Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. október 1986 Tíminn 3 Bílainnflutningsmetið löngu slegið: Gamla metið lá strax í ágúst! - 14000 bílar sennilega fluttir inn á árinu Pegar í ágústlok var búið að flytja bílainnflutningur hefur áður mestur álíka marga bíla til landsins eins og orðið á heilu ári og þá miðað við BfXafdöldi á hverja 1000 fjbua 600 1 r 200 0 Rr Hröð fjölgun bfla í hlutfalli við fólksfjölda sést glöggt á þessari mynd. Þannig hefur bflafjöldi t.d. hlutfallslega tvöfaldast frá árunum 1970- ’71 og þar til á síðasta ári. Hjálmfríður Þórðardóttir, starfsmaður Dagsbrúnar t.v. afhendir Vilfríði Þórðardóttur 200 þúsund króna gjöf til Kvennaathvarfsins. Kvennaathvarfið: Fær 200 þúsund frá Dagsbrún! Verkamannafélagið Dagsbrún hefur afhent Kvennaathvarfinu 200 þúsund króna peningagjöf. Gjöfin var afhent af starfsmanni Dagsbrún- ar, Hjálmfríði Þórðardóttur og sagði hún það von stjórnar Dagsbrúnar að þetta framlag verði öðrum verka- lýðsfélögum hvatning til frekari stuðnings við Kvennaathvarfið. Fyrir hönd Samtaka um kvennaat- hvarf tók Vilfríður Þórðardóttir við peningunum og þakkaði þann hlý- hug og skilning sem byggi að baki þessari höfðinglegu gjöf. Vilfríður sagði að enn skorti á að rekstur athvarfsins sé tryggur þrátt fyrir allan þann stuðning sem því hafi hlotnast að undanförnu. Tvö önnur verkalýðsfélög hafa fært Kvennaathvarfinu 50 þúsund króna peningagjafir fyrr á þessu ári; Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík og Félag bókagerðar- manna. Konur safna undirskriftum undir friðaryfirlýsingu: AFHENDA REAGAN OG G0RBATSJ0V USTANA Undirskriftasöfnun er nú hafin meðal íslenskra kvenna undir yfir- lýsingu sem komið verður til leiðtoga stórveldanna Mikhail Gorbatsjov og Ronald Reagan á fundi þeirra hér á landi, þar sem skorað er á þá að semja um stöðvun vígbúnaðar- kapphlaupsins og um afvopnun. Fyrstar til að skrifa undir urðu fimmtán konur sem þekktar eru af störfum sínum í verkalýðshreyfingu. stjórnmálum, félagsmálum kvenna, kirkjunni, listum og vísindum. En mar-kmiðið er að fá a.m.k. 1.000 fslenskar konur til að skrifa undir yfirlýsinguna. Konur frá fjölmörgum löndum heims bundust óformlegum samtök- um fyrir leiðtogafundinn í Genf á síðasta ári með það að markmiði að safna undirskriftum undir þessa yfir- lýsingu fyrir leiðtogafundinn sem halda á í Washington síðar á þessu ári. Samlökin hafa fengið nafnið „Women for a meaningful summif' eða „Konur sem vilja árangursríkan leiðtogafund." Meðal forystukvenna eru Coretta King, Joanne Wo- odward, Margarita Papandrceou og bandarísku þingmennirnir Barbara Boxer og Patricia Schröder. HEI Arlegur bílainnflutningur árin 1971 til 1985 samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. Tíminn bætti við stöðunni í ágústlok 1986, sem þá þegar var orðið eitt af fjórum metinnflutningsárum þótt fjórir mánuðir væru þá enn eftir til áramóta. almestu toppárin þrjú: 1974,1981 og 19821, þegar innflutningurinn losaði 10 þús. bíla. Samkvæmt Hagtíðind- um var búið að flytja inn 7.210 bíla • á miðju ári. í júlí og ágúst bættust við tæplega 2.800 bílar þannig að innflutningurinn var kominn í um 10 þús. bíla í ágústlok. Ekki er fráleitt að ætla að a.m.k. 4 þús. bílar bætist við þá fjóra mánuði sem þá voru eftir af árinu. Um síðustu áramót voru skráðir bílar á landinu rúmlega 117 þús., eða 485 bílar á hverja 1000 íbúa og hafði það hlutfall hækkað um nær 50%, eða úr 327 bílum á 1000 íbúa árið 1975. Afskráningar ónýtra bíla hafa undanfarin ár verið um 4 þús. Er því ekki fjarri lagi að bílaflotinn verði í kringum 127 þús. um næstu áramót, eða um 525 bílar á hverja UXX) íbúa. Mega nú Bandaríkjamenn líklega fara að verja titil sinn sem mesta bílaþjóð heims. - HEl LATTU SKYNSEMINA RÁÐA 0G FÁÐU ÞÉR FRAÐÆRAN I SNJO OG HALKU Þeir eru reynaar uppseldir núna, en ef þú bregður skjótt við, getur þú fengið bíl úr nœstu sendingu. Og verðið - þú trúir því varla Frá kr. 78.000,- til kr. 82.000,- Athugaðu hvaða notaðan bíl þú getur fengið fyrir sömu upphæð. En mundu að Trabant er með ábyrgð. Notaður bíll getur verið sjálfur kötturinn í sekknum. INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.