Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn I imiiin MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin i Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjóri: NíelsÁrniLund Aöstoöarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjóri: Guðmundur Hermannsson Aöstoðarfréttastjóri: Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Háskóli Islands... í dag er minnst 75 ára afmælis Háskóla íslands með sérstakri hátíðarsamkomu í Háskólabíói. Skólinn var stofnaður 17. júní 1911 og tókformlega til starfa hinn 1. október sama ár. Á starfsævi sinni hefur Háskólinn vaxið úr því að vera lítill embættismannaskóli í hjáleigubúskap frá Alþingi og upp í öfluga og alhliða menntastofnun sem heldur uppi rannsóknum og kennslu í fjöl- mörgum vísindagreinum. Stofnun Háskólans var á sínum tíma hreint ekki svo lítill þáttur í sjálfstæð- isbaráttu okkar íslendinga. Þegar litið er til baka verður vissulega ekki annað sagt en að vel hafi tekist til. Á tímamótum sem þessum er vel við hæfi að horfa til framtíðarinnar. Það hefur komið fram í tilefni af þessu afmæli að Háskóli íslands tekur nú við um fjórðungi þeirra ungmenna sem eru að vaxa upp í landinu. Það liggur í augum uppi að á miklu veltur að vel takist til við menntun þessa fólks. Því heyrist stundum fleygt nú orðið að hlutverk skólakerfisins sé í vaxandi mæli að leggja til eins konar geymslustofnanir fyrir börn og unglinga sem ekki sé rúm fyrir úti á vinnumarkaðnum. Vonandi er ekki mikið til í þessu. Það hefur um aldir verið einn mikilvægasti þátturinn í uppeldi íslenskra ungmenna að þau gátu nánast frá blautu barnsbeini tekið virkan þátt í atvinnulífinu og lífi hinna fullorðnu. Á þessum vegamótum vill Tíminn undirstrika nauðsyn þess að Háskóli íslands verði aldrei að slíkri geymslustofnun. Það hlýtur að vera einlæg von allra réttsýnna manna að innan veggja hans megi ríkja sú víðsýni sem leitast eftir því hverju sinni að koma sérhverjum nemanda þar til sem mests þroska. Þar þarf að ríkja sú heiðríkja hugans sem sameinar vísindalegar kröfur, harðar kröfur um vinnusemi og þá réttsýni sem allri rannsókna- starfsemi verður að fylgja. ...og háskólakennsla á Akureyri Á afmæli Háskólans má ekki heldur gleyma því að það er löngu liðin tíð að háskólanám sé forréttindi hinna efnameiri. Nú á dögum á öllum, sem getu hafa, að vera tryggður réttur til að geta stundað háskólanám við sitt hæfi. Þetta leiðir hugann að þeim hugmyndum, sem verið hafa í athugun undanfarið, um að hefja háskólakennslu á Akureyri. Engum blandast hugur um að fyrir fólk frá hinum dreifðu byggðum landsins getur það oft verið umtalsverður þröskuldur að þurfa að sækja nám alla leið til Reykjavíkur. Af þessum ástæðum á áfram að halda þessum hugmyndum vakandi og vinna að framgangi þeirra. Jafnrétti til háskólanáms verður undir öllum kringum- stæðum að tryggja. Með þeim orðum sendir Tíminn Háskóla fslands bestu óskir á þessum tímamótum. Laugardagur 4. október 1986 MENN OG MALEFNI JbMW ííbiwíi Háskóli íslands 75 ára Enda þótt þrír aldarfjórðungar séu ekki íangt æviskeið háskóla, þá er ástæða til að staldra við og íhuga hvort afmælisbarnið hefir í nokkru þroskast eða hvort á því séu þegar ellimörk. Stofnanir lifa öðruvísi en einstaklingar. Pærvaxaogþroskast í einn tíma, en geta svo dregist upp og glatað þrótti og vilja í annan, jafnvel dáið drottni sínum, en risið svo upp eins og Fönix úr öskunni og lyfst til nýrra hæða vits og vilja. Einstaklingurinn á sér „eina ævi og skamma" og þótt braut hans liggi um fjöll og djúpa dali þá er enda- stöðin hin sama, gröfin og gleymsk- an. Stofnun er fólkið, sem við hana vinnur. Það kemur og fer, en setur, hvert með sínum hætti, mót sitt á stofnunina, og þeir sem við taka eru ætíð að nokkru bundnir af verkum forvera sinna. Þar af leiðir, að stofnun eins og háskóli er í eðli sínu þung í vöfum og sú hætta er ætíð fyrir hendi, að hún stirðni og eigi erfitt með að breytast og endurnýjast. Þetta er þeim mun hættulegra sem það er helsta nauð- syn háskóla að vera á sífelldu