Tíminn - 08.11.1986, Síða 3

Tíminn - 08.11.1986, Síða 3
Laugardagur 8. nóvember 1986 Tíminn Bandalag jafnaöarmanna: SVERJA AF SÉR UPPUÓSTRANIR Landsfundur undirbúinn Almennur félagsfundur sem hald- inn var hjá Bandalagi jafnaðar- manna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem Bandalagsmenn neita að eiga hlut í hinu svokallaða „pólitíska morði" Stefáns Benediktssonar al- þingismanns. Yfirlýsingin er svo hljóðandi: „Launárás eins og fram kom á Stefán Benediktsson á Stöð 2 nteð dylgjum og ónafngreindum heimild- armanni kom ekki frá Bandalagi jafnaðarmanna. í jafn viðkvæmum málum og þessum er það siðferðileg krafa að heimildarmanna sé getið." Undir yfirlýsinguna er ritað Al- mennur fundur í Bandalagi jafnað- armanna haldinn í Templarasundi 3, fimmtudaginn 6. nóvember. Guðmundur Óli Scheving starfs- maður Bandalags jafnaðarmanna sagði að þar með væri þetta mál afgreitt frá BJ og nú myndi Banda- lagið snúa sér að því að koma höndum yfir ýmis gögn sem væru í fórum Alþýðuflokksins. Nefndi Guðmundur bókhald, bæklinga og síma. Sagði hann að ekki væri vitað hvaða leið yrði farin í þeim efnum. Af starfi Bandalagsins er það að frétta að nú eru undirbúin framboð í báðum Norðurlandskjördæmunum og á Suðurlandi. Þegar hefur verið gengið frá listanum í Reykjanesi. Þá má geta þess að undirbúinn er lands- fundur Bandalagsins, þó ekki sé ákveðin tímasetning komin fram. -ES Framsóknarflokkurinn í borgarstjórn: Hálkuvarnir við dvalarheimili aldraðra Liisa Mákelá frá Finnlandi: Málar og sýnir íkonamyndir Finnska listakonan Liisa Mákelá sýnir þessa dagana íkonamyndir í anddyri Norræna hússins, sem hún málað hefur sjálf með upprunalegri tækni. „Sýningin stendur í eina viku enn," sagði Liisa Mákelá, þegar blaðamaður rakst á hana þar sem hún sat í anddyri Norræna hússíns og vann við málun helgimyndar af þeirri gerð sem kallaðar eru íkon- ar. Sagðist Liisa sitja við málun alla daga sem sýningin stendur, frá hádegi til klukkan 15. íkonamyndgerð er ævaforn og er sprottin upp frá bysanskri myndlist. Myndefnið er eingöngu helgimyndir af dýrlingum, helgum mönnum og Jesú-fjölskyldunni, en myndirnar eru unnar á mjög stíl- færðan og ákveðinn hátt. Hefur þessi myndgerð verið lengi við lýði í Rússlandi og öðrum löndum |Dar sem rétttrúnaðarkirkjan hefur ver- ið áhrifamikil. „Ég hóf að mála þessar myndir um 1970, og lærði þá listina hjá föður Roberto de Caluwé. Hann hafði hins vegar lært þessa mynd- gerð suður í Róm, undir hand- leiðslu rússnesks prcsts þar,“ sagði Liisa. „Vinnan byrjar á að borin er kalkblanda á viðarplötu þá sem Finnska listakonan Liisa Mákelá. Tímamynd Sverrir. ætlunin er að mála myndina á. Þetta er gert a.m.k. tíu sinnum og tekur u.þ.b. viku. Ég mála myndir mínar eftir eldri frummyndum, en rföta til þess jarðliti og egg-temperu aðferð, sem er upprunalega að- ferðin. Að vísu voru eldri myndirn- ar vaxbornar, cn vcgna þcss hversu skítsælar myndirnar verða, nota ég lakkáferð:' l’emi sem þykir fróðlegt að kynna sér þessa grein myndlistar, gefst því einstakt tækifæri til þess núna með því að bregða sér í Norræna húsið. -phh Á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld lagði Álfreð Þor- steinsson áherslu á að hugað væri sérstaklega að hálkuvörn í ná- grenni elliheimila og dvalarheimila aldraðra í