Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 20
Vertu í takt við AUGLYSINGAR 1 83 00 HANDKNATTLEIK og körfuknattleik hófust í gærkvöld. Á íþróttasíðum bls. 10-11 er fjallað um veturinn framundan I báðum greinum. Læknisþjónusta á leiötogafundi: Skurðstofur til taks meðan á fundi stendur - og vaktir allan sólarhringinn „Við munum vera með sérstakan viðbúnað og við gcrum ráð fyrir að sérfræðingar, læknar sem og hjúkr- unarfólk verði hér í húsinu á bund- inni vakt meðan á þessu stcndur. Einnig er gcrt ráð fyrir því að þaö verði ávallt skurðstofa til taks ef þörf krcfur. Við munum cinnig gera sér- stakar ráðstafanir með sjúkrabíla, en þann þátt á raunar enn cftir að skipuleggja," sagöi Jóhannes Pálma- son framkvæmdastjóri Borgarspítal- ans í gær þegar Tíminn spurði hann um viðbúnað vegna leiðtogafundar- ins. Jóhannes sagði að til tals hefði komið að það yröi staðsettur sjúkrabíll allan tímann l'yrir utan fundarstaðinn scm væri til taks ef þörf krefði. „Síðan verðum við með þjónustu hér í gegnum slysadeildina og munum gefa út símanúmer fyrir allt fylgdarlið til að hringja í ef upp koma einhver læknisfræðileg vanda- mál," sagði Jóhannes ennfremur. Enn liggja ekki fyrir hvaða sér- stöku óskir muni koma fram frá læknum lciðtoganna en við þeim má búast fljótlcga cftir helgina. „Miðað viö reynslu undanfarinna ára má búast við að fulltrúar leyni- þjónusta ríkjanna vilji skoða að- stöðuna á spítölunum, því allt bygg- ist þetta á því að komast sem fljótast með viðkomandi á áfangastað ef eitthvað óvænt kem'ur fyrir. Pessir öryggisvcrðir hafa enn ekki komið, en mér þykir ótrúlegt annað en þeir geri það, sérstaklega Bandaríkja- menn viö þekkjum minna til Sov- étmanna, en t.d. nú síðast í surnar þcgar dóttir Reagans var hér þá kom til okkar hcil sendinefnd frá banda- rísku leyniþjónustunni. Þegar Tíminn spurði Jóhannes hvað fælist í því að hafa skurðstofu til taks, sagði hann að þcir væru með margar skurðstofur í gangi og ein þeirra yrði tekin frá og höfð til reiðu ef eitthvað óvænt kæmi upp. „Út- lendingar eru í svona tilfellum smeykir við byssur, og þá verður þessi skurðstofa tilbúin ef það þarf að veita einhverjum af þessum topp leiðtogum þá þjónustu að fara inn á skurðstofu. Pessi skurðstofa verður því ekki notuð fyrir almenning rétt á meðan á þcssu stendur og sömu ráðstafanir eru gerðar með skurð- stofu á Landspítalanum," sagði Jó- hannes. - BG !'“■ vi.vnMia uviiauiaima uu nuiuiiu ui luuuMin iu au mcu iciuiuguiuiiuinum ug engmn my nu : hreyfa sig í tengslum við fundinn svo ekki séu sprottnir upp menn með sjónvarpsvélar, hljóðnema og myndavélar. Þessi mynd var tekin þegar fundur Bandaríkjamanna, Sovétmanna og íslendinga um undirbúning fundarins hófst í gær í Borgartúni 6. rímllnlylld Svcrrir Ekkert ákveðið með fundarstað - á sameiginlegum fundi fulltrúa leiötoganna og íslensku embættismannanefndarinnar í gær Þetta er ekki tungiið að koma upp heldur sólin að hníga til viðar séð frá Ægissíðunni, að mcstu leyti hulin af tunglinu. Tímamynd-Sverrir Sólmyrkvinn í gær: „HVAD GERDIST EIGINLEGA?“ - spurði grandalaus áhorfandi Þcim sem í gær varð auðið að sjá tungl skyggja á sólu mun lcngi vera atburðurinn minnisstæður. Fyrr á öldum hafa sólmyrkvar vakið ugg og óhug meðal fólks, þegar ekki var vitað um hina raunverulegu ástæðu þessa stórkostlega náttúru- undurs sem menn sjá. Laust fyrir klukkan 18.00 í gærkvöld flykktust Reykvíkingar út á Seltjarnarnes og Ægissíðu til að njóta þess, sem hrelldi forfeðurna og varð kveikjan að sögum um kraftaverk, reiði guðanna og sönnun bölsýnismanna um að heimsendir væri í nánd. Dálítið skýjað var á himni þeg- ar sól hvarf á bak við tungl, sem fremur en að draga úr magnaði upp áhrifin og atburðurinn varð ævintýralegri og fegurri fyrir vikið. Margir komu saman þar sem út- sýni var gott og Ijósmynduðu eða rýndu til himins gcgnum margföld sólgleraugu eða, eins og Tíminn hafði bent á, í gcgn um Ijósmynda- filmu. Þeirsem ekki fóru um loftin urðu að þessu sinni af almyrkvanum, en tungl huldi samt sem áður mikinn hluta sólar, áður en hún scttist. Birtubrigði sólmyrkvans voru sérkennileg og yfir Reykjavík voru greinileg Ijósaskiptin, svo að ekki hefur annað eins sést lengi. Á skýin sló einkennilegum roða- bjarma og himinninn varð fjólublár að lit. Skömmu síðar dimmdi snögglega og ungur maður við Ægissíðuna vatt sér aðTímamönn- um og spurði: „Hvað gerðist eigin- lega?" Sá verður betur vakandi næst þegar sól myrkvast að öllu leyti yfir íslandi eftir 40 ár, 2026. Þór Fulltrúar bandarísku og sovésku leiðtoganna áttu sinn fyrsta fund með íslensku embættismanna- nefndinni í gær og átti þar m.a. að ákveða fundarstað leiðtoganna urn næstu helgi. Ekkert var þó ákveðið um fund- arstað, en nokkrir staðir koma til greina, svo sem Höfði, Hótel Saga og sendiráð beggja stórveldanna í Reykjavík. Ekki var búist við því að fundarstaður yrði ákveðinn fyrr en í dag eða jafnvel síðar, því fulltrúar leiðtoganna þurfa að skoða alla mögulcika, ræða þá við ríkisstjórnir landa sinna og taka ákvörðun að því loknu, að sögn Yngva S. Yngvasonar, ráðuneytis- stjóra í Utanríkisráðuneytinu. Hann sagði einnig að á morgun yrði haldinn annar fundur um málið, ef fulltrúar annars leiðtog- ans óskuðu þess. Ekki er Ijóst hvenær Reagan og Gorbatsjov koma til landsins, en fulltrúar þeirra komu í gær. Þó cr búist við því að Reagan komi á fimmtudaginn. Ekki er hcldur ljóst hve margir verða í sendinefndum forseta Bandaríkjanna og aðalrit- ara Sovétríkjanna. Hins vegar bendir allt til þess að Reagan búi í bandaríska sendiráðinu á meðan á dvöl hans stendur og Gorbatsjov á Hótel Sögu ásamt sendinefnd sinni. ABS SKIP 0G EINKAHUSNÆDI LEYSA HÚSNÆDISVANDA Um 700 beiðnir frá erlendum frétta- og biaðamönnum eru nú til úrvinnslu hjá Ferðaskrifstofu rtkis- ins að sögn Þórunnar Ingólfsdóttur deildarstjóra í gær. Það sem í boði er af húsnæði fyrir þetta fólk er rúmlega 300 herbergi frá einkaaðil- um og gisting í skipi með 200 klefum, en skipið heitir Bolettc og er norskt. Skipið kemur til landsins frá Kristjánssand um hádegið á þriðjudag 7. október og fer síðan aftur 14. október. Það er Eimskipa- félagið sem sér um lciguna á þessu skipi. Ferðaskrifstofan Atlantik hef- ur einnig ákveðið að bjóða gistirými á skipi sem hún hefur tekið á leigu og eins hafa borist fréttir af því, að ferja frá Eistlandi, George Ots hafi verið kölluð af sinni reglubundnu leið og að hugsanlegt sé að hún verði send hingað til að hýsa sovéska borgara sem hingað koma. Hjá Þórunni Ingólfsdóttur hjá Ferðaskrifstofu ríkisins fengust þær upplýsingar að framboð af einka- húsnæði hafi verið mjög mikið og 15 manna skoðunarhópur hafi valið úr það húsnæði sem frambærilegt þótti, en mikið af því húsnæði sem í boði var reyndist ónothæft. „Á hverju ári erum við með svona gistingu í heima- húsum og okkur þótti rétt að marka stefnu í verðlagningu og ákveðið var að verð fyrir eins manns herbergi með morgunverði yrði 1600 kr.. en 2.400 kr. fyrir tveggja manna her- bergi," sagði Þórunn. Hún sagði ennfremur að mjög mikið framboð væri af íbúðum og að á skrá hjá þeim væru um 130 íbúðir. Fcrðaskrifstofa ríkisins treystir sér þó ekki til að annast íbúðaviðskipti, með tilheyr- andi ábyrgðum og trvggingum. Ferðaskrifstofan er þannig einungis milligönguaðili í þeim viðskiptum. » Til Ferðaskrifstofu ríkisins hafa að auki borist boð frá fólki sem vill leigja skrifstofuhúsnæði með hvers- kyns hjálpartækjum, Ijósritunarvél- um, telexaðstöðu o.fl. og einnig vilja margir lcigja bíla með og án bílstjóra. Að sögn Þórunnar hefur starfsfólki ekki gefist tækifæri til að fara í gegnum ogsinnaslíkum tilboð- um. Reikna má með að húsnæðisþörf- inni sé nú að mestu eða öllu leyti fullnægt. Þannig var mesti straumur- inn af fyrirspurnum til Feðaskrif- stofu ríkisins búinn í gær, þó þangað væru engu að síður enn að berast þangað erindi. Laugardagur 4, október 1986

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.