Tíminn - 08.11.1986, Side 8
8 Tíminn
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.-
Flokksþingsræða
forsætisráðherra
í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem
birt er í blaðinu í dag, rekur Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra m.a. stjórnarsamstarfið frá síðustu
kosningum.
Hann lýsir því þar að eftir kosningarnar hafi ýmsir
framsóknarmenn, þar á meðal hann sjálfur, talið það
ekki óeðlilegt að flokkurinn yrði þá utan ríkisstjórnar.
Þegar á reyndi voru það hins vegar aðeins Framsóknar-
flokkur og Sjálfstæðisflokkur sem treystu sér til að taka
á þeim mikla vanda sem við blasti í efnahagsmálum.
Núverandi ríkisstjórn var mynduð til að snúast gegn
þeim vanda. Framsóknarmenn fengu fram í stjórnar-
samstarfinu lögbundnar efnahagsaðgerðir í átta mán-
uði. Árangurinn varð sá að verðbólgan hjaðnaði úr 130
í 20'af hundraði á árinu 1983.
Að þessu loknu tók við tímabil frjálsræðis. Framsókn-
armenn voru nokkuð hikandi í þeim efnum, og reynslan
sýndi að þeir höfðu rétt fyrir sér. Fjármagnskostnaður
reis of hratt árið 1984, samningar fóru úr böndunum og
verðbólgan rauk upp í 60 af hundraði snemma á árinu
1985.
Eftir þessa kollsteypu varð sjálfstæðismönnum ljóst
að sú skoðun framsóknarmanna, að þjóðfélagið væri
ekki undir slíkt frelsi búið, var rétt. Þeir féllust þá á
kröfu þeirra um að ríkisvaldið byði fram aðstoð sína og
þátttöku í kjarasamningum.
Steingrímur segir í ræðunni að hann telji þá þríhliða
samninga, sem gerðir voru í febrúar s.l. einn merkasta
atburð sem orðið hafi í tíð þessarar ríkisstjórnar, og
reyndar þótt lengra aftur í tímann sé leitað.
Þessir samningar hafi tekist vegna þess að menn
höfðu lært af kollsteypunni fyrri hluta ársins 1985 og
forysta verkalýðshreyfingar, launþega og atvinnurek-
enda hafi reynst ábyrg í gerðum sínum. Þessir samningar
hafi kostað ríkissjóð um það bil 1800 miljónir króna, en
því fjármagni hafi verið vel varið.
í ræðu sinni víkur Steingrímur einnig að því að fylgi
flokksins hafi á undanförnum árum hrakað í þéttbýlinu
suðvestanlands. Hann bendir þar á að í næstu kosning-
um geti jafnvel svo farið að það ákveðist hvort
Framsóknarflokkurinn verði tiltölulega lítill flokkur
dreifbýlis eða áfram alhliða þjóðmálaflokkur.
Hann segist telja að stefna flokksins eigi ekki
síður erindi til þéttbýlis en dreifbýlis, og til að
undirstrika þá óbifanlegu sannfæringu sína hafi það
verið sem hann gaf kost á sér til framboðs í
Reykj aneskj ördæmi.
„Ég komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að
sem formanni flokksins beri mér skylda til að sýna
og sanna að hugur fylgi þeirri áherslu sem ég hef
lagt á fylgisaukningu í þéttbýlinu, sanna að Fram-
sóknarflokkurinn á erindi til landsmanna allra,“
segir forsætisráðherra um þetta efni.
Laugardagur 8. nóvember 1986
MENN OG MÁLEFNI
70 ár
samkvæmt lögum 1970. Hlutverk
þess m.a. að skipuleggja og sam-
ræma opinberan stuðning við
æskulýðsstarf og samræma starf
þeirra aðila sem að þessum málum
vinna. Þá er því falið að gera
tillögur til menntamálaráðuneytis-
ins um fjárveitingar til æskulýðs-
ntála, stuðla að fræðslu og safna
upplýsingum hérlendis og erlendis
um æskulýðsmál.
Æskulýðsráð hefur ávallt leitast
við að vinna í anda þessa hlutverks
en hins vegar leyfa fjárveitingar
þess ekki stóra hluti.
