Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 6
FRETTAYFIRLIT JÓHANNESARBORG - Desmond Tutu erkibiskup lýsti ákvörðun öldungadeildar Bandaríkjaþings, um að koma á refsiaðgerðum gegn Suður- Afrjkustjórn, sem siðferðilegri ákvörðunartöku sem væri ekki beint gegn Suður-Afríkubúum heldur aðskilnaðarstefnu stjórnvalda og óréttlæti í land- inu. Hann sagði ákvörðunina hafa verið tekna í nafni réttlæt- is, frelsis og lýðræðis. MOSKVA — Talsmaður so- véska utanríkisráðuneytisins sagði stjórn sína telja vel mögulegt að drög að samningi um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn náist á Reykja- víkurfundi þeirra Reagans og Gorbatsjov um næstu helgi. JERUSALEM — Símon Peres forsætisráðherra Israels hvatti Ronald Reagan Banda- ríkaforseta til að taka upp mál sovéskra gyðinga er hann ræddi við Gorbatsjov í Reykja- vík. JULLUNDUR, Indland - Julio Ribeiro yfirmaður lögregl- unnar í Punjabhéraði sagði fréttamönnum að byssukúla hefði strokist við hann er til- ræðismenn reyndu að binda enda á líf hans. Kona Ribeiro særðist í árásinni og einn vörð- ur lést. Það voru sjö öfgasinn- aðir síkhar sem árásina gerðu. Þá skýrði hin opinbera frétta- stofa í Nýju Delhi frá því að skotmaðurinn sem reyndi að ráða Rajiv Gandhi forsætisráð- herra af dögum nú í vikunni hefði verið síkhi og komið frá Punjabhéraði. TELAVIV — YitzhakShamir utanríkisráðherra ísraels, sem verður forsætisráðherra í þessum mánuði samkvæmt samkomulagi stjórnarflokk- anna, sagði að ekkert lægi á að skrifa undir formlegan friðarsamning við Jórdana. Hann ítrekaði einnig andstöðu sína við alþjóðlega friðarráð- stefnu er fjallaði um málefni Mið-Austurlanda. BEIRÚT — í tilkynningu skæruliðahópsins „Islamic Jihad“ (Heilagt stríð) sem hlynntur er Iranstjóm voru Bandaríkjamenn sagðir bera ábyrgð á lífi bandarísku gísl- anna sem hópurinn hefur í haldi. DAMASCUS — Talsmaður Sýrlandsforseta sagði stjórnar- erindreka þann sem sagður var hafa verið tekinn af lífi í Teheran, ekki vera lengur „í höndum mannræningjanna". Áður hafði útvarpið í Teheran sagt sex menn hafa rænt stjórnarerindrekanum og keyrt í burtu í sjúkrabíl. OSLÓ - Norsk stjórnvöld hyggja á miklar sparnaðarráð- stafanir á næsta ári en and- staða er mikil og minnihluta- stjórn Gro Harlem Brundtland er nú mjög óörugg í sessi. 6 Tíminn ÚTLÖND Laugardagur 4. október 1986 REYKJAVIKURFUNDURINN: Skoðanir skiptar á umræðuefnum Reagan ánægður með aukinn skilning - Sovétstjórnin vill ræða kjarnorkutilraunabann Reagan er ekki reiðubúinn til að ræða kjarnorkutilraunabann í Reykjavík. Reagan Bandaríkjaforscti er ekki reiðubúinn til að ræða um bann við kjarnorkuvopnatilraunum við Gor- batsjov Sovétleiðtoga þegar þcir funda hér á íslandi um næstu helgi. Þetta köm fram hjá Larry Speakcs talsmanni forsetans þegar hann ræddi við fréttamenn í gær. ,;Sovétmenn halda enn áfram að krefjast tímabundis eða algjörs kjarnorkutilraunabanns. Við verð- um fyrst að fækka vopnum áður en bann er rætt,“ sagði Speakes. Talsmaður Sovétstjórnarinnar sagði í Moskvu í gærmorgun að stjórn sín væri bjartsýn á að leið- togarnir tveir næðu santkomulagi um bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn á fundinunt í Rcykjavík. Speakes gaf hinsvegar í skvn að lítið yrði um mikla santninga í Reykjavík, stjórn sín yrði ánægð svo lengi sem viðræðurnar leiddu til betri skilnings og samstarfsvilja milli ríkjanna tveggja. „Markmið okkar í Reykjavík er að minnka það bil sem aðskilur Bandaríkin og Sovétríkin", sagði Speakes. Sovétstjórnin hefur hingað til lagt mikið upp úr að viðræðurnar í Reykjavík snúist um afvopnunarmál og hafa margir stjórnmálasér- fræðingar spáð því að samkoniulag um fækkun meðaldrægra kjarnorku- eldflauga í Evrópu verði undirritað í Reykjavík. Yfirlýsingar Bandaríkjastjórnar í gær gefa hinsvegar til kynna að Reagan muni hafa meiri áhuga á að ræða staðbundin vandamál á borð við Afghanistan og Mið-Austurlönd en að skrifa undir ntikilsverð afvopn- unarsamkomulög er hann hittir Gor- batsjov um næstu helgi. Thailand: Svindlarar fá lítinn starfsfrið Bangkok'Rcutcr Aðgerðir lögreglu á Thailandi gegn glæpamönnum þeim scm hafast við á helstu ferðamanna- stöðum landsins hafa leitt til 40% færri kvartana frá erlendum ferðamönnum. Það voru lög- regluyfirvöld landsins sem skýrðu frá þessu í gær. Chalermdej Chompumut ofur- sti og yfirntaður ferðamanna- deildar lögrcglunnar sagði frétta- mönnum að síðan að aðgerðirnar hófust liefðu 400 manneskj ur ver- ið handteknar fyrir að svindla á útlendingum. Flestar handtökurnar hafa ver- ið gerðar á frægum ferðamanna- stöðum á borð við eyna Phuket, Pattayaströnd og Chiang Mai. Hið venjulega svindl felst að sjálfsögðu í of háu vöruverði cn að auki má nefna leigu á ónýtum skeilinöðrum sem síðan var bætt á viðgerðarkostnaði ellegar að skellinöðrunum varstoiið afleigj- endunum sjálfum sem síðan kröfðu saklausa „túristana" um skaðabætur. Aðgcrðir lögreglunnar miða að því að gera ferðamannaiðnað landsins enn öflugri en á síðustu árum hefur hann vcrið helsta gjaldeyristekjulind Thailend- inga. Fréttaskýring: Veikist staða Reagans vegna refsiaðgerðanna? Samþykkt öldungadeildarinnar mesti ósigur fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjaforseta Reuler Margir telja samþykkt öldungadeildarinnar bandarísku um harðar refsiað- gerðir gegn Suður-Afríku hafa sýnt fram á styrk lýðræðisins í Bandaríkjunum. Samjiykkt öldungadeildar Banda- ríkjaþings um harðar refsiaðgerðir gegn stjórn Suður-Afríku hefur vak- ið upp spurningar um getu Reagans Bandaríkjaforseta í sambandi við stjórnun utanríkismála og einnig hvaða áhrif aðgerðirnar koma með til að hafa, sérstaklega í sambandi við ákvarðanir annarra ríkja. Öldungadeildin samþykkti tillög- urnar um refsiaðgerðir með 78 at- kvæðum gegn2l og þvívarneitunar- valdið scnt forsetinn beitti í þessu rnáli haft að engu í báðum þingdeild- um. Þetta var fyrsti meiriháttar ósigurinn fyrirutanríkisstefnu Reag- ans og stjórnar hans. Nokkrir stjórnmálasérfræðingar sögðu úrslit atkvæðagreiðslunnar gera utanríkisstefnu forsetans veik- ari í augum annarra þjóðarleiðtoga og ntyndi það hafa áhrif á viöræður Reagans við Gorbatsjov Sovétleið- toga hér á landi urn næstu helgi. Aðrir, þar á meðal Richard Lugar formaður utanríkismálanefndar öldungadcildarinnar, sagði slíkar ályktanir hinsvegar vera nokkuð langsóttar. 1 refsiaðgerðununt sem Banda- ríkjaþing samþykkti cr m.a. gert ráð fyrir banni á innflutningi járns, kola, stáls. landbúnaðarvara, úraníums og gullmyntar frá Suður-Afríku. Þá eru reglur hertar um flugsamgöngur og ný lán og fjárfestingar í landinu eru stöðvaðar. Reagan forseti hafði beitt ýmsum ráðum til að reyna að fá öldunga- deildarþingmenn til að styðja við bakið á neitunarvaldi sínu. Þar á meðal voru lians eigin tillögur um nokkuð harðari aðgerðir en hann hafði áður viljað fallast á og nú í vikunni tilnefndi hann Edward Perk- ins sem fyrsta svarta sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Afríku. Allt kom þó fyrir ekki og ákveðni öld- ungadeildarþingmanna var aðeins meiri eftir að Pik Botha utanríkis- ráðherra S-Afríku hafði hringt í nokkra þeirra sköntmu fyrir at- kvæðagreiðsluna og hótað því að stjórn sín myndi skera á all.an hveiti- flutning frá Bandaríkjunum til ná- grannalanda Suður-Afríku, færi svo að tillögurnar um refsiaðgerðir yrðu samþykktar. Viðbrögðin við þessari sögulegu atkvæðagreiðslu í öldungadeildinni voru margvísleg: „Þetta var mikill sigur fyrir lýðræði í Bandaríkjunum og frelsi og Suður-Afríku,“ sagði Edward Kennedy öldungadeildar- þingmaður demókrata frá Massac- husetts og Alan Cranston þingmað- ur frá Kaliforníu sagði að mikilvægt skref hefði verið stigið í átt að afnámi aðskilnaðarstefnunnar. Refsiaðgerðir Bandaríkjanna eru harðari en þær sem Evrópubanda- lagið hafði tilkynnt um, svo og Japan. Bandaríkin eru þriðji stærsti viðskiptaaðili Suður-Afríku, aðeins Bretland og V-Þýskaland hafa hald- ið uppi meiri verslun við landið. Stjórnarerindrekar í Evrópu- bandalagsríkjunum spáðu því í gær að ákvörðun Bandaríkjaþings myndi verða til þess að Evrópubandalagið endurskoðaði samþykkt sína um refsiaðgerðir á fundi utanríkisráð- herra bandalagsins þann 27. október næstkomandi. Búast má við að ríki á borð við Danmörk og Holland krefjast þar harðari aðgerða gegn stjórninni í Suður-Afríku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.