Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 13
Laugardagur 4. október 1986 !Tíminn 13 MINNING llllllílllllllll llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll 11! Illllll11" Arni Sæmundsson hreppstjóri Stóru-Mörk að rækta garðinn minn. Sá garður sem afi og amma ræktuðu bar ríku- legan ávöxt. Amma uppskar, því öllum hennar nánustu þótti vænt um hana og hlúðu að henni þegar svo bar undir. Amma lagði grunninn að því bróðurþeli sem einkennir hennar nánustu en slíkt er ekki sjálfgefið. Hún átti marga og góða vini sem sumir komu til hennar um langan veg. Þessar fátæku myndir eru einungis ágrip þeirra heilsteyptu góðu minn- inga um ömmu sem búa í brjósti mínu en þeim verður ekki lýst með orðum. Eg kveð ömmu mína með söknuði, blessuð sé minning hennar. Þorsteinn Guðnason Það mun mörgum vera ljúfur draumur að rifja upp æskuminningar séu þær góðar. Þegar ég frétti að Ágústa á Vatnsleysu væri dáin þyrl- uðust upp myndir leiftursnöggt í huga. Og nú þegar ég reyni að festa á blað minningarorð um Ágústu, sem var ein allra besta vinkona mín, finnst mér reyndar, að hún hafi alltaf verið sem mín önnur móðir, sem hægt var að stökkva í fangið á ef eitthvað bjátaði á. Lífið á Vatnsleysu einkenndist af nánu og kærleiksríku samfélagi. Æskuárin liðu með ógnarhraða í söng og gleði, þó alltaf með alvöru lífsins að bakgrunni óg aldrei bar skugga á. Og nú er síðasti stofninn fallinn, sem stóð undir búskap á Vatnsleysu í rúma hálfa öld. En stofnarnir báru greinar, sem enn bera ávöxt. Ágústa var fædd í Skálholtsvík í Strandasýslu 28. ágúst árið 1900, ein fimm barna hjónanna Hjálmfríðar Árnadóttur og Jóns Þórðarsonar, bónda þar. Þriggja vikna gamalli var henni komið í fóstur til sæmdarhjón- anna Jensínu Pálsdóttur og Einars Einarssonar, Gröf í Bitru. Þar ólst hún upp við mikið ástríki, ásamt einkasyni hjónanna og annarri fóst- ursystur. í engu fann hún annað en hún væri þeirra eigið barn. Ágústa naut ekki meiri menntunar en títt var um unglinga af hennar kynslóð. En með einstökum áhuga bætti hún við með sjálfsnámi í skóla reynslunnar og með lestri góðra bóka ekki síst ljóðabóka. Hún varð gagnmenntuð kona og var sama við hvern hún talaði eða um hvað hún ræddi, á flestu kunni hún skil. Ung að árum fór Ágústa til Reykjavíkur í atvinnuleit. Þar vann hún við sauma, sem kom að góðum notum síðar meðan öll föt voru unnin heima. En á vordögum árið 1921 vantaði Þorstein Sigurðsson á Vatnsleysu kaupakonu. Var hann þá farinn að búa þar ásamt foreldrum sínum. Réðst Ágústa til hans og varð báðum til hinnar mestu gæfu. Ágústa var fríð sýnum, ekki hávax- in, prýdd eindæma fallegu glóbjörtu hári, geislandi af lífsgleði og kapp- söm til vinnu. Þorsteinn, húsbónd- inn, var glæsimaður og ólgaði af framkvæmdahug og háleitum hug- sjónum. Það var fljótlega ljóst, að þau felldu hugi saman og opinber- uðu trúlofun sína. En stóra stundin rann upp hinn 18. nóvember, er Ágústa og Þorsteinn ásamt Kristínu systur hans og Erlendi Björnssyni gengu í heilagt hjónaband í Torfa- staðakirkju. Þessi hjón voru stofn- arnir í litla samfélaginu á Vatns- leysu, sem ég minntist á í upphafi þessa máls. Rætur stóðu djúpt og allar í samfélagi bænda. Ekki var árennilegt að hefja búskap á þessum árum, í hönd fóru miklar efnalegar þrengingar hjá þjóðinni. Oft var baráttan hörð en unga fólkið efldist við átökin og hafði ávallt sigur. Þegar byltingar urðu á flestum svið- um á fimmta áratugnum voru Vatns- leysuhjónin vel í stakk búin til að takast á við nýja tíma. Öll hús yfir