Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. október 1986 Tíminn 7 Frönsk stjórnvöld gripu til vegabréfsskyldunnar í kjölfar sprengjutilræð- anna i París. Hætt er við að Islendingar verði að fá vegabréfsáritun því í gær neitaði Frakklandsstjórn fímm EFTA ríkjum um undanþágu frá vegabréfsskyldunni. Vegabréfsskyldan til Frakklands: Svíþjóð: Þeir saurugu sýndir Norrköping-Reuter Menn þeir sem fara á fund gleði- kvenna í bænunr Norrköping í Sví- þjóð munu framvegis eiga það á iiættu að nryndir af þeim verði birtar almenningi. Það cr hópur bæjarbúa sem stendur fyrir myndbirtingunni en félagsskapurinn hefur áhuga á að leggja af „gleðihverfi" borgarinnar. Talsmaður hópsins sagði að stórar myndir með nöfnum og hcimilis- föngum þeirra sem leituðu eftir ból- förum með gleðikonum yrði kornið upp víðsvegar um bæinn innan tíðar. Samtökin hafa þegar svipt hulunni af tveimur íbúum staðarins með áðurnefndri aðferð. / Nýju Jórvíkurtíðindi: Pinochet skal vera lánalaus Nvju Jórvik-Kiiiicr þar sem yfirvöld í Chile eru sögð Rtkisstjórn Augustoar Pinoehet hafa drepið marga leiðtóga stjórn- hershöfðingja í Chilc stundar araijdstöðunnar og jafnframt hald- hryðjuverkastarfsemi gegn st'num ið uppí hryðjuverkastarfsémi gegn eigin borgurum og því ætti ekki að borgurum landsins. svara beiðni þeirru um aukin er- „Með því að neyða alla hófsama lend lán. baö var dagblaðið virta andstöðuhópa til að vinna með Nýju Jórvíkurtíðindi (New York leynd er Pinochet hcrshöfðingi að Times) sem þessu hélt fram í byggja upp öfgasinnaða mót- forystugrein í gær. spymu," sagöi blaðið. Svar Pinochets við tilraunum að Blaðið hvatti bandarísku stjórn- ráða hann af dögum „helur verið ina til að neita Chilestjórn um lán það að segja fólki sínu stríð á sem hún hefur farið fram á og hendur," sagöi í grein blaðsins. beindi hvatningunni einnig til er- Blaðið vitnaði í útgefnarskýrslur lendra lánabanka. Engin undanþága til handa EFTA-löndum Stokkhólmur-Reutcr Yfirvöld í Frakklandi hafa neitað stjórnum íslands, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands og Austurríkis um undanþágu frá nýju vegabréfs- lögunum. Það var utanríkisráðu- neytið sænska sem frá þessu skýrði í gær. Löndin fimm, sem öll eru í Frí- verslunarbandalagi Evrópu (EFTA), fóru fram á við Frakk- landsstjórn í síðasta mánuði að vera undanþegin áritunarskyldunni sem stjórn Frakklands setti til að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn kæm- ust of auðveldlega inn í landið. Talsmaðurinn sagði Frakklands- stjórn hafa svarað beiðninni neikvætt þrátt fyrir að hafa þegar gefið Evrópubandalagsríkjunum og Sviss undanþágu frá skyldu þessari. Sten Andersson utanríkisráðherra Svíþjóðar sagðist vera vonsvikinn vegna ákvörðunar Frakklands- stjórnar. Hann bætti því þó við í samtali við fréttamann Reuters fréttastofunnar að ríkin fimm myndu ræða svarið og ákveða síðan hvort málinu yrði framhaldið. Kvikmyndin „Twilight Zone“: / A KULUTENGIOG DRATTARKULUR HAGST/ETT VERÐ G%varahlutir HamarshhfAa 1 Hamarshöfða 1 Simar 36510 og 83744 Björgunarsveitir—bændur verktakar — veiðimenn TRX3504s* Honda kynnir fjórhjóla farartækið með drifi á öllum hjólum sem fer allt. • vél 25 hestöfl • sprengirúm 350 cc < • 4-gengis bensínvél • 5 gírar, 1 afturábak • rafstart • vökvafjöðrun • vökvabremsur • hjólbarðar 24x9-11 • bensíntankur 10,51. • tengill fyrir 12 volt 15A • hæðfrájörðu 16 cm • þyngd 259 kg. • síðast en ekki síst, driföxlar og hjöruliðir vandlega lokaðir ÚTLÖNP UMSJÓN: Heimir Bergsson BLAÐAMAÐUR Heildsaia - Smásala Slyseðamanndráp? HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRDUM 24, SÍMI: 38772 Los Angeles-Reuter Kviðdómendur í réttarhöldunum vegna kvikmyndarinnar frægu „Twi- light Zone" horfðu í vikunni á úrklippur úr myndinni sem sýna hið hræðilega slys þegar þyrluvængur bilaðrar þyrlu hjó í sundur líkama leikarans Vic Morrow og tveggja barna. Atburður þessi átti sér stað í júlímánuði árið 1982 og sýndi filmu- búturinn leikstjórann John Landis, framleiðandann George Folsey og þrjá aðra þjóta á vettvang þar sem slysið átti sér stað. Landis hefur verið ákærður fyrir manndráp þar sem öryggisatriði við upptökuna hafi verið alls ófullnægj- andi. Ákærandinn í málinu sagði þrá Landis fyrir að gera allt eins raun- verulegt og hægt væri í kvikmynda- tökunni fara út fyrir öll eðlileg mörk. „Hann fékk það sem hann vildi en hvað kostaði það?,“ sagði ákærand- inn. „Það er ekki skemmtilegt að sjá svona slys gerast en það gerðist og kviðdómendur urðu að sjá það,“ sagði verjandinn í ntálinu sem verð- ur nú framhaldið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.