Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. október 1986 Tíminn 9 llllllll! VETTVANGUR Þór Jakobsson: NATTURUFRÆDIHUS í VATNSMÝRINNI Um þessar mundir eru tvö ár liðin síðan Ahugahópur um bygg- ingu náttúrufræðisafns var mynd- aður fyrir tilstilli Hins íslenska náttúrufræðifélags. Áhugahópur- inn hefur síðan verið eins konar starfshópur á vegum félagsins - og áróðursnefnd til eflingar hugsjón- inni um veglegt náttúrufræðisafn. Hið íslenska náttúrufræðifélag, sem bráðum verður 100 ára, var stofnað til að vinna að söfnun náttúrugripa og uppbyggingu safns fyrir almenning. Á ýmsu hefur gengið í 100 ára sögu félagsins og misvel verið unnið að ætlunarverk- inu. Stundum hefur verið vel búið að safninu, stundum illa og um tíma leyndist það í læstum kössum. Afsprengi félagsins er Náttúru- fræðistofnun Islands, sem er til húsa í fjölhæðahúsi við Hlemmtorg í Reykjavík. f>arereinnigNáttúru- gripasafnið í bráðabirgðahúsnæði eins og mörgum er kunnugt og er safnið nú í umsjá Náttúrufræði- stofnunar. Eg býst við, að sumir lesenda séu nú þegar hættir að fylgjast með, þótt þeir hafi reynt, og hef ég þó ekki nefnt nema brotabrot af því sem mætti þylja um sögu nátt- úrugripasafnsins, öðru nafni nátt- úrufræðisafns - eða náttúrufræði- húss sem við áhugamenn kjósum raunar að kalla bygginguna. Það heiti er notað til að forðast rangar hugmyndir, sem flestir gera sér, þegar minnst er á söfn. Saga náttúrugripasafnsins er löng og skrykkjótt og nú þegar efni í meistaraprófsritgerð í nútíma- sögu við Háskóla íslands. Kæmi þar margir við sögu, þ.á m. ýmsir merkir náttúrufræðingar og stjórn- málamenn. Er þetta dæmalaus skömm fyrir þjóðina, íbúa íslands í Atlantshafi, að það skuli taka hana heila öld að reisa aðlaðandi fræðslumiðstöð fyrir almenning þar sem náttúra íslands yrði kynnt og náttúrufræði í víðustum skiln- ingi - en þess má geta, að íslensk málnefnd mælir með að orðið nátt- úrufræði verði notað sem sameig- inlegt heiti námsgreinanna eðlis- fræði, efnafræði og líffræði auk jarðfræði, jarðeðlisfræði og skyldra geina. Já, heila öld, en hins vegar virðist nægja hálfs árs aðdragandi H Er þetta dæmalaus skömm fyrir þjóðina, íbúa íslands í Atlants- hafi, að það skuli taka hana heila öld að reisa aðlaðandi fræðslumið- stöð fyrir almennjng þar sem náttúra ís- lands yrði kynnt og náttúrufræði í víðust- um skilningi. m..................m að stofnun nýrrar bókmenntastofn- unar - og er það síðarnefnda hrósverð einbeitni. En svar Jóns Sigurðssonar, forseta Hins íslenska bókmenntafélags, hefur orðið líf- seigt. Hann mun hafa mælt svo við Þorvald Thoroddsen þegar jarð- fræðingurinn kvað þörf á meiri fræðslu um náttúru Islands: „Ætli það, fólkið hefur sögurnar og það er því nóg.“ En nú hillir undir framfarir í þessu máli, enda tími til kominn. Herslumuninn vantar þó á, að málið komist farsællega í höfn í þessari lotu og getur vel farið svo, að hugmyndin hrekist á haf út á ný og lendi í villum enn einn áratug- inn. Það fer eftir metnaði þeirra sem valdið hafa. Tvö ár eru nú liðin eins og áður sagði síðan Áhugahópur um bygg- ingu náttúrufræðisafns kom til liðs við náttúrufræðinga Náttúrufræði- stofnunar og hefur þetta verið lærdómsríkur og að mörgu leyti ánægjulegur tími hjá okkuráhuga- mönnum. Erskemmstfrá aðsegja, að bæði almenningur og ráðamenn hafa brugðist vel við þegar til þeirra hefur verið leitað. Skilning- ur ráðamanna og fjölmiðla á þessu þjóðþrifamáli er mikill og áhugi fólks og þátttaka er til vitnis um, að nú sé stundin runnin upp. Það er ekki eftir neinu að bíða: Það er þörf á náttúrufræðihúsi - eða, svo ég vitni til orða minna fyrir tveimur árunt: -„alhliða vísindasafni eins og komin eru og verið er að reisa víða erlendis, ungum og öldnum til mikillar ánægju og fróðleiks. Þar hafa menn notfært sér nýjustu kennslutæki af rniklu hugviti til að fræða fólk um vísindin og það sem menn vita mest og best um náttúr- una. í slík söfn flykkjast borgarbú- ar og ferðamenn í stríðum straum- um.