Tíminn - 08.11.1986, Side 2

Tíminn - 08.11.1986, Side 2
2 Tíminn Laugardagur 8. nóvember 1986 Breytingar á búskap bænda “Meira en aö segja þaö aö rífa sig burt,“ segir Magnús Guðjónsson í Hrútsholti Frumvarp þetta varð tilefni nokk- urs uppþots þar sem umræðan um það snerist upp í karp um sjúkrahús- Nokkrir bændur innan búnaðar- sambands Snæfellinga hafa nú íhug- að tilboð Framleiðnisjóðs. Nú þegar er Ijóst að einn bóndi er búinn að farga sauðfé sínu og mun alfarið snúa sér að ferðaþjónustu, annar hættir kúabúskap en heldur áfram sauðfjárframleiðslu og bætir við sig loðdýrabúskap. Friðji fer út í loðdýrabúskap eingöngu, fjórði er búinn að selja bústofninn cn ckki er Ijóst hvað hann ætlar að gera. Til þess að átta sig á hvað Fram- leiðnisjóður er með í boði, má nefna dænti um bónda sem hefur 300 ærgilda fullvirðisrétt. Framleiðni- sjóður greiðir 4200 krónur fyrir hvert ærgildi sauðfjárafurða og 5200 fyrir hvert ærgildi mjólkurafurða. Ef um einfalda sölu er að ræða greiðist upphæðin á 4 árum en cf um kaup- leigu er að ræöa greiðist upphæðin á 6 árum cn í byrjun 6. árs þarf bóndinn að láta vita hvort hann ætlar að hefja búskap að nýju eða hætta. Síðan má reikna mánaðar- laun bændafjölskyldunnar út frá þessu. Sé þetta t.d. fullorðinn maður sem ekki treystir sér til að fara út í annan búskap á jörðinni hefur hann eingöngu þcssa upphæð til að byrja nýtt líf annars staðar. Þetta er í mörgum tilfellum jarðir sem myndu fara í eyði eftir nokkur ár og því erfitt að selja. „Það er meira en að segja það að selja fullvirðisréttinn og rífa sig burt frá jörð og húsnæði og leita fyrir sér að samastað annars staðar þegar mcnn eru búnir að byggja upp jörð og bústofn og upplifa það síðan allt í einu að vera orðinn baggi á þjóðfé- laginu. Það eru margir eldri bændur sem hafa mjög lítinn fullvirðisrétt og þegar þeir menn hætta, þá nægja ^ peningar frá Framlciðnisjöði ekki til að sjá fyrir þeim. Það þarf að aðstoða þessar fjölskyldur til að koma sér í húsnæði annars staðar. Það má ckki skc að þær lendi á hálfgerðum vergangi í kaupstöðun- um,“ sagði Magnús Guðjónsson í Hrútsholti í samtali við Tímann. Magnús sagði að aflciðing af þess- ari fækkun bænda í sveitunum yrði gífurlegur félagslegur vandi. Það er t.d. ekki vitað hvernig fer með smalamennsku á haustin, en það er ekki um aðra að ræða í slíkt en þá bændur scm eftir eru. „Þeir vcrða ekki öfundsverðir sem eftir vcrða, einkum ekki sauðfjárbændurnir. Það verður algjört basl hjá þeim. Það er hins vegar fyrirsjáanlegt að það verður dregið saman, hvort scm bændur gera það sjálfir eða hvort það verður gert með pennastriki að sunnan. Búnaðarsamband Snæfellinga hefur nú úthlutað sínum hluta full- virðisréttar sem það hefur til umráða samkvæmt reglugerð um fullvirðis- rétt til mjólkurframleiðslu fyrir árið '1986-1987. Úthlutunin fór til 41 bónda og eru það 2400 ærgildi sem úthlutað var. „Tölvunefnd hefur úrskurðað að upplýsingar um aukaúthlutanir bún- aðarsambandanna séu persónuleg pcningamál og því megi þær ckki birtast. Bændur hér á svæðinu vilja lield ég allir að þessar upplýsingar séu látnar uppi en Tölvunefnd bannar," sagði Magnús. -ABS Samspil hinnar fræðilegu hugsunar og þekkingar innan úr skóla reynslunnar er hugmynd Péturs Blöndals að samsetningu stjórnar hins nýja Kaupþings hf. Frá vinstri: Baldvin Tryggvason, Geirmundur Kristinsson, Þorvaldur Gylfason, Pétur Blöndal, Þorkell Helgason, Magnús Magnússon og Jónas Reynisson. Tímamynd: Pjetur. Fjórir sparisjóöir kaupa 49% í Kaupþingi hf.: Sparisjóðirnir inn á verðbréfamarkaðinn „Við erum í raun að kaupa okkur aukna þekkingu með þess- um hætti. Sumir bankarnir eru komnir nteð verðbréfamarkaði, en við fórum styttri leið með því að kaupa hlut í Kaupþingi hf.,“ sagði Baldvin Tryggvason, sparisjóðs- stjóri í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. En sá sjóður ásamt Sparisjóði Hafnarfjarðar, Spari- sjóði Kópavogs og Sparisjóði Keflavíkur hafa nú keypt 49% í Kaupþingi hf. fyrir 4,9 milljónir króna. En það er rúmlega tólffalt nafnverð hlutabréfanna. Með þessu telur Baldvin að sparisjóð- irnir geti veitt viðskiptavinum sín- um