Tíminn - 14.06.1986, Side 19
Tíminn 19
111
illlllll
llllllilll
Laugardagur 14. júní 1986
ARNAÐ HEILLA
Sjötugur
Þórður Björnsson
ríkissaksóknari
Þórður Björnsson ríkissaksóknari
er sjötugur í dag. Það rifjar upp
gamla endurminningu, þegar Pálmi
Hannesson. rektor Menntaskólans í
Reykjavík, sagði mér og nokkrum
félögum mínum í Félagi ungra fram-
sóknarmanna í Reykjavík, frá því
fyrir meira en fimmtíu árum, að í
skólanum hjá sér ætti Framsóknar-
flokkurinn talsmann, sem bæri af
flestum þar sem ræðumaður; rök-
fastur og slyngur og sérlega skýr í
framsetningu. Það leyndi sér ekki,
að Pálmi Hannesson var hrifinn af
þessum unga manni og var ekki
alveg laus við stolt, þegar hann bætti
því við að hann væri frændi sinn.
Pess var ekki langt að bíða, að ég
kynntist þessum unga manni, þegar
hann gekk í Félag ungra framsókn-
armanna, ásamt bekkjarfélaga
sínum. Við urðum brátt nánir félag-
ar og mat ég ekki annan mann meira
í samtökum ungra framsóknar-
manna á þeim tíma. Það styrkti kunn-
ingsskap okkar, að skoðanir okkar
fóru saman.
Pessi maður var Þórður
Björnsson. Næsta aldarfjórðunginn
áttum við margt saman að sælda. Á
stofnþingi Sambands ungra fram-
sóknarmanna sumarið 1938 var ég
kosinn formaður og hann varafor-
maður. Mér fannst á þessum árum,
að Þórður væri fæddur stjórnmála-
maður, ráðsnjall og réttsýnn og
fljótur að gera sér grein fyrir málum
og margbreytilegum hliðum þeirra
eftir því, hvernig atvikin þróuðust.
Ég var á þessum árum ritstjóri Nýja
dagblaðsins fyrst og síðar Tímans og
ræddi ekki oftar um stjórnmál við
annan mann en Þórð mér til gagns
og leiðbeiningar, ef ég undanskil þá
Jónas, Eystein, Hermann og
Guðbrand.
Framsóknarflokkurinn varð fyrir-
því áfalli í bæjarstjórnarkosningun-
um 1942 að missa bæjarfulltrúa sinn.
Það var erfið sókn að ná því sæti.
Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar
1946 var vandasamt að finna mann,
sem yrði líklegur til að vinna það
sæti aftur. Fljótt urðu menn þó
sammála um, að enginn væri sigur-
vænlegri en Pálmi Hannesson. Pálmi
Hannesson var hins vegar nijög
tregur til að gefa kost á sér og færði
meðal annars þau rök fyrir því að
þetta samræmdist ekki vel rektors-
starfi hans. Að lokum lét hann þó til
leiðast, en hafði þann fyrirvara, að
hann myndi ekki gegna bæjarfull-
trúastarfinu nema í eitt kjörtímabil.
Eins og búist var við náði Pálmi
Hannesson kosningu með glæsibrag.
Þegar kom að bæjarstjórnarkosn-
ingunum 1950 skapaðist nýr vandi.
Pálmi Hannesson hélt fast við það,
að hann gæfi ekki kost á sér. Flokk-
urinn varð því að finna nýjan mann.
Við, sem höfðum unnið með Þórði
Björnssyni, vorum ekki í neinum
vafa um, að hann ætti að verða
arftaki Pálma að þessu leyti. Um
þaðnáðistlíka fullt samkomulag, að
Þórður Björnsson skipaði efsta sæti
framboðslistans.
í öðru sæti var Sigríður Eiríksdótt-
ir hjúkrunarkona, sem ekki var
flokksbundin, en hallaðist að þjóð-
varnarmönnum, en margir þeirra
höfðu kosið Rannveigu Þorsteins-
dóttur og átt þátt í því að tryggja
henni glæsilegan sigur í þingkosning-
unum árið áður.
