Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. október 1986
Tíminn 5
Póstur og sími:
LEYFIVEITT FYRIR
EINKA JARÐSTÖDVUM
„Það fór bréf í dag til þeirra með
jákvæðu svari um að þetta yrði veitt
með ákveðnum skilyrðum," sagði
Jóhann Hjálmarsson hjá Pósti og
síma í samtali við Tímann í gær,
aðspurður um hvort erlendum sjón-
varpsstöðvum hefði verið veitt leyfi
til að nota þær jarðstöðvar sem þær
hafa flutt hingað til landsins við
beinar útsendingar.
Jóhann sagði að skilyrðin sem hér
væri um að ræða tengdust greiðslum
fyrir að nota jarðstöðvarnar, en
hann gat ekki gefið frekari upplýs-
ingar um þá gjaldskrá, þar sem þetta
færi í gegnum Intelsat, fjölþjóða-
stofnun sem á fjölmarga gervihnetti
og Islendingar hafa átt aðild að
síðan 1975.
Landbúnaður:
Kanínu-
miðstöðin
selur
kanínukjöt
- hvert kíló kostar 300 kr.
Kanínumiðstöðin í Njarðvík hef-
ur nú hafið slátrun á kanínum í
sláturhúsi sem nýlega hefur verið
tekið í notkun í Kanínumiðstöðinni..
Nú þegar hefur á milli600og700
kanínum verið slátrað, en að meðal-
tali eru um 2000-2500 kanínur á
búinu í einu. Fransk-íslenska versl-
unarfélagið hefur keypt mestan part
kjötsins en einnig hefur Eldvagninn
keypt þó nokkurt magn. Fransk-ís-
lenska býr til kanínupate úr kjötinu
og selur á veitingastaði, en Eldvagn-
inn býður upp á matreitt kanínukjöt-
ið. Minna magn hefur farið á aðra
staði. því menn eru að prófa sig
áfram með matreiðslu á þessu. Hvert
kíló af kanínukjötinu frá Kant'nu-
miðstöðinni kostar kr. 300.-
Þetta er þó nokkur búbót fyrir
Kanínumiðstöðina, þarsem alltsitur
enn í járnum, hvað varðar sölu á
kanínuullinni og vinnslu á henni
hérlendis eða erlendis. Á meðan svo
er, er ullinni safnað saman á lager og
beðið eftir því að markaðir skapist
fyrir hans. ABS
Hjálparsveitir
Beðnar um
200 manns
Á fundi sem haldinn var í gær,
með fulltrúum hjálparsveitanna og |
lögreglu, var formlega óskað eftir að-
stoð sveitanna og þær beðnar um að
útvega 150 til 200 manns á tímabilinu
föstudagskvöld og fram á mánudag.
Tryggvi Páll Friðriksson var full-
trúi Landssambands Hjálparsveita
skáta á fundinum með Bjarka Elías-
syni og Arnþóri Ingólfssyni. Tryggvi
sagði að sér virtist sem þetta væri í
megindráttum hið satna og farið var
fram á þegar fundur þeirra Nixons
og Pompidou fór fram í Reykjavík
árið 1973, utan hvað nú yrðu sveit-
irnar í eigin einkennisklæðum en
ekki búningum frá lögreglunni.
Fundir verða á morgun, þar sem
formenn einstakra sveita frétta nán-
ar af beiðni lögreglunnar og ákveðið
verður nteð frekari vinnureglur
sveitanna. Þó hefur verið skipulagt
að hjálparsveitarmennirnir vinna
saman í tíu manna hópum og verður
hver hópur með bifreið til umráða.
Líklegt er að sjálflroðaliðarnir fái
lögregluvald sem óbreyttur lögreglu-
þjónn, til að tryggja að starf þeirra
verði árangursríkt. - ES
Hann sagði að hér væri um níu
aðila að ræða sem fengið hefðu leyfi
fyrir jarðstöðvum og taldi líklegt að
þeir væru allir með sínar eigin
stöðvar. Þessar jarðstöðvareru frek-
ar litlar og ekki er hægt að ná með
þeim sömu gæðum og í gegnum
Skyggni.