Margsinnis hefur verið bent á
nauðsyn þess að auka framlög
ríkisins og að það væri forsenda
þess að Æskulýðsráð gæti starfað
samkvæmt lögum og sú staðreynd
blasir við að fjárveitingar ríkisins
til æskulýðsmála hafa dregist veru-
lega saman frá því sem þær voru
þegar Æskulýðsráð var stofnað.
Eðlilegt er að lög um æskulýðs-
mál verði tekin til endurskoðunar
og þar með hlutverk Æskulýðsráðs
ríkisins og vera má að það hafi
þjónað þeim tilgangi sem að var
stcfnt og að ckki sé þörf á því
lengur
Ef það er álit manna, er rétt að
það komi skýrt og ákveðið fram en
með öðru móti en því að rýra svo
fjárveitingar til þess að það gcti
ekki starfað af reisn.
Sé litið til æskulýðsstarfs sveitar-
félaganna má fullyrða að það
stendur víðast hvar í miklum
blóma.
Mjög víða hafa verið teknar í
notkun félagsmiðstöðvar þar sem
fram fer öflugt og fjölbreytt æsku-
lýðsstarf. Á öðrum stöðum er fé-
lagslífinu stjórnað í samvinnu við
skólana sent er heppilegt fyrir-
komulag og þyrfti að leggja áherslu
á að auka. Skólahúsnæði er vand-
aðar og dýrar byggingar sem sjálf-
sagt er að nýta sem mest og hvert
dæmið á fætur öðru sannar að þar
sem góð samvinna hefur tekist
milli skólanna og þeirra sem að
æskulýðsmálum vinna hefur náðst
góður árangur.
Einn veigamesti þátturinn í öllu
æskulýðsstarfi eru íþróttirnar.
Aðstaða til íþróttaiðkana hefur
batnað til muna á síðari árum og
hvert sveitarfclagið af öðru lcggur
metnað sinn í að íþróttaaðstaða
þeirra sé sem best.
Þrátt fyrir hlutverk ríkis og sveit-
arfélaga í æskulýðsmálum. er þátt-
ur hinna frjálsu æskulýðs- og
íþróttafélaga veigamestur. Að
þeirn félögum ber að hlúa. Styrkja
þarf starfsemi þeirra bæði hvað
varðar aðstöðu og fjárhag, en þó
ntá sá stuðningur aldrei verða til
þess að þau starl’i ekki sjálfstætt
óháð opinberu valdi. Frelsi þeirra
til athafna er þeirra styrkur og
forsenda fyrir tilveru. Þau hafa
sannað gildi sitt fyrir íslenska æsku
í heila öld.
Framsókn í
Um þessa helgi þinga framsókn-
armenn á Hótel Sögu.
Framsóknarflokkurinn minnist
þess að 70 ár eru liðin frá því að
flokkurinn var stofnaður.
Framsóknarflokkurinn hefur
alla tíð verið áhrifamikð stjórn-
málaafl í íslenskri pólitík.
Upphaflega stóðu að flokknum
bændur, ungmennafélagar og sam-
vinnumenn, en fljótlega bættust
aðrir í hópinn.
Fullyrða má að allar stéttir
landsmanna eigi fulltrúa eða máls-
vara innan flokksins, og hafi átt
það lengi.
Framsóknarflokkurinn er fyrst
og fremst íslenskur stjórnmála-
flokkur sem tekur mið af íslenskum
aðstæðum og íslensku þjóðlífi.
Hann er laus við áhrif erlendra
kreddukenninga til hægri og vinstri
og er það ein aðalástæða þess hve
vel honum hefur gengið að mæta
nýjungum og þróun sem sífellt á
sér stað hér á Igndi.
Þrátt fyrir sveiflur sem alltaf eiga
sér stað í stjórnmálum verður ekki
annað sagt en að Framsóknar-
flokkurinn hafi haldið vel sínum
hlut þau 70 ár sem hann hefur verið
við lýði.