“ Áhugahópur um byggingu nátt- úrufræðisafns hefur unnið ötullega með ýntsum hætti. Ótal fundir hafa verið haldnir um fyrirkomulag væntanlegs safns, málið var í fyrstu kynnt rækilega í fjölmiðlum og í félagasamtökum, sem við þóttumst eiga erindi við. Mörg bréf til stuðn- ings hugmyndinni bárust fyrra árið frá slíkum félagasamtökum. Málið var kynnt fyrir ráðamönnum við Þór Jakobsson veðurfræðingur. Náttúra Islands er stórbrotin og oft hrikaleg. Hér gýs Hekla eldi og eimyrju árið 1980. góðar undirtektir, Davíð Oddssyni borgarstjóra, RagnhiÍdi Helga- dóttur þáverandi menntamálaráð- herra og þingmönnum. Tillaga til þingsályktunar um náttúrufræði- safn á höfuborgarsvæðinu var lögð fram á Alþingi. Fyrsti. flutnings- maður var Hjörleifur Guttorms- son, en svo mikill var skilningur og samvinnuhugur þingmanna í þessu máli. að flutningsmenn voru 12 talsins eða 20% þingheims, tveir úr hverjum flokki og voru hér, talin í stafrófsröð: Davíð Aðalsteinsson, Eiður Guðnason, Friðrik Sophus: son, Guðmundur Einarsson, Gúðrún Agnarsdóttir, Halldór Blöndal, Haraldur Ólafsson, Krist- ín Halldórsdóttir, Kristín H. Tryggvadóttir, Stefán Bcncdikts- son, Svavar Gestsson. Ályktunin hljóðar svo: Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að hraöa, m.a. í samráði við hóp áhugamanna og Náttúru- fræðistofnun Islands, undirbúningi að byggingu yfir nútímalegt nátt- úrufræðisafn á höfuðborgarsvæð- inu. Byggingarundirbúningur og fjárfrantlög til framkvæmda verði við það miðuð að unnt verði að opna safnið almenningi á árinu 1989 þegar 100 ár verða liðin frá stofnun Hins íslenska náttúru- fræðifélags og náttúrugripasafns á þess vegum. Fyrir réttu ári, þ. 18. september 1985, skipaði Ragnhildur Helga- dóttir, þáverandi menntamálaráð- herra, nefnd til að gera tillögu um tilhögun og uppbyggingu náttúru- fræðisafns og voru skipaðir i nefnd- ina fulltrúar aðila, sem voru taldir eiga hlut að máli, Náttúrufræði- stofnunar, Hins íslenska náttúru- fræðifélags, Reykjavíkurborgar, Háskóla íslands, menntamála- ráðuneytis og Áhugahóps um byggingu náttúrufræðisafns. Sl\ipun nefndarinnar þóttu gleði- tíðindi í Áhugahópi um byggingu náttúrufræðisafns og hefur sumt óneitanlega verið rætt allrækilega í nefndinni, en þau álög hvíla á nefndum um þetta ágæta málefni, að þær draga þungt andann þegar frá líður eins og væri um að ræða kvika veru úr náttúrunnar ríki, Fáir eru til frásagnar um hve margar nefndir hafa verið skipaðar til framdráttar verkefninu, en þessi mun vera hin sjöunda, ef ekki hin níuna. Vonandi verður ekki ástæða til að hafa þær fleiri. Áhugahópur um byggingu náttúrufræðisafns hcfur staðið fyrir •margs kyns fræðslu, en oddviti hópsins seinna árið hefur verið Einar Egilsson. Fjölþættir og fjöl- sóttir náttúrufræðidagar hafa verið haldnir til skamms tíma, en þá hefur farið fram kynning á margs konar starfsemi á sviði náttúru- fræða, kynning á náttúrufræðileg- um stofnunum, dýrum og gróður- ríki. Umsjón með náttúrumyndum sjónvarpsins í dagskrárlok hefur vcrið í höndum Áhugahópsins og svo mætti lengi tclja. Vinsældir þessa uppátækja hafa sýnt og sann- að að knýjandi þörf er fyrir stór- aukna almenningsfræöslu um nátt- úru íslands og náttúrufræði og yrði áhrifamest að stjórna henni úr endurnýjaðri Náttúrufræðistofn- un, sjálfstæðu Náttúrufræðihúsi í Vatnsmýrinni - á lóð sem Reykja- víkurborg hefur boðið af rausn sinni. Islcndingar cru háðir veðri og vindum, gróðrinum, dauðri og lif- andi náttúru á láði og legi. Fróð- lcikur um náttúruna er því ekki cinungis forvitnilcgur og til gamans, hcldur lífsnauðsynlegur. Þjóð með áhuga á náttúruvísindum stcndur vel að vígi og það cr vel gerlegt - alla vega nú á dögum - að fræðast um náttúruna án þess að fórna „sögunum". 