Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 14
SAMVINNUr tryggingarL ÁRMÚLA 3 108 REYKJAVÍK SÍMl (91)681411 " Útboð Tilboð óskast í eftirtaidar bifreiðiir hafa í umferðaróhöppum. sem skemmst Ford Fiesta árgerð 1986 Lada 21043 árgerð 1986 Subaru E 10 4W árgerð 1986 Lada 1600 árgerð 1985 Daihatsu 1000 4W árgerð 1985 MMC Tredía 1600 GLS árgerð 1985 Lada 2107 árgerð 1984 Datsun Cherry 1500 GL árgerð 1983 Daihatsu 850 Cap Van árgerð 1983 Honda Civic árgerð 1982 MMC Galant 1600 GL árgerð 1980 Toyota Cressida DL árgerð 1980 Toyota Cressida GL árgerð 1980 Masda 929 L árgerð 1980 Dodge B 300 Van árgerð 1979 Chevrolet Sport Van árgerð 1979 Lanzer A 75 DL árgerð 1977 Chevrolet Nova árgerð 1969 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9 Reykjavík, mánudaginn 6. október 1986 kl. 12-16. Á sama tíma: í Keflavík Mazda 626 1600 Á Sauðárkróki: árgerð 1980 Daihatsu Charmant Á Egilsstöðum: árgerð 1982 Opel Corsa árgerð 1985 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Ármúla 3, Reykjavík, eða umboðsmanna fyrir kl. 12, þriðjudaginn 7/10 1986. ífji LAUSAR STÖEXJRHJÁ .LffiJ REYKJAVIKURBORG 1. Staöa forstööumanns viö leikskólann Lækja- borg v/Leirulæk. 2. Fóstrur og aðstoðarfólk á hin ýmsu dagvistar- heimili í borginni. 3. Sérstaklega vantar nú fóstrur og aöstoðarfólk í heilar og hálfar stööur á dagheimilin Laufás- borg, Laufásvegi 53-55, Ægisborg, Ægissíðu 104 og Valhöll, Suðurgötu 39 og leikskólann Kvistaborg v/Kvistaland. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjón- arfóstrur á skrifstofu Dagvistar í símum 27277 og 22360, einnig forstööumenn viökomandi heimila. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar Pósthússtræti 9, 6. hæö í sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Verkfræðingar Tæknifræðingar Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir aö ráöa byggingarverkfræðing eða tæknifræðing til að veita forstöðu byggingadeild fyrirtækisins. Starfið er aðallega fólgið í eftirliti með nýbygginga- framkvæmdum og umsjón með viðhaldi bygg- inga. Nánari upplýsingarveitirstarfsmannastjóri í síma 686222. Umsóknarfrestur er til 13. október nk. 14 Tíminn Laugardagur 4. október 1986 Heimsmeistararnir í útsláttarkeppni og handhafar Rosenblumbikarsins halda stoltir á honum meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna er leikinn: Frá vinstri eru Kit Woolsey, Bob Lipsitz, Ed Manfield, Peter Boyd, Steve Robinson og Neil Silverman. IVIeð þeim á myndinni er Jaime Ortiz-Patino fyrrverandi forseti Heimssambandsins og Dick Goldberg fjármálastjóri sambandsins. Mvnd gsh Heimsmeistaramótið í Flórida: Bandaríkjamenn hirtu öll gullverðlaunin 5 - Spilið sjálft vann stærsta sigurinn Bandaríkjamenn hirtu öll gull- verðlaunin á heimsmeistaramótinu í bridge sem lauk um helgina á Sherat- onhótelinu á Miami Beach í Florida en alls var keppt í fimrn greinum bridgeíþróttarinnar. Heimsmeistaramótinu lauk með keppni í tvímenning og þar urðu sigurvegarar Eric Rodwell og Jeff Meckstroth frá Bandaríkjunum. Sig- ur þeirra kom ekki á óvart því þeir hafa undanfarin ár verið taldir mynda eitt sterkasta bridgepar í Ameríku og þar með heiminum. Rodwell og Meckstroth urðu heims- meistarar í sveitakeppni árið 1981, þá aðeins 24 og 25 ára gamlir. íslendingar muna sjálfsagt eftir Ro- dwell sem spilaði hcr á bridgehátíð s.l. vetur. Austurrísku Evrópumeistararnir Wolfgang Meinl og Heinrich Berger urðu í öðru sæti í tvímenningnum og Ástralíumennirnir Steve Burgess og Paul Marston enduðu í 3. sæti. Þeir leiddu mótið eftir tvær umferðir af 5 í úrslitakeppninni en síðan tóku Rodwell og Meckstroth forustuna og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Ekkert íslenskt par náði inn í úrslita- keppni tvímenningsins sem 48 pör spiluðu í. Heiðri Norðurlandanna var haldið uppi af þrem sænskum pörum sem spiluðu í úrslitunum og þar urðu Sundelin og Flodqvist í 8. sæti. Norðurlöndin fengu hinsvegar góða fullrúa í úrslitum kvennaflokksins í tvímenning en þar urðu dönsku stúlkurnar Bettína Kalkerup og Charlotte Palmlund í öðru sæti á eftir Bandaríkjamönnunum Jacqui Mitchell og Amalya Kearse. Margir kannast sjálfsagt við Bettínu sem komið hefur hingað á einar tvær bridgehátíðir. Pó þær Mitchell og Kearse hafi vakið mesta athygli; Jacqui var þarna að fá fullt hús í heimsmeistaramótum kvenna og Amalya er fyrsti þeldökki spilarinn sem vinnur til verðlauna í heims- meistaramótum í bridge; þá þóttu dönsku stúlkurnar spila einstaklega vel og vandvirknislega. Dönsku stór- spilararnir af karlkyninu sem tóku þátt í mótinu voru hinsvegar ekki svipur hjá sjón. Fimm íslensk pör tóku þátt í tvímenningskeppninni en alls tóku um 400 pör þátt í mótinu. 330 pör spiluðu í milliriðlum og úr þeim komst 151 par í undanúrslitin. Tvö íslensk pör komust áfram í undan- úrslitin, Sigurður Sverrisson og Jón Baldursson og Þórarinn Sigþórsson Heimsmeistararnir í tvímenning kvenna, Amalya Kearse og Jacqui Mitcheii hlusta á þjóðsönginn. Dick Goldbcrg og Ortiz-Patino eru einnig á myndinni. Ortiz-Patinio lét nú af störfum sem forseti Alþjóða bridge-sambandsins eftir 10 ára farsælt starf og allir voru á einu ináli um að honum væri það einna helst að þakka að bridge nýtur nú jafnmikillar virðingar um allan heim og raun ber vitni. Við forsetaembættinu tók Denis Howard lögfræðingur frá Ástralíu. Mynd B.E. Guðmundur Hermannsson FRÉTTASTJÓRI og Þorlákur Jónsson. Guðlaugur Jóhannsson og Örn Arnþórsson og Björn Theódósson og Jakob R. Möller fóru síðan í mót sem spilað var meðfram undanúrslitunum, eins- konar upptökumót þar sem 6 pör komust áfram í úrslitin, í viðbót við þau 42 pör sem komust úr undanúr- slitunum. Engu af íslensku pörunum tókst að ná í úrslitin. Björn Eysteins- son og Guðmundur Hermannsson slepptu upptökumótinu enda þá búnir að spila samfleytt í 8 daga án hvíldar en fóru síðan í aukamót sem spilað var samhliða úrslitakeppn- inni. Þar hófu 80 pör keppni og Björn og Guðmundur enduðu í 28. sæti. íslendingarnir á mótinu muna sjálfsagt betur eftir sveitakeppninni sem haldin var fyrri vikuna. íslending- arnir spiluðu í tveim sveitum og þeir Örn, Guðlaugur, Sigurður og Jón náðu þeim frábæra árangri að kom- ast í hóp sex ósigraðra sveita. Mótið fór þannig fram að 140 sveitir byrj- uðu í útsláttarkeppni og um leið og sveitir töpuðu leik fóru þær í monr- adkeppni sem spiluð var samhliða en þar höfðu 30 sveitir hafið þátttöku svo alls spiluðu 170 sveitir í mótinu. Örn og félagar hans unnu alls 5 leiki í útsláttarmótinu og voru þá komnir í 6 liða úrslit. Á þeirri leið unnu þeir m.a. pólska sveit sem skipuð var þeirn Wilkotz og Frenkiel en þeir unnu þetta mót þegar það var haldið fyrst árið 1978. Þær sex sveitir sem eftir voru ósigraðar voru Örn, frönsk sveit undir forustu Jose Damiani en liðsmenn þeirrar sveitar unnu sumir þetta mót árið 1982 og Ólympíumótið 1980, og fjórar bandarískar sveitir undir forustu Mike Becker, Stelios Touchtidis, Steve Robinson og Chip Martei. Örn spilaði við Robinson og þá loks urðu íslendingarnir að lúta í lægra haldi. Sveitirnar þrjár sem unnu í 6 liða úrslitunum komust áfram í un.dan- úrslitin, þær þrjá sem töpuðu fóru í sérstaka míníútsláttarkeppni með þeirn fimm sveitum sem efstar voru á því augnabliki í monradkeppninni. Þar lenti Örn á móti þýskri sveit í fyrstu umferð, tapaði og var þar með úr leik í toppbaráttunni. Sveit undir forustu góðkunningja íslendinga frá Pakistan, Zia Mahmood, vann míní- útsláttinn og var þar með fjórða sveitin í úrslitunum. Undanúrslitaleikirnir voru báðir spennandi og þó aðallega leikur Beckers og Zia. Beckersveitin var fyrirfram talin vera sigurstranglegust á mótinu en í henni spiluðu Becker

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.