Jóhann sagði ennfremur að línum
hefði verið fjölgað í Skyggni um
einar 60 þannig að heildarfjöldi
símalína í gegnum hann er kominn í
rúm 300. Þá hefur verið bætt við
sjónvarpsrás í Skyggni og er nú sent
í gegnum tvær rásir. Að sögn Jó-
hanns hafa borist fjölmargar pantan-
ir frá fréttastofum víða um heim um
afnot af þessum rásum og sumar
stöðvar hafa þegar byrjað að senda
með þeim. Hann sagði að fréttstof-
urnar hefðu verið misfljótar að taka
við sér og panta útsendingartíma, en
taldi þó ólíklegt að miklir erfiðleikar
ættu eftir að koma upp.
Póstur og sími hefur á boðstólum
fjölþætta aðstoð við fréttamenn sem
komið verður fyrir í Melaskóla og
Hagaskóla. Meðal þess sem þar
verður komið fyrir er símaafgreiðsla
með um 40 símaklefum, telexaf-
greiðsla og aðgangur að telexvélum
(5 stk), .tengiaðstaða fyrir tölvur
með móttöld (modem) sem er sér-
stakur tengibúnaður við símann og
myndsenditæki í símaklefunum.
- BG
1200 börn f á f rí
vegna fundarins
Fréttamiðstöð verður sett upp í
Hagaskóla og Melaskóla, fyrir
hundruð fréttamanna sem vænt-
anlegir eru til landsins, vegna við-
ræðna þeirra Reagans Bandaríkja-
forseta og Gorbatsjovs aðalritara
sovéska kommúnistaflokksins,
sem fram fara í Reykjavík um
næstu helgi.
Skólaskrifstofa Reykjavíkur-
borgar tilkynnti í gær skólastjórum
skólanna tveggja um þá ákvörðun
að nýta skólahúsin sem fréttamið-
stöð. Ingi Kristinsson skólastjóri
Melaskólans sagði í samtali við
Tímann í gær að kennsla yrði lögð
niður alla næstu viku og jafnvel
mánudaginn eftir leiðtogafundinn.
Alls fá því 1200 skólabörn í
Vesturbænum frí í skóla sínum
vegna leiðtogafundarins. Reykja-
víkurborg leitar nú eftir úrræði,
sem gæti leist þann vanda sem
steðjar að foreldrum þeirra yngstu.
Ingi Kristinsson sagði að líklegast
yrði um að ræða gæslu fyrir yngstu
aldurshópana.
Kennarar skólanna verða hins-
vegar ekki í fríi. „Við munum
halda fundi og búa okkur undir
áframhaldandi skólastarf," sagði
Ingi Kristinsson.
En það er ekki fullkomin ánægja
með þessar ráðstafanir. „Það er
afleitt að þurfa að hætta kennslu á
besta tíma skólaársins," sagði
skólastjóri Melaskólans. Foreldrar
hafa einnig lýst óánægju sinni með
þessa ráðstöfun. Þegar í gær var
hafist handa við að dúkleggja gólf-
ið í íþróttahúsinu við Hagaskóla. í
dag verður byrjað að vinna við að
klæða gólfið í íþróttahúsi Mela-
skóla og allt kapp lagt á að klæða
gólfið og fullbúa aðstöðuna fyrir
fundinn mikitvæga. -ES
nniuúíi
^ SAMBANDSINS
ÁRMÚLA 3, SÍMAR 68 79 10 - 68 12 66
SINGER 8618:
Frjáls armur
Rafeinda fótstig
Lárétt spóla
Sjálfvirk hnappagöt
Beinn saumur
Zig-zag
Blindfaldur
Stungu Zig-zag
Styrktur saumur
Teygju saumur
Overlock
Vöfflusaumur
Tvöfalt overlock
Fjöldi nytja- og
skrautsauma
Auðvitað hefir svonafullkominvélfrjálsan arm og rafknúið fótstig.
Við notkun tvö földu nálarinnar fást ýmsar skemmtilegar
áferðir og auk þess saumar SINGER 8618 öll efni, mjúk sem hörð.
Fæst á eftirtöldum stööum: Rafbúö Sambandsins,
Miklagarðiog Domus og Kaupfélögum um landallt