19.9. 1986 Þór Jakobsson ARNAÐ HEILLA llllllllilllllll 70 ára Ásgeir Höskuldsson L í dag er Ásgeir Höskuldsson fyrr- um póstvarðstjóri sjötugur. Ójá - svona líða árin. Og það má víst ekki minna vera, en einhver stéttarbróðir hans víki að honum nokkrum orðum á slíkum fímamótum í lífi hans. Ásgeir fæddist að Hallsstöðum í Nauteyrarhreppi í N-Ísafjarðarsýslu þann 4. okt. 1916. Foreldrar hans voru þau Petra Guðmundsdóttir og Höskuldur Jónsson, sem voru bú- andi þar á bænum. En ekki veit ég hvort foreldrar Ásgeirs hafa gert sér það Ijóst, að þarna höfðu þau eignast dreng, sem átti eftir að verða félags- hyggjumaður á landsmælikvarða. Eitt er víst, að fljótt þótti hann athafnasamur í vöggu - að sögn sveitunga hans. Og sleppti því ógjarnan sem hann festi hönd á. Það fór líka svo, að snemma haslaði Ásgeir sér völl í hópi vaskra drengja vestur þar, og hefur ætíð staðið í baráttunni þar sem hún hefur verið hörðust, fyrir bættum kjörum láglaunafólks. Ásgeir var aðeins sextán ára að aldri er hann var kjörinn í stjórn U.M.F. Huld, þar mun hann hafa fengið sína fyrstu skólun á félags- málasviðinu, sem varð honum happadrjúg. Ög Huld, sem og önnur viðlíka samtök í þann tíð, hafði á stefnuskrá sinni mörg góð mál m.a. fræðslumál. Án efa hefur félagið vakið þá hugsun Ásgeirs, að alþýðufólk sveitanna þyrfti að fá aukna menntun. En það var nú svo sem ekki létt verk á þeim tímum, að leita sér menntunar, þeg- ar fólk hafði tæpast í sig og á. En þá kom fram, þessi stórhugur Ásgeirs, sem hann hefur haldið, en ekki misst. Eitt er víst, að á haustdögum 1933, lagði hann af stað með mal á baki og tvenna skó, saumaða af móður hans. En þrátt fyrir það, eftir því sem undirritaður hefur fregnað, þótti sumum úr Nauteyrarhreppi þetta hið mesta glapræði af honum Ásgeiri. En ekki meira um það. Ásgeir lagði leið sína norður yfir fjöllin til Akureyrar. En þar stundaði hann námið af kappi hjá Sigurði Guð- mundssyni skólameistara Mennta- skólans. En þegar Ásgeir var kom- inn í fjórða bekk, varð hann að hætta námi vegna veikinda og dauða föður síns. Ásgeir sem var elsti sonurinn varð að sjá heimilinu far- borða næstu árin. En þó að námsferill Ásgeirs hafi ekki orðið langur að nútíma hætti, hefur hann búið að honum alla tíð. Árið 1938 kusu sveitungar Ásgeirs hann í hreppsnefnd, svo fljótt varð hann frammámaður í sinni sveit. Og ekkert efamál er það, að þeir fátæk- ustu hafa fundið það, að þar áttu þeir góðan fulltrúa. Ásgeir Höskuldsson gifti sig árið 1941 Ingu Markúsdóttur hinni ágæt- ustu konu, ættaðri úr Sléttuhreppi. En fljótlega eftir giftingu tóku þau hjón að sér að veita forstöðu stóru heimili í Borgarfirði, en komu síðan til Reykjavíkur 1944. En áður en lengra er haldið skal þess getið, að Ásgeir og Inga misstu þrjú börn, öll kornung. Tveir kjör- synir lifa. Ásgeir Höskuldsson gekk í póst- þjónustuna 1945. Hann hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir félag sitt P.F.Í. m.a. formaður þess um skeið. Ásgeir hefur einnig komið víðar við í félagsmálum, eftir að hann kom til Reykjavíkur. Hann var einn af forustumönnum Þjóðvarnar- flokk'sins á sínum tíma, sem og vitað er. Og árið 1962 til 1966 var hann varafulltrúi Alþýðubandalagsins í borgarstjórn Reykjavíkur. Ásgeir varð ekkjumaður fyrir tíu árum, og varð það honum mikið áfall. En þrátt fyrir það lét hann ekki bugast. Hann heldur enn í dag reisn sinni og stórhug. Og í þeirri von, að svo megi áfram verða - óska ég honum til hamingju með daginn. Gísli T. Guðmundsson. ~r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.