betri og víðtækari þjónustu en hingað til, og víkkað starfssvið sparisjóðanna. Pétur Blöndal, sem áfram er stærsti eigandi Kaupþings og fram- kvæmdastjóri er ekki síður ánægð- ur með hina nýju hluthafa. „Það er ómetanlegt fyrir ntig að fá alla þá reynslu scnt sparisjóðirnir búa yfir. Ég vona að þetta verði ntikil lyfti- stöng fyrir Kaupþing hf. “ Pétur sagði þetta raunar í samræmi við þróunina bæði erlendis og hér heima, að bankar reyni að tengjast verðbréfafyrirtækjum. Með eign- araðild sinni að Kaupþingi komi sparisjóðirnir inn á vaxandi verð- bréfamarkað hér á landi. Að sögn Baldvins Tryggvasonar stcndur það opið fyrir aðra spari- sjóði í landinu að gerast eignaraðil- ar að Kaupþingi, þannig að hugs- anlega gerðust fleiri sparisjóðir eignaraðilar að fyrirtækinu. Menn voru sammála um að úti á landi skorti mjög upplýsingar um verð- bréfamarkaðinn. Formaður og varaformaður hinnar nýju stjórnar Kaupþings hf. eru háskólaprófessorarnir Þorvald- ur Gylfason og Þorkell Helgason, en aðrir stjórnarmenn eru spari- sjóðsstjórarnir Baldvin Tryggva- son, Guðmundur Hauksson og Geirmundur Kristinsson. Spurður sagði Pétur Blöndal þetta bestu samsetningu stjórnar sem hann gæti hugsað sér, þ.e. samspil fræði- legrar hugsunar og viðskiptareynsl- unnar hins vegar. -HEI Kvótafrumvarp Vestfiröinga: “Útgerð legðist af í Reykjavík, Akureyri, Hafnar- firði og víðar“ - segir Kristján Ragnarsson Kristín Sædal Sigtryggsdóttir Kristfn Sædal með einsöngstónleika Kristín Sædal Sigtryggsdóttir verður með einsöngstónleika í ís- lensku óperunni í dag klukkan 16. Píanóleikari verður Catherine Williams. Á efnisskránni verða tón- verk eftir bæði innlend og erlend tónskáld. Kristín hóf snemma söngnám og var Guðrún Á. Símonar hennar fyrsti kennari. Kristín hefur sótt námskeið hjá Gerald Sousay og tvívegis hjá próf- essor Helene Karusso. Síðastliðinn vetur sótti hún einkatíma í 3 mánuði hjá Valerie Heath Davies í London. Kristín hefur sungið bæði í óperu- kór Þjóðleikhússins og í kór Söng- skólans í Reykjavík. Hún söng hlut- verk Hildar í Meyjarskemmunni í Þjóðleikhúsinu 1982 og hlutverk eins andans í Töfraflautunni í uppsetn- ingu íslensku óperunnar 1983. Auk þess hefur Kristín sungið við ýmis tækifæri á vegum Söngskólans í Reykjavík og á eigin vegum. R.G. starfskynning Kristján Ragnarsson fram- kvæmdastjóri LÍÚ lét í ljós skoðun sína á frumvarpi Karvels Pálmason- ar, Hjörleifs Guttormssonar, og Jóns Baldvins Hannibalssonar um að þau byggðalög þar sem 35% af vinnuaflinu væri í sjávarútvegi fengju 25% viðbót í aflakvóta, á aðalfundi LÍÚ sem nú stendur yfir í Vestmannaeyjum. Kristján sagði að það væri létt verk að leggja til að bæta við þennan og hinn, eins og gert er í frumvarpinu, án þess að láta þess getið, hvar það á að taka, sem bæta á við aðra. Sagði hann enn- fremur að málflutningur af þessu tagi hefði ekki náð eyrum útgerð- armanna og kvaðst vona að hann ætti ekki eftir að gera það, enda myndi útgerð frá stöðum eins og Hafnarfirði, Reykjavík, Keflavík og Akureyri leggjast af ef frumvarpið næði fram að ganga. ið á ísafirði og laun lækna í Reykja- vík. - BG Kynþáttaaðskilnaðarstefna S-Afríku: Norrænum verkalýðsformönnum neitað um vegabréfsáritun - þeirra á meðal Ásmundi Stefánssyni Formönnunt verkalýðssam- banda á Norðurlöndum, sem boðiö hafði verið af verkalýðssamtökum í S-Afríku að heimsækja landið og ræða samstarf verkalýðssamtaka þessara landa, var í gær neitað um vegabréfsáritun til landsins at stjórninni í Pretoríu. Meðal þeirra sem boðið var í ferðina var Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ. Fyrirhugað hafði verið að sendi- nefndin kærni til S-Afríku þann 2. desember og hitti þá m.a. að máli Desntond Tutu erkibiskup, séra Allan Boesak og Winnie Mandela, auk fjölda verklýðsleiðtoga. Sune Ahlén, frantkvæmdastjóri Norr- æna verkalýðssantbandsins, sem var hinn formlegi viðtakandi heimboðsins, hefur lýst yfir að þessi viðbrögð sýni hið rétta andlit aðskilnaðarstjórnarinnar í S-Afr- íku og ótta hennar að menn kynnist af cigin raun ástandinu í landinu. -phh Snæfellsnes:

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.