Þau Þórður og Sigríður reyndust
sigursælir frambjóðendur og fengu
aðeins nokkru minna fylgi en Rann-
veig 1949.
Þegar kom að bæjarstjórnarkosn-
ingunum 1954 voru aðstæður breytt-
ar og engan veginn vænlegar. Rann-
veig Þorsteinsdóttir hafði fallið í
þingkosningunum 1953, en litlu
hafði munað á fylgi hennar og fram-
bjóðanda Þjóðvarnarflokksins. Eftir
sigur Þjóðvarnarflokksins í þing-
kosningunum 1953 fékk hann mik-
inn byr í seglin og bauð fram í
bæjarstjómarkosningunum 1954. Sig-
ríður Eiríksdóttir var ekki aftur í
kjöri og féll í minn hlut að taka sæti
hennar. Vegna vaxandi gengis Þjóð-
varnartiokksins var aðstaða Fram-
sóknarflokksins erfið, en það bætti
þó stöðu hans, að hann hafði eitt
gott tromp á hendi. Þórður Björns-
son hafði starfað þannig í bæjar-
stjórninni, að það var almennt viður-
kennt, að hann hafði þar borið langt
af öðrum andstæðingum bæjar-
stjórnarmeirihlutans. Hann hafði
þrautkynnt sér öll helstu mál og
haldið uppi skilmerkilegum og
snjöllum málflutningi í samræmi við
það. Deilur hans og Gunnars Thor-
oddsen, sem þá var borgarstjóri,
urðu iðulega harðar og langar og oft
skemmtilegar, því að báðir voru þeir
vígfimir. Enginn kali myndaðist þó
á milli þeirra og á góðum stundum
röktu þeir saman ættir sínar.
í kosningabaráttunni 1954 lögðu
framsóknarmenn meginkapp á þann
áróður, að Þórður Björnsson verð-
skuldaði góða kosningu vegna fram-
göngu sinnar í bæjarstjórn. Þessi
málflutningur féll í góðan jarðveg.
Þótt Þjóðvarnarflokkurinn fengi á
fjórða þúsund atkvæða, tapaði
Framsóknarflokkurinn innan við 100
atkvæðum, miðað við úrslit bæjar-
stjórnarkosninganna 1950. Þetta var
mikill persónulegur sigur fyrir Þórð
Björnsson.
I bæjarstjórnarkosningunum 1958
bætti Framsóknarflokkurinn mjög
verulega fylgi sitt og lagði með því
grundvöll aðsigrinum íþingkosning-
unum 1959. Starf Þórðar Björnsson-
ar sem bæjarfulltrúi átti mikinn þátt
í fylgisaukningu Framsóknarflokks-
ins í borgarstjórnarkosningunum
1958.
Fyrir borgarstjórnarkosningarnar
1962 gaf Þórður Björnsson ekki kost
á sér til framboðs á ný. Hann hafði
á árunum 1941-1961 verið fulltrúi
sakadómara f Reykjavík, en var
skipaður sakadómari 1961. Hann
ákvað að velja embættisbrautina til
frambúðar. Árið 1964 var hann
skipaður yfirsakadómari, er Valdi-
mar Stefánsson var skipaður ríkis-
saksóknari. Starfi yfirsakadómara
gegndi hann til 1973. Þá lést Valdi-
mar Stefánsson og var Þórður
Björnsson skipaður eftirmaður
hans. Embætti ríkissaksóknara hef-
ur hann gegnt síðan, en lætur nú af
því starfi fyrir aldurs sakir.
Ríkissaksóknaraembættið var
nýtt af nálinni, þegar Valdimar Stef-
ánsson tók við því starfi. Óneitan-
lega hefur það skapað þessu embætti
traustan og virðulegan sess, að það
hefur verið í höndum manna eins og
Valdimars Stefánssonar og Þórðar
Björnssonar, en hjá þeim fór saman
skyldurækni og réttsýni.
Þórður Björnsson er fæddur í
Reykjavík 14. júní 1916, sonurhjón-
anna Ingibjargar Ólafsdóttur Briem
og Björns Þórðarsonar lögmanns og
forsætisráðherra. Móðurafi Þórðar
var Ólafur Briem, bóndi á Álfgeirs-
völlum og alþingismaður og fyrsti
formaður Framsóknarflokksins.