fólk og fé voru endurbyggð. Með vélvæðingu tókst að margfalda rækt- aðar lendur. Þá voru vinnufúsar hendur barna þegar farnar að leggja lið. Á þessum árum var Þorsteinn orðinn áhrifamaður í samvinnufé- lögum bænda, sem síðar leiddi hann til formennsku í Búnaðarfélagi íslands. Ágústa stuðlaði að því með ráðum og dáð, að hann gæti sinnt störfum sínum að félagsmálum, sem á hann hlóðust. Hún axlaði æ fleiri byrðar. Ég hef áður sagt. að Ágústa var sómi íslenskra húsfreyja, er hún fyrir hönd sinnar stéttar stóð við hlið manns síns við ýmis opinber tæki- færi. Á hún þakkir skildar af hálfu bændastéttarinnar. Vatnsleysuheimilið var mcnning- arreitur í orðsins fyllstu merkingu. Þar var bókakostur góður, tónlist og söngur í hávegum höfð. Smekkvísi, snyrtimennska og höfðinglegar veit- ingar Ágústu gerðu það aðlaðandi enda var gestkvæmt og margt rætt. Dvaldist gestum oft lengur en ætlað hafði verið, því menn gleymdu gjarnan stund og stað. Um slíkar samverur eiga sveitungar og vinir margar minningar. Biskupstungna- menn sakna vinar við fráfall Ágústu og einnig Þorsteins og þakka öll afreksverkin, sem þau unnu sveit sinni og gleði þá, sem þau sáðu í hjörtu samferðamanna sinna. Yfir þeim hvíldi höfðingleg reisn, sem aldrei mun gleymast. Ágústa og Þorsteinn áttu barna- láni að fagna. Þau eignuðust 9 börn, en af þeim lést Þorsteinn í bernsku og var foreldrunum það þung raun. Þau sem lifa eru: Ingigerður, banka- starfsmaður í Reykjavík, Sigurður, bóndi á Heiði, kvæntur Ólöfu Bryn- jólfsdóttur; Steingerður, skrifstofu- maður í Reykjavík, gift Guðna Þor- finnssyni, sem nú er látinn, Einar Geir, forstjóri í Garðabæ, kvæntur Ingveldi Stefánsdóttur, Bragi, bóndi á Vatnsleysu, kvæntur Höllu Bjarna- dóttur, Kolbeinn, kaupmaður í Reykjavík, kvæntur Erlu Sigurðar- dóttur, Sigríður, Snyrtifræðingur í Reykjavík, sem gift var Grétari Kristjánssyni, Viðar, skrifstofumað- ur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Gestsdóttur. Ágústa var mikilhæf móðir, ör- uggur vinur og félagi barna sinna, gladdist yfir velgengni þeirra. Þá voru barnabörnin henni mikil gleðiljós. Ágústa uppskar einnig margfaldlega í umhyggju þeirra og ástúð. Sigurganga Ágústu og Þorsteins stóð í 52 ár, en hann lést skyndilega 11. október 1974. Það varð Ágústu mikið áfall að missa lífsförunautinn trausta, sem veitti henni fullkomna lífsfyllingu og leysti með henn'i hvern þann vanda, sem að höndum bar. En ljós j>uðs lýsti Ágústu fram á veginn. Agústa átti enn eftir nokkur góð ár, naut þeirra í faðmi fjölskyldu og vina og gat miðlað af reynslu sinni og fróðleik. Vatnsleysa var Ágústu heilagt vé, þar átti hún heima frá fyrsta degi, er hún kom þangað sem kaupakona. Hin síðustu ár dvaldist hún oft til skiptis hjá börnum og tengdabörn- um. Hugur hennar leitaði þó alltaf heim, þar sem hún naut umhyggju Braga sonar síns og Höllu tengda- dóttur sinnar. Síðustu árin átti hún við vanheilsu að stríða og varð öðru hverju að dveljast á sjúkrahúsi, einkum síðasta árið. Fyrstu daga septembermánaðar síðastliðins dvaldist hún heima í nokkra daga. Þegar hún fór þessa ferð voru Bisk- upstungurnar baðaðar dýrðarljóma og verða vart fegurri. Þegar heim kom, leit hún fyrst á garðinn, sem hafði verið þeim hjónum friðarreitur og veitt þeim ómælda ánægju. Sprot- arnir, sem þau höfðu fyrst sett niður í garðinn, voru orðnir feiknastór tré, sem breiddu limið út mót fóstru sinni, blómin voru enn ekki fallin. Mistillinn minnti þó á haustið, lita- dýrð hans minnti á allt það fegursta, sem mannsaugað fær litið. Ágústa vissi, að þessi djásn náttúrunnar sæi hún ekki oftar. Hún kveið því ekki, hún hafði alla tíð haft Jesú Krist að leiðtoga lífs síns eins og hún hafði heitið við altari á fermingardegi sínum. Hún lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 25. sept., farin að líkams- kröftum þó andlegri reisn héldi hún til hinstu stundar. Ágústa verður lögð til hinstu hvílu í kirkjugarðinum á Torfastöðum við hlið manns síns. f kirkjunni á Torfastöðum hafði hún átt sínar helgustu gleðistundir. Þar voru ltka sorgir sefaðar í bæn og tilbeiðslu. Þar hafði söngur þeirra hljómað í áratugi við allar athafnir, sem þar fóru fram. Fyrir hönd vesturbæjarsystkina og fjölskyldna okkar sendi ég ástvinum öllum innilegar samúðarkveðjur. Ágústu kveðjum við með virðingu og þökk fyrir allt það, sem hún gaf okkur með lífi sínu. Björn Erlendsson. Fæddur 30. nóvember 1909 Dáin 28. september 1986 Að lýsa sínum nánustu er erfitt og alltaf hlutdrægt, en getur gefið mynd, sem aðrir þekkja síður. Faðir okkar var hæglætismaður, sem ekki bar tilfinningar sínar á torg, en hlýjuna mátti samt skynja, þó ekki væru mörg orð þar um höfð. Þessi fáu orð sögðu oft mikið. Hann var bóndi og vann starf sitt sem slíkur. Ekki síður vann hann fyrir bændur, því hann trúði á félags- legt framtak, var enda ósínkur á tíma sinn og heilsu í þess þágu. Það var ekki ósjaldan að sest var við skriftir þegar aðrir tóku sér hvíld að dagsverki loknu. Það voru oftast skriftir er snertu hans félagslegu embætti. Þau voru líka mörg dags- verkin, sem fóru í ferðir á aðra bæi varðandi þetta félagsmálavafstur. Fundirnir voru líka ófáir, sem sækja varð. Við krakkarnir ergðum okkur oft yfir þessu, þegar við vorum sett í verk, en hann farinn á fund eða bæi. Með aldrinum og aukinni lífsreynslu varð okkur það ljóst, að hér var í reynd um fórnfúst starf að ræða, sem sjaldnast gaf nokkuð í aðra hönd í mynd peninga. Honum var vel ljóst að við búum í samfélagi og það krefst fórna að viðhalda því og bæta. Það sannaðist hinsvegar á honum, að á slíka menn hlaðast oft fleiri félagsleg störf en góðu hófi gegnir og væri æskilegt að dreifa þeim á fleiri herðar. Okkur ber í grun, að hann hafi ekki endilega verið valinn í þessi störf af því að hinir hafi viljað losna við þau, heldur hafi honum verið treyst fyrir þeim. Hann gerði örugglega sitt besta. „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“, var sagt um gamlan nágranna okkar, Björn úr Mörk og þótti tvírætt hrós. Hitt orkar ekki tvímælis að móðir okkar, Lilja Ólafsdóttir tók oft að sér hlutverk húsbóndans, þegar hann var af bæ. Þetta var ekki alltaf auðvelt með mikla ómegð, því við systkinin erum níu. Fyrri hluta ævinnar vann hann á búi foreldra sinna í Stóru-Mörk, Sæmundar Ein- arssonar, hreppstjóra og konu hans Guðbjargar Jónsdóttur, er stundaði auk þess sjóróðra eins og þá tíðkað- ist. Árið 1943 gerðist hann bóndi í Stóru-Mörk. Hin félagslegu störf hans voru margþætt. Hreppstjóri í Vestur-Eyjafjalla- hreppi 1943-1984 í hreppsnefnd 1954-1962. Hann sat í stjórn Jarð- ræktarsambands Eyfellinga og Mýrdælinga og síðar ræktunarsam- bandinu Hjörleifi 1950-1986. For- maður Búnaðarfélags Merkurbæja í Vestur-Eyjafjallahreppi 1946- 1984. Hann var í stjórn Skógræktar- félags Rangæinga frá 1946, hann var formaður skólanefndar 1967-1986 endurskoðandi Kaupfélags Rang- æinga 1976-1983, fulltrúi á aðalfund- um Sláturfélags Suðurlands og Mjólkurbús Flóamanna frá 1943- 1984. Eitt þeirra starfa, sem mikinn tíma tók var starf í skattanefnd, mikið starf síðara hluta vetrar og ekki erum við viss um að þar hafi hann nokkuð nálgast laun þeirra sem í dag telja fram fyrir menn, cf þau voru þá nokkur. Auk þessara starfa var hann sláturhússtjóri í Djúpadal í meira en 40 ár. Þetta starf gaf nauðsynlegar aukatekjur til að halda svo stórri fjölskyldu uppi, enda var hér- lagður dagur við nótt meðan á slátrun stóð. Það skipulags- og verkstjórastarf, sem hann vann þarna var ekki unnið með neinum hávaða eða bægslagangi, en það virtist þó ganga snurðulaust, eins og af sjálfu sér. Sláturhúslifið minnti á heimilislíf og þeir sem þvf lifðu voru eins og stór fjölskylda, að minnsta kosti áður fyrr, meðan búið var á staðnum. Hann var þarna eins og húsbóndi á stóru heimili, fyrstur á fætur og síðastur í rúmið, leit eftir öllu á sinn hægláta hátt og stýrði mönnum til verka að því er virtist fyrirhafnarlaust. Hitt má vera að þessi stjórnunaraðferð, sem er svo þægileg fyrir starfsmenn, reyni all nokkuð á stjórnandann og má vera að hluti af því magasári sem hrjáði hann í mörg ár hafi átt rætur þar. Sem faðir og heimilisfaðir var hann rólyndur og hlýr og sýndi oft af sér hægláta kímni. Okkur börnunum verkstýrði hann þannig, að oft var frekar fylgt fordæmi, en hlýtt fyrir- mælum. Samvistir okkar með hon- um voru fyrst og fremst í starfi eins og títt er í sveitum. Hann veitti sér ekki mikinn mun- að utan þess að lesa bækur. Hann las mikið, þó oft væru stopular stundir til slíks, en líklega hefur hann ekki oft lagst til svefns án þess að líta í bók. Á fyrri árum las hann oft upphátt fyrir okkur. Á síðari árum hafði hann mest garnan af ævisögum og ræddi oft um efni þeirra, sérstaklega ef um samferðarmenn var að ræða. Hann tók lífinu eins og það kom með æðruleysi og dauðanum líka. Blessuð sé minning hans. Börnin Árni Sæmundsson var einn af dyggustu starfsmönnum Sláturfélags Suðurlands í áratugi, en hann tók við starfi sláturhússtjóra í sláturhúsi S.S. í Djúpadal haustið 1939 og gengdi hann því með miklum ágæt- um í 46 haust, eða samfleytt þar til húsið var lagt niður eftir sláturtíð haustið 1984, ásamt sláturhúsinu á Hellu þegar nýja sláturhúsið á Hvolsvelli tók við hlutverki hinna húsanna haustið 1985. Árni ólst upp á sveitaheimili, en á þeim tímum voru miklar hræringar eftir ýmsa erfiðleika í afurðasölu- málum bænda, sem urðu m.a. til þess að bændur á Suðurlandi stofn- uðu Sláturfélag Suðurlands árið 1907. Árni hafði staðfasta trú á því, að afurðasala bænda væri best komin í höndum Sláturfélags Suðurlands og fyrir það og hagsmuni Rangæinga starfaði hann af einstakri alúð í nærri hálfa öld. Sláturfélag Suður- lands þakkar fyrir það að hafa notið starfskrafta Árna Sæmundssonar. Við vottum aðstandendum ein- læga sarnúð og kveðjum góðan starfsmann með þakklæti og virð- ingu. F.h. starfsfólks og stjórnar Sláturfélags Suðurlands, Matthías Gíslason. r BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.91-31815/686915 AKUREYRI:.....96-21 fl 5/23515 BORGARNES:.........93-7618 BLÖNOUÓS:.....95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:...95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.....96-71489 HÚSAVÍK:....96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:.......97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI:...97-8303 interRerrt EIGENDUR YAMAHA VÉLSLEÐA Úrval varahluta á lager - hagstætt verð. Félagsmenn L.Í.V. fá 10% staðgreiðsluafslátt. /SBÚNADARDEILD YAMALUBE ■ 2 ^sambahdsins o//a/7 frá YAMAHA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.