borginni. Þetta kom fram í umræðum um tillögu Fram- sóknarflokksins um hitalagnir í götum og gangstéttum. Alfreð sagði að nauðsynlegt væri að hefjast handa um áætlanagerð um þessar hitalagnir til að auðvelda umferð gangandi og akandi í hálku og snjó. Vitnaði hann til skýrslu sem Fjarhitun hf. og gatnamála- stjóri hafa gert í þessu sambandi. Sagði hann nauðsynlegt að gerð yrði úttekt á brýnum verkefnum á þessu sviði og benti á að nokkrar miklar umferðaæðar sem eru í bratta, og vitað er af fyrri reynslu að teppast í hálku og snjó og valda jafnvel einangrun heilla hverfa með tugþúsund íbúa. Nefndi Al- freð dæmi úr Breiðholti, Grafar- vogi og víðar. Davíð Oddsson borgarstjóri tók undir efni tillögunnar en sagði að nokkurt átak hefði þegar verið gert í gamla bænum með hitalögnum, sérstaklega í gangstéttum. Sagðist hann ekki telja óeðlilegt að gamli bærin hefði þar forgang, þar sem hentugt væri að setja niður hita- Alfreð Þorsteinsson. lagnir þegar endurnýjun færi fram. Að lokum lagði Davíð Oddsson til að tillögu Framsóknarflokksins yrði vísað til borgarráðs og málið tekið upp að nýju þegar viðbótar- upplýsingar bærust þangað. Guðrún Ágústdóttir Alþýðu- bandalagi ræddi hálkuslys og flutti sérstaka tillögu þar að lútandi. Var báðum tillögunum vísað til borgar- stjórnar. Ályktun Samtaka um kjarnorkuvopnalaust ísland: Afstaða utanríkis- ráðherra ámælisverð Framkvæmdanefnd Samtaka um kjarnorkuvopnalaust ísland sendi hinn 21.október sl. frá sér eftirfar- andi ályktun: „Þann 23. maí 1985 áréttaði Alþingi þá stefnu íslendinga að á íslandi verði ekki staðsett kjarnorkuvopn og hvatti til þess að könnuð yrði samstaða um og grund- völlur fyrir samningum um kjarn- orkulaust svæði f Norður-Evrópu, jafnt á landi, í lofti sem á hafinu eða í því, sem liður f samkomulagi til að draga úr vígbúnaði og minnka spennu. Þá fól Alþingi utanríkis- málanefnd að kanna f samráði við utanríkisráðherra hugsanlega þátt- töku íslands í frekari umræðu um kjarnorkulaust svæði á Norðurlönd- um. Könnuninni skyldi vera lokið fyrir 15. nóv. 1985. í Ijósi þessarar þingsályktunar hlýtur afstaða utanríkisráðherra Matthíasar Á. Mathiesen á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn hinn 14. ágúst 1986 að teljast ámælisverð, þar sem utan- ríkisráðherra bar fyrir sig framan- greinda ályktun Alþingis í þeim einum tilgangi, að því er virðist, að bregða fæti fyrir samþykkt danska þjóðþingsins frá 3. apríl s.l. þess efnis að skipa bæri nefnd embættis- manna til að kanna möguleika á og undirbúa tillögu um Norðurlönd sem kjarnorkulaust svæði. Samtök um kjarnorkulaust ísland telja mikilsvert að ísland sé yfirlýst kjarnorkuvopnalaust svæði og öllum þjóðum sé gert ljóst að kjarnorku- vopn verði aldrei leyfð á íslensku yfírráðasvæði eða komi þar með vilja og vitund íslenskra stjórnvalda. Samtökin skora á alþingismenn að taka af öll tvímæli í þessum efnum fyrir næsta fund utanríkisráðherra Norðurlanda sem halda á í Reykja- vík í mars á næsta ári.“ -phh SNJÓBLÁSARAR • Einbýli • Fjölbýli • Skóla • Vinnustaði Fyrir snjódýpt frá 20 cm til allt að 55 cm eftir gerðum. Frákast allt að 15 metrum Fyrirliggjandi Kynnið ykkur verð og greiðslukjör Hafiö samband við söiumenn okkar, sem gefa allar nánari upplýsingar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.