Þórður lauk stúdentsprófi 1935 og
lögfræðiprófi 1940. Framhaldsnám
stundaði hann erlendis á árunum
1945-1946. Hann hefur auk framan-
greindra starfa gegnt fjölmörgum
nefndarstörfum, sem tengd hafa ver-
ið menntun hans eða embættum.
Meðan hann starfaði í Framsóknar-
flokknum gegndi hann þar mörgum
trúnaðarstörfum. Hann var t.d. for-
maður Framsóknarfélags Reykja-
víkur 1953-’55. Hann átti sæti í
miðstjórn Framsóknarflokksins
1953-1963.
Ég þakka Þórði Björnssyni kynni
og vináttu, sem hefur haldist meira
en í hálfa öld. Ég óska honum og
Guðfinnu Guðmundsdóttur konu
hans alira heilla. Ég veit að Þórður
þarf ekki að kvíða iðjuleysi í ellinni.
M.a. muni honum nú vinnast tími til
að ganga til fulls frá hinu stórmerka
bókasafni sínu, en í einkaeign mun
ekki vera til meira erlendra ferða-
bóka um ísland en í safni Þórðar.
Þórarinn Þórarinsson.
Vestur-Þýskaland:
jr
Islensk menning kynnt
í Rínarhéruðum í Vestur-Þýska-
landi verður í nóvember og desemb-
er í ár haldin norræn menningar-
kynning með svipuðu sniði og Scand-
inavia today, sem haldin var í
Bandaríkjunum fyrir nokkrum
árum. Hér nefnist hún Nordische
Wochen.
Aðallega verður þessi kynning í
Dússeldorf. Þar verður sérstök ís-
lensk menningarkynning í nóvember
í Orangerie, Benrath höll. Vilhjálm-
ur Bergsson verður þar með sýningu
á teikningum, vatnslitamyndum og
olíumálverkum, alls 45-50 myndum.
Sýningin ber nafnið Lífrænar víddir.
Ávarp við opnun sýningarinnar flyt-
ur Ernst O. Hesse, konsúll íslands.
Á sama stað verða íslenskar bók-
menntir kynntar. Dr. Ulrich Gro-
enke, prófessor í norrænum fræðum
við Kölnarháskóla, flytur þar fyrir-
lestur um íslenskar fornbókmenntir,
sem hann nefnir Heimsbókmenntir
á heimsenda. Hámenning íslands á
miðöldum. Eins og nafnið bcndir til
var á miðöldum álitið, að ísland væri
á endimörkum heimsins, og þaðan
lægi leiðin beint til helvítis. Einmitt
á þeim tímum voru skrifaðar þar.
heimsbókmenntir.
Marita Bergsson ætlar að kynna
íslenska nútímaljóðlist undir nafn-
inu Tíminn og vatnið. íslensk Ijóðlist
á 20. öld. Sérstaklega verður lögð
áhersla á að kynna Stein Steinarr
og Snorra Hjartarson.
Ennfremur verður í Orangerie,
Benrath höll, íslenskt þjóðlaga- og
vísnakvöld. Um það sjá þau Eiður
Gunnarsson, óperusöngvari, og
Agnes Baldursdóttir, píanóleikari.
Bandslípivélar
SCANTOOL
75x2250 mm Kr. 55.040 m.sölusk.
SCANTOOLI
100x1500 mm Kr. 26.719 m.sölusk.
Dönsk gæðavara
-H j
VELAVERSLUN
Bíldshöföi 18*112 Reykjavík • Sími 685840
Eigum til á lager
hinar vel þekktu
HEYÞYRLUR
Tvær vinnslubreiddir.
Lyftutengdar og dragtengdar.
Þjónustusími fyrir landsbyggðina
Bein lína við varahlutaverslun
OPNUNARTÍMI:
mánudaga til föstudags
kl. 8.30 til 18.00
39811
Spariðtíma /S BÚNADARDEILD
Hringið beint S^SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 108 REYKJAVÍK SiMI 38900