Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.10.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 4. október 1986 Það var ekki eiturlyfjaneysla! ALLA sína stuttu ævi hefur Stefanía Móna- kóprinsessa verið al- menningseign. Það cr sama hvað hún gerir - eða ekki - alltaf er hvískrað og pískrað um prinsessuna. Það má að’vísu segja að hún hafi tekið sér ýmislegt fyrir hendur sem hún vill gjarna aö talað sé um. Þar má t.d. nefna tískuiðnaðinn sem hún tekur þátt í af fullum krafti og metnaði, og metsöluplötuna hennar, sem hún vill líka að seljist enn betur. En það er ýmislegt annað sem hún er ekki eins hrifin af að fjölmiðlar séu að velta sér upp úr, enda fer þar oft eins mikið fyrir alls kyns vangaveltum um hitt og þetta sem lítill fótur er fyrir. Rauða kross ballið í Mónakó þykir mörgu selskapsljóninu há- punktur skemmtanalífsms á heims- mælikvarða og enginn er maður með mönnum nema hann láti sjá sig á þeirri samkomu. A Rauða kross ballinu í sumar átti Stefanía að verða borðdama föður síns, þar sem Karólína systir hennar var í barnsburðarleyfi. En þegar fína fólkið mætti á ballið var Stefanía hvergi sjáanleg, og illgjarnar tung- ur voru ekki lengi að taka við sér. Þær höfðu það fyrir satt að fyrir skemmstu hefði liðið yfir Stefaníu á balli í París og hefði ástæðan verið neysla kókaíns. „Staðreyndin er sú,“ sögðu þá talsmenn hirðarinnar í Mónakó, „að Stefanía prinsessa var að yfir- gefa vinnustað sinn í París, tísku- verslunina „Pool Position", þegar hún steig í hrúgu af glerbrotum. Vinkona hennar hjálpaði henni að hreinsa brotin úr fætinum á henni með flísatöng, síðan báru þær á joð og settur plástur yfir. Prinsess- an hélt að þar mcð væri þetta óhapp úr sögunni. En þcgar hún var að dansa á diskóteki í París um kvöldið leið skyndilega yfir hana. Þá fóru sögusagnir af stað.“ Stefanía var flutt í skyndi á slysavarðstofu og þar konr í Ijós að enn voru nokkur glerbrot eftir í fæti prinsessunnar og hún hafði fengið blóðeitrun. Læknar gripu snarlega í taumana, en prinsessan varð að halda sig í rúrninu næstu daga og missti þar með af Rauða kross ballinu. Gamlar sjónvarps* hetjur bera saman ráð sín Þ ARNA á myndinni má sjá tvær, gamlar kcmpur sem voru þekktar á mörgum heimilum á dögum „Kanasjónvarpsins". Það eru leikararnir James Arness (sem lék Matt Dillon lögreglustjóra, eins og margir muna) og Clayton Mo- ore (sem lék í Lone Ranger). Þeir eru þarna á einhverri góðgerða- skemmtun í Hollywood, og bera saman bækur sínar. Ljósmyndarinn var að ímynda sér að samræðuefni þcirra væri eitthvað á þessa leið: „Af hverju gera þeir ekki lengur svona skemmtilega sjónvarpsþætti eins og þegar við vorunt upp á okk- ar besta?“ hélt hann að Clayton Moore væri að segja. Af svipnum á James Arness þóttist hann ráða að hann segði: „Já, segðu það maður! Það voru sko almennilegir kúrekaþættir. Hvað hét nú aftur hesturinn þinn?“ Tveir gamlir kúrekar sein alltaf höfðu betur í viðureigninni við „vondu kallana“ Stefanía Mónakóprinsessa verður fyrir aðkasti „Almenn undirbún- ingsvinna“ - á meöan við vitum ekki hvar fundurinn veröur, segir Böövar Bragason lögreglustjóri „Við höfum nú aðallega verið í almennum undirbúningi hingað til því við höfum ekki enn fengið upplýsingar um hvar þessi fundur verður haldinn," sagði Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykja- vík er hann var inntur eftir undir- búningsvinnu lögreglunnar fyrir leiðtogafundinn. Á Keflavíkurflugvelli er hert eftirlit með þeim sem inn í landið koma og listi yfir þá einstaklinga scm ekki verður hleypt inn í landið á meðan fundurinn er og undirbúningur að honum. „Slík- ur listi er til á hverjum tíma, svo það er ekkert óvenjulegt," sagði Böðvar. Það fer einnig að skýrast næstu daga hversu margir koma til með að sinna löggæslu- og öryggis- gæslu. Ljóst er að það verða allir þeir lögreglumenn úr nágranna- byggðalögum Reykjavíkur sem geta farið úr sinni heimabyggð og einnig verður landhelgisgæsla og Hjálparsveit skáta með í öryggis- gæslustörfunum ásamt björgun- arsveitum frá Reykjavík og ná- grenni. „Það er alveg Ijóst að við munum tjalda til öllu sem til er þennan tíma,“ sagði Böðvar. ABS Verða að klára frágang ídag Verktakafyrirtæki þau sem annast frágang við hitaveituframkvæmdirí grennd við sovéska sendiráðið, hafa fengið beiðni um að hraða fram- kvæmdum sem hægt er. Verkamaður sem Tíminn ræddi við fyrir utan sendiráðið í Garða- stræti sagði að þeim hefði verið sagt að klára verkefnið í dag, en það hefði ella verið eitthvað fram í vikuna. „Öll önnur verkefni okkar eru þessa dagana, til þess að hægt sé að klára þetta á settum tíma“ sagði verkamaðurinn. Fjöldi farartækja og vinnuvéla var á fullu við að klára frágang á gang- stéttum, á meðan öryggisverðir úr sendiráðinu stikiuðu fram og aftur nrilli sandbynganna. - ES Greenpeace á fundinn Umhverfisverndarmennirnir úr Greenpeace lýstu því yfir í London í gær að samtökin rnyndu senda skip sitt Síríus til íslands, til þess að vera hér á meðan á Ieiðtogafundi stórveldanna stendur. Að sögn talsmanns sam- takanna er megin tilgangur þess- arar heimsóknar ekki sá að mót- mæla hvalveiðum íslendinga, heldur er fyrirhugað að láta skip- ið liggja í Reykjavíkurhöfn á meðan á fundinum stendur sem tákn um von samtakanna um að árangur verði af viðræðum Gor- batsjovs og Reagans. Jafnframt á skipið að minna á þá hugsjón samtakanna að stefna beri að afvopnun og friði í heiminum. - BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.