Tíminn - 08.11.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.11.1986, Blaðsíða 6
FRÉTTAYFIRLH MOSKVA — Háttsettur sov- éskur herforingi sakaöi Banda- ríkjastjóm um að standa í vegi fyrir framgangi viðræöna um takmörkun vígbúnaðar og sagði Moskvustjórnina ekki munu láta Vesturveldin ná hernaðarlegum yfirburðum. Herforinginn, Pyotr Lushev, sagði þetta í ræou sem hann hélt á hinni árlegu hersýningu á Rauða torginu í tilefni bylt- ingarafmælisins. Hann kom fram í stað Sergei Sokolovs varnarmálaráðherra sem fréttir herma að eigi við vanheilsu að stríða. PARIS — George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkj- anna gaf í skyn að mikið hefði skilið á milli í viðræðum sínum um hryðjuverk við Jacques Chirac forsætjsráðherra Frakklands. Utanrikisráðherr- ann bandaríski tók þó fram að þeir félagar hefðu verið sam- mála um nauðsyn þess að koma í veg fyrir hryðjuverk. TEHERAN — Ali Akbar Has- hemi Rafsjanjani forseti þings- ins í íran sagði íranstjórn vera tilbúna til að miðla málum við líbanska hópa er halda banda- rískum gíslum ef stjórnin í Washington gæfi skipan um að vopn, sem haldið er frá íran, yrðu send hið snarasta til landsins. MAPUTO — Mósambik- stjórn neitaði harðlega ásökun- um Suður-Afríkustjórnar um að Samora heitinn Machel fyrr- um forseti landsins , sem lést í flugslysi í síðasta mánuði, hefði verið að skipuleggja í samráði við Zimbabwestjórn byltingu í nágrannaríkinu Mal- awi. MANILA — Corazon Aquino forseti Filippseyja sagðist ekki ætla að fresta fyrirhugaðri för sinni til Japans í næstu viku þrátt fyrir orðróm um að hátt- settir menn innan hersins væru að skipuleggja byltingu. JÓHANNESARBORG — Þúsundir svartra verka- manna við Kimrossnámurnar, þar sem versta gullnámuslys landsins varð í septemberm- ánuði, fóru í verkfall en ástæð- an fyrir verkfallinu var þó ekki að fullu Ijós. LISSABON — Einn æðsti maður UNITA skæruliðahreyf- ingarinnar í Angólu fórst í bíl- slysi í síðasta mánuði. Það var talsmaður UNITA sem skýrði frá þessu í gær. 6 Tíminn Laugardagur 8. nóvember 1986 Sovétríkin/Bandaríkin: Moskva-Reutcc Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi sagði í gær að það væri „engin leið til baka“ frá hinni nýju stöðu í alþjóðamálum sem skapaðist eftir viðræður hans og Reagans Banda- ríkjaforseta hér í Reykjavík í síðasta mánuði Gorbatsjov sagði ofangreint í móttökuathöfn sem haldin var að aflokinni hinni árlegu hcrsýningu á Rauða torginu í tilefni byltingar- afmælisins. Hann tók þar enn einu sinni fram að leiðin fram á við lægi í gegnum „nýja pólitíska hugsun“ þar sem allar þjóöir sýndu hvcr annarri gagnkvæma virðingu. Það var sov- éska fréttastofan Tass sem skýrði frá ræðu Gorbatsjovs. Eduard Shevardnadze utanríkis- ráðhcrra Sovétríkjanna hafði áður ásakað Bandaríkjastjórn, að aflokn- um tveggja daga viðræðum við George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að vilja ekki standa við þann skilning sem náðist á leiðtogafundinum í Reykjavík. Báðir ráðherrarnir voru sammála að árangurinn af Vínarviðræðum þeirra hcfði verið enginn. Eins og búist hafði vcrið við lagði Sovétstjórnin fram í gær nýjar tillög- ur í afvopnunarviðræðum stórveld- anna í Genf en þar var sérstakur fundur milli fulltrúa ríkjanna tveggja í bandaríska scndiráðinu. í tillögun- um er meðal annars gert ráð fyrir _ eyðingu allra kjarnorkuvopna sem miðað er á óvininn fyrir árið 1996og verulegum takmörkunum á geim- vopnarannsóknum. Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi ræddi í gær um nauðsyn á „nýjum pólitískum þankagangi“, nokkuð sem strákurinn í Moskvuforystunni hefur ekki ósjaldan minnst á. Mörg ágreiningsefnin virðast standa í vegi fyrir samkomulagi milli stórveldanna tveggja um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar en helsti steinninn í götunni er þó geimvarn- aráætlun Reagans Bandaríkjafor- seta. Sovétmenn hafa krafist þess hvað eftir annað að rannsóknir er tengjast „stjörnustríðsáætluninni" verði tak- markaðar til að koma í veg fyrir nýtt vígbúnaðarkapphlaup í geimnum. Reagan og stjórn hans halda þó fast við þá sannfæringu sína að geimvopnin muni bjarga mannkyn- inu frá kjarnorkustyrjöld og hjálpa til við að gera kjarnorkuvopn áhrifa- laus og gagnslaus. „Engin leið til baka“ - Gorbatsjov talar enn um nýja pólitíska hugsun - Sovétmenn lögöu fram nýjar afvopnunartillögur í gær EB gegn Sýrlendingum: Kína: Takmörkuð refsing líklega samþykkt Brussel -Reutcr á takmarkaðar refsiaðgerðir gegn Flest ríki Evrópubandalagsins Sýrlendingum, sem Bretlandsstjórn (EB) virðast vera tilbúin til að setja sakar um að tengjast tilrauninni til Suður-Kórea: Sjálfsvíg vegna atvinnuleysis Seoul-Reutcr Örvingluð háskólakona í Suður- Kóreu, sem útskrifaðist fyrir átta mánuðum, kveikti í sér og skar sig á háls eftir að liafa árangurslaust leitað sér að vinnu. Það var lögregl- an í Seoul sent skýrði frá þcssu í gær. Yoo Nan-Yong. 23 ára gömul, hellti yfir sig bensíni og kveikti í sér á heimili sínu. Hún lauk námi í iðnaðarhönnun frá háskólanum í Seoul í fcbrúar síðastliðnum og hafði sagt við fjölskyldu sína að hún vildi frekar deyja en lifa í iðjuleysi og við sektarkennd. Það er kaldhæðnislegt, að hinum mikla efnahagsuppgangi í Suður- Kóreu á síðasta áratug hefur fylgt aukið atvinnuleysi meðal háskóla- menntaðs fólks. Tölur um þetta atvinnuleysi eru að vísu ekki fáan- lcgar hjá stjórnvöldum cn stjórnar- andstæðingar hafa haldið fram að um 20% atvinnuleysi ríki hjá þess- um þjóðfélagshóp, samanboriö við 4% hjá þjóðinni í heild. Margt ungt fólk nteð góðar gráð- ur frá háskólum þarf að vinna við almenn þjónustustörf eða sem verkamenn, störf sem mörg ung- mennanna eiga erfitt með að sætta sig við. að koma sprengju fyrir um borð í flugvél ísraelska flugfélagsins E1 A1 á Heathrowflugvelli í Lundúnum. Þetta var haft eftir stjórnarerindrek- um EB í gær. Erindrekarnir sögðu að ákvörðun yrði tekin á fundi utanríkisráðherra EB í Lundúnum á mánudaginn hvort innleiða ætti refsiaðgerðirnar þar sem meðal annars er kveðið á um vopnasölubann. I viðræðum utanríkisráðherra ríkjanna tólf í Vín í fyrradag var komist að grunnsamkomulagi um refsiaðgerðirnar og var gríski utan- ríkisráðherrann sá eini sem neitaði að fallast á þessar aðgerðir. Að sögn stjórnarerindrekanna hafa önnur ríki EB gefið í skyn að neitun Grikkja muni ekki koma í veg fyrir að áðurnefnd refsing gangi í gildi. Auk vopnasölubannsins munu refsiaðgerðirnar kveða á um strang- ari vegabréfsskyldu fyrir sýrlenska ríkisborgara, meira eftirliti með stjórnarerindrekum Sýrlendinga svo og hertu eftirliti með flugvélum sýrlenska flugfélagsins. Gríska stjórnin, sem venjulega er hliðhollari Arabaþjóðunum en stjórnir hinna ellefu EB ríkjanna, hefur neitað að taka þátt í hverskon- ar sameiginlegum aðgerðum gegn Sýrlendingum. Lögreglu- bíla- skattur Harðlega gagnrýndur Pekini; - Reuter Lögregla í Austur-Zhejiang- hcraði í Kína hótaði að draga úr eftirliti með byggingum fyrirtækja héraðsins nema að þau borguðu aukaskatt er færi í kaup á lögreglubíium. Þetta kom fram í frétt Kínverska dagblaðsins í vikunni og var jrar skatturinn sagður hafa átt að nema 162 þúsund yuan eða um 1,7 milljónum íslenskra króna. Blaðið sagði héraðsstjórnir víðs vegar um landið hafa að engu haft viðvaranir stjórnar- innar í Pekíng um að hætta gerræðislegum skatta- þvingunum sem síðan væru notaðar til að fjármagna bygg- ingasmíði eða kaup á lögreglu- bílum. Blaðið vitnaði í bréf frá framkvæmdastjóra verksmiðju í borginni Harbin í norð-austur Kína sem sagði unt 80% af árlegum gróða fyrirtækisins fara í skatta til skólabygginga og uppsetningar olíulciðslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.