Tíminn - 08.11.1986, Page 7

Tíminn - 08.11.1986, Page 7
Laugardagur 8. nóvember 1986 Tíminn 7 UTLÖND lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli ÚTLÖND BLAÐAMAÐUR Italía: Er eyðni algeng meðal danskra hermanna eða er hér um ósanngjarna ályktun að ræða? Sú illa eyðni: Dönskum hermönnum meinaðar blóðgjafir Kaupmannahöfn - Kcuter Dönsk heilbrigðismálayfirvöld hafa bannað þarlendum blóðbönk- um að taka við blóði frá hermönnum vegna hræðslu við eyðnissjúkdóm- inn alræmda. Þetta kom fram í frétt dansks dagblaðs í gær. „Hermenn verða fyrir hópþrýst- ingi sem eykur hættuna á að samkyn- hneigðir einstaklingar og aðrir sem tilheyra áhættuhópum gefi blóð,“ hafði blaðið Berlingske Tidende eft- ir Evu Hamniershoey lækni heil- brigðisráðs landsins. „f>að er einnig hópur ungra manna í herdeildunum sem einmitt á þess- um aldri byrja að fara út og skemmta sér. Þeir geta smitast án þess að vita af því og þetta er aukin hætta sem við viljum koma í veg fyrir," bætti Eva við í samtalinu við blaðið. Forráðamenn sumra danska blóð- banka hafa brugðist reiðir við þessari nýju skipun og segja að engin sönn- un sé fyrir því að meiri hætta sé á að fá eyðnismitað blóð frá hermönnum en frá öðrum þjóðfélagshópum. Samkvæmt skýrslu Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar hefur Danmörk þriðja hæsta eyðnishlut- fallið af löndum Evrópu, 13,3 á Israel: Augnastuldur yfirlæknis Tel Aviv - Rcutcr Yfirmaður augnlækningadeildar eins stærsta sjúkrahúss ísrael hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa stolið augum frá ígræðsludeild sjúkrahússins. Talsmaður ísraelsku lögreglunnar sagði að prófessor Yitzhak Ben Sira lægi undir grun um að hafa notað hin stolnu augu til að framkvæma augna- ígræðslur á einkastofu. Fyrir það á hann að hafa fengið þúsundir doll- ara. Ben Sira var leystur úr haldi fyrir allverulegt tryggingafé í gær en jafn- framt skipað að yfirgefa ekki landið á meðan rannsókn á málinu stæði yfir. hverja milljón íbúa. Aðeins Sviss og Belgía eru ofar á þessum lista. Trygging gegn ofbeldi Torínó-Rcutcr Sumarleyfisferðalangar á Ítalíu munu í framtíðinni geta tryggt sig fyrir stuldi á veskjum sínum, mann- ráni og árásum hryðjuverkamanna. ítalskt tryggingafyrirtæki og þar- lendar ferðaskrifstofur hafa bundist saintökum og bjóða nú upp á sér- staka tryggingu til handa ferða- mönnum og er þar m.a. innifalin endurgreiðsla á vcrðmæti stolinna veskja tilkynni ferðamaðurinn um þjófnaðinn innan 24 klukkustunda. Hin nýja ferðamannatrygging býður einnig upp á það sem fyrirtæk- in kalla verulegar skaðabætur til ferðamanna verði þeim rænt ellegar lendi þeir í árásum hryðjuverka- manna. Ertu hættulegur f UMFERÐINNI án þess að víta það? Mörg lyf hafa svipuö áhrif og áfengi. Kynntu þér vel lyfiö æm þú notar. ll® IÐNSKÓUNN í REYKJAVÍK Innritun nýnema á vorönn 1987 Innritun stendur nú yfir og henni lýkur 5. desember. Þetta nám er í boði: I. Dagnám 1. Samningabundið iðnnám 2. Grunndeild málmiðna 3. Grunndeild tréiðna 4. Grunndeild rafiðna 5. Framhaldsdeild rafvirkja/rafvélavirkja 6. Framhaldsdeild rafeindavirkja 7. Framhaldsdeild bifvélavirkja 8. Framhaldsdeild hárgreiðslu 9. Fornám 10. Alménnt nám II. Tækniteiknun 12. Rafsuða 13. Tölvubraut 14. Tæknibraut (samsvarar undirbúnings - raungreinad. Tækniskólans) 11. Kvöldnám 1. Meistaranám (húsasmíði, múraraiðn og pípulögn). 2. Grunndeild rafiðna - öldungadeild Fyrri umsóknir, sem ekki hafa verið staðfestar með. skólagjöldum þarf að endurnýja. Framhaldsdeildanemendur sem hyggja á nám á vorönn verða að staðfesta það með skólagjöldum fyrir 5. desember n.k. Nánari upplýsingareru gefnar í skrifstofu skólans. Innritun í einstaka deildir er með fyrirvara um næga þátttöku. Skrifstofa skólans er opin virka daga kl. 9.30- 15.00. Iðnskólinn í Reykjavík Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin ertempruð. MF Massey Ferguson DRÁ TTA RVELAR ÖRUGGAR OG fu ENDINGARGÓÐAR: BORGA SIG BEST Verðskrá dráttarvéla Gerð 200 Verð MF240 m/húsi 47 hö kr. 486 þús. MF265 m/húsi 63 hö kr. 581 þús. MF290 m/húsi 82 hö kr. 660 þús. MF290 m/húsi 82 hö 4x4 kr. 760 þús. Gerð 600 MF675 m/húsi 69 hö kr. 770 þús. MF675 m/húsi 69 hö 4x4 kr. 876 þús. MF690 m/húsi 82 hö kr. 821 þús. MF690 m/húsi 82hö4x4 kr. 931 þús. Tilgreind verð án söluskatts til bænda Eigum einnig nokkrar notaðar vélar MF135 og 590 á söluskrá! Kaupfélögin og ARMÚLA3 REYKJAVIK SlMI 38900 Bændur Loðdýra- og fiðurbændur Til sölu nokkur lítið gölluð fiskiker, meðal annars útlitsgölluð. Flenta jafnt fyrir loðdýrafóður sem matvöru. Stærðir 660 og 1.000 lítra. Seljast með góðum afslætti. Borgarplast h.f. Vesturvör 27 Kópavogi Sími 91-46966 LYFTARAR ATH! Nýtt heimilisfang Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og dísillyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyftara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. Vatnagör&um 16, símar 82770-82655.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.