Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 24

Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 24
DÓMURUM þeim sem dæma munu þá leiki heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem eftir eru hefur verið ráðlagt að taka harðar á Ijótum brotum og hika ekki við að sýna spjöldin þeim sem brotin fremja. Margir þjálfarar liðanna sem leika í Mexíkó hafa gagnrýnt dómarana fyrir að láta óátalin Ijót brot en elta þess I stað uppi óhófleg fagnaðarlæti og munnsöfnuð og veifa óspart gulu spjöldunum í slíkum tilfellum. Fyrir utan Ijótu brotin eru forráðamenn alþjóða knattspyrnusambandsins annars nokkuð ánægð- ir með dómgæsluna í keppninni fram til þessa. Með vænni sneið af SS-áleggi breytir þú venjulegu brauði í ósvikið sælgæti Spægipylsan okkar var upphaflega gerð eftir danskri uppskrift fyrir meira en hálfri öld. Hún hefúr síðan stöðugt verið þróuð og aðlöguð smekk neytenda hverju sinni. Rúllupylsan er framleidd samkvæmt ævagamalli íslenskri hefð og hefúr verið óbreytt í áraraðir. Sívinsæl leggið frá Sláturfélaginu er ótrúlega fjölbreytt. Við framleiðum 17 tegundir af bragðgóðu, fítulitlu brauðáleggi úr besta fáanlegu hráefni. Allar matvörur Sláturfélagsins eru framleiddar með nýtísku tækjabúnaði undir ströngu gæðaeftirliti fagmanna. Umbúðimar eru líka eins vandaðar og kostur er — það tryggir hámarks geymsluþol. Við kynnum hér nokkrar vinsælustu tegundirnar: Reykt beikonskinka er nýjung frá SS sem vakið hefúr verðskuldaða athygli. Hún er löguð úr fituhreinsuðum svínasíðum. Sérlega bragðgóð. Malakoff er ódýr og fitulítil pylsa sem við höfúm framleitt Hangiáleggið frá SS er unnið úr sérvöldum, fituhreinsuðum vöðvum. í það fara engin fyllingar- eða þyngingarefni. Sígilt álegg sem alltaf er jafn vinsælt. SLÁTURFÉLAG brauðálegg og til steikingar a pönnu. Dallaspylsa heitir nýjasta áleggið okkar. Hún hefúr fengið mjög góðar undirtektir enda löguð eftir geysivinsælli þýskri uppskrift. Frísklegt kryddbragðið kitlar vandlátustu bragðlaukana. SUÐURLANDS GOH FÓLK / SÍA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.