Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 1
SFJALDHAGI
allar uppfýsingar
á einum staö
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
í STUTTU MÁIL
ALÞÝÐUFLOKKURINN
hóf flokksþing sitt í Hverageröi í gær
og hélt Hannibal Valdimarsson fyrstu
ræöu þingsins, síöan talaöi Gylfi Þ.
Gíslason. Guðmundur Einarsson sem
nýskilinn er viö BJ hélt einnig ræöu,
Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ, og
Jón Baldvin Hannibalsson hélt loks
setningarræöu. Þingiö stendur yfir um
helgina.
REFSIAÐGEÐIR veröa ekki
gegn Japönum af hálfu Bandaríkjanna
þó Japanar kaupi hvalkjöt af íslending-
um. Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna
gaf út yfirlýsingu þessa efnis í gær þar
sem sagt var aö ekki væri taliö viður-
kvæmilegt aö slíkt yrði gert eins og nú
stæði á.
SKREIÐARSKIPIÐ sem
legiöhefurviöbryggju í Nigeríu undan-
farnar vikur veröur væntanlega losaö
eftir helgina. Skipið fór héöan fulllesiað
skreiö án þess aö kauþendur heföu
lagt fram tryggingu fyrir greiöslu. Nú
hefur innflutningur á skreiö til Nigeríu
veriö gefinn frjáls.
IBM á Islandi íhugar aö efna til
verðlaunasamkepþni meöal islenskra
hugbúnaðarframleiðenda og er til-
gangur kepgninnar aö auka úrval hug-
búnaöar fyrir IBM System/36 tölvur.
Hálf milljón króna verður í fyrstu verð-
laun. Nánari upplýsingar um keppnina
liggja frammi í afgreiöslu IBM aö
Skaftahlíð 24.
Sovétmcnn stóöu í stórræðum í gær og fluttu mikiö af tækjum og tólum til landsins meö flugvéliim. Þessi
invnd var tekin við Sovéska sendiráðið við Garðastræti |>ar sem verið var að afl'crma sendihíla. Skóinmu
eftir aö þessi niynd var tekin var götunni lokaö fyrir umferð meðan Sovétinenn liáru úr bíliinum.
Tímamvnd Svcrrir
öumarmenn i
lögreglu kallaöir út:
500 löggur
ávaktinni
Lögreglumenn í
Reykjavík eru um 240
Búist er við uö allt að fimm
hundruö íslenskir lögreglu-
þjónar veröi á vakt í Reykjavík
hclginti miklu, þcgar lciðtoga-
fundurinn vcrður haldinn.
Samkvæml samtölum viö hátt-
setta menn innan lögreglunnar,
er þó ekki fullljóst hvcrsu
margir veröa á vakt. Þaö fer að
nokkru eftir hvaöa íundarstuö-
ur verður fyrir valinu. (
Lögregluþjónar skráöir í
Rcykjtivík éru um 240.
Pegar hefur veriö haft sam-
btmd viö sumarafleysingamenn
<>g jieir bcönir um að standa
vaktir helgina miklu. Þá eru
einnig uppi Inigmyndir um að
kalla til sttirfa fyrrum lögrcglu-
menn og nienn utan af landi og
úr nágnmnabyggöum Rcykja-
víkur.
Þetta skýrist væntanlcga
fljótlega eftir helgi. þegar val-
inn hefur veriö staður fyrir
fundinn og Ijóst hvaöa öryggis-
ráöstafanir eru uauðsynlegar.
- KS
LÆKNAR gegn kjarnorkuvá
fanga því aö leiðtogar stórveldanna
hafa ákveðið að ræðast viö nú og
hvetja þá til að sameinast um aö
stööva allar tilraunir með kjarnorku-
vopn þar til samkomulag næst um
alþjóðlegt bann viö kjarnorkutilraunum
og frekari útbreiöslu kjarnorkuvopna.
Slíkt frumkvæöi yröi öörum kjarnorku-
veldum hvatning sem draga myndi úr
kjarnorkuvopnakapphlaupinu aö mati
samtakanna.
FORELDRAFELAG sói
brekku / Selbrekku hefur mótmælt
fyrirhugaðri hækkun dagvistargjalda
sem meirihluti bæjarstjórar Seltjarn-
arness samþykkti fyrir skömmu. Alítur
félagiö aö hækkunin, sem nam 20%,
sé brot á samkomulagi launþega og
vinnuveitenda sem gert var í síðustu
kjarasamningum. Auk þess teiur félag-
io ekki réttlætanlegt að Seltjarnarnes-
bær sé í efri kantinum hvað varðar
dagvistunargjöld meöan ekki er hægt
að fá faglært fólk til starfa viö dagvist-
unarheimili bæjarins.
SAMTÖK sex ríkja sem berjast
fyrir afvopnunarmálum gáfu í gær út
yfirlýsingu þar sem fundi þeirra Gor-
batsjovs Sovétleiðtoga og Reagans
Bandaríkjaforseta í Reykjavík um
næstu helgi var fagnað. Stjórnir ríkj-
anna sex, Svíþjóðar, Indlands,
Grikklands, Mexíkó, Argentínu og
Tanzaníu, sögöu Reykjavíkurfundinn
vera tilvalið tækifæri til aö semja um
bann viö tilraunum meö kjarnork-
uvopn.
FRIÐARVERÐLAUNA-
HAFI Nóbels var valinn í gær af
norsku nóbels verðlaunanefndinni. Allt
var þetta gert meö mikilli leynd því það
er ekki fyrr en 14. október aö tilkynnt
verður um valiö. Poþþarinn Bob Geldof
var einn af 81 sem tilnefndur var til
verölaunanna.
KRUMMI
... Klukkan sjö hölluðu
allir íslenskir eigin-
menn sér upp að kon-
unni og sögðu: ég sé
ekki sólina fyrir þér...
Þjóðaratkvæðagreiðsla
um þróunarhjálpina?
Vandræðamál meðan halli er á fjárlögum, segir Steingrímur Hermannsson
„Ég hef verið að hugleiða það
hvort ekki væri réttast að bera
málið undir þjóðaratkvæða-
greiðslu. Spyrja þjóðina að því
hvort hún er tilbúin að leggja á sig
kannski 1% í söluskatt til að hægt
verði að standa við samþykkt
Alþingis. Ég hef verið að hugleiða
að ræða þetta mál í ríkisstjórn-
inni,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra í sam-
tali við Tímann.
Alþingi samþykkti á sínum tíma
að 0.7% þjóðartckna ætti að renna
til þróunarhjálpar, og mun það
samsvara um 250 millj. kr. í dag.
Nú er hins vegar ekki gert ráð fyrir
neina 77 millj. króna á fjárlögum
til þessara mála.
Sagðist Steingrímur sjálfur vera
tilbúinn að standa við samþykkt
Alþingis, en meðan halli væri á
fjárlögum væri þctta stórvand-
ræaðamál, og því væri c.t.v. réttast
að spyrja þjóðina í þessu máli.
Þá kom fram hjá Steingrími að
t.d. Svíar og Norðmcnn eyddu
mun meira í þróunaraðstoð cða
hátt í 1% af þjóðartekjum.cn
skatthcimtan í þessum löndum
væri cinnig nærri helmingi hærri á
hvern einstakling heldur en hér
tíðkast.
phh.
Leiðtogafunduiinn:
FRAMKVÆMDUM
VID GATNA-
GERD FLÝTT
- Umferðarljós á Reykjanesbraut
send með leiguflugi
Allt er á ferð og flugi í Mjóddinni því reynt verður að Ijúka
framkvæmdum við Reykjancsbraut fyrir leiðtogafundinn.
Tímamynd Sverrír
Gatnagerðarframkvæmdum í
borginni hefur verið flýtt á nokkr-
um stöðum vegna fundar þeirra
Gorbatsjovs og Reagans um
næstu helgi.
Nú er unnið af kappi við að
leggja gangstéttarhellur í ná-
grenni sovéska sendiráðsins, en
þær framkvæmdir höfðu dregist á
Íanginn. Einnig er nú lagður dag-
ur við nótt til þess að framkvæmd-
um við Reykjanesbraut verði lok-
ið áður en leiðtogar stórveldanna
koma til landsins. Umferðarljós
sem setja á upp við gatnamót
Breiðholtsbrautar og Nýbýlavcgs
sem tengir Reykjanesbrautina,
koma til landsins með sérstakri
flugvél því að öðrum kosti hefðu
Ijósin ekki komist í tæka tíð.
Aætlað er að Ijósin verði komin
upp um miðja næstu viku.
Að sögn Inga Ú. Magnússonar
verður allt kapp lagt á það að
hafa borgina sent snyrtilegasta á
meöan fundurinn verður, einkum
umhverfiö þar sem fundarstaður-
inn verður valinn. Það verður því
óhjákvæmilega nokkur auka-
kostnaður af þessum fram-
kvæmdum, og búist er við að
ríkið komi til með að endurgreiða
borginni þann kostnað sem rekja
má beinlínis til framkvæmda fyrir
fundinn. Má þar t.d. nefna flutn-
ing á umferðarljósunum og mikla
aukna yfirvinnu þeirra sem vinna
við gatnagerðarframkvæmdir í
borginni.
ABS