Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 15
Laugardagur 4. október 1986 Tíminn 15
og Rubin, Weichsel og Lawrence og
Rodwell og Meckstroth. En Pakist-
anirnir unnu á síðasta spilinu öllum
á óvart. Hinn leikinn vann sveit
Robinson og Pakistanirnir urðu
þeim líka auðveld bráð í úrslitaleikn-
um enda voru þeir örþreyttir eftir
mikla og stífa spilamennsku. Sigur-
vegaramir em allir velþekktir í Banda-
ríkjunum þó þeir hafi aldrei unnið
hcimsmeistaramót áður. Peir heita
Steve Robinson, Peter Boyd, Kit
Woolsey, Ed Manfield, Bob Lipsitz
og Neil Silverman.
Á mcðan úrslitaleikirnir voru spil-
aðir spiluðu íslensku sveitirnar í
mondradkeppninni, en þar voru spil-
uð 7 spil milli para. Sveit Þórarins
Sigþórssonar, sem Porlákur, Björn
og Guðmundur spiluðu í, tapaði
strax í útsláttarmótinu en hafði síðan
spilað ágætlega í monradkeppninni
og var í lftsæti þegar Örn kom inn
í mótið og var skipað í 9. sæti
samkvæmt reglum mótsins. Þá hafði
Þórarinn m.a. unnið pólsku Olym-
píumeistarana, 60-0, og bandarfska
sveit undir stjórn Jim Jacoby 50-10,
svo eitthvað sé nefnt.
Örn kom inn í monradkeppnina
eftir tapið gegn Þjóðverjunum og
byrjaði vel, vann m.a. pólska sveit
undir stjórn Kuklowski 60-0, og
Þórarinn hélt áfram uppteknum
hætti og vann gömlu svissnesku
meistarana undir stjórn heimsforset-
ans Ortis-Patino 35-25.
Næstsíðasti dagur mótsins var
ekki eins góður hjá íslendingunum.
Örn og félagar hans töpuðu öllum
leikjum sínum, 8 að tölu, og Þórar-
inn tapaði fimm leikjum af átta, þar
á meðal gegn brasilíska landsliðinu,
franska landsliðinu, svissneska
landsliðinu, og tveim bandarískum
sveitum, Jacoby, 39-21 og Marty
Bergen 22-38. Enginn leikurinn tap-
aðist þó stórt.
Örn og félagar lians voru orðnir
þreyttir eftir stranga keppni og
ákváðu nú að hætta í keppninni fyrir
síðasta daginn og hvíla sig frekar
fyrir átök tvímcnningsins. Þórarinn
og félagar börðust þó áfram og unnu
þrjá af sex síðustu leikjunum. þar á
meðal ítalana Garozzo, Lauria og
Pittala 60-0, gerðu eitt jafntefli og
töpuðu tveim lcikjum. Sveitin end-
aði í 18.sæti í lokin en sigurvegarar
monradmótsins og þar með sveit
númer þrjú í mótinu í heild, var
skipuð fjórum ungum Svíum, Fall-
eníus, Wirgren, Nilsland og
Lindkvist, sem voru búnir að tryggja
sér sigurinn fyrir síðustu umlerð
mótsins, þrátt fyrir að 60 stig væru til
skiptanna.
Þrátt fyrir að þctta væri fjölmenn-
asta heimsmeistaramót sem haldið
hefur verið með um 1300 þátttak-
endur, gekk öll framkvæmd snurðu-
laust fyrir sig, enda eru Ameríkan-
arnir vanir að halda fjölmenn bridge-
mót. Aðstaðan hefði þó mátt vera
betri að dómi íslendinga enda eru
þeir svo góðu vanir. Borðin sem
spilað var við voru rúmur metri á
kant, og það liggur í auguni uppi að
þegar búið cr að setja skerma á
svoleiðis borð er ekki mikið pláss
eftir til að athafna sig.
Það scm mótið skilur hclst eftir sig
er andinn sem þar sveif yfir vötnun-
um, þó þarna væru komnir saman
spilarar frá um 80 þjóðlöndum voru
öll samskipti vinsamleg og hvítir,
svartir, brúnir og gulir spiluðu í sátt
og samlyndi. Spilarar frá Kína og
Taiwan tókust eitt sinn í liendur og
sungu, næstum allir og þar með
taldir Ameríkumcnn héldu mcð
Pakistan í úrslitaleik mótsins. I grein
sem Zia Mahmood skrifaði í móts-
blaðið scgir hann að þrátt fyrir tap í
leiknum hafi þeir ekki tapað í mót-
inu. Þar hafi þeir eignast vini sem þeir
muni halda sambandi við alla æfi og
stuðningur áhorfenda hafi verið nóg-
ur sigur. Og í rauninni hefði enginn
spilaranna unnið sigra á mótinu til
jafns við sigurinn sem skrítinn leikur
sem leikinn er með bréfmiðum á
tréborði, hafi unnið.
Kampakátir Danir í lokahófínu. Steen Möller og Stig Werdelin samgleðjast
Bettinu Kalkerup og Charlotte Palmlund yfir silfurverðlaununum í tvímenn-
ingnum. Mynd Björn Eystcinsson
Þeir sjást ekki oft brosa þessir en þarna höfðu þeir ærið tilefni. Heimsmeist-
ararnir í tvimenning 1986, Eric Rodwell og Jeff Meckstroth. Mynd b.e
Bæjarkeppni Akureyrar
og Siglufjarðar
Árleg bæjarkeppni í bridge milli
Siglufjarðar og Akureyrar fór fram
á Siglufirði fyrir skömmu og lauk
með sigri Siglfirðinga sem hlutu 642
stig gegn 558 stigum. Eftir fyrri dag
voru Akureyringar nokkrum stigum
yfir en heimamcnn voru sterkari
seinni daginn.
Fimm sveitir spiluðu frá hvorum
stað og var besti árangur einstakra
sveita þessi: Pétur Guðjónsson, Akureyri 141
Gunnar Berg, Akureyri 140
Valtýr Jónasson, Sigluf. 137
Ólafur Jónsson, Sigluf. 131
Birgir Björnsson, Sigluf. 131
Keppni milli þessara aðila hefur
farið fram um árabil. Keppt er um
veglegan farandbikar sem gefinn cr
af Sparisjóði Siglufjarðar.
Ö.Þ. Fljótum
Bridgefélag Reykjavíkur
Á síðara keppniskvöldinu í Haust-
tvímenningi B.R. náðu Jón Hjalta-
son og Hörður Arnþórsson mjög
góðu skori eða 412 stigum (rtieðal-
skor 312) og dugði það til yfirburða-
sigurs í mótinu. Páll Valdimarsson
og Magnús Ólafsson unnu hinn riðil-
inn með 390 stigum. Lokaröð efstu
para varð:
Jón Hjaltason - Hörður Arnþórsson 740
Hclgi Ingvarsson - Gissur Ingólfsson 685
Böðvar Magnússon - Þorfinnur Karlsson 685
Sigurður B. Þorstcinss. -Guðni Þorsteinss. 682
Páll Valdimarsson - Magnús Ólafsson 671
Porgeir P. Eyjólfsson - Helgi Jóhannsson 668
Kristján Blöndal - Jónas P. Erlingsson 661
Næsta miðvikudag hefst aðal-
sveitakeppnin. Tilkynnið þátttöku
til Sigurðar B. Þorsteinssonar í síma
622236 en þegar eru 14 sveitir skráð-
ar til leiks.
Bridgedeild Skagfirðinga
Þriðjudaginn 30. september var
spilað í tveim riðlum. Þessi pör hlutu
flest stig: "
A-riðiil
SteingrímurSteingrímsson-ÖrnScheving . 199
Sigurður Sigurðsson - Þórir Flosason 191
Ragnar Björnsson - Sævin Björnsson 188
Agnar Kristinsson - Oddur Jakobsson 183
B-riðiII
Elísabet Jónsdóttir - Leifur Jóhannesson 205
Guðjón Kristjánsson-Gaukur Kristjánsson 193
Hildur Hclgadóttir- Karólína Svcinsdóttir 177
Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson 174
Meðalskor 165
Þriðjudaginn 7. október hefst
Barómeter og er skráning á fullu í
síma 18350 Ólafur Lárusson, 687070
eða 35271 Sigmar Jónsson og 21051
Guðmundur Kr. Sigurðsson.
Aðalfundur Bridgedeildar Skag-
firðinga verður haldinn t Drangey
laugardaginn 4. október n.k. klukk-
an 16.00. Dagskrá: venjuleg aðal-
fundarstörf, lagabreytingar, kosning
fulltrúa á Ársþing Bridgesambands
Islands, sem haldið verður að Hótel
Borg 11. október nk.
Frá Bridgefélagi kvenna:
Nú stendur yfir þriggja kvölda
hausttvímenningskeppni hjá félag-
inu. Efstu skorir á öðru kvöldi fengu
eftirtalin pör:
A>
Halla Bergþórsdóttir - Petrína Færscth 189
Guörún Bergsdóttir - Kristín Karlsdóttir 188
Alda Hansen - Gunnþórunn Erlingsdóttir 181
Karen Vilhjálmsdóttir-Svafa Ásgcirsdóttir 180
B)
Ingunn Hoffmann - Ólafía Jónsdóttir 182
Aldís Schram - Soffía Thcódórsdóttir 182
Gerður ísbcrg - Kristín Jónsdóttir 181
Ása Jóhannsdóttir - Kristín Þórðardóttir 171
Og staða efstu para eftir tvö kvöld
er þá þessi:
Halla Bcrgþórsdóttir - Petrína Færscth 402
Ása Jóhannsdóttir - Kristín Þórðardóttir 377
Guðrún Jörgensen - Sigrún Pétursdóttir 363
Aldís Schram - Soffía Theódórsdóttir 356
Sigrún Straumland - Þuríður Möller 342
Júlíana Isebarn - Margrét Margcirsdóttir 342
Alda Hansen - Gunnþórunn Erlingsdóttir 342
Ingibjörg Halldórsd. - Sigríður Pálsd. 341
Alls spila 29 pör, en að auki cru
yfir 20 kvenmcnn í kcnnsluspila-
mennsku.
Haustkeppninni lýkur næsta
mánudag, en annan mánudag verður
spiluð Landsbikartvímennings-
keppnin. 20. oktöber hefst svo hin
árlega barometcr-tvímcnnings-
keppni félagsins.
Frá Bridgefélagi
Akureyrar
Vetrarstarf félagsins hófst sl.
þriðjudag mcð eins kvölds tví-
menningskeppni, svo kallaðri Start-
keppni. Sigurvegarar urðu þeir Jón
Sverrisson og Hilmar Jakobsson,
eftir harða keppni. Verðlaun fyrir
þá keppni voru gefin af Skipaaf-
greiðslu KEA og afhenti Gunnlaug-
ur Guðntundsson þau sigurvegurum
kvöldsins.
Urslit urðu annars þessi:
Jón Svcrrisson - Hilmar Jakobsson 380
Árni Bjarnason - Kristinn Kristinsson 377
Jakob Kristinsson - Þórarinn B. Jónsson 371
Haraldur Sveinbjörnsson - Jónas Karlsson 371
Reynir Helgason - Tryggvi Gunnarsson 368
Friðfinnur Gíslason - Páll Jónsson 349
Alls spiluöu 32 pör. Albert Sig-
urðsson sér um stjórnun en Margrét
Þórðardóttir um tölvuvinnslu hjá
félaginu.
Bauta-tvímenningsmótið, sem er
fjögurra kvölda tvímenningskeppni
hefst svo þriðjudaginn 7. október
nk. Spilað er í Flensborg og hefst
spilamennska kl. 19.30.
Vakin er athygli á því að skráningu
í Bautamótið lýkur sunnudagskvöld-
ið 5. október kl. 20., til stjórnar
félagsins.
Húsnæðisstofnun ríkisins
Viðskiptafræðingur óskast
Óskum eftir að ráða viðskiptafræðing til starfa í
lánadeild stofnunarinnar. Um er að ræða vinnu við
verðútreikninga og margvíslegar athuganir á þró-
un húsnæðis- og byggingarmála. í boði eru góð
laun og prýðileg starfsaðstaða. Nánari upplýsingar
veita framkvæmdastjóri stofnunarinnar og for-
stöðumaður Byggingarsjóðs verkamanna.
Þeir, sem áhuga hafa, vinsamlegast sendi nöfn
sín, heimilisföng og símanúmer í lokuðum umslög-
um til framangreindra aðila fyrir 10. október
næstkomandi.
1 #11 lúsnteðissfol'niin ríkisins
___________LÁNADEILD______________
LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVIK
|fl LAUSAR STÖÐUR HJÁ
m REYKJAVIKURBORG
Staða forstöðumanns
Manntalsskrifstofu
Staða forstöðumanns Manntalsskrifstofu Reykja-
víkurborgar er laus til umsóknar.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Gunnar Eydal
skrifstofusjóri, Austurstræti 16.
Umsóknum sé skilað til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9 6. hæð á eyðublöð-
um sem þar fást fyrir 1. nóvember n.k.
Barnaheimilið
Litlakot
Fóstra/starfsmaður óskast, menntun eða reynsla
æskileg. Upplýsingar í síma 19600-297 alla virka
daga kl. 9 til 16.00.
Reykjavík 3.10. 1986.
C umferðarmenning
skal jafna gefa
í tæka tíð.
UUMFERÐAR
RÁD
t
Móðir mín og fósturmóðir
Kristín Elínborg Björnsdóttir,
Akraiandi 1,
Reykjavík,
sem lést 22. september verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudag-
inn 7. október kl. 13.30. Blóm afbeðin en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd aðstandenda.
Heiðbjört Guðlaug Pétursdóttir,
Guðmundur Bergsson.
t
Innilegustu þakkir til ykkar allra, er sýnduð okkur samúð og hlýhug,
vegna fráfalls og útfarar dóttur okkar, systur og mágkonu
Kristínar Halldórsdóttur
og henni hjálpsemi og tryggð.
Guðrún A. Thorlacíus, Halldór Geir Halldórsson,
Auður Friðgerður Halldórsdóttir, Jens Sigurðsson.