Tíminn - 04.10.1986, Qupperneq 16

Tíminn - 04.10.1986, Qupperneq 16
16 Tíminn Framsóknarfélag Garðabæjar heldur fund aö Goðatúni 2, mánudaginn 6. október kl. 20.30. Fundarefni kjördæmisþing og fleira. Stjómin Seltirningar Aðalfundur Framsóknarfélags Seltjarnarness verður haldinn mánudaginn 6. okbóber kl. 20.30 í félagshemili Seltjarnarness. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing og flokksþing 3. Húsnæðiskaup 4. Önnur mál Félagar fjölmennið. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin Keflavík Aðalfundur Framsóknarfélags Keflavíkur verður haldinn fimmtudaginn 9. október kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu við Austurgötu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðaifundarstörf 2. Magnús Haraldsson ræðir bæjarmálin 3. Jóhann Einvarðsson ræðir stjórnmálaviðhorfið. 4. Önnur mál. Félagar fjölmennið, nýir félagar velkomnir Stjórnin Konur í Árnessýslu Aöalfundur Fólags framsóknarkvenna í Árnessýslu veröur haldinn fimmtudaginn 9. október kl. 20.30 aö Hótel Örk í Hveragerði (austur dyr). Erindi flytur Lára V. Júlíusdóttir, form. Kvenréttindafélags íslands og talar um „Konur í kosningaham." Venjuleg aöalfundarstörf - Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. Gott kaffi - Mætið allar. Stjórnin. FUF Aðalfundur FUF Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 14. október kl. 20.15. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Norðurland vestra skoðanakönnun Dagana 18. til 19. október nk. ferfram skoðanakönnun í Norðurlandi vestra um val frambjóðenda til þátttöku í prófkjöri framsóknarmanna sem ákveðið hefur verið í nóvember nk. Stjórn kjördæmissambands Norðurlands vestra Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Hittumst að Rauö- arárstíg 18, mánu- daginn 6. október kl. 3-5 e.h. Formaður _______________________________________________________________________________________________________________ Laugardagur 4. október 1986 lllllllllllllll DAGBÓK lllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllílllllllllllll Messur í Reykjavíkurprófasts- dæmi sunnud. 5. október Árbxjarprcslakall Barnasamkoma í Foldaskóla í Grafar- vogshverfi laugardaginn 4. okt. kl. 11 árdegis. Sunnudag: Barnasamkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10:30 árdegis. Guðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. (Ath. breyttan messutíma) Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Garðar Cortes syngur einsöng. Nýr messuskrúði tekinn í notkun. Fagnað framkvæmdum utan kirkjudyra. Kaffisala safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja Barnasamkoma kl. 11. Elín Anna Ant- onsdóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir leiða starfið með presti og organista. Messa kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Æskulýðsfélagsfundur þriðju- dagskvöld. Félagsstarf aldraðra miðviku- dagseftirmiðdag. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan kl. IX Laugardag 4. okt.: Barnastarf Dómkirkj- unnar hefst í kirkjunni kl. 10:30. Sóknar- prestarnir. Sunnudag 5. okt. kl. 11. Prcstvígsla. Biskup íslands hr. Pétur Sigurgeirsson vígir eftirtalda kandidata í guðfræði: Flosa Magnússon, sem settur hefurverið prestur í Bíldudalsprestakalli. Guöna Gunnarsson sem ráðinn hefur verið til starfa sem skólaprestur á vegum kristilegrar skólahreyfingar. Gunnar E. Hauksson sem skipaður hefur verið prest- ur í Þingeyrarprestakalli. Hjört Magna Jóhannsson, scm skipaður hefur verið prestur í Útskálaprestakalli. Kristján E. , Þorvarðarson sem ráðinn hefur verið annar farprestur þjóðkirkjunnar og mun gegna prestsþjónustu á Eskifirði fyrst um sinn. Sighvat Karlsson, scm skipaður hefur vcrið prestur í Húsavíkurpresta- kalli. Vígslu lýsirsr. Lárus Þ. Guðmunds- son prófastur. Vígsluvottar auk Itans eru: Sr. Bragi Friðriksson prófastur. Sr. Þórar- inn Þór prófastur og sr. Ólafur Jóhanns- son. Altarisþjónustu annast sr. Hjalti Guðmundsson dómkirkjuprestur ásantt biskupi. Dómkórinn syngur. Organleik- ari Jón Stcfánsson. Sr. Hjalti Guðmunds- son. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Lárus Halldórs- son. Fella- og Hólakirkja Barnaguðsþjónusta - Kirkjuskóli kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir. Ferming og áltarisganga kl. 14. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjart- arsön. Fríkirkjan í Reykjavík Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðspjallið í myndum. Barnasálmar og smábarna- söngvar. Afmælisbörn boðin sérstaklega velkomin. Framhaldssaga. Við píanóið Pavel Smid. Fermingarbörn komi til skráningar í Fríkirkjunni laugardaginn 4. okt. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Fcrmdar verða Helga Björg Ragnarsdóttir, Fiskakvtsl 18 og Steinunn H. Blöndal, Hvassaleiti 15, Reykjavík. Organisti Árni Arinbjarnar- son. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja Messa kl. II. Altarisganga. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Barnasamkonta á sama tíma í safnaðarheimilinu. Kvöldmcssa kl. 17. Altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Þriðjudag 7. okt.: Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10:30. Landspítalinn Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja Fcrmingarmessa á vegum Seljasóknar kl. 10:30. Messakl. 14. Sr. TómasSveinsson. Minni á kökusölu í Blómavali á vegum kvenfélags Háteigssóknar, laugardag kl. 13:00 til ágóða fyrir altaristöflusjóð. Borgarspítalinn Messa kl. 10. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. Kársnesprestakall Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja Óskastund barnanna kl. II. Söngur, sögur, myndir. Sverrir Guðjónsson og Þórhallur Heimisson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. (Ath. brcyttan messutíma). Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. Laugurneskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Mánudaginn 6. okt. Æsku- lýðsstarf kl. 18. Fundur í kvenfélagi Laugarnessóknar kl. 20. Þriðjudag 7. okt.: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Tónlist frá kl. 17:50. Ritningarlestur - fyrirbænir - altarisganga. Sóknarprestur. Neskirkja Laugardag kl. 15-17. Samverustund aldr- aðra. Gestir: Egill Ólafsson hljómlistar- maður og Tinna Gunnlaugsdóttir leik- kona. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11 árdcgis. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 14 (Ath. breyttan tíma). Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guð- ntundur Óskar Ólafsson. Þriöjudag og fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða í safnaðarheimilinu frá kl. 13-17. Miðviku- dag: Fyrirbænamessa kl. 18:20. Sr. Guð- _ mundur Óskar Ólafsson. 'Seljasókn Laugardag 4. okt. Guðsþjónusta í Selja- hlíð kl. 11 f.h. Sunnudag: Fermingarguðs- þjónusta í Háteigskirkju kl. 10:30. Guðs- þjónusta í Ölduselsskóla fellur niður vegna fermingarinnar. Þriðjudag 7. okt.: Fundur í æskulýðsfélaginu í Tindaseli 3, kl. 20. Seltjarnarneskirkja Kl. 11. Fyrsta barnaguðsþjónusta vetrar- ins. Kynning á barnaefninu, fjölbreyttur söngur. Foreldrar hvattir til að koma með. Kl. 14. Guðsþjónusta. Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Kaffisopi á eftir. Mánudagó. okt. kl. 20, verður stofnfund- ur unglingaklúbbs kirkjunnar á Seltjarn- arnesi. Allir unglingar 13-15 ára velkomn- ir. Verum með. Sóknarprestur. Fríkirkjan í Hafnarfirði Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Orgel- og kórstjórn Þóra Guðmunds- dóttir. Sr. Einar Eyjólfsson. Fermingarbörn í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnud. 5. okt. Fella- og Hólakirkja. Fermingar og altarisganga sunnudag- inn 5. okt. kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Gísli Guðmundsson, Austurbergi 32 Hermann Ragnarsson, Kaldaseli 2 Magnús Ragnar Magnússon, Kötlufelli 5 Sigurður Hlíðar Dagbjartsson, Erluhól- unt 3 Grensáskirkja Ferming og altarisganga sunnudaginn 5. okt. kl. 14. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Helga Björg Ragnarsdóttir, Fiskakvísl 18 Steinunn H. Blöndal, Hvassaleiti 15 Hátcigskirkja Fernting Seljasóknar í Hátcigskirkju sunnud. 5. okt. kl. 10:30. Prestur sr. Valgeir Ástráðsson. Anna María Einarsdóttir, Þrándarseli 3 Jón Ingi Sigvaldason, Kögurseli 24 Steinunn Ketilsdóttir, Þjóttuseli 6. Eyfirðingar Árlegur kaffidagur Eyfirðingafélagsins verður sunnudaginn 5. október í Súlnasal Hötel Sögu. Kvcnnadeild Eyfirðingafélagsins. Kaffisala í Ásprestakalli Munið kaffisöluna éftir mcssu á morgun, sem verður kl. 14.00. Safnaðarfélag Ásprestakalls Ljóðalestur í Norræna húsinu Á sunnudag S. okt. kl. 17.00 les breska Ijóðskáldið KEITH BOSLEY upp Ijóð úr nýjustu Ijóðabók sinni „A CHILTERN HÚNDRED", og einnig les hann Ijóða- þýðingar sínar m.a. úr Kalevala og ljóð eftir portúgalska Ijóðskáldið Camöes, sem uppi var á 16. öld. Keith Bosley er fæddur 1937 og er Ijóðskáld og þýðandi. Hann Itcfur unnið við að þýða Kalevala Ijóðabálkinn og mun bókin væntanlega verða gefin út 1989 hjá Oxford University Press. Ljóða- bók hans „A Chiltern Hundred" fjallar um Chiltern hverfið í London, en þar býr höfundur. Keith Bosley er gíftur finnskri kou, Satu Salo, hörpuleikara og eru þau stödd hér á landi vegna norrænu tónlistar- daganna. Háskóli íslands, óskabarn eða öskubuska? er yfirskrift fundar sent Bandalag há- skólamanna gengst fyrir sunnudaginn 5. október næstkomandi kl. 14:00 í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla íslands. Fundurinn hefst með setningarávarpi formanns BHM Gunnars G. Schram, en að því loknu verða erindi þriggja fram- sögumanna, en þeir eru Friðrik Pálsson, forstjóri S H, Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri Álafoss og Þorsteinn Gylfason dóscnt. Aö loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður framsöguntanna þar sem þeir svara einnig fyrirspurnum. Umræðustjóri verður Guölaugur Þor- valdsson, ríkissáttasemjari. Fundur þessi er hluti af hatlðahóldum vegna 75 ára afmælis Háskóla íslands. Hann er öllunt opinn og cru áhugamenn um háskólamálefni eindregið hvattir til að koma á fundinn. Fyrsta málfræðiritgerðin Mímir.félag stúdenta í íslenskum fræð- unt við Háskóla Islands. mun gangast fyrir nokkrum fyrirlestrum á laugardög- unt fram að jólum. Sá fyrsti verður í dag. og ræðir þá Svcrrir Tóntasson unt Fyrstu málfræðiritgerðina og íslenska menntun á 12. öld. Fyrirlesturinn verður í Odda, hefst kl. 14 og er opinn öllu áhugafólki. Háskólaerindi á 75 ára afmæli H.Í.: Mánudagur 6. októbcr. Dr. Konrad Zuse, verkfræðingur, V-Þýskalandi: „Um uppruna tölvunnar** Dr. Konrad Zuse er kunnur uppfinn- ingamaöur og smíöaöi m.a. hina fyrstu forritastýröu gagnavinnsluvél í heimi. Hann cr viöurkenndur sem einn hinn helsti frumkvööull „tölvubyltingarinnar“. Fyrirlesturinn veröur fluttur á þýsku, í 'stofu 101 í Odda og hefst kl. 17.00. Háskólaerindi á 75 ára afmæli H.í. Sunnudagur 5. október. Dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi: „Áfangar í Eddukveðskap“ 1 fyrirlestrinum verður m.a. fjallað um aldur Eddukvæða og uppskriftir þeirra, en fyrirlesarinn hefur lengi fengist við rannsóknir á Eddukvæðum. Á það skal minnt, að bókaútgáfan Lögberg mun, í samvinnu við Stofnun Árna Magnússon- ar, gefa út vandaða Ijósprentaða útgáfu Konungsbókar Eddukvæða og verður sú útgáfa tengd 75 ára afmæli Háskólans. Erindið er flutt í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17.00. Haustmót Taf Ifélags Reykjavík- ur hefst á sunnudaginn Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 1986 hefst næstkomandi sunnudag, 5. okt. og verður teflt í húsakynnum félagsins að Grensásvegi 44-46. Umferðir tferða þrisvar í viku, á sunnu- dögum kl. 14.(X) og á miðvikudögum og föstudögum kl. 18.30. Biöskákadagar veröa inn á milli. Lokaskráning í aöalkeppnina er í dag, laugard. 4. okt. kl. 14.00-18.00 og er öllum heimil þátttaka. Keppni í flokki 14 ára og yngri á haustmótinu hefst laugard. 11. október. Keppnin tekur þrjá laugardaga, þrjár umferðir í senn. Bókaverölaun verða fyrir a.m.k. fimm efstu sæti. Fundur FEF: Hvað veist þú um Féiagsmálastofnunina? Félag einstæðra foreldra efnir til fyrsta félagsfundar vetrarins n.k. ntánudags- kvöld, 6. október, og verður rælt um starfsemi Félagsmálastofnunar Reykja- víkur. Fundurinn verður í Skeljahelli, Skeljanesi 6 kl. 21.00. Erla Þórðardóttir félagsráðgjafi og Aðalsteinn Sigfússon barnasálfræðingur „kynna starfsemi stofnunarinnar og þá þjónustu og aðstóð sem einstæðir foreldr- ar og börn þeirra geta leitað þar eftir þegar vandi steðjar að“, eins og komist er að oröi í féttatilkynningu frá FEF. Fundarstjóri verður Hrafn Jökulsson. Kaffi og meðlæti verður á borðum. Áður en fundarefnið verður tekið fyrir verður vetrarstarf FEF kynnt í stórum dráttum. Norrænir tónlistardagar: Langholtskirkja á laugardag: Verðlaunaverk Hafliða Hallgrímssonar. Islenska Hljómsveitin fagnar fimm ára starfsafmæli um þesar mundir. f tilefni af afmælinu kemur hljómsveitin fram á lokatónlcikum Norrænna tónlistardaga. Tónleikarnir verða haldnir í Langholts- kirkju í dag, laugard. 4. okt. kl. 17.00. Einleikarar verða þau Sigrún Eðvalds- dóttir fiðluleikari og Guðni Franzson klarinettuleikari, en Guðmundur Emils- son stjórnar. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Tónskáldafélag Islands. Á efnisskrá eru fjögur tónverk, þar á meðal verk Hafliða Hallgrímssonar, Poemí, en fyrir það hlaut Hafliði tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs. Að auki leikur hljóm- sveitin Lamento eftir Anders Hillborg Concertino nr. 4 cftir Holewa og verk eftir Heininen. Tónskáldin verða við- stödd tónleikana, - að Paavo Heininen frátöldum. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Grafik eftir Önnu-Evu Bergman í anddyri Norræna hússins Sunnud. 5. okt. kl. 14.00 veröuropnuö sýning á grafikmyndum eftir norsku lista- konuna Önnu-Evu Bergman í anddyri Norræna hússins. Hér er um aö ræöa sýningu á tréristum unnum á árunum 1957 til 1976. Anna-Eva Bergman hefur stundaö myndlistarnám í Osló og París. Hún er fædd 1909 í Stokkhólmi, en hefur búiö í Frakklandi síöan 1952. Hún hefur haldið sýningar í Osló, Helsinki og París. Hún hefur einnig haldið sýningar á myndvefn- aöi, og sýndi myndvefnaö ásamt manni sínum, þýska listamanninum Hans Hartung, í Picasso-safninu í Antibes 1985. Verk hennar er í eigu fjölda safna víöa um heim, m.a. á Listasafn íslands verk eftir hana. Sýningin í Norræna húsinu verður opin dagl. kl. 09.00-19.(X), nema sunnud. kl. 12.00-19.00 og stendur til 28.október. Aðgangur er ókeypis. Myndlistarsýning á Kjarvalsstöðum Guðrún Kristjánsdóttir opnar sýningu á verkum sínuin á vesturgangi Kjarvals- staða í dag, laugardag, kl. 14.(H). Á sýningunni, sem er sölusýning, eru 50 verk, flest unnin á þcssu ári og því síðasta. Flest verkin eru „samsett" (collage) úr handgerðum pappír. sem hún hcfur gert sjálf. og máluðu taui. Sýningin verður opin daglega dagana 4.-19. október kl. 14-22. Guðrún Kristjánsdóttir er 36 ára Reyk- víkingur. Hún var við nám í Myndlista- skóla Reykjavíkur og listaskóla í Aix-en- Provencc í Frakklandi um nokkurra ára skeið. Hún heíur tekið þátt í samsýningu F.I.M. 1983, Kvennasýningunni „Hér og nú" á fyrra ári og „Reykjavík í myndlist" á Kjarxalsstöðum á þessu ári. Sýningin sem Guðrún opnar nú er hennar fyrsta einkasýning.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.