Hvað cftir annað hefur flokkn-
um verið falin stjórnarmyndun og
farið þar með forystu. Framsókn-
arflokkurinn hcfur verið það afl
sem hefur getað sameinað ólík
sjónarmið og jafnframt það sterkur
að hann hefur getað haldið frant
sinni stcfnu í stjórnarsamstarfi.
Vonandi verður svo áfram um
langa framtíð.
Ábyrg vinnubrögð
Stjórnmálabaráttan sem annað
tekur breytingum, og nauðsynlegt
er að flokkar gcri sér grein fyrir
þeirri þróun. Þetta á ekki síst við
um breytt og nútímalegri vinnu-
brögð stjórnmálaflokka í áróðri og
við að koma sínum málum á frant-
færi.
Svo virðist sem málefnalegir
kosningafundir séu á undanhaldi
en í þeirra stað séu komnar kapp-
ræður í fjölmiðlum, sem oft eru í
stikkorðastíl.
Áhrif fjölmiðlanna eru gífurleg
og af þeim sökum leggja stjórn-
málamenn allt kapp á að koma þar
fram, einkum ísjónvarpi. Málcfnin
skipta orðið minrta máli en fram-
koman og umtalið. Stundum liggur
við að halda rnegi því fram að illt
umtal sé bctra eh ekkcrt, alla vega
virðast þeir stjórnmálamenn
gleymast sem ekki eru sífellt að
láta í sér heyra. Santa virðist af
hvaða tilefni það er.
Af þessu leiðir að þingmenn sem
verða við hverjar kosningar að
berjast fyrir sætum sínum, þurfa
sífellt að láta í scr heyra á Alþingi
til að sanna fyrir kjósendum hæfi-
lcika sína.
Af þessu leiðir að þingmenn eru
tilknúnir að bera þar fram ályktanir
og frumvörp sem vitað er að nái
ekki fram að ganga, til þess eins að
láta á sér bera.
Þessi vinnubrögð eru mikið
stunduð af stjórnarandstöðuflokk-
um á hverjum tíma enda geta þeir
leyft sér að vera óábyrgari í tillögu-
flutningi en ríkisstjórnarflokkarnir
þar sem á þeim hvílir ekki að
tryggja framgang samþykktra
mála.
Framsóknarmönnum á Álþingi
er legið á hálsi fyrir að láta lítið í
sér heyra og vel er hægt að taka
undir þær raddir að skoðanir þeirra
mættu heyrast þar oftar. Hins veg-
ar má bcnda á að Framsóknar-
flokkurinn hefur átt aðild að ríkis-
stjórn nær óslitið í 16 ár og hefur
m.a. haft þau áhrif að þeir sýna
meiri ábyrgð í málflutningi en
aðrir þingmenn.
Ábyrgð í verkum er einkenni
Framsóknarflokksins og verið hans
styrkur. Þá er illa komið í íslensk—
urn stjórnmálum ef verður að fórna
henni til að ná athygli kjósenda.
Ungtfólkí
nútíð og framtíð
Er heiti á ráðstefnu sem menn-
tamálaráðuneytið og Samband ís-
lenskra sveitarfélaga gangast fyrir
í dag og á morgun.
Á dagskrá hennar eru mikil-
sverðir málaflokkar sem snúa að
æskunni, s.s. ný lagasetning í æsku-
lýðsðmálum, kynning á æskulýðs-
starfi, áhrif tölvutækni ogfjölmiðla
á heimilislíf og nám, félagsstarf í
grunnskólum ogspáð í framtíðina.
Þá flytur formaður Norræna
æskulýðssjóðsins Sven-Even Ma-
amoen erindi um hlutverk sjóðsins
en það er að styrkja frjáls æsku-
lýðssamtök á Norðurlöndum.
Vel er þess virði að taka eftir
þessari ráðstefnu og þakka fram-
takið.
Eflum æskulýðsstarfið
Æskulýðsmál eru mikilvægur
málaflokkur sem virðist þó ná lítilli
athygli stjórnmálamanna nema á
tyllidögum. Á því þarf að verða
breyting.
Æskulýðsstarfsemin er einkum í
höndum þriggja aðila, þ.e. ríkis,
sveitarfélaga og frjálsra félaga.
Æskulýðsráð ríkisins var stofnað