breytingaskeiði, endurskoða öll svið sín með reglulegu millibili og taka við nýjungum eins hratt og mögulegt er. Háskóli á að vera nýjungagjarn, róttækur, víðsýnn og - íhaldssamur! Hann á að fylgjast náið með öllu því sem frumlegt er hugsað og vera óhræddur við að endurmeta allan viðtekinn sannleika. En víðsýni hans á að gera hann færan til þess að sjá hið nýja og frumlega í réttu samhengi og hvernig það tengist fyrri vitneskju og prófuðum rökum. íhaldssemin á að vera sá öryggisventill, sem kemur í veg fyrir hundavaðshátt og skort á gagnrýni. Hvernig hefir Háskóla fslands tekist að lifa stofnunarlífi sínu í sjötíu og fimm ár? Hefir honum tekist hið tvíþætta hlutverk sitt: að miðla fræðslu og búa fólk undir margskonar sérhæfð störf, - og svo að efla rannsóknir og hugsun í landinu? manna og kennara í fjölbreytta kennslu- og rannsóknastofnun. Án háskólans og starfsins þar væri Island menningarleg og tæknileg jaðarbyggð. Háskólinnerekkifull- kominn, ekki fullbyggðurog þaðan af síður fær um að fást við allar greinar vísinda og fræða. Langt frá því. Það er meira að segja óvíst hvort æskilegt sé að hann þenjist mjög mikið út frá því, sem nú er, a.m.k. ekki um allra næstu framtíð. Honum ber á hinn bóginn að efla þá kennslu og þær rann- sóknir, sem starfslið hans er þjálfað til að fást við. Eigandi háskólans, íslenska þjóðin, verður að hafa í huga að hann er forsenda fjöl- margra þátta, sem velmegun í landinu byggist á. Það má orða þetta svo, að háskólinn geti ekki verið án atvinnulífsins, og atvinnu- lífið ekki án háskólans. Þó er sú staðreynd mestrar íhygli verð, að háskólinn er tákn menningar ís- lendinga, og um leið forsenda sjálf- stæðis landsins. Samfélag hinna forvitnu Þetta eiga menn að hafa í huga þegar þeir ræða um Háskóla íslands, kosti hans og galla, þýð- ingu hans eða þýðingarleysi. Auð- vitað má um það deila hvort há- skólinn sinni viðfangsefnum sínum vel eða illa. Þó held ég að glöggir menn hljóti að viðurkenna að hann hefur þroskast framar vonum þessi 75 ár, sem liðin eru síðan hann trítlaði út í lífið. Starfsmenn hans hafa komið og farið, sporin sem þeir hafa markað eru misjafnlega djúp. Allir hafa þeir ekki skilið eftir harðspora í snjónum. En hver með sfnum hætti hafa þeir skilið eftir andblæ í þessari fjölbreytilegu stofnun. Þeir hafa gert hana það, sem hún er í dag: samfélag forvit- inna karla og kvenna, sem ekki þykir neitt skemmtilegra en að heyra og segja eitthvað, sem ekki hefir áður heyrst eða verið sagt. Og ef til vill er þeim gefin sú víðsýni og sú íhaldssemi, sem nauðsynleg er til þess að hugtakið universitas sé gætt inntaki og merk- ingu. spor í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar. Þá fékk deildaskiptur háskóli á sig svipmót aéðri menntastofnunar, universitas, þar sem fræðsla og þjálfun, lærdómsiðkanir og rann- sóknir tengdust íslenskum aðstæð- um og þörfum íslensku þjóðarinn- ar. Háskóli íslands var ekki aðeins skóli, sem útskrifaði menn með embættispróf, heldur miklu fremur hugsýn, djörf í auðmýkt sinni. íslendingar fundu að með stofnun háskóla voru þeir að lýsa yfir sjálfstæði sínu og ábyrgð sinni á menntun og menningu þjóðarinn- ar. Hvernig heffir tii tekist? En spurningin var: Hvernig hef- ir til tekist? Ég held að þeirri spurningu verði ekki svarað öðru vísi en að benda á að háskólinn tekur við fjórðungi hvers aldurs- hóps 19-20 ára ungmenna á hverju ári. Nemendur í háskólanum eru nokkuð á fimmta þúsund og hundr- uð kennara annast uppfræðslu og þjálfun þessa fólks í fjölmörgum greinum. Háskólinn hefir vissulega þróast úr fámennum skóla embættis- Haraldur Ólafsson Þáttaskil í sjálfstæðisbaráttu Þegar embættisskólunum þremur, prestaskóla, læknaskóla og lagaskóla var slegið saman í einn háskóla árið 1911 var f raun réttri ekki um svo gífurlega breyt- ingu að ræða að hún út af fyrir sig teldist skipta sköpum fyrir æðri menntun á íslandi. Með því að taka upp kennslu í íslenskum fræð- um var hins vegar stigið merkilegt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.