknir
þar sem fram komi upplýsingar um aldur, menntun
og fyrri störf berist skrifstofu Blönduóshrepps fyrir
fimmtudaginn 26. júní 1986.
Sveitarstjóri Blönduóshrepps
••vV“»Í*
Fóstrur
Fóstra óskast í heilt starf við leikskóla frá 25. ágúst
nk. eða eftir samkomulagi. Hlutastarf kemur einnig
til greina. Góð vinnuaðstaða. Nánari upplýsingar
veita forstöðumenn í síma 93-2663. Skriflegar
umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist undirrituðum fyrir 24. júní.
Féiagsmálastjóri
Kirkjubraut 28
300 Akranesi sími 93-1211
Félagsmálastjóri
Hér með er auglýst laust til umsóknar' starf
félagsmálastjóra hjá Akraneskaupstað. Háskóla-
menntun á félagsmálasviði æskileg. Nánari upp-
lýsingar um starfssvið og kjör veitir bæjarstjóri.
Umsóknarfrestur er til 30. júní n.k.
Bæjarstjórinn á Akranesi.
^ Kjötiðnaðarmaður
Kaupfélag V-Húnvetninga óskar eftir að ráða
kjötiðnaðarmann, til að veita forstöðu kjötvinnslu
kaupfélagsins.
Húsnæði fyrir hendi.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist kaupfélagsstjóra, er veitir nánari
upplýsingar um starfið.
Umsóknarfrestur til 25. þessa mánaðar.
Kaupfélag V-Húnvetninga
18 Tíminn
Laugardagur 14. júní 1986
MINNING
Kristinn Einarsson
kaupmaður
Fæddur 6. desember 1896
Dáinn 31. maí 1986
Ég á margar ánægjulegar minning-
ar um sambúð við afa minn, Kristin
Einarsson kaupmann, bæði frá
sumarbústað þeirra afa og ömmu við
Elliðavatn og heiman úr Barmahlíð
8, þar sem þau bjuggu, afi og amma,
á hæðinni fyrir neðan okkur mömmu
mestöll mín bernskuár; og var afi þó
kominn hátt á sextugsaldur þegar ég
fyrst man til hans. Honum varfáein-
um mánuðum vant í níunda tuginn
þegar hann lést nú fyrir skömmu.
Sólríkir dagar við bústaðinn - það
er því líkast sem alltaf hafi verið
sólskin þá - lágvaxinn maður, glað-
legur á stanslausum erli við að
hagræða nytjajurtum og trjáplöntum
í landinu. Afi var alltaf að klippa
trén. Undarlegt þótti mér þá að þó
afi væri alltaf að klippa gerðist
skógurinn æ erfiðari yfirferðar. Afi
felldi aldrei lifandi tré.
Ég var mörg surnur í sveitinni hjá
afa og ömmu. Vappaði um landið
með afa. Hver blettur átti sitt nafn.
Þar var steinninn Golíat, Töfragarð-
urinn, Panamaskurðurinn og
Meyjarsæti. Og eyjan Hónólúlú sem
afi hlóð útí vatni. Við fylgdumst
með varpi fuglanna og ungunum þar
til þeir urðu fleygir. Hann kenndi
mér nöfn blóma og fugla og þegar
sumri tók að halla, stjarnanna á
himinhvolfinu. Amma sá um
skrautjurtirnar og hafði ærinn starfa
því garðarnir voru margir. Oft var
gestkvæmt og glatt á hjalla þá. í
minningunni er amma alltaf að baka
pönnukökur eða annað góðgæti.
Ég minnist stundanna sem ég
eyddi á kontórnum hans afa, sem
svo var kallaður, í Barmahlíðinni.
Þar sat hann löngum við vinnu á
kvöldin og ég dundaði innan unt
hina skringilegustu hluti eins og í
ævintýraveröld, lundaháfur stóð út í
horni án þess ég vissi nokkurn tíma
hvers kyns var - og biluðu vekjara-
klukkurnar - mamma keypti jafnan
nýja þegar sú gamla bilaði og bið
varð á að hinar kæmu úr viðgerð;
hinir ýmsu viðskilamunir úr vöru-
sendingum til leikfangaverslunar-
innar sem hann rak og hafði gert allt
frá því 1918. Og ég fékk að skoða
stóru biblíuna með myndunum.
Afi kunni ógrynni af þulum,
gátum, kvæðum og ævintýrum og
fengum við krakkarnir óspart að
njóta. Hann var ekki gefinn fyrir
nútímabókmenntir, fornsögur og
rímur voru meira að hans skapi.
Best gæti ég trúað að sögurnar hans
og kvæðin hafi átt þátt í því að ég
fékk áhuga á bókmenntum og sagna-
arfi okkar.
Afi átti athafnasama ævi, bæði í
starfi og skemmtun. Fór sínar eigin
leiðir við hvort tveggja, sást stundum
ekki fyrir þegar framkvæmdahugur-
inn var sem mestur, fylgdi fram af
djörfung ákvörðunum sínum oft á
tíðum, án þess að hafa lagt þær fyrir
fleiri en sína nánustu. Farsæll þrátt
fyrir eða vegna þess arna; hugdettu-
samur og þó gæddur nægilega miklu
raunsæi og hyggindum til að sækja
sér þangað lífsbjörg sem mestar
líkur voru á henni og haga seglum
eftir þeim vindum sem þar blésu. Og
naut samfylgdar eiginkonu sinnar,
Ellu Marie, fædd 8. ágúst 1908, allt
frá því hann kvongaðist henni 14.
maí 1927 og sem nú lifir hann.
„Maðurinn einn er ei nema hálfur,
með öðrum er hann meiri en hann
sjálfur,“ má segja um það hjóna-
band.
Afi var ósvikinn aldamótamaður;
ódrepandi bjartsýnismaður, nokkuð
sjálfsviss og kíminn, trúði á markmið
sín eins og væru þau óhagganleg
lögmál. Slíkir menn eru fáir eftir.
Hann fæddist á Grímslæk í Ölfusi 6.
desember 1896, sonur hjónanna Ein-
ars Eyjólfssonar bónda þar og Guð-
rúnar Jónsdóttur. Þau hjón eignuð-
ust 12 börn en 9 þeirra komust til
fullorðinsára. Hann kom sér upp
skrautritaðri ættartölu sem staðfesti
að hann var kominn af Noregs-
konungum - einkum í karllegg, eins
og hann sagði í viðtali við Morgun-
blaðið 3. ágúst 1980; starfaði að
slætti frá áttunda aldursári og var
kominn í vegalagningar strax og
hann gat talist til þess fær. Könnun-
arleiðangrar, berjaferðir, síðar
skytterí á Hengilssvæðinu voru hans
eftirminnilegustu skemmtanir frá
bernskuárunum; varð hin ágætasta
rjúpnaskytta snemma og seldi rjúpur
í bænum til að drýgja tekjurnar á
meðan á námi hans stóð. Afi fæddist
á því ári sem jarðskjálftarnir miklu
gengu yfir Suðurland og hann lauk
Verzlunarskólaprófi árið sem Al-
þýðusamband Islands var stofnað,
áfengisbann varð algert og fyrri
heimsstyrjöldin var í algleymingi
1916; tveimur árum síðar, þegar leið
að lyktum ófriðarins, kom hann á fót
versluninni K. Einarsson og Björns-
son ásamt Hjalta Björnssyni og hafði
þá verið innanbúðarmaður hjá bróð-
ur sínum Marteini, árið á undan.
1923 tók hann alveg við rekstri
verslunarinnar og varð innan tíðar
kunnur innan stéttar sinnar eins og
bróðir hans Marteinn var þegar
orðinn.
í Vísi 27. apríl og 2. maí 1932 eru
greinar eftir afa þar sem hann hvetur
landsmenn til að taka höndum sam-
an og gera jarðgöng í gegnum
Bláfjöll, svo sem tveim kílómetrum
vestan við Vífilsfell og leggur fram
mælingar- og kostnaðaráætlun,
göngin yrðu 250 m og mikil sam-
göngubót, ritar afi, af þessu varð
ekki og veit ég ekki hvort betra er
eða ver; ævintýraþörf sinni svalaði
hann einnig með hellakönnunum og
mælingum og hann leitaði skipulega
að gulli Egils og fór fyrir honum eins
og fleirum að hann fann það ekki.
Hversdagurinn skilaði honum hins
vegar arði þótt ekki væri að sama
skapi varanlegur, drjúg viðskipta-
hyggindi og nákvæmni um allt sem
tölur varðaði - barnsvani hans -
urðu til þess að verslunin stækkaði -
og seinni heimsstyrjöldin stuðlaði að
sama, 1940 opnaði hann aðra,
Dyngju við Laugaveg, sem margir
munu minnast þótt allangt sé nú um
liðið síðan hún var lögð niður. Afi
varð heiðursfélagi í Félagi leikfanga-
sala 1976 svo og heiðursfélagi í
Kaupmannasamtökum íslands.
Jarðsambandið hans afa var hún
Ella amma. Þau eignuðust fjögur
börn sem öll lifa föður sinn og heita
má að öll hafi fylgt í slóð hans hvort
sem heldur er fyrir tilstilli erfða eða
umhverfis. Þau eru Sóley Svava f.
1928, Sonja ída f. 1934, Rudolf
Kristinn f. 1940 og Guðberg Henry
f. 1946. Barnabörnin orðin ellefu og
barnabarnabörnin sjö.
Við Laugaveg 25 reisti afi sér
stórhýsi f tveimur áföngum og liðu
tuttugu ár í milli; flutti á efstu
hæðina að því búnu, 1980, og þar
átti hann sín síðustu ár og þau hjón.
Á efri árum hans var grunnt á
ævintýrahneigðinni enn sem fyrr.
Hún lýsti sér einkum í hægum,
rómþungum frásögnum af mönnum
og minnum frá löngu liðinni tíð sem
fyrir tilstilli hreimmikils málfars hans
og virðingar fyrir staðreyndum
ásamt algerlega sjálfstæðum skoðun-
arhætti urðu að vörðum fyrir mig
sjálfa ef ég af öðru tilefni leitaði á
sömu slóðir. Hann hafði verið á
Ólympíuleikunum í Berlín 1936. Og
hann hafði farið í ferðalög méð
fjölskylduna út og suður um Evrópu
löngu áður en ferðaskrifstofur höfðu
náð að virkja útþrá landans og
ævintýrahneigð.
Og þó var afi veraldlegur maður,
búhyggindi honum í blóð borin þótt
honum hafi verið annað hugstæðara
í bernsku en ílendast í heimabyggð
sinni og hann látið skríða til skarar
eins og honum að öllum jafnaði var
skapfelldast. Þá þegar var fólk tekið
að streyma til borgarinnar, betri tíð
í vændum en menn trúðu áratugina
síðustu fyrir aldamótin og Ameríku-
ferðir orðnar strjálli en verið hafði
um langt skeið. Kannski aldamót
innblási mönnum alltaf bjartsýni en
áratugirnir síðustu fyrir þau svart-
sýni; hvað sem um það yrði sagt
fleira var veraldarmennska afa af
öðru tagi en flestra sem nú hæfir
kenniheitið; ekki meiri en svo að
virðing hans og annarra fyrir hinum
ókunnari leiðum beið ekkert afhroð
þrátt fyrir hana.
Að endingu vil ég fyrir mína hönd
og annarra vandamanna þakka
starfsfólki frá heimilisþjónustu borg-
arinnar og öldrunardeildarinnar,
Hátúni 10B, fyrir það góða atlæti
sem það sýndi afa.
Ég kveð afa minn með ljóði Einars
Benediktssonar, Dánarstefi.
Vor ævi stuttrar stundar
er stefnd til drottins fundar,
að heyra lífs og liðins dóm.
En mannsins sonar mildi
skal máttug standa í gildi.
Hún boðast oss í engils róm.
Svo helgist hjartans varðar.
Ei hrynur tár til jarðar
í trú, að ekki talið sé.
í aldastormsins straumi
og stundarbamsins draumi
oss veita himnar vernd og hlé.
María Anna Þorsteinsdóttir.
Á tímabilinu 1. maí til 30. sept. Á timabilinu 1. júni til 31. ágúst
Manudaga: Frá Stykkishölmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólmskl. 18.00 fyrir brottför rútu til Rvk. « Þriðjudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00 eftir komu rútu. Fra Brjánslæk kl. 18.00 Til Stykkishólms kl. 21.30
Fimmtudaga: Samatimataflaog mánudaga Föstudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00. eftir komu rútu. Laugardaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Sigling um suðureyjar Frá Brjánslæk kl. 15.00 Til Stykkishólms kl. 19.00
Viðkoma i inneyjum. Á timabilinu 1. iúli til 31. áqúst
Frá Brjánslæk kl. 19.30 Til Stykkishólms kl. 23.00 Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18 00. fyrir brottför rútu
Viðkoma er ávallt i Flatey á báðum leiðum.
Bilaflutninga er nauðsynlegt að panta með tyrirvara.
Frá Stykkishólmi:
Hjá afgreiisiu Baldurs
Stykkishólmi, s.: 93-8120
Frá Brjánslæk:
Hjá Ragnari Gu&mundssyni
Brjánslæk, s